Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 Fréttir Valgeir Sigurðsson kominn til íslands til að koma reglu á skemmtistaðmn Vegas: Við viljum heiðar- leg vinnubrögð - ekkert verður kastað til höndunum við rekstur þessa staðar, segir Valgeir Valgeir Sigurðsson, veitingamað- ur frá Lúxemborg, er kominn heim til íslands sérstaklega til að koma skipulagi á rekstur skemmtistaðar- ins Vegas. Hann sagði í samtali við DV að hann og bróðir hans, Jónas Sigurðsson, sem er einn af fjórum upphaflegum eigendum staðarins, vilji taka til „með heiðarlegum vinnubrögðum í samræmi við landslög". Valgeir sagði við DV í gær að hann hefði ekki haft I hótunum við neinn eins og Kanadamaðurinn Dan Morgan hélt fram í blaðinu í gær. Hann og Jónas sögðu jafn- framt að starfsfólk hefði fengið laun sín greidd. Á hinn bóginn sagði hann að meginágreiningsefn- ið við Dan Morgan um helgina hefði verið að peningar hefðu ekki farið í gegnum sjóðvélar staðarins - það hefðu einfaldlega ekki verið stimplaðar inn á kassa þær upp- hæðir sem viðskiptavinir borguðu með. „Dan notaði stór orð við mig þeg- ar ég sagði að þetta gengi ekki og kallaði í einn af dyravörðunum, einn af sínum mönnum, til að henda mér út,“ sagði Valgeir. „Dyravörðurinn gerði það ekki og hljóp þá Dan til, talaði við sitt fólk og það gekk út með honum. Ég held að það sé mesta lukka sem hægt var að hugsa sér,“ sagði Valgeir. „Lögreglumaður, sem ég fékk til að koma á vettvang, sagði við mig að ég skyldi fara varlega um götur og torg og helst að hafa með mér mann eða menn því að þetta fólk svifist einskis. Hann sagði að það væri staðreynd að þessi hættulega starfsemi væri að vaxa úr grasi hér á landi. En ég vinn ekki með svona á bakinu, við viljum heiðarleg vinnubrögð. Ég er hrekklaus og fólk er því velkomið á staðinn," sagði Valgeir. Aðspurður um rekstur Vegas í ljósi þess að starfsmenn gengu út með Dan Morgan um helgina sagði Valgeir: „Vegas er í fullum rekstri og það er ekkert lát á því. Við erum með okkar starfsfólk og þessir atburðir verða til þess að herða okkur. Við tökum vel á móti öllum. Auk þess er ætlunin að lögreglumenn taki að sér dyravörslu í aukavinnu - það verður ekkert kastað til höndunum við að reka þennan stað,“ sagði Valgeir Sigurðsson. -Ótt Þing Neytendasamtakanna: Leggjum áherslu á aukna fræðslu segir Þuríður Jónsdóttir, varaformaður samtakanna „Það var vitanlega tekið á fjöl- mörgum málum en að mínu mati bar hæst að Neytendasamtökin hyggjast leggja aukna áherslu á fræðslu. Við viljum sjá að komiö verði á fót upplýsingamiðstöð um skuldara þar sem bankamir geta fengið upplýsingar um viðskipta- vini, séð t.d. hvort maður er í milljóna skuld í einum banka þótt hann skuldi ekkert í öðrum. Með þessu væri kannski komin for- senda til þess að losna að ein- hverju leyti við að þurfa enda- laust að treysta á ábyrgðarmenn," segir Þuríður Jónsdóttir, varafor- maöur Neytendasamtakanna. Samtökin þinguðu um helgina þar sem Drífa Sigfúsdóttir tók við formennsku af Jóhannesi Gunn- arssyni. Jóhannes verður áfram framk væmdastj ór i. Að sögn Þuriðar v°rður aukin áhersla lögö á fræðslu þar sem reynt verður, líklega í samvinnu við menntamálaráðuneytið, að koma fræðsluefni inn í skólana þar sem fólki verður hreinlega kennt hvernig komast eigi af. „Það er til heilmikið af efni um það hvernig eigi að lifa af í neysluþjóðfélagi og við þurfum að koma því inn í öll skólastigin og alls ekki bara inn í grunnskólann. Við þurfum að mennta kennarana okkar í þessu og með því yrði miklu áorkað. Það er ekki sjálf- sagður hlutur að ungt fólk kunni aö sjá fótum sínum forráð í neysluþjóðfélagi eins og okkar og við hyggjumst sem sagt leggja okkur fram við að uppfræða ungt fólk um þessi mál á næstu misser- um,“ segir Þuríður Jónsdóttir. -sv Valgeir fyrir utan Vegas á horni Laugavegs og Klapparstígs með þremur sýningarstúlkum frá Kanada. Valgeir er ekki eigandi- sjáifur en bróðir hans, sem er eigandi að 25 prósentum af hlutafé staðarins, fékk hann til að koma til íslands sem ráðgjafi. DV-mynd S Dagfari Sjálfstæði Ríkisútvarpsins Þriggja manna starfsnefnd á vegum menntamálaráðherra hefur lagt fram tillögur um framtíð Rík- isútvarpsins. Þessar tillögur segja sosum ekki mikiö annað en það að Ríkisútvarpið megi vera til áfram en í staðinn fyrir auglýsingar og skylduáskrift skal lagður nefskatt- ur á þjóðina til að standa undir rekstri RÚV. Nefndin er meira að segja klofin í afstöðu sinni til afnáms auglýs- inganna og menntamálaráöherra hefur ekki sagt annað um þessar tillögur en að þær verði ræddar. Hér er sem sagt um nefndarálit að ræða, enda var nefndin skipuð til að skila áliti og álit nefndarinnar er ekki annað en álit þeirra þriggja einstaklinga sem í nefndinni sátu. Annað er þetta nú ekki Hins vegar hefur brugðið svo við að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafa lýst yfir að hér sé vegið að sjálfstæði Ríkisútvarpsins, hvorki meira né minna, og Framsóknar- flokkurinn segir að nefndarálitið komi flokknum í algjörlega opna skjöldu vegna þess að nefndarálitið hafi aldrei verið rætt í flokknum eða ríkisstjórninni og Framsóknar- flokknum hefur ekki verið sagt frá því að þessir þrir einstaklingar hafi þá skoðun sem fram kemur í nefndarálitinu. Auðvitað er það grafalvarlegt mál þegar þrír einstaklingar, sem eru saman í nefnd og eru beðnir um að hafa skoöun, leyfa sér að hafa skoðun án þess að gera Fram- sóknarflokknum aðvart, hvað þá að spyrja Framsóknarflokkinn um það fyrirfram hvaða skoðun þeim er heimilt að hafa. Og svo er hitt ekki síður alvar- legt ef nefndin er að ráðast að sjálf- stæði Ríkisútvarpsins með því að leggja til að Rikisútvarpið starfi áfram. Það er hnefahögg í andlit þeirra sem fara með sjálfstæði Rík- isútvarpsins. Ríkisútvarpið er í eigu ríkisins og ríkið er þjóðin og þjóðin á RÚV og er sjálfstæð stofnun í ríkinu. Ríki í ríkinu. Þessu ríki stjórna æðstu embætt- ismenn Rikisútvarpsins og hafa varðveitt sjálfstæði þess fyrir hönd þjóðarinnar sem hefur falið þeim umboð til að varðveita sjálfstæðið. Nú ætlar einhver nefnd að taka þetta sjálfstæði af stjórnendum RÚV án þess að spyrja um leyfl til þess, hvorki hjá stjórnendum sjálf- stæðisins né heldur sjálfum Fram- sóknarflokknum. Þetta er aðför sem ekki verður liðin. Sérstaklega er það alvarlegt ef fella á niður rétt RÚV til að birta auglýsingar. Þar með er sjálfstæðið skert vegna þess að frelsi og sjálf- stæði Ríkisútvarpsins og stjórn- enda þess hefur einmitt verið í því fólgið að afla tekna í gegnum aug- lýsingar til að stofna til skulda og tapreksturs hjá RÚV. Þessi taprekstur hefur gert Rík- isútvarpinu kleift að halda uppi starfsemi sinni að því leyti að tap- ið hefur verið afsökun fyrir því að dagskráin er ekki betri. Ef auglýs- ingarnar eru teknar af RÚV og nef- skattur lagður á þjóðina til að standa undir sjálfstæði RÚV er sjálfstæðinu fórnað á kostnað betri dagskrár sem stjórnendurnir geta ekki sætt sig við. Sjálfstæði RÚV gengur fyrir öllu öðru vegna þess að sjálfstæðið er í höndum stjórn- enda RÚV sem sækja umboð sitt tfl þjóðarinnar og rikisins til að reka Ríkisútvarpið eftir eigin höfði og i raun og veru kemur hvorki alþingi né einstökum nefndum á vegum menntamálaráðherra við hver framtíð RÚV er. Það er mál stjórn- enda Ríkisútvarpsins vegna þesS að það varðar sjálfstæði stofnunar- innar. Og stofnunin er ekki sjálf- stæð nema þjóðin og alþingi láti Ríkisútvarpið í friði. Hvað þá að einhver nefnd leyfi sér að hafa skoðun á RÚV. Það er skerðing á sjálfstæði stofnunarinnar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.