Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 1 Utlönd Rúmlega sjötug kona átti ekki fyrir skuldinni við skattinn: Dró upp byssu og heimtaði peninga Rúmlega sjötug kona var í haldi lögreglunnar i Los Angeles í gær fyrir að gera tilraun til vopnaðs ráns á bensínstöð. Konan, að nafni Mary Blanco, ók að bensínstöð, nálgaðist afgreiðslumanninn með 32 kalibera byssu í hendinni og krafð- ist peninga. Afgreiðslumaðurinn sat á bak við skothelt gler og þegar hann hringdi í lögregluna flúði sú gamla af vettvangi, Lögreglan fann konuna fljótt þar sem afgreiðslumaðurinn hatði tekið niður bilnúmerið. Þegar hún var spurð hvers vegna kona á hennar aldri reyndi að fremja vopnað rán kom í ljós að hún vildi losna við skattaskuldir sem nema um 270 þús- und krónum. Lögreglan segir að konan hafi strax beðist afsökunar á framferði sinu þegar hún var handtekin en hún og 53 ára eiginmaður hennar höfðu engar frekari skýringar á framferði hennar á reiðum höndum. Lögreglumaður sem handtók kon- una sagðist hafa upplifað ýmislegt á starfsferli sínum en þetta væri það dapurlegasta sem hann hefði orðið vitni að. Afgreiðslumaður bensínstöðvar- innar sagðist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar gamla konan dró upp byssuna, sagði honum að setja peninga í tösku sem hún hafði með- ferðis, sagði honum að hafa hljótt um sig og hringja ekki í lögregluna. Konan er á fangadeild sjúkrahúss í Los Angeles þar sem hún gengst undir læknisskoðun og sálfræðilegt mat. Reuter Hinn vöðvastælti leikari Jean Claude Van Damme kemur hér til Monte Carlo í fylgd konu sinnar, Darcy. Hann mun verða viðstaddur World Music Awards-tónlistarhátíðina sem haldin verður þar annað kvöld. Símamynd Reuter ísraelsmenn vísa niðurstöðum rannsóknar um árás á stöð SÞ á bug: Engin njósnavél var yfir þegar árásin var gerð Yfirmaður stórskotaliös ísraelska hersins neitaði í gær að mannlaus njósnaflugvél hefði verið að fylgjast með bækistöðvum friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í sunnanverðu Líbanon þegar ísraelsmenn gerðu sprengjuárás á stöðina og drápu rúmlega eitt hundrað líbanska flóttamenn sem höfðu leitað þar skjóls. Dan Harel hershöfðingi sagði fréttamönnum einnig, eftir fund með fulltrúum SÞ sem eru að undir- búa skýrslu um atburðinn, að ísra- elskar stórskotaliðsskyttur hefðu ekki vitað að skæruliðar Hizbollah hefðu farið inn í bækistöðvar SÞ í þorpinu Qana eftir að hafa skotið flugskeytum og sprengikúlum að ísraelskum hersveitum. „Flugskeyti og sprengikúlum var skotið að einni hersveit okkar frá stað nærri bækistöðvunum í Qana. Við svöruðum i sömu mynt,“ sagði Harel. Boutros Boutros-Ghaíi, fram- kvæmdastjóri SÞ. Símamynd Reuter ísraelsk stjórnvöld hafa vísað á bug bráðabirgðaniöurstöðum rann- sóknar SÞ þess efnis að ísraelskir hermenn hefðu vísvitandi skotið á búðir SÞ sem voru mannaðar her- mönnum frá Fiji og þar sem hundr- uð óbreyttra borgara höfðu leitað skjóls undan sprengjuárásum Isra- elsmanna á Hizbollah-skæruliða sem stóðu í sautján daga. Heimildarmenn úr röðum stjórn- arerindreka hafa sagt að Banda- ríkjamenn væru ekkert áfjáðir í að skýrsla SÞ yrði gerð opinber með skriflegum hætti, þar sem það gæti leitt til að krafist yrði aðgerða af hálfu Öryggisráðsins. Boutros Bout- ros-Ghali, framkvæmdastjóri ,SÞ, sagði að ekki yrði sest á skýrsluna. „Við erum ábyrgir gagnvart frið- argæsluliðunum. Við fengum þá frá aðildarríkjunum gegn ákveðnum skilyrðum og hlutverk okkar er að vernda þá,“ sagði Boutros-Ghali. Reuter AEG Vampyr árgerð 1996 VERÐ STGR.: Öko Vampyr 8251 • Sexföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • þrir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 5,5 lítrar • 900vött ( Nýr Öko-mótór skilar sama sogkrafti og 1500 vatta mótor) VERÐ STGR.: Œ Vampyr 6400 Sexföld ryksíun* Ultra- filter (Skilar útblósturs- • lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg • Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 7 kg Á meðan hlé er gert á lyksugun ersogrörinu fest við enda . ryksugunnar./ Vampyr 5010 Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 6 kg • B R Æ Ð U R N R Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbobsmenn um allt land Reykjavík: Byggt og Búiö Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guöni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfiröir:.Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.