Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsia, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Óhollir ofurtollar íslendingar borða mun minna grænmeti en aðrar þjóð- ir. Við erum lengst allra þjóða Vestur-Evrópu frá því að ná þeirri hlutdeild grænmetis í fæðinu, sem mælt er með af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og í hliðstæðum ráð- leggingum heilbrigðisráðuneyta á Vesturlöndum. Við erum hins vegar nær vestrænum stöðlum i ávaxt- aneyzlu og skerum okkur að því leyti ekki úr hópnum. Mismunurinn á neyzlu okkar á grænmeti og ávöxtum sýnir, að við erum ekki á móti hollustufæði, heldur eru það önnur atriði, sem fæla frá grænmetisnotkun. Munurinn stafar af, að grænmeti er ræktað í landinu, en ávextir ekki. Það þýðir, að ríkið setur verndartolla á innflutt grænmeti til að vernda það innlenda, en setur ekki slíka tolla á innflutta ávexti. Verndartollarnir valda því, að grænmeti verður of dýrt fyrir neytendur. Þegar riki heimsins ákváðu fyrir rúmu ári að lækka tolla og koma á fót Alþjóða viðskiptastofnuninni, voru ís- lenzk stjórnvöld svo forstokkuð í verndarstefnu sinni, að þau notuðu tækifærið til að setja meiri ofurtolla á inn- flutt grænmeti en nokkru sinni fyrr. Þetta getur fólk sannreynt í útlöndum. Við samanburð flnustu grænmetisborða í verzlunum á íslandi og venju- legra borða af því tagi í erlendum verzlunum leynir sér ekki, að grænmeti er þar margfalt fjölbreyttara en hér og kostar ekki nema brot af því, sem það kostar hér. Áhrif verndarstefnunnar leiða einnig til þess, að inn er flutt grænmeti af ódýrasta tagi. Gæðavara er ekki flutt inn, af því að hún yrði stjarnfræðilega dýr í tollareikn- ingi landbúnaðarráðuneytisins. Innflutt grænmeti á ís- landi er raunar mestmegnis stórvaxið skepnufóður. Þverpólitísk samstaða er um, að landbúnaðarráðuney- tið sé hagsmunagæzlustofnun landbúnaðar gegn al- mannahagsmunum og að það fái alltaf að ráða ferðinni, þegar hagsmunir landbúnaðar eru í húfi. Þannig var það í síðustu ríkisstjórn og þannig er það í þessari. Allir stjórnmálaflokkar bera jafna ábyrgð á þessum glæp. Það gildir einnig um Alþýðuflokkinn, sem sat í síð- ustu ríkisstjóm, er kom á fót ofurtollakerfi grænmetis, sem við búum nú við. Allir stjómmálaflokkar taka hags- muni landbúnaðar fram yfir hagsmuni neytenda. Ein afleiðingin af þessu er minni grænmetisnotkun ís- lendinga en ella væri og verra heilsufar. Það er ekki að ástæðulausu, að Alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir með stóraukinni grænmetisnotkun. Það stafar af, að hún bæt- ir heilsu og dregur úr menningarsjúkdómum. Herkostnaður þjóðarinnar af vemdun innlendrar garðyrkju er mikill. Hann lýsir sér í auknum kostnaði við hjartasjúkdóma og krabbamein. Hluti af kostnaði þjóðarinnar af sjúkrahúsakerfinu stafar beinlínis af ofur- tollum stjómvalda á innfluttu grænmeti. Ef þjóðin hefði nógu mikinn áhuga á heilsu sinni, mundi hún ekki þola stjómmála- og embættismönnum að skaða heilsu fólks á þennan hátt, valda því hjartasjúk- dómum og krabbameini til að halda uppi háu verði á grænmeti. En þjóðina skortir áhuga á þessu. Þetta breytist vonandi smám saman, þegar fleiri ís- lendingar kynnast útlöndum og komast að raun um, að við erum þriðja flokks þjóð á þessu sviði. En það á langt í land, því að enn em mál hér í þeim farvegi, að ríkið er að efla verndartolla á innfluttu grænmeti. Þekkingin á þessu sviði er þó orðin svo mikH, að ljóst er, að stjórnmála- og embættismenn eru í þröngri hags- munagæzlu vísvitandi að skaða heHsu þjóðarinnar. Jónas Kristjánsson Erlendar þjóðir líta öfundaraugum til íslenska lífeyrissjóðakerfisins, segir m.a. í grein Hrafns. Þrepin þrjú Alþjóðabankinn hefur lagt áherslu á að lífeyriskerfi byggist á þremur þrepum. Þessi þrjú þrep eru: Opinbert kerfi með skylduaðiid sem greiðir flatan grunnlifeyri eða tekjutengdan lágmarkslífeyriog sé ijármagnaður með sköttum. Mark- miðið sé tekjujöfnun og samtrygg- ing. Lífeyrissjóðakerfi sem byggir á fullri sjóðsöfnun í einstaklings- bundnu eða vinnutengdu sparnaö- arkerfi. Helsta hlutverk lífeyris- sjóðanna sé sparnaður og sam- trygging sjóðfélaganna. Frjáls einstaklingsbundinn sparnaður til elliáranna. Megin- markmið sé sparnaður og trygg- ing. Þrískiptingin íslenska lífeyrissjóöakerfið byggir einmitt á þessum þremur meginþrepum. Hið fyrsta er al- mannatryggingakerfið, annað þrepið eru lífeyrissjóðirnir og hið þriðja er ýmis frjáls almennur sparnaður. Nauðsynlegt er að menn átti sig á þessari þrískiptingu í íslenska lífeyriskerfmu og hagi málflutn- ingi sínum í samræmi við það. Því miður virðast hins vegar alltof margir ekki gera sér grein fyrir þessari einföldu skiptingu og þeirri staðreynd að hver einstakur þáttur lífeyriskerfisins hefur vissu hlutverki að gegna. Afleiðingin verður sú að menn tala út og suður um vanda lífeyris- - kerfisins og grauta þessum þrem- ur meginþáttum kerfisins svo rækilega saman að engin rökstudd niðurstaða fæst í umræðuna. Þannig telja sumir sjálfsagt að ýmis frjáls einstaklingsbundinn spamaður geti komið í stað lífeyr- issjóðanna og að jafnvel trygginga- félög og bankar geti tekið að sér hlutverk þeirra. Kjallarinn Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða Umræðan flækt Ósanngjarn málflutningur við- skiptaráðherra í garð lífeyrissjóð- anna flækir þessa umræðu enn frekar en fleira kemur til. Samspil bóta almannatrygginga og greiðslna frá lífeyrissjóðum, sem hefur haft í för með sér alltof háan jaðarskatt á lífeyrisgreiðslu, virk- ar aldeilis ekki sem hvatning fyrir almenning að leggja til hliðar Qár- muni til efri áranna. Þá hafa nýlegar auglýsingar er- lendra tryggingafélaga hér á landi, þar sem lofaö er gulli og grænum skógum varöandi lifeyrisspamað landsmanna, oft á tíðum verið órökstuddar og villandi. Minna þær óneitanlega á málflutning sér- eignarsjóðanna fyrir nokkrum árum, þegar þeir gáfu í skyn að sjóðfélagar gætu vænst allt að 15% raunávöxtunar á ári í marga ára- tugi. Fullkomnasta kerfið Þessi þróun hefur því miður skapaö vantrú almennings á lífey- riskerfinu og er það miður því að mörgu leyti búum við íslendingar við fullkomið lífeyriskerfi, þó á því séu vissulega ýmsir hnökrar sem auðvelt er að lagfæra ef vilji er fyrir hendi. Sérstaklega er hið almenna líf- eyrisjóðakerfi landsmanna til fyr- irmyndar og með því fullkomnasta sem til er í heiminúm í dag. Er nú svo komið að erlendar þjóðir líta öfundaraugum til íslenska lífeyris- sjóðakerfisins. Höfuðkostur ís- lenska lífeyrissjóðakerfisins bygg- ist á þremur þáttum, sem eru skylduaðild, sjóðsöfnun og sam- trygging sjóðfélaga. Koma mörgum landsmönnum þessi sannindi spánskt fyrir sjónir enda hefur almenn umræða um lífeyrismál landsmanna oft verið ómarkviss og ákaflega ruglingsleg þar sem menn hafa ekki áttað sig á þessari einfoldu þrepaskiptingu íslenska lífeyriskerfisins, sem m.a. Alþjóðabankinn hefur lagt áherslu á aö verði tekin upp sem víðast. Hrafn Magnússon „íslenska lífeyrissjóðakerfið byggir einmitt á þessum þremur meginþrepum. Hið fyrsta er almannatryggingakerfið, annað þrepið eru lífeyrissjóðirnir og hið þriðja er ýmis frjáls almennur sparnaður.“ Skoðanir annarra Samræmd próf, takk „Vandi Háskóla íslands er ekki sá að hann fái óhæfa nemendur úr framhaldsskólum landsins. Þvert á móti fær skólinn allt of marga hæfa nemend- ur en hefur enga burði til að sinna þeim vegna fjárs- korts og bágborinna aðstæðna sem af honum leiða, auk þess sem skólinn hefur tekið að sé það hlutverk að koma í veg fyrir svokallaða ofljölgun í nokkrum starfsstéttum . . . Eftir situr háskólinn með alla ómegðina og biðst vægðar. Samræmd próf takk.“ Gísli Skúlason i Mbl. 4. maí. Tæknifrjóvgun á Alþingi „Mitt í átökum um leikreglur á vinnumarkaði og önnur ágreiningsmál dagsins skaut upp í umræðu á Alþingi máli, sem virðist kljúfa alla þingflokka. Þetta er frumvarp til laga um tæknifrjóvgun, sem verið hefur til meðferðar í allsherjarnefnd þingsins í vetur ... Þetta mál er dæmi um það þegar Iöggjöf og leikreglur skortir um starfsemi þar sem tæknin er komin inn á sviö sem áður voru ókunn . . . Þetta leiðir inn á áður ókunnar brautir þar sem siðferði- leg, félagsleg og lagaleg vandamál bíða við hvert skref.“ Úr forystugrein Tímans 4. maí. Viðvarandi atvinnuleysi? „Það þýðir ekkert að tala um þessi vandamál með upphrópunum eins og einstaka verkalýðsleiðtogar hafa enn tilhneigingu til. Það er þvert á móti ástæða til að brjóta til mergjar þá spurningu, hvort vinnu- markaðskerfið eigi við breyttar aðstæður' í atvinnu- lifinu þátt í töluverðu viðvarandi atvinnuleysi, og hvort breytingar á því séu forsenda fyrir því að störfum fjölgi enn meir en orðið er.“ Úr forystugrein Mbl. 5. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.