Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 13 Skólagjöld undir Þau tíðindi hafa orðið á Alþingi að stjórnarfrumvörp um álagn- ingu skólagjalda í Háskóla íslands og Háskólanum á Akureyri hafa verið samþykkt en hingað til hef- ur innheimta skólagjalda á íslandi verið ólögleg. Ríkisstjórnin segir hin nýju lög treysta lagagrundvöU skrásetningargjalds sem innheimt er af stúdentum við háskólana tvo. Hið rétta er að lögfest hefur verið innheimta skólagjalds undir dul- nefninu skrásetningargjald. Lítum á staðreyndir málsins. Skrásetningarkostnaður - eða hvað? Veturinn 1992 til 1993 var skrá- setningargjald við Háskóla íslands hækkað úr 7.700 krónum í 22.350 krónur eða því sem næst þrefaldað. Ástæður hækkunarinnar voru skert framlög á. fjárlögum til Háskólans og sú stefna stjórnvalda að Háskól- inn skyldi afla sértekna að upphæð 90 milljónir króna. Háskólaráð hef- ur ítrekað mótmælt því að Háskól- inn sé settur í þá aðstöðu að inn- heimta skólagjöld af stúdentum tU reksturs skólans. TUurð hækkunar- innar er því skýr og einnig sú stað- reynd að með henni er nemendum gert að greiða hluta reksturskostn- aðar Háskólans, svo sem námsráð- gjöf og -kynningu, prófgæslu og að- gang að deUdarskrifstofum og hóka- safni, svo að dæmi séu tekin. Hinn raunverulegi kostnaður við skrásetningu hvers nemanda við háskólana er um 3.000 krónur á ári. Kjallarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir varaþingkona Kvennalista Það sanna upplýsingar um skrán- ingu frá Háskóla íslands. Enginn hefur mótmælt því að stúdentar greiði eðlUegt skrásetningargjald þegar þeir innritast tU háskóla- náms. Um það er hins vegar deUt hvort feUa eigi ýmsa þjónustuþætti undir skrásetningargjaldið og gera það þar með að skólagjaldi. Á þessu tvennu er eðlismunur og fráleitt að halda því fram að deUan standi að- eins um lögleiðingu tUtekinnar upp- hæðar við innheimtu skrásetning- argjalds eins og heyrst hefur í þingsölum. „Bærileg“ skólagjöld I umræðum um þessi mál á Al- þingi reyndu stjórnarliðar hvað þeir gátu að halda því fram að hér væri á ferðinni eðlUeg gjaldtaka sem festa þyrfti í lög. Fátt varð hins vegar um svör þegar bent var á að samkvæmt lögunum væri það á valdi meirihluta Alþingis að endur- skoða upphæð skráningargjaldanna við setningu fjárlaga ár hvert. En það þýðir einfaldlega að lögleidd eru skólagjöld sem ganga til rekst- urs háskólanna og hækka má eftir þörfum. AUir sem kynnt hafa sér framgöngu sjálfstæðismanna í menntamálum í þessari rikisstjórn og þeirri síðustu vita að lagaheim- Ud af þessu tagi veit ekki á gott. Menntamálaráðherra telur 24.000 króna skólagjald tU háskólanna bærUegt, eins og hann orðaði það í þingræðu, og ætti ekki að vera fólki fjötur um fót ætli það í háskólanám. Gott og vel, til eru þeir sem telja 24.000 krónur lága upphæð. Ég er ekki ein þeirra. Að auki tel ég fuUa ástæðu tU þess að hafa þungar áhyggjur af því að skólagjöld fari hækkandi á komandi árum og í fyU- ingu tímans muni reynast mörgum þeim sem hyggja á háskólanám óbærUega hár þröskuldur i vegin- um tU æðri mennta. Framsókn bregst náms- mönnum Framganga Framsóknarflokksins í þessu máli er dapurleg og í raun hneisa þegar litið er til málflutnings hans í kosningabaráttunni á síðasta ári. Þá var mikiU vöUur á Fram- sókn, menntamálin í brennidepli og reynt að höfða tU yngstu kjósend- anna með loforðum um styrka og réttláta menntastefnu. í viðtali við þetta blað 30. mars 1995 lofaði formaðmr Framsóknar- flokksins að flokkurinn myndi beita sér fyrir lækkun skólagjalda kæm- ist hann í stjóm. Nú, réttu ári seinna, eru loforðin svikin og hið rétta menntamálaandlit Framsókn- ar komið ljós. Framsóknarflokkur- inn hefur brugðist námsmönnum með því að taka þátt í því með Sjálf- stæðisflokknum að leggja skólagjöld á stúdenta í fyrsta skipti í íslands- sögunni. Þórunn Sveinbjarnardóttir „Ástæöur hækkunarinnar voru skert framlög á fjárlögum til Háskólans og sú stefna stjórnvalda að Háskólinn skyldi afla sértekna að upphæð 90 milljónir króna.“ Er allt svart eða hvítt? í leiðara DV 27. aprU sl„ „Hversu hvitt er svart“, gerir Jónas Krist- jánsson ársskýrslu Landsvirkjunar að umtalsefni sem dæmi um þær hættur sem stafa af „ímyndarfræð- ingum“ er tefla fram blekkingar- myndum svo svart virðist hvítt. Er helst að skilja að lýðræðið sé í hættu af þessum sökum og varnar- laus almenningur leiksoppur sprenglærðra áróðursmeistara. Jón- as telur Landsvirkjun þarna í farar- broddi með árskýrslu fyrirtækisins þar sem reynt sé að skapa fyrirtæk- inu „öfuga ímynd við veruleikann". Hvað er svona magnað i ársskýrsl- unni að Jónas líkir vinnubrögðun- um við hryllingssögu Georges Or- wells, 1984? í skýrslunni eru mynd- ir af sumarvinnuunglingum við störf hjá Landsvirkjun og til skýr- ingar á myndefninu stendur m.a.: „Sumarvinnuflokkarnir vinna mikilvæg störf við viðhald og snyrt- ingu i umhverfi virkjana. Ennfrem- ur hefur Landsvirkjun látið vinnu- flokkana sinna endurbótúm í um- Kjallarinn Þorsteinn Hilmarsson uppiýsingafulltrúi Landsvirkjunar hverfismálum, svo sem uppgræðslu, gróðursetningu og gangstígagerð á svæðum í nágrenni virkjana. Sum- arið 1995 hóf Landsvirkjun rekstur starfsmenntaskóla fyrir sumarfólk- ið þar sem áhersla er lögð á fræðslu um vinnuvernd og verklag, Lands- virkjun og orkumál, umhverfismál, jarðfræði og náttúrufræði.“ Jákvæðar staðreyndir Þetta eru jákvæðar staðreyndir um starfsemi fyrirtækisins sem það hefur kosið að vekja athygli á og vandséð er hvernig þetta afbakar veruleikann. íslendingar eru heppnir að hafa jafn umhverfisvæn- ar orkulindir og vatnsafl og jarð- hita þótt fara þurfi með fullri gát við virkjun þeirra. Landsvirkjun gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni í umhverfismálum og er starfsemin með sumarvinnufólkið framlag til umhverfismála og fræðslu um þann málaflokk. Ekki er óalgangt að fyr- irtæki eða samtök taki upp á sína arma málefni sem þau telja sig bera nokkra ábyrgð á. Er til dæmis eitt- hvað óeðliiegt við það að forsvars- menn í ferðamálum haldi náttúru- vernd á lofti þó svo að átroðningur af ferðamennsku geti í mörgum til- vikum spillt náttúruperlum? Samspil væntinga og stað- reynda Fram kemur í leiðaranum að árs- skýrslan sé bara dæmi hjá Jónasi og tilgangur skrifanna sé að vara við óheillaþróun þar sem „ímyndar- fræði“ heftir sjálfstæða skoðana- myndun. Nú er það svo að hver og einn gerir sér ákveðna mynd af veruleikanum og reynsla einstak- lingsins getur á stundum stangast á við þær hugmyndir sem-hann gerir sér fyrirfram. Rétt eins og ímyndir sem þrengt er upp á fólk geta verið slæmar þá getur það einnig verið slæmt ef fólk neitar að taka stað- reyndir gildar vegna þess að þær stangast á við væntingar þess. Neikvæðar fyrirframhugmyndir eru til þess faUnar að láta menn leggja það út á versta veg sem vel er gert. Ef Jónas hefur t.d. óbeit á Landsvirkjun þá kynni það að vera honum á móti skapi að Landsvirkj- un skuli gera það sem lýst er í árs- skýrslunni. Þá getur Jónas annað- hvort breytt hugmyndum sinum um Landsvirkjun eða gert það tor- kennilegt sem fram kemur í skýrsl- unni. Samspil væntinga og staðreynda er mikilvægt umhugsunarefni í þeirri umræðu um áhrifamátt ímyndarfræðinga og fiölmiðla sem Jónas gerir að umtalsefni og vona ég að það umhugsunarefni „týnist ekki úti í mýri“, svo notað sé orða- lag leiðarans, með því að menn geri vangaveltur mínar um fyrirfram- hugmyndir Jónasar að aðalatriði. Fólk er almennt bæði sjálfstæð- ara og gáfaðra en fram kemur í leið- aranum og þess vegna stendur eða fellur hver og einn með verkum sínum en ekki einhverjum áróðurs- brögðum. Það hlýtur að hafa tekist vel til með ársskýrslu Landsvirkj- unar fyrst lestur hennar verður Jónasi tilefni svo djúpra hugleið- inga sem raun ber vitni. Þorsteinn Hilmarsson „Landsvirkjun gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni í umhverfismálum og er starfsemin með sumarvinnufólkið framlag til umhverfismála og fræðslu um þann málaflokk.“ Með og á móti Samræmd próf Hleypa metnaði ífólk „Mér finnst samræmd próf eiga rétt á sér en mér finnst að það eigi að nota þau á annan hátt en nú er gert. Þau eigi að vera meiri leiðsögn fyrir skóla í kennslu. Þau hafa lítið verið Unnur Halldórs- dóttlr, formaður Landssamtakanna Helmill og skóll. notuð til þess og mér finnst að þau eigi að spegla þær námskröf- ur sem gerðar eru til nemenda og vera í fleiri námsgreinum. Nú eru þau í stærðfræði og tungu- málum. Það þyrfti að ákveða frá ári til árs í hvaða greinum er prófað. Auka þyrfti vægi fleiri námsgreina. Þegar samræmdu prófin eru framkvæmd í lok tí- unda bekkjar eru þau stimpill á krakkann út úr skólanum, það er ekki hægt að laga neitt eftir þau. Nú stendur til að taka upp samræmd próf í fiórða og sjö- unda bekk og verða þau líklega að hausti. Þá er hægt meta stöð- una og sjá hvað hægt er að bæta og auka þá við kennslu ef þarf. í tíunda bekk veit nemandi sem kom illa út úr íslenskunni um daginn ekki einu sinni hvort hann flaskaði á stafsetningunni eöa hverju. Nemendum eru ekki sýndar niðurstöðurnar og þar af leiðandi geta þeir ekki lært af mistökum sínum. Samt finnst mér að það eigi að halda sam- ræmd próf, þau hleypa metnaði í krakka og kennara og sem slík eiga þau rétt á sér.“ Onákvæm mælitæki til að meta árangur náms „Skrifleg, samræmd próf eru ónákvæm mælitæki til að meta árang- ur náms og niðurstöður þeirra veita óljósar upplýs- ingar um þau fáu markmið sem þau ná til. Það er yfir- lýst stefna að grunnskólinn sé fyrir alla nemendur. Mat á starfi og árangri allra með sömu mælistiku stríðir gegn þessari stefnu. Þetta rýrir möguleika skóla á að rækta þá hæfileika nemenda sem ekki verða metnir á skriflegu prófi. Ég óttast þá spennu og alvar- leikablæ sem fylgir umræðunni um áreiðanleika og réttmæti prófanna hjá sérstakri stofnun. Margir líta á þau sem vísinda- lega rannsókn sem gefi óyggj- andi niðurstöður um stöðu nem- enda og skóla. Engin mælistika er svo áreiðanleg að hún sé kvarði á vitræna eiginleika fólks og þar með árangur skólastarfs. Ég legg til að nemendum sé gefin kostur á að þreyta sam- rærnd próf við lok skyldunáms líkt og í Danmörku. Próftaka sé sem sagt tilboð til nemenda sem þeir geta tekið afstöðu til í sam- ráði við forráðamenn sína.“ -ÞK Meyvant Þórólfs- son, aðstoðar- skólastjóri Hjalla- skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.