Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIDJUDAGUR 7. MAI 1996 Spurningin Hvað finnst þér um tak- mörkun vínveitingaleyfa miðbænum? Þóra Þorleifsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaðnr: Mér finnst vera komið nóg af þeim. Jón Jónsson háskólanemi: Mér er alveg nákvæmlega sama. Ester Sigfúsdóttir, heimavinn- andi húsmóðir: Mér finnst hún bara ágæt. . Sigfús Steingrímsson með Arnór Jónsson: Mér finnst allt í lagi að takmarka þau. Sigurjón Pétursson: Engin sérstök ástæða til takmarkana. Lesendur Vegagerðin í Borgarnesi - í þágu Hvalfjarðarganga og Spalar Pálína Stefánsdóttir, vinnur í apóteki: Mér finnst það fáránlegt. Dagmar Vala Hjörleifsdóttir skrifar: Vegagerðin í Borgarnesi stendur 1 stórræðum um þessar mundir. - Ekki nóg með að hún standi í úti- stöðum viö íbúa Reykholtshrepps heldur er hún að taka eignarnámi land af öllum bændum í Innri-Akra- neshreppi, að einum undanskildum. Þetta er gert í þágu Hvalfjarðar- ganga og einkafyrirtækisins Spalar. íbúarnir hafa raótmælt enda lítil glóra í að leggja tvo malbikaða vegi hlið við hlið í svo landlitlum hreppi þar sem svæðið milli fjalls og fjöru er víðast hvar um 1 kílómetri. Verið er að undirbúa malbikun á gamla veginum sem hingað til hefur verið aðalsamgönguæð hreppsins. Síðan stendur til að malbika nýjan veg við hliðina á hinum, í u.þ.b. 300 metra fjarlægð frá gamla veginum. Landeigendur hafa fengið sér lög- fræðing og kært málið til umhverfis- ráðuneytisins en kæran var ekki tekin til greina. Einungis tveir landeigendur hafa ekki mótmælt en þeir eiga einnig hvað mest land í hreppnum. Þó er búið að taka land annars þeirra eign- arnámi, eins og komið hefur fram í fréttum, fyrir svívirðilega lágar bæt- ur. Ástæður þessarar vegarlagningar eru illskiljanlegar þar sem vegar- spotti þessi verður einungis notaður af Akurnesingum og þeim sem ætla út á Akranes og þá er gamli vegurinn mun þægilegri kostur því nýi vegur- inn verður heldur lengra frá Akra- nesi en sá gamli. Aðrir vegfarendur Akranes Innri-Akraneshr. Núverandi vegur verður malbikaðurísumar Innri-Akraneshr. Fyrirhuguö hraöbraut ^msi Tveir malbikaðir vegir í landminnsta hreppi landsins? aka austur fyrir Akrafjall og áfram í Borgarnes. Hins vegar ætlaði vega- gerðin i Borgarnesi yfir Grunnafjörð og þá lá nýi vegurinh betur við. En nú er búið að friða Grunnafjörð svo varla verður af framkvæmdum þar. Fyrirhugaðar samgöngur milli hafn- arinnar í Grundartanga og Sements- verksmiðjunnar með olíusora og ann- an mengandi úrgang eða sement geta farið norðan við Akrafjall, svo til ná- kvæmlega sömu vegalengd, enda er nú þegar malbikaður vegur þeim megin og hluti hans notaður til þannig flutninga. Eyðilegging á öllum þessum jörðum sunnan Akrafjalls og á varplendi allra fuglanna sem eiga sér athvarf á votlendinu sem enn þá finnst þarna er því óskiljanleg. A Líbanon engan rétt á vörnum? Andrea Hólm skrifar: Er virkilega svo komið að Líbanon . eigi engan rétt á því að verja sig? Borgarastríð braust út í Líbanon árið 1975. Kveikjan að þeim átökum voru fiöldamorð kristinna falangista á Palestínumönnum sem höfðu verið reknir frá heimilum sínum í Palest- ínu. Einnig voru myrtir íslamskir Lí- banir, Ísraelsmenn og Sýrlendingar hernámu svo hluta landsins. Nokkur friður komst á í upphafi þessa áratugar en var mjög ótryggur vegna áframhaldandi hernáms ísra- elsmanna í Suður-Líbanon. ísraelsmenn gerðu tvær innrásir; þá fyrri árið 1978, sem kostaði 2.000 manns lífið og 250 þúsund manns misstu heimili sin - og þá seinni árið 1982. Sögðust ísraelsmenn vera að hefna fyrir morðtilræöi við sendiráð Israels í London. Þar lifði viðkom- andi af en 20.000 manns í Líbanon lifðu ekki innrás Israelsmanna, sem náði allt til Beirút. Þessar innrásir voru kveikjur árása Samtaka Hiz- bollah á N. ísrael. Árás ísraelhers á óbreytta borgara í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóð- anna í Qana í S. Líbanon, sem kost- uðu rúmlega 100 manns lífið, voru engar varnaraðgerðir heldur einung- is áframhaldandi ógnun við borgara í Líbánon og aðgerð til þess að reyna að fá líbanska borgara upp á móti Hizbollah og styrkja stöðu Perezar, forsætisráðherra ísraels, í komandi kosningum. Að lokum ein spurning til Konráðs Friðfinnssonar sem skrifaði í les- endadálk DV 29. apríl sl.: Horfir þú aldrei á fréttif? Islensku kýrnar „úreltar"? Konráð Friðfinnsson skrifar: Islenskar kýr eru nú taldar skap- styggar og fremur leiðinlegt við þær að eiga og sagðar mjólka lítið. Því hefur komið fram sú hugmynd að rækta þurfi hér upp nýjan kúastofn. Mér finnst þetta vera ein byltingar- kenndasta hugmynd sem fram hef- ur komið hér um langa hrið. Spurningar sem vakna verða m.a. um það hve mikið ævintýrið kunni að kosta og hver borgi brúsann. Það [LIIÍBvM þjónusta allan sólarhringinn ¦eða^n5900ÓSÍma milli kl. 14og 16 Nýjar kýr og ný fjós meö tilheyrandi? hefur nefnilega komið fram að nor- skar kýr sem helst er nu horft til, séu stærri og þyngri en þær ís- lensku og þurfi því meira fóður. Einkum kjarnmeti. Sumir benda á að þær henti illa í brattlendi og troði niður svörðinn í votlendi vegna þyngdar. Þetta síðasta er nú reyndar áhorfsmál. Aðalmálið er kannski hitt, að verði þessar breytingar að veru- leika er ljóst að húsin, sem hér eru notuð nú, eru ófullnægjandi og bás- ar of stuttir og þröngir. Þá þarf að færa ristar fyrir aftan kýrnar svo að mykjan lendi í mykjuhúsinu. Og bændur sem búa við lausagöngufjós standa frammi fyrir því að þurfa að fleygja út hjá sér og gera nýja mjaltabása sem henta. Það liggja því fyrir margháttaðar breytingar á fjósakosti landsmanna með tilhéyrandi kostnaði verði hér landnám norskra kúa. Nei, mönn- um getur ekki verið alvara með þetta. Þeir hljóta að vera að grínast. Bessastaða- sukkíð Guðm. Sigurðsson hringdi: Manni getur nú blöskrað óráðsian í kringum forsetasetrið á Bessastöðum. Fyrir alla þessa peninga hefði verið hægt að byggja tvo barnaspítala eða hefja byggingu seinni hluta K-bygg- ingar Landsspítalans. Það hlýtur að vera mikið að hjá stjórnvöld- um fyrst framkvæmdakostnaður á' Bessastöðum rauk upp úr öllu valdi. Eða voru það einfaldlega „Dolli og Doddi" sem stóðu að skipulagi? Spariféð og eldri borgararnir H.J. hringdi: Hvað segir Félag eldri borgara um þá ákvörðun yfirvalda að leggja skatt á' sparifé? Langlífi" fólks er.að verða stórt vandamál og verða ráðamenn að breyta viðhorfi sínu til ellinnar. Þegar fjöldi fólks lifir 20-25 ár eftir starfslok ættu stjórnvöld að brýna fyrir miðaldra fólki að leggja fyrir til ellinnar en ekki að eyðfleggja möguléika okkar til sjálfsbjargar. Sumir hafa aldrei átt rétt á að vera í lífeyris- sjóði og hafa því reynt að eignast sparifé. Fyrirmenn í þjóðfélag- inu þekkja hins vegar ekki slikt öryggisleysi með sína digru líf- eyrissjóði. Eldra fólk á að fylgj- ast vel með því hvaða stjórn- málamenn. það eru sem sjá of- sjónum yfir sparifé þess og leggja þeim ekki lið. Við víljum fá að eldast með reisn og vera virkir meðlimir í stækkandi fjöl- skyldum okkar. - Ég óska Félagi eldri borgara, sem tekið hefur að sér mikið ábyrgðarstarf, vel- gengni og vona að það láti ekki deigansíga í þessu mikilvæga máli. Ótrúlegt ódæði Halldór Guðmundsson skrif- ar: Fréttin-í DV sl. fóstudag um að ráðist hefði verið á bíl sem í sátu þrír aðilar er næsta ótrúleg. Hér er um svo ótrúlegt ódæði að ræða að allt verður að gera tfl að viðkomandi skemmdarvargar fái verulega þungan dóm. Þetta er verknaður sem erlendis yrði að heimsfrétt því það gerir enginn svona nema vera annað hvort geðveikur eða meiri háttar og harðsvíraður glæpamaður. Hvar er þetta þjóðfélag statt eiginlega? Gullleit og olíuleit Þorhallur skrifar: Af fréttum að dæma virðist einhver von til þess að finna gull hér. Annars væri varla lagt i kostnað við leitina. Eða hvað? En ég vil að haldið verði áfram við oUuleit við Norðausturland því það lofaði góðu fyrir nokkrum árum. Líklega hafa annað hvort stjómvöld k þeim tíma eða íslensku olíufélögin haft hönd í bagga með að stöðva frekari skoðun á málinu. En hvað gerðist ef hér fyndist olía? Og hver yrði rétthafmn? Málið er nefnilega hápólitískt og eld- fimt. En áfram með leitina samt. Ljúkum biskupsmálinu Sólrún skrifar: Ekki er lengur hægt að láta biskupsmálið svonefnda liggja óbætt. Ráðamenn verða að krefj- ast þess að yfirheyrslum yfir biskupi (sem sagður er aðeins hafa mætt einu sinni til lög- reglu) haldi áfram og Ijúki eins fljótt og auðið er. Málið verði síðan sett í dóm. Biskup getur ekki setið sem æðsti maður kirkjunnar meðan á yfirheyrsl- um stendur. Málið hefur dregist alltof lengi til stórskaða fyrir ís- lenska kirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.