Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 11
ÞRIDJUDAGUR 7. MAI 1996 11 Menning Garpar á gönguskóm Mæögurnar Ingibjörg Möller og Fríöa Sigurðardóttir fengu ís- lensku barnabókaverölaunin í ár fyrir bók sem nefnist því söluvæna nafni Grillaðir bananar. Sagan seg- ir frá viðburðaríku ferðalagi tíu ungmenna og fararstjóra þeírra norður á Hornstrandir þar sem söguherjur lenda í mannraunum, bjarga slösuðum ferðalangi og koma upp um glæpahyski, svo eitthvað sé nefnt En eins og Tómas segir hnyttilega við fararstjórann (sem líka er stærðfræðikennari): „Þú verður að athuga að við erum svo mörg. Ef þú deilir í ævintýri ferð- arinnar ,með tíu þá verður ekki svo mikið á ihann." (121) Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttír Söguna segir sögumaður sem veit ekki alveg hvað hann er gam- all. Ýmist er rödd hans unglingsleg (til dæmis í 1. kafla) eða fullorðins- leg, jafhvel gamaldags í orðavali. Hann horfir á atburði utan frá og sjónarhorn hans er flöktandi. Framan af heldur hann sig nálægt persónu Bjarna, sem lesandi heldur að ætli að verða aðalper- sóna sögunnar, en þegar fram í sækir smeygir hann sér í huga hvaða persónu sem vera skal. Ekki er síður farið inn í huga fullorðinna en unglinga en einkum dregur úr spennu að sýna í hug glæpónanna. Kosturinn við að opna sér leið inn í huga persónu er að geta Danahljómur Þegar horft er til geislaplötuút- gáfunnar á Norðurlöndum skera tvö útgáfufyrirtæki sig klárlega úr fyrir umsvif, markvissa stefnu og íónlistarlegan metnað, nefni- lega BIS í Svíþjóð og Finlandia í Finnlandi. Geisladiskaútgáfan annars staðar á Norðurlöndum fellur óneitan- lega í skuggann af þessum tveim- ur fyrirtækjum, enda hafa þau sinnt norskri, danskri, jafhvel íslenskri tónlist jafn ötullega og sinni eigin. Þó ber ekki að for- sóma nokkur minni útgáfufyrir- tæki í Danmörku og Noregi, því þau hafa megnað að draga ýmis- legt markvert fram í dagsljósið. Eitt þeirra, Danacord hið danska, er allrar athygli vert, þó ekki væri nema fyrir það að gefa út allt sem hálflandi vor, Erling Blöndal Bengtsson, lætur frá sér fara. Geislaplötu hans með sell- ósvítum Bachs ættu allir þjóð- ræknir tónlistarunnendur á ís- landi að eiga. Annars eru ólíklegustu - og raunar undarlegustu - verk á sölulista hjá Danacord, allt frá upptökum á tónleikum danskrar ásláttar- og marimbugrúppu í Jap- an til gjörvallra orgelverka Buxtehudes i flutningi Inge Benn- erup. Það er raunar auðséð að Danacord reynir að helga sér danska tónlist sem stóru útgáfu- fyrirtækin eru ekki búin að kló- festa. Því er tiltölulega lítið af markverðum verkum eftir danska tónlistarjöfurinn Carl Nielsen á listanum hjá þeim, undantekning- in.eru óperurnar Maskarade og Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson Erling Blöndal Bengtsson; á samningi hjá Danacord. Sál og Davíð, ágætar upptökur. Þeir nældu hins vegar í lærisvein Nielsens, Poul Schierbeck, sem samdi eina merkilega sinfóníu (DACOCD 417 DDD). Ekkert gefa þeir heldur út af nútímatónskáld- unum Vagn Holmboe eða Paul Ruders. Þess í stað einbeita þeir sér að gefa út Lauritz Melchior eins og hann leggur sig, allan Rued Langgaard (1893- 1952), sem er nánast óþekktur utan Danmerkur, svo og annað lítt þekkt tónskáld, Nicolas Medtner. Sálmar og Schúbert Stærri hljómsveitarverk sem Danacord gefur út virðast flest tekin upp í Lodz í Póllandi, þar með taldar 16 sinfóníur Lang- gaards, og er sami hljómsveitar- stjórinn ævinlega við stjórnvöl- inn, nefnilega Rússinn Ilya Stupel. Af nokkrum stikkprufum að dæma er Sfupel kraftmikill stjórnandi af finnsk-rússneska skólanum, bestur í dramatískum verkum. Ég var nú kannski meir impóneraður af rússneskum pí- anóleikara sem Danacord er með á sínum snærum, en umheimur- inn hefur ekki enn uppgötvað. Hann heitir Oleg Marshev og spil- ar sónötur Prokofievs af meiri innlifun og ákafa en flestir aðrir (DACOCD 393 DDD). Það sem gladdi mig mest í upp- tökunum frá Danacord var samt framlag tveggja danskra söngv- ara. Túlkun Elísabetar Meyer- Topse á sálmalögunum sem arfleiddi íslenska kirkju að er hreint út sagt hrífandi (DACOCD 419 DDD). Ég átti held- ur ekki von á að heyra lítt þekktan danskan barítón, Peder Severin, sýngja Die schöne Mulleriri á við bestu ljóðsöngvara sem nú eru uppi (DACOCD 396 og 397) og mun nú vinda bráðan bug að því að kynnast honum betur. Ef Danacord heldur áfram að virkja listamenn af þessu tagi, gerir soldið meira fyrir útlit geislaplatna sinná og reynir að kynna þær með skipuleg- um hætti, ætti fyrir- tækið að geta staðið uppi í hárinu á nor- rænu risunum í út- gáfubransanum. Grundtvig Mæðgumar Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðardóttir. magnað upplifun hennar og þar með lesanda. Þetta nýta höfundar sér þó ekki alltaf. Þegar Þorgeir fellur fram af bjargbrún og hangir þar í hvönn þá ættum við að fá að hanga þar með honum, að minnsta kosti hverfa til hans þegar ljðst er að hann lifir, en við hóldum okkur kirfilega uppi á brún. Ekki tekst höfundum heldur að láta upplifun Ingu lifna, þegar hún finnur beina- grind í helli, vegna þess að við flöktum frá henni þegar mest á reynir. Yfirleitt lifna atvik ekki vel í þessari bók, til þess er frásögnin of endursagnakennd og persónur lítið meira en nafnið tómt. Víða er eins og gleymst hafi að taka út óþörf orð: „ . . . Ómar, langur himinhár sláni" (26), „Nýjar upplýsingar um ferðafélagana voru komnar: Anna Jóna og Pétur voru systkini. Bjarni vistaði þessar upplýsingar." (27) „Hann var skringilegur karl og leit ekki út fyrir að vera eins og fólk er flest." (55) Mikið er um orðatiltæki sem gera stílinn sjálf- virkan: „honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds", „Hjálpin er á næstu grösum", „Ég held að best sé að forða sér úr því sem komið er", „Það er múgur og marg- menni hvert sem litið er", „Án frekari málalenginga"; og sum eru notuð vitlaust: „eins og að stökkva vatni á gæs að reyna að fá þau út". (Öll þessi dæmi eru á bls. 118.) En þó að vinnubrögð séu viðvan- ingsleg, eins og vænta má hjá ný- liðum, er sagan oft skemmtileg þegar hún er komin til Horn- stranda. Það er gaman að vísun- inni í Fóstbræðra sögu þegar hvönnin bjargar piltinum Þorgeiri og mætti alveg upplýsa hvaðan ¦ hún er komin; einnig er sagt frá einhentri, einfættri ófreskju sem Vestfirðingar kannast við og hefði mátt nefna á nafn. Tæpt er á sögn- um af erfiðu mannlífi á þessu harð- býla svæði sem stækka sögu nú- timaunglinganna og gera reynslu lesenda meiri. Hver veit nema þeir sitji uppi með fjallabakteríuna eft- ir lesturinn eins og söguhetjur. Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðar- dóttir: Grillaðir bananar. Vaka-Helgafell 1996. Aukablað nmQÆLVDYR Mibvikudaginn 15. maí mun aukablað um gæludýr fylgja DV. Meðal efnis í blaðinu veröur: Gildi gæludýra, hundar og útivist, aðstaða borgarbúa til hundahalds, páfagaukarækt, vinsældahsti gæludýrabúðanna, eru Islendingar dýravinir o.fl. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Ragnar Sigurjónsson í síma 550-5728 hið fyrsta. Vinsamlega athugið aó síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 9. maí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.