Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 JL>V tilveran Friðrik Þ. Stefánsson segir sex ára son sinn, Elvar Örn, hafa æft fluguköst af kappi síðustu misserin. Strákur fékk græjurnar í jólagjöf og ætlar með pabba að veiða í sumar. DV-myndir ÞÖK Stangaveiðitíminn er byrjaður í vötnunum Þetta er mikið fjölskyldusport segir Friðrik Þ. Stefánsson „Til þess að veiðin verði skemmtilegri þurfa ákveðnir þættir að vera í lagi. Menn verða að fara með því hugarfari að þeir ætli að fara að veiða en ekki á fiskirí, að þeir séu að kaupa veiðileyfi en ekki ávísun á fisk, og síðan er grundvall- aratriði að gera þetta með vinum og félögum og ekki síst fjölskyldunni. Ef þessir þættir eru í lagi verður alltaf gaman," segir Friðrik Þ. Stef- ánsson, stjórnarformaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, en veiði- menn bleyttu í græjunum í síðustu viku í fyrsta skipti frá því í haust. Fjölskyldusport Friðrik segir að allt of lítil áhersla sé lögð á veiðimennskuna sem fjölskyldusport og að að ein- hverju leyti sé hún misskilin sem eitthvert stórlaxasport. „Að vísu má segja að yfir aðaltím- ann sé það kannski ekki á færi allra að veiða en silungsveiði er upp til hópa mjög ódýr. Þar erum við að tala um veiðileyfi sem kosta eitt til tvö þúsund krónur. í mínum huga er þetta fyrst og fremst íþrótt sem byggist upp á vinatengslum, fjöl- skyldu og góðum félagsskap," segir Friðrik. Ekki mjög dýrt Að sögn Friðriks er veiði alls ekki svo dýr á svæðum þar sem vonin er meiri um silung en lax. Þetta eigi t.d. við í efra svæði í Hít- ará þar sem dagur með húsi kostar um 4.000 krónur. „Gegnumsneitt er laxveiði í raun heldur ekki mjög dýr. í Soginu, Stóru-Laxá, Miðá í Dölum, Gljúfurá og fleiri ám er stöngin boðin á um 10.000 krónur með húsi með öllum þægindum fyrir daginn. Þarna get- ur fjölskyldan fengið fyrirtaks úti- veru og hús fyrir tiltölulega lítinn pening.“ Góðar horfur fyrir sumarið Aðspurður um búnaðinn sem til þarf segir Friðrik að menn komist vel af með lítinn búnað i byrjun. Fæstir byrji í fluguveiði og að hægt sé að fá þokkalegan veiðibúnað sem dugi í silungs- og laxveiði í smærri ár fyrir innan við 10 þúsund krón- ur. Síðan sé vitaskuld hægt að fara hátt upp í verði fyrir þá sem það vilja. „Horfurnar fyrir sumárið eru mjög góðar og það ásamt snjóleysi að undanfórnu og björtu og góðu veðri síðustu daga hefur orðið til þess að menn er mjög farið að klæja í fingurna að geta farið að byrja,“ segir Friðrik. Hann segir inntöku- gjöld í Stangavéiðifélagið hafa verið lækkuð til þess að laða ungt fólk að og hvetja feður t.d. til þess að taka börnin með í félagið. Inni í árgjaldi félagsins er ókeypis aðgangur að El- liðavatni og Reynisvatni. -sv Best að veiða í góðu veðri - segir Þráinn Agnarsson „Það veit hver maður sem þetta hefur prófað að það er sérlega nota- legt í góðu veðri. Það er erfltt að segja hvað maður fær út úr þessu en fyrst og fremst er þetta hvíld og útivera og síðan ákveðið sport. Ég hef veitt síðan ég var lítill strákur og mér finnst þetta eiginlega alltaf jafn garnan," sagði Þráinn Agnarsson sem sat á bakka Elliðavatns og var að velja sér flugu við hæfi þegar Til- veran rakst á hann fyrir helgina. Þráinn segir aðalmálið við stangaveiðina vera að verða var en alls ekki að fá einhverja veiði að ráði. Hann segir sérvisku, og hugs- anlega nokkra reynslu, ráða því hvaða flugu hann velji. „Mér finnst best að veiða í góðu veðri og það truflar a.m.k. ekki sil- ungsveiði þótt það sé svolítið bjart. Karlar á mínum aldri fá að veiða hér fyrir ekki neitt og því er alls ekki dýrt að koma hingað. Hins veg- ar er stangaveiði í ám ekki fyrir venjulegt launafólk að stunda. Menn eru kannski að fara einu sinni á sumri í góða á og svo láta þeir veiði á borð við þessa duga,“ segir Þráinn. -sv bygginn á svip reyndi Þráinn Agnarsson að ginna silunginn til að bíta á í Elliðavatni. Það hafði tekist einu sinni þegar Tilveran kvaddi. Ingólfur Lekve setti í fisk á meðan hann var að spjalla við Tilveruna en því miður kunni sá ekki við sig á önglinum og fór. Veiðin var engu að síður fjór- ir regnbogasilungar eftir daginn. Þeir stökkva hér um allt - segir veiðimaðurinn Ingólfur Lekve „Ég kem hingað af því að mér finnst svo gaman að veiða. Ég á heima í Árbænum og mamma keyrði mig hingað því það er svolít- ið langt að hjóla,“ sagði Ingólfur Lekve, 13 ára, sem naut starfsdags kennara við Reynisvatn á fostudag- inn. Ingólfur segist vera að veiða í fyrsta skipti í sumar og sjá mikið af físki. „Þeir stökkva hér um allt og ég er viss um að ég fer heim með eitthvað af fiski,“ segir Ingólfur. Og hvað gerir hann við aflann? „Ég bið mömmu að sjóða hann handa mér. Ég fæ bara silung en ég veit að hér er lax og ég bíð spenntur eftir að fá einn slíkan. Ég fer gjarna með pabba að veiða og það er rosalega gaman. Ég vona bara að við fórum saman í einhverja á í sumar,“ segir Ingólfur. Afrakstur hans eftir dag- inn var fjórir regnbogasilungar. -sv Veiðimennska: Mikil sókn í vötnin Tilveran brá sér í vöðlurnar fyrir helgina og ók í stuttan bíltúr út fyrir bæinn, nánar til- tekið upp að Elliðavatni og Reynisvatni. Bæði vötnin eru mjög vinsæl hjá veiðimönnum og umsjónarmenn vatnanna segja sóknina i þau mjög mikla. í Elliðavatni er villtur fiskur en eldisfiski hefur verið sleppt í Reynisvatn. Elliðavatn: Háskóli veiðimannsins „Elliðavatnið er sérlega skemmtilegt vatn og sumir segja það vera háskóla veiði- mannsins vegna þess hversu dyntótt bleikjan sé og menn þurfi að huga vel að því hvaða flugu þeir eigi að nota. Sá sem nái góðri tækni í fluguveiði í Elliðavatni sé í raun kominn með háskólapróf í faginu,“ seg- ir Vignir Sigurðsson, umsjónar- maður Heiðmerkur. Hann segir ís hafa tekið snemma af vatn- inu, hitastigið í því sé orðið hátt og mýlirfur verði því fyrr á ferðinni en venjulega. Vatns- hæðin sé góð og vatnið ekki tært. Veiðileyfi Hálfs dags veiðileyfi kostar 580 kr„ heils dags leyfi kostar 830 kr. og síðan er sumarveiði- leyfi sem gildir frá 1. maí til 15. september. Það kostar 7.800 kr. Félagar í Stangaveiðifélagi Reykjavíkar fá afgreidd 600 veiðileyfi yfir sumarið án greiðslu og unglingar, 12-16 ára, og öryrkjar og ellífeyris- þegar úr Kópavogi og Reykja- vík geta fengið frítt veiðileyfi í vatninu. Yngri börn en 12 ára verða að vera í fylgd með full- orðnum til að fá veiðileyfi. Á svæði Veiðifélags Elliðavatns er hægt að veiða í Elliðavatni, Helluvatni, Hólmsá og Suðurá. Sama gjald er í öll svæðin. Reynisvatn: Eignakvóti „Við erum með svokallaðan eignakvóta þar sem greitt er 2.500 kr. fyrir fimm fiska. Þann dag sem fimmti fiskurinn kem- ur kostar hver fiskur umfram 5. fiskinn 250 krónur. Þennan eignakvóta getur fjölskyldan sameinast um að taka,“ segir Carlotta Rósa Guðmundsdóttir, veiðivörður við Reynisvatn. Carlotta segir að frá og með 15. maí verði opið frá kl. átta á morgnana og fram í myrkur. Gera megi ráð fyrir að opið verði tfl miðnættis í sumar. Carlotta býður upp á kaffi og samlokur, gos og sælgæti og all- ar veiðivörur. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.