Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 8
i ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 ÉwBHSBBBil V{kingalottóinul Hvað mundir þú gera ef þú ynnir 100 mill á miðvikudaginn? N G W' Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl 16.00. Utlönd Rússar búa sig undir að reka breska njósnara úr landi: Bretar hóta að gjalda líku líkt Rússnesk stjórnvöld búa sig nú undir að vísa nokkrum breskum diplómötum úr landi fyrir meint tengsl þeirra við njósnahring en vilja engu að síður reyna að koma í veg fyrir milliríkjadeilu í anda kalda stríðsins. Þetta er alvarleg- asta njósnahneykslið sem komið hefur upp í samskiptum ríkja aust- urs og vesturs frá því Borís Jeltsín komst til valda í Rússlandi árið 1991. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði í gær að ásakanirnar væru með öllu tilhæfu- lausar og varaði við því að Bretar mundu svara í sömu mynt ef Rúss- ar gerðu alvöru úr hótunum sínum. „Sendiherra okkar eða breskum stjórnvöldum hafa ekki verið sýnd- ar neinar sannanir sem styðja þess- ar staðhæfingar og í okkar huga ríafa þær ekki verið rökstuddar. Ef gripið verður til aðgerða gegn bresku starfsliði verður gripið til gagnaðgerða og eðli þeirra fer eftir því hvað Rússar gera," sagði Rif- kind. Deilan komst upp á yfirborðið eft- ir að rússneska leyniþjónustan FSB, arftaki KGB sálugu, skýrði frá því að rússneskur embættismaður hefði verið handtekinn í Moskvu þegar hann hitti fulltrúa bresku leyniþjón- ustunnar MI6. Rússneska utanríkisráðuneytið sagði að nokkrir breskir sendimenn yrðu reknir úr landi en Grígorí Kar- asín, talsmaður ráðuneytisins, sagði að allt yrði að gera til að afstýra því að samskipti Rússlands og Bret- lands hlytu skaða af. Hann sagði Interfax fréttastof- unni að breski sendiherrann, Andrew Wood, hefði verið kvaddur í ráðuneytið. „Þar var rætt um hegðun nokkurra breskra stjórnar- erindreka sem samrýmist ekki stöðu þeirra," sagði Karasín. Karasín sagði ekki hversu margir breskir diplómatar hefðu verið lýst- ir „persona non grata" og yrðu að Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, flutti í gær ávárp á ráðstefnu kvenna f Stokkhólmi þar sem fjallað er um konur í forustuhlutverki. Um 70 konur frá stjórnsýslu og félagasamtökum ýmissa landa sækja ráðstefnuna en Vígdís er í forsæti hennar. Símamynd Reuter Clinton í kosninga- ferð gegn reykingum Bill Clinton Bandarikjaforseti hef- ur gert reykingar barna og unglinga að kosningamáli og munu reykingar verða aðalmál kosningaferðar hans til ríkisins New Jersey í dag. Clinton er mikið í mun að ná atkvæðum í New Jersey, níunda fjölmennasta riki Bandaríkjanna, en hann sigraði einungis með 80 þúsund atkvæða mun þar í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Talsmenn forsetans segja að þrátt fyrir 20 prósentustiga forskot á Bob Dole, veröandi frambjóðanda repú- blikana, á landsvísu viljf þeir ekki hætta á neitt varðandi New Jersey. Ferð hans þangað er skipulögð í tengslum við svonefndan „Kick Butts Day" i Bandaríkjunum sem „Taka á í lurginn á" þeim sem eru.ábyrgir fyr- ir að halda tóbaki að börnum og ung- lingum og fræða síðarnefhdu hópana svo þeir láti tóbak vera. Clinton seg- ir reykingar alvarlegasta heilbrigðis- vandamál sem börn og unglingar horfast í augu við í dag. Athyglin hefur beinst að meiritum reykingum Clintons sjálfs. Hann reykti einu sinni vindla en lætur sér nægja að tyggja endann á þeim í dag. Síðast þegar sást til hans með log- andi vindil var þegar bandaríska or- ustuflugmanninum Scott O'Grady var bjargað undan skothríð Serba i Bosriíu. Þá púaði hann ásamt örygg- isráðgjafa sínum og hlaut miklar skammir dóttur sinnar, Chelsea, fyr- ir vikið. Reuter taka saman föggur sínar. Interfax sagði í morgun að níu Bretar yrðu sendir heim. Vænta má tilkynning- ar um það í dag. Njósnadeila þessi, þar sem gripið er tU orðfæris kalda stríðsins, kem- ur upp aðeins sex vikum fyrir for- setakosningarnar i Rússlandi þar sem Jeltsín mun fá harða sam- keppni frá frambjóðanda kommún- ista, Gennadí Zjúganov. Ýmsir telja að hávaðinn í kringum málið kunni að tengjast kosningunum og að Jeltsín sé að reyna að tryggja sér at- kvæði þeirra sem tU þessa hafa litið svo á að gömlu andstæðingar Sovét- ríkjanna hefðu hann í vasa sér. Rússneski embættismaðurinn gekk að sögn til liðs við MI6 á miðj- um áttunda áratugnum og lét af hendi pólitísk og hernaðarleg leynd- armál. Hann mun aðeins hafa gert það fyrir peninga en ekki af hug- sjónaástæðum. Maðurinn á yfir höfði sér dauðadóm. Reuter Stuttar fréttir Lokaáfanginn Lokaáfangi þingkosninganna á Indlandi hófst í morgun og eru miklar öryggisráðstafanir um allt landið. Rætt við Sýrland Símon Per- es, forsætis- ráðherra ísra- els, sagði að hann mundi taka aftur upp viðræður við Sýrlendinga tU að reyna að ná heUdarfriðar- samningum í Mið-Austurlönd- um, fari hann með sigur af hólmi í kosningunum i lok mánaðar- ins. Ámóti byssum Yfirgnæfandi meirihluti Ástr- ala styður bann á sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssum í kjölfar fjöldamorðsins í Port Arthur þar sem 35 týndu lífi. Kurteisi á uppleið Þýskir sérfræðingar í góðum mannasiðum segja að gæta megi vaxandi kurteisi í samfélaginu. Gegn hvalveiðum Náttúruverndarhópar hafa hvatt stjórn Clintons tU að þrýsta á Norðmenn um að draga úr hvalveiðum sínum í ár. Fyrsti fundur Ríkisstjórn Jose Maria Az- nars, forsætis- ráðherra Spán- ar, kemur sam- an tU fyrsta fundar síns í dag. Verður mikUl haUi á ríkisfjármál- um aðalmál fundarins. Felldi niður ákærur Dómari í Whitewater-málinu felldi niður nokkur ákæruatriði gegn Susan McDougal, fyrrum félaga Clintons forseta í viðskipt- um, en ákærur gegn aðalsak- borningunum standa óhaggaðar. Skæðir skógareldar Skæðir skógareldár eyðilögðu 25 heimÚi og neyddu þúsundir manna á á flótta í Nýju-Mexíkó. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.