Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1996 Fréttir m 4 Tillögur stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur: Stofnunin lögð nið- ur í núverandi mynd í tillögum stjórnar Heilsuvernd- arstöövar Reykjavíkur um framtíð- arhlutverk stofnunarinnar, er lagt til að hún verði lögð niður í núver- andi mynd. Mæðra- og ungbarnaeftirlit flytj- ist í auknum mæli til heilsugæslu- stöðva en sameinist að öðru leyti sambærilegum einingum á Land- spítalanum. Þangað komi sérfræð- ingar í þessum greinum tU ráðgjaf- ar. Heimahjúkrun Qytjist einnig í aUknum mæli til heilsugæslu- stöðva. Aðrar einingar verði endur- skipulagðar eða lagðar niður. Tannvernd barna óháð efnahag foreldra til dæmis er lagt til að starfsemi skólatannlækninga verði endur- skipulögð og tryggt að öll börn á skólaskyldualdri njóti lögboðinnar tannverndar án tiÚits til efnahags og áhuga foreldra. Stjórnin telur að þar sem mikið af úrvalsfólki, sem aflað hefur sér menntunar og reynslu á starfssviði sinu, starfi á Heilsuvemdarstöð- Myndin er tekin þegar tillögurnar voru kynntar slarfsfólki Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur mánudaginn 6. maí. inni sé afar mikilvægt að tryggja að.starfskraftar þess nýtist í fram- tíðinni með flutningi stöðuheim- ilda nái þessar tillögur fram að ganga. Stjórnin tekur ekki afstöðu til tillagna um nýtingu á húsnæði stöðvarinnar. Þó minnir stjórnin á að ef til vill sé eðlilegt, þar sem saga hússins og stofhunarinnar er DV-mynd BG samtvinnuð, að húsið hýsi áfram heilbrigðisþjónustu. Vel megi hugsa sér að þær einingar sem áfram störfuðu væru til húsa á Heilsuverndarstöðinni, þ.e. sam- einað mæðraeftirlit, sameinað ungbarnaeftirlit og hugsanlega heimahjúkrunin. Tillögurnar kynntar starfs- fólki Þar sem. tillögurnar fela í sér lok starfseminnar er stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur reiðubúin að segja af sér. Stjórnina skipa, Ragnheiður Har- aldsdóttir, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, Óttar Guðmundsson læknir og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar. Tillögurnar voru kynntar starfsfólki Heilsuverndarstöðvar- innar mánudaginn 6. maí og gerð grein fyrir hugmyndum stjórnar- innar um hvernig koma megi starfseminni fyrir með öðrum hætti. Tillögunum hefur verið skilað til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra. Ráðherrra hefur tillög- urnar til athugunar og hefur ákveðið að láta meta hagkvæmni þeirra. -ÞK 4 r Kaup verslunarmanna hjá varnarliöinu: Tími var kominn á nýja leiðréttingu - segir Jóhann Geirdal, formaöur Verslunarmannafélags Suðurnesja DV, Suðumesjum: „Við fjölluðum um þetta mál eftir nýjum reglum sem settar voru kaup- skrárnefnd. Niðurstaöa er komin og hún liggur fyrir," sagði Berglind Ás- geirsdóttir, formaður kaupskrárnefndar varnarsvæða, í samtali við DV. Kaupskrárnefndin hefur úrskurðað í erindi Verslunarmannafélags Suður- nesja vegna starfsmanna sem vinna hjá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli og komist að þeirri niðurstöðu að starfs- menn eiga að fá 17% leiðréttingu á laun sín frá áramótum. Hlutverk kaupskrárnemdar varnar- svæða er að sjá til þess að íslendingar, sem starfa hjá varnarliðinu eða erlend- um verktökum þess á varnarsvæðum, fái kaup og kjör og njóti þess öryggis og aðbúnaðar á vinnustað sem íslensk lög, kjarasamningar og venjur segja til um á hverjum tíma. Þá skal nefndin sjá til þess að þeir njðti sambærilegra kjara og almennt gerist í sömu eða hliðstæðum störfum utan varnarsvæða. „Að vissu leyti er þetta fagnaðarefni að það skuli vera kominn úrskurður í þessu máli. Síðast þegar launaleiðrétt- ing fékkst var 1988 og var vissulega kominn tími á nýja leiðréttingu. Þetta er búið að vera mikil vinna í þessu máli," sagöi Jóhann Geirdal, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. -ÆMK hH&UÉÍbi ¦hmbiP ¦ 1 ! i 1 l lEy Jfc, .^* , ^ÁaM^'A'-S".7itfi , j m I ? m f MITSUBISHI ELECTRIC Hátíð á Höfn fyrir tveimur árum. DV-mynd Júlía Stórhátíð 1997 á aldar- afmæli byggðar á Höfn DV, Höfn: Á næsta ári verða 100 ár frá því byggð hófst á Höfn og verður þess minnst á margvíslegan hátt. Skipuð hefur verið afmælisnefnd sem sér um framkvæmd og skipulagningu aldarafmælisins á sem glæsilegast- anhátt. „Við erum að hefja undirbúning- inn og verið er að safna hugmynd- um í afmælisbankann. Stefnt er að því að eitthvað verði gert í hverjum mánuði ársins í tilefni afmælisins en að aðalhátíðahöldin verði fyrstu helgina í júlí. Þá verði sameinuð há- tíð á Hornafirði sem er orðin árviss viðburður á þessum tíma. Lögð verður áhersla á ýmiss kon- ar sýningar menningar og lista. Einnig verður gerð heimildarkvik- mynd um 100 ára búsetu á Höfn," sagði Gísli Sverrir Árnason, for- maður nefndarinnar, við frétta- mann DV. Vegna þessara tímamóta í sögu Hafnar verður vinabæjamót við vinabæi Hafnar á Norðurlöndum. Það mót verður á aðalhátíðinni í júlí. Nefndin leggur áherslu á að öll undirbúningsvinna og skipulag fyr- ir afmælið liggi fyrir í lok þessa árs og að hægt verði að kynna afmælis- dagskrána í byrjun árs 1997. -JI > Sk.vmiiwal > í ¦WnkMi > ijpptokíi dj ofjpllun ó allUioWwk.skiloí). > Oij íji)lin.vi'(jt íloií'a >í>yn(j«l oooim l/^)(ji' 1-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.