Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Side 15
JjV ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 tílveran ,5 Rússíbanahermir í Laugardalnum: Tilraun til að skapa ánægju og bros „Þetta er ákveðin tilraun til þess að skapa ánægju og bros í þjóðfélag- inu og auka þar með valkosti í afþr- eyingu," segir Sigurður Kolbeins- son, eigandi hermis sem staðsettur er við Laugardalslaugina. Blaða- maður og ljósmyndari Tilveru tóku með sér nokkra unglinga á öllum aldri í ferð í herminum við mikinn fögnuð viðstaddra. Einn drengjanna var mest hissa á að virðulegur blaðamaðurinn skyldi öskra eins og hinir. Ferðin í „rússíbananum“ tók í kringum fimm mínútur og þá höfðu viðstaddir farið í æsilega ferð um háloftin. Stundum var eins og engin braut væri framundan og rús- síbaninn væri í lausu lofti. Það þægilega við þessa ferð var að ef hræðslan ætlaði að ná yfirhöndinni var hægt að hugga sig við að þetta væri ekki alvöru rússíbani heldur hermir. Hermirinn er framleiddur í Bret- landi af fyrirtæki sem hefur fram- leitt flugherma til flugkennslu í yfir þrjátíu ár. Flestallir flugstjórar hér á landi hafa farið þangað til þjálfun- ar. Þegar leikur er búinn tO í svona hermi er annaðhvort tekin mynd af atburðinum eða hann er búinn til í tölvu. „Þetta er dýrasta leiktæki sem flutt hefur verið til landsins en það kostaði 25 milljónir. Fyrirtæki mitt, Niko, stendur að þessu ásamt SP- Fjármögnun. Tækið verður starf- rækt tólf tíma á dag í allt sumar, frá kl. 10-22. Tólf til fjórtán manns kom- ast í tækið í einu og hver ferð tekur 4-5 mínútur," segir Sigurður. Á laugardag var kynnt brun í frönsku Ölpunum. Þar fékk fólk að kynnast því að renna sér á 130 km hraða á bruni. Einnig geta þeir sem fara í herminn í sumar stokkið ofan af Holmenkollen-pallinum í Ósló og hins vegar brunað niður Ólympíu- brautina í Lillehammer. 1 hermin- um verður líka kappakstur á fólks- bílum sem ekið er á tæplega 300 km hraða. Myndavélin er staðsett inni í bílnum. Loks verður boðið upp á annan rússíbanaleik í sumar. -em Skemmtilegt fyrir ung- linga á öllum aldri „ Ég er örugglega aldursforsetinn í þessum hópi. Þetta er bráð- skemmtilegt fyrir unglinga á öllum aldri. Ég fór í svipað tæki fyrir þrjá- tíu árum og mér fannst mjög gaman að endurnýja þetta. Ég fór i rússí- bana þegar hann var hér á landi og hef einnig farið í raunverulegan rússíbana þegar ég hef verið erlend- is. Ég gæti trúað að krakkarnir hefðu mjög gaman af þessum rússí- banahermi," segir Jóhanna Birnir eftir ferðina í herminum. Nafna hennar Þorkelsdóttir var einnig hrifin og sagðist vera hissa á því að þetta væri ekki alvöru rússí- bani, svo eðlilegur fannst henni hermirinn. „Ég hef nokkrum sinnum farið í rússíbana en ég væri alveg til í að fara aftur í þennan hermi,“ segir Jó- hanna Þorkelsdóttir. -em irSTIMHYtMUUUKK Byrjunin skemmtilegust „Mér fannst byrjunin skemmti- legust en alveg rosalega gaman í rússíbanaherminum. Þetta er í ann- að skipti sem ég fer í hann. Ég varð að sjálfsögðu ekkert hræddur en ég hef aldrei farið í alvöru rússíbana," segir Brynjar Gíslason, tíu ára. Félaga hans, Baldri Páli Jónssyni ellefu ára, þótti hermirinn mjög raunverulegur en hann hefur próf- að lítinn rússíbana í Danmörku. Hannes Ragnar Ólafsson, tólf ára, hafði einnig gaman af en hann hef- ur vatnsrússíbana til viðmiðunar. Alveg geggjuð ferð „Mér fannst þetta alveg geggjuð ferð. Ég hef aldrei áður farið í svona tæki en mér fannst þetta mjög raun- verulegt þegar það fór sem hraðast. Ég varð náttúrlega ekkert hræddur 'en manni brá stundum," segir Magnús Fannar Sigurhansson sem fór í hermiferð með blaðamanni og ljósmyndara Tilveru. Sigurður Steinar Ásgeirsson, fé- lagi Magnúsar, fór einnig með og honum fannst mikið stuð í ferðinni. Hann hefur heldur aldrei farið í al- vöru rússíbanaferð en segir að það sé örugglega mjög líkt þessu. -em Nöfnurnar skemmtu sér konunglega Nöfnurnar skemmtu sér konunglega í rússíbananum og aldursforsetinn yngdist um nokkuð mörg ár. Tækið er, að sögn Jóhönnu eldri, fyrir unglinga á öllum aldri. DV-myndir ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.