Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 7 Eréttir Deilur á aðalsafnaðarfundi í Keflavik Safnaðarheimilisdeilan blossar upp á ný tillögu um endurupptöku málsins vísað frá Deilur um byggingu safnaðar- heimilis í Keflavík hafa blossað upp á ný en tillögu um að hætt yrði við byggingu safnaðarheimil- is við Keflavíkurkirkju var vísað frá aðalsafnaðarfundi Keflavíkur- safnaðar í gær. Andstæðingar framkvæmdanna, sem búa allir í næsta nágrenni við lóð Keflavík- urkirkju og hins fyrirhugaða safn- aðarheimilis, óskuðu einnig eftir því að þeim yrði greiddur lög-' fræðikostnaður í sambandi við umstang sitt vegna málsins hingað til og var þvi erindi vísað til af- greiðslu sóknarnefndar. Loks- lögðu andstæðingar byggingarinn- ar til að sóknarnefndin segði af sér. Sævar Reynisson, gjaldkeri sóknarnefndarinnar, sagði við DV í gærkvöld að tillagan um að hætta við byggingu safnaðarheim- ilisins hefði komið of seint fram til að ná inn á dagskrá fundarins. Sævar telur tillöguna um að hætta við bygginguna óraunhæfa þar sem þetta mál hefur þegar far- ið rétta boðleið í gegnum kerfið. Búið er að kjósa um hvort byggja skuli safnaðarheimilið og reynd- ust um 60% þeirra sem greiddu at- kvæði meðmæltir. Þá hafa síðan farið fram tvennar skoðanakann- anir sem báðar gáfu svipaða nið- urstöðu. „Þessir sömu menn og nú vilja hætta við bygginguna kærðu kosn- inguna um málið á sínum tíma til yfirkjörstjórnar sem vísaði kæru þeirra frá. Þá kærðu þeir til Bisk- upsstofu sem gerði hið sama. Loks kærðu þeir til ráðuneytisins og nýlegur úrskurður þess er á þá leið að kosningin hafi verið lög- mæt. Það er komin lögformleg nið- urstaða í málið og því fráleitt að koma fram með tillögu sem gengur út á að öllu sem gerst hefur skuli bara hent,“ segir Sævar. Varðandi ósk andstæðinganna um að fá greiddan lögfræðikostnað segir Sævar að niðurstaöa sé feng- in i Hæstarétti í svipuðu máli í Kópavogi en þar samþykkti aðal- safnaðarfundur á sínum tíma aö greiða rúmlega tveggja milljóna króna kostnað þeirra sem mót- mæltu byggingu kirkju í bænum. Samkvæmt dómi Hæstaréttar er sóknarnefnd ekki skylt að greiða annan kostnað úr sjóðum safnað- arins en hún sjálf ákveður. Guðmundur Sigurbergsson, and- stæðingur byggingar safnaðar- heimilisins, segir að tillaga sín um að taka upp byggingarmálið á ný hafi komið fram á sama degi og auglýsing birtist um aðalsafnaðar- fundinn, eða þremur dögum fyrir fundinn og sé það innan tilskilins frests. „Við munum hittast í kvöld og taka ákvörðun um framhaldið í þessu máli og fleiri málum sem við viljum láta rannsaka. Við telj- um að tími sé kominn til að fá öll gögn upp á borðið sem varða störf sóknarnefndar," segir Guðmund- ur. Hann segir að eftir að úrskurðir í kærum um lögmæti kosninga um bygginguna hafi allir fallið á einn veg sé ekki annað eftir en að snúa sér til umboðsmanns Alþingis með málið. Hann segir að þeir sem vilja að byggingarmálið verði tek- ið upp á ný séu í sjálfu sér ekki á móti byggingu safnaðarheimilis. „Við höfum allan tímann viljað að sóknarbörn í Keflavík fengju tæki- færi til að sjá fleiri byggingartil- lögur en þessa einu sem lögð hefur verið fram. Á það hefur aldrei ver- ið hlustað," segir Guðmundur. Hann segir að brýn nauðsyn sé fyrir safnaðarheimili en sjálfur vilji hann sjá rísa nýja kirkju og veglega ásamt safnaðarheimili í því umhverfí þar sem ekki eru fyr- irsjáanleg umferðarvandamál eins og eru á þeim stað þar sem kirkj- an stendur nú og fyrirhugað er að byggja safnaðarheimilið. -SÁ *SSA ST ^ ÁSTÞÓR MAGNÚSSON KYNNIR ÁTAKIÐ HÓTEL BORG (DriSjudagskvöld kl. 20.30 FÉLAGSLUNDI ReySarfirSi, miSvikudagskvöld kl. 20.30 HÓTEL BRÆÐRARBORG Vestmannaeyjum, fimmtudagskvöld 20.30 KAFFIVEITINGAR HYUnoni ILADA Greiðslukjör til allt að 36 ntátiaða án útborgunar © RENAULT G ÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR BMW 520IA ’94, ssk., 5 d., grár, ek. 32 þús. km. Verð 2.800.000. Mazda 626 2000 ’93, ssk., 4 d., rauður, ek. 47 þús. km. Verð 1.580.000. Toyota Corolla XLI ’94, ssk., 4 d., grár, ek. 16 þús. km. Verð 1.190.000. Honda Civic 1600 ’92, ssk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km. Verð 1.090.000. I *^*M?g* fr* ' ‘iMV- ^ I ssk., 4 d., hvítur, ek. 60 þús. km. Verð 1.330.000. ssk., 4 d., grænn, ek. Verð 1.100.000. 19 þús. km. Nissan Patrol ‘91 dísil turbo, 5 g., 5 d., grár, ek. 153 þús. km. Verð 2.550.000. Toyota Corolla 1300 ’89, 5 g„ 5 d„ grár, ek. 107 þús. km. Verð 550.000. VW Golf 1600 '88, 5 g„ 3 d„ grár, ek. 101 þús. km. Verð 400.000. Toyota Corolla 1300 '88, 4 g„ 3 d„ grár, ek. 142 þús. km. Verð 420.000. BMW318Í ’88, 5 g„ 4 d„ grænn, ek. 77 þús. km. Verð 650.000 Hyundai Sonata 2000 '92, ssk„ 4 d„ grár, ek. 56 þús. km. Verð 1.070.000. Toyota Camry 2000 4x4 ’88, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 116 þús. km. Verð 820.000. Toyota Camry 1800 ’87, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 181 þús. km. Verð 540.000. Opiö virka (la%a frá kl. 9 - 18, laagardaga 10 - 14 Renault Clio 1400 ’93, ssk„ 5 d„ blár, ek. 31 þús. km. Verð 910.000. NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SiMI: 568 1200, BEINN SIMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.