Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 Fréttir DV Umboðsmaður Alþingis beðinn um álit vegna innheimtu Orkuveitna Reykjavíkur: Dráttarvextir reiknað- ir af áætlaðri skuld - eðlileg aðferð, segir Qármálastjóri Hitaveitu Reykjavíkur Orkuveitur Reykjavíkur inn- heimta nú sameiginlega fyrir raf- magns- og heitavatnsnotkun borg- arbúa og eru sendir út reikningar á tveggja mánaöa fresti fyrir áætlaða notkun en einn árlegur reikningur er uppgjörsreikningur. Þegar fólk dregur að greiða áætlunarreikning- ana leggjast dráttarvextir ofan á þá. Þetta finnst mörgum vera óeðli- legt og mun hafa verið leitað álits umboðsmanns alþingis á málinu um hvort eðlilegt sé að leggja drátt- arvexti á áætlaða notkun sem hugsanlega er miklu meiri en síðar kemur í ljós við mælaálestur og lokauppgjör. í slíkum tilfellum fást þessir „dráttarvextir" ekki endur- greiddir. Eysteinn Jónsson, íjármálastjóri Hitaveitu Reykjavíkur, segir að þetta sé eðlileg aðferð. „Forsend- urnar eru þær að áætlaður reikn- ingur er fullgildur reikningur. Það er tekið fram í staðfestri reglugerð. Áætlunarreikningur er byggður á notkun ársins á undan. Ef notkun- in breytist þá breytum við áætlun. Við breytum áætlun fyrir notand- ann óski hann eftir því og þess vegna eru þessir reikningar full- gildir þótt um áætlaða notkun sé að ræða,“ segir Eysteinn. Eysteinn segir það illframkvæm- anlegt og kostnaðarsamt að lesa mánaðarlega af notkunarmælum, auk þess sem því fylgi mikið ónæði fyrir notendur. Áætlunarreikning- amir miðast við heildarnotkunina allt árið þannig að útgjöldin dreifast jafnt yfir árið til hagræðis fyrir greiðendur. Áætlunin er, að sögn Eysteins, oftast þokkalega rétt þar sem hún er miðuð við næsta ár á undan og ekki verði því annað sagt en að þetta sé sanngjörn aðferð við inn- heimtuna. Hitaveitan lesi enn fremur af mælum hálfsárslega í eft- irlitsskyni og sé áætluninni breytt ef frávik frá fyrri áætlun sýnist gefa tilefni til. Reynist notkunin meiri við þennan eftirlitsálestur séu áætlunarreikningamir hækk- aðir en dráttarvextir alls ekki lagð- ir á aukninguna. „Ég tel að þessi aðferð sé eins sanngjörn og hægt er miðað við aðstæður," segir Ey- steinn. Hann segir að framvegis verði dráttarvextir innheimtir strax við greiðslu vanskilareikn- ings í stað þess að bæta þeim við næsta reikning á eftir eins og gert hefur verið til þessa. -SÁ Árekstur þriggja bíla varð á Bústaðabrú á Bústaðavegi laust upp úr hádegi í gær. Ökumaður og farþegi úr einum bílnum og farþegi úr öðrum voru fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum sérfræðings á vakt á slysadeildinni voru þeir ekki alvarlega meiddir, með mar og slíkt, og fengu að fara heim að rannsókn lokinni. DV-mynd S Tveir sæmdir gullmerki ÍA DV, Akranesi: í afmælishófi í tilefni þess að 28. apríl voru 50 ár frá stofnun íþróttabandalags Akraness heiðr- aði stjórn ÍA tvo menn, Helga Dan- íelsson og Gunnar Sigurðsson, með því að afhenda þeim gull- merki ÍA. Sú viðurkenning er að- eins veitt þeim sem hafa starfað í íþróttahreyfingunni í yfir 30 ár. Helgi er formaður Stuðnings- mannafélags ÍA. Hann var um langt árabil einn af bestu mark- vörðum landsins og landsliðsmað- ur i 25 leikjum. Hefur hann unnið ómetanlegt starf fyrir íþróttahreyf- inguna. Gunnar er formaður Knatt- spyrnufélags Akraness og formað- ur bæjarráðs Akraness. Hann hef- ur lengi verið formaður knatt- spyrnufélagsins og átt sæti í stjórn KSÍ. Þá er hann einn þeirra sem hvað mest hafa unnið að uppbygg- ingu knattspyrnunnar á Akranesi og á stærstan þátt í því að gera Akranes að því stórveldi sem það er nú í knattspyrnunni á íslandi. -DÓ Gunnar Sigurðsson og Helgi Daníelsson sem fengu gullmerki ÍA til vinstri. Til hægri Guðbjartur Hannesson og Ell- ert B. Schram. DV-mynd Daníel Borgarnes: Fjölbreytt maí-hátíð DV, Borgarnesi: Mikið var um dýrðir hjá Verka- lýðsfélagi Borgarness 1. maí. Hús- fyllir var í Hótel Borgarnesi þar sem hátíðahöldin fóru fram en það er hefð fyrir því að félagið standi fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá þennan dag auk hefðbundinna ræðuhalda. Hátíðarræðuna flutti Guðmundur Þ Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks, og var ríkis- stjórnin og frumvörp hennar hon- um ofarlega í huga eins og öðrum forystumönnum launþega þennan dag. Bræðurnir Halli og Laddi fluttu gamanmál við undirleik Hjartar Howser við mikla kátínu og mun þetta hafa verið í fyrsta skipti í 15 ár sem þeir komu fram í Borgar- nesi. Þá léku nemendur Tónlistar- skóla Borgarfjarðar undir stjórn Gunnars Ringsted. Barnakór Borg- arness söng undir stjórn Birnu Þor- steinsdóttur, félagar í leikdeild Umf. Skallagríms fluttu atriði úr leikrit- inu Ævintýri á göngufór, Snorri Hjálmarsson og Dagný Sigurðar- dóttir sungu einsöng og dúett við undirleik Jerzy Tosik Warszawiak og Grundartangakórinn söng undir stjórn Lisbeth Dahlin og undirleik- ari var Flosi Einarsson. -OHR Halli og Laddi í stuði. Lambakjöt til New York: Unnið og pakkað úti „Það tekur tvö til þrjú ár að ná einhverri fótfestu á markaönum og fá úr því skorið hvort þetta borgar sig,“ segir Baldvin Jóns- son sem vinnur að markaðssetn- ingu íslenskra landbúnaðarafurða fyrir bændasamtökin en stórt kjötvinnslu- og dreifingarfyrir- tæki, Cooking Excellence í New York, hefur tekið að sér vinnslu, pökkun og dreifingu á íslensku lambakjöti I Bandaríkjunum. Lambakjötið er flutt fryst út til New York en búið er að grófhluta það niður áður. Þegar hafa verið flutt út um 170 tonn og er rúmur helmingur þess seldur, að sögn Baldvins. Hann segir að verð á kjötinu út úr búð sé tiltölulega hátt, ffá 500-1500 ísl. kr. kílóið, eftir því um hvaða hluta er að ræða. -SÁ Lýst eftir vitnum: Ekið á kyrrstæðan bíl Ekið var á kyrrstæðan bíl á stæði við Hraunbæ 144 milli kl. 22.00 og 13.00 27.-28. apríl sl. Bíllinn er af gerð- inni Mitsubishi Colt árg. 1989, rauður að lit. Tjónið á bílnum er áætlað 80 þúsund krónur og er mjög tilfinnan- legt fyrir eigandann, sem er ung móð- ir. Hugsanleg vitni eru beðin um að gefa sig fram við Reykjavíkurlögregl- una. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.