Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI1996 I ÞRIDJUDAGUR 7. MAI1996 23 íþróttir íþróttir Knattspyrna: Cantona kyrr hjá Man. Utd Franski knattspyrnumaður- inn Eric Cantona lýsti því yfir í gær aö hann myndi leika áfram með Manchester United, daginn eftir að hann fagnaði enska meistaratitlinum með félögum sínum. „Ég hef skrifað undir og þaö geri ég til að reyna að endur- gjalda Alex Ferguson það sem hann og félagar mínir gerðu fyr- ir mig. Þeir studdu við bakið á mér þegar ég var settur í leik- bann. Það mun ekkert lið stöðva okkur, viö ætlum okkur að vinna tvöfalt og gera enn betur í Evrópukeppninni að ári," sagði Cantona í gær. Le Tissier áfram hjá Southampton Allt bendir tE þess að Matt- hew Le Tissier leiki áfram með Southampton fyrst liðið hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil- ið mitt en ég verð órugglega áfram hjá Southampton og mæti ferskur til leiks á næstu leiktíð," sagði Le Tissier í gær. Redknapp ætlar í toppbaráttuna Harry Redknapp, fram- kvæmdastjóri West Ham, ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Ég ætla að kaupa 3-4 leikmenn fyrir næsta tímabil og taka þátt í baráttunni um meistaratitilinn," sagöi Redknapp í gær. Kinkladze og Rösler frá City? Aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að Manchester City féll úr úrvalsdeildinni hafði umboðsmaður Þjóðverjans Uwe Röslers og Georgíumanns- ins Georgi Kinkladze sambandi við Prancis Lee, stjórnarfor- mann City. Hann gaf í skyn að tvímenningarnir færu frá félág- inu. Kinkladze hefur verið orð- aður við AC Milan og Rösler við Bayern Miinchen og lið í Englandi. NBA-deildin: Gary Payton bestur í vörn Gary Payton, leikmaður Seattle Supersonics, var í gær út- nefndur besti varnarmaður NBA-deildarinnar á yfirstand- andi keppnistímabili. Payton, sem stal 2,85 boltum að meöaltali í leik í vetur, hafði nokkra yfirburði, hlaut 56 af 113 atkvæðum. Scottie Pippen, Chicago Bulls, varð annar í kjör- inu og hlaut 15 atkvæði. Dikem- be Mutombo, leikmaður Denver Nuggets, sem var kosinn besti varnarmaðurinn í NBA í fyrra, varð þriðji og hlaut 13 atkvæði. Alls fengu 10 leikmenn eitt at- kvæði eða meira. Þeirra á meöal voru David Robinson, SA Spurs, með 9 atkvæði, Hakeem Ola- juwon, Houston Rockets, með 8 atkvæði, Michael Jordan, Chi- cago Bulls, með 7 atkvæði og fé- lagi hans, Dennis Rodman, sem hlaut 4 atkvæði. -SK Draumalið DV - sjá bls. 24 Úrslitakeppni NBA í nótt: Seattle með góða stöðu - eftir annan sigurinn gegn Houston Eins og staðan er orðin fyrir meistara Houston Rockets bendir fátt til þess að liðinu takist að verja titilinn að þessu sinni. í nótt biðu meistararnir annan ósigurinn í röð fyrir Seattle, 105-101. Fyrstu tvær viðureignirnar fóru fram í Seattle og nú verður haldið til Hosuton þar sem næstu tvær viðureignirnar verða. Það lið sem verður fyrra til að vinna þrjá leiki heldur áfram. Þrátt fyrir ósigurinn í nótt var allt annað að sjá til Hosuton-liðsins en í fyrri leiknum þar sem liðið fékk háðulega útreið. Houston virð- ist engan veginn ná sér á strik í Seattle en þetta var 11. tapið þar í röð síðan 1994. Seattle-liðið er óhemju sterkt og til alls líklegt í úrslitakeppninni. Liðið lék á köflum skínandi vel en það var öðru fremur frábær hittni sem færði liðinu sigurinn. 20 skot af þriggja stiga svæðinu rötuðu rétta leið og er það met í úrslitakeppni NBA. Rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok var Seattle yfir, 100-99, en þriggja stiga karfa frá Sam Perkins gaf tóninn á lokasprettinum. Stigahæstir hjá Seattle voru Detlef Schrempf með 21 stig og Gary Payton skoraði 18 stig. Hann átti stórleik í vörninni og hélt Hakeem Olajuwon niðri. Það kom því fáum á óvart að Payton var útnefndur varn- armaður ársins í NBA í gær. Clyde Drexler var atkvæðamestur hjá Houston með 19 stig og Hakeem Olajuwon skoraði 17 stig. Alls skor- aði Houston 13 stig og samanlagt voru 33 þriggja stiga körfur skorað- ar. Fyrra metið samtals var í leik Houston og Utah í fyrra, alls 28. Vorum heppnir að vinna „Við vorum heppnir að vinna þennan leik. Þeir slógu okkur út af laginu í sóknarleiknum en sem bet- ur fór spiluðum við okkar eðlilegu vörn og náðum að þagga niður í þeim að lokum," sagði Michael Jor- dan eftir nauman sigur Chicago á New York, 91-84, í fyrsta leik lið- anna í 2. umferð í fyrrakvöld. „Við börðumst vel og áttum sig- urmóguleika í síðasta leikhlutá. En við verðum að spila enn betur ef við ætlum að sigra Chicago," sagði Jeff Van Gundy, þjálfari New York. Stig Chicago: Jordan 44, Pippen 11, Longley 8, Kerr 8, Kukoc 7, Harper 4, Rodman 3, Brown 2, Wennington 2, Buechler 2. Stig New York: Ewing 21, Harper 19, Oakley 14, Mason 12, Davis 8, Starks 4, Ward 4, Reid 2. -JKS/VS Beðið eftir ákvörðun Alþingis varðandi ríkisfang Duranona: Þorbjörn bíöur og vonast eftir að fá Duranona Samkvæmt heimildum DV eru töluverðar líkur á því að Julian Duranona, sem lék með handknatt- leiksliði KA á síðustu leiktið, öðlist íslenskan rikisborgararétt um miðj- an þennan mánuð er Alþingi tekur afstöðu í máli hans. Margir aðilar hafa lagt töluverða vinnu í að undirbúa mál Kúbu- mannsins fyrrverandi og telja þeir sem unnið hafa að málinu að allt sé í raun búið að gera sem hægt er og einungis sé beðið niðurstöðu Al- þingis og allsherjarnefndar þings- ins. „Bíöum og vonum" Varla þarf að fara um það mörg- um orðum hve mikill styrkur það yrði fyrir íslenska landsliðið í handknattleik og íslenskan hand- knattleik yfirleitt, ef Duranona fengi ríkisborgararéttinn. Það er talið auka mjög líkurnar á að Al- þingi taki jákvætt í umsókn hans að Duranona er landlaus sem stend- ur. Sumir viðmælenda DV sögðu í gær að það jaðraði hreinlega við mannréttindabrot fengi Duranona ekki ríkisborgararéttinn að þessu sinni. „Við bíðum og vonum. Maðurinn -er landlaus og þetta er því mann- réttindamál," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, í samtali við DV í gær. „Auðvitað er Duranona í landsliösklassa" „Ég held að allir sem málið snert- ir hafi verið að vinna að þessu og það verður gaman að sjá hver út- koman verður. Eins og staðan er í dag er Julian Duranona auðvitað frábær leikmaður sem ég myndi að sjálfsögðu hafa áhuga á að nota í landsliðinu í dag. Annars vil ég ekki vera með of miklar yfirlýsing- ar því ég vil ekki binda hendur mínar of mikið hvað varðar vaí á landsliðinu í framtíðinni," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari í samtali við DV í gær. „Auðvitað hefur Duranona verið í landsliðsklassa állt síðasta leik- tímabil og hann myndi örugglega styrkja landsliðið gífurlega í kom- andi stórverkefnum í haust. Það yrði mjög gott ef hægt væri að af- greiða þetta mál í þessum mánuði og fá það frá. Ég myndi þá boða Duranona á landsliðsæfingar og velja hann í hópinn sem kemur saman til æfmga þann 10. júní. Hann gæti þá tekið þátt í undirbún- ingi liðsins og þá myndi ég sjá hvernig hann smellur inn í lands- liðshópinn," sagði Þorhjöm enn fremur. Beðið eftir ákvörðun Alþingis Ákveðnar reglur eru í gildi varð- andi erlenda ríkisborgara sem óska eftir því að fá íslenskt ríkisfang. Viðkomandi þarf þá að hafa búið hér á landi í nokkur ár en öðru máli gegnir um Duranona þar sem hann er landlaus og hefur i dag ekk- ert ríkisfang. Alþingi hefur það því í hendi sér að gera þennan stórkost- lega íþróttamann að íslendingi áður en undirbúningur landsliðsins hefst fyrir mjög mikilvæg verkefni í haust. . -SK Tony Yeboah hjá Leeds: „Ykkur var nær" Tony Yeboah, Ghanamaðurinn hjá Leeds United, sér nú á eftir sínum gömlu félögum i þýska liðinu Eintracht Frankfurt á leið í 1. deildina þýsku. Fallið blasir við Frankfurt, en liðið hefur aldrei fallið síðan keppni hófst í úrvalsdeildinni árið 1963. Og Yeboah, sem seldur var til Leeds í fyrra, er kok- hraustur og með skýringu á slóku gengi Frankfurt í vetur á reiðum höndum: „Mig tekur það mjög sárt að sjá á eftir Frankfurt í 1. deildina. Ég held að þeir hljóti að sjá hve stór mistök það voru að selja tvo bestu leikmenn liðsins. Félaginu var nær að selja okkur ekki til Englands og liðið er nú að gjalda fyrir þessi mistök," sagði Yeboah, fyrrver- andi fyrirliði Frankurt, en hann var látinn fara til Leeds eftir ósætti við þjálfara Frankfurt, Jupp Heynckes. Auk hans var Maurizio Gaudino lánaður frá Frankfurt til Man City. Yeboah telur það hafa verið gott fyrir sig að fara til Englands: „Ég held að ég hafi staðið mig ágætlega frá því ég kom til Leeds. Það eru margir snjallir erlendir leikmenn að koma inn í ensku knattspyrnuna og bolt- inn hér er stöðugt að breytast til hins betra," sagði Tony Yeboah sem missti af síðasta -leik Leeds vegna meiðsla en hann horfði á Man. Utd innbyrða titilinn á írskri krá í Frankfurt. -SK Birkir fékk bestu einkunnirnar þrátt fyrir 10-0 tap: Aldrei spilað á móti betra liði Þó ótrúlegt megi virðast fær Birk- ir Kristinsson markvörður bestu einkunn leikmanna Brann i norsku dagblöðunum eftir 10-0 útreiðina sem liðið fékk gegn Rosenborg í úr- valsdeildinni á sunnudaginn. Dagbladet gengur lengst og gefur Birki 5 í einkunn á meðan aðrir leikmenn liðsins fá 1 og 2. .Verdens Gang gefur Birki 4 en öðrum í lið- inu 1 til 3 og ljóst er að öðrum en is- lenska landsliðsmarkverðinum er kennt um ófarirnar. Birkir segir í viðtali við Verdens Gang að hann hafi aldrei fengið aðra eins útreið á sínum ferli og Rosenborg sé besta lið sem hann hafi nokkru sinni leikið á móti. „Og þó hef ég spilað á móti Barce- lona, Aberdeen og Panathinaikos. Með Fram lék ég á móti Barcelona og við töpuðum 0-5. Það var mikið verra að eiga við Rosenborg sem er ótrúlega sterkt lið," segir Birkir. Bætti met Bjarna Sigurðs- sonar Blaðamaður Verdens Gang minnti Birki á að landi hans, Bjarni Sigurðsson, hefði upplifað svipaða reynslu þegar hann stóð í marki Brann á sama velli fyrir tveimur árum og Rosenborg vann, 9-0. Því svaraði Birkir með bros á vor: „Ég verð að hringja í Bjarna og segja honum að ég hafi bætt metið hans!" Ætiuðum að spila sóknarleik Norsku blöðin leita skýringa á óförunum. Claus Eftevaag, fyrirliði Brann, segir við Bergens Avis að önnur lið eigi ekki eftir að fá slikan skell gegn Rosenborg. „Aðrir læra af mistökum okkar og fara til Þrándheims til að spila varnarleik. Við ætluðum að spila sóknarleik og vorum fullákafir. Þar með óðu leik- menn Rosenborg yfir okkur úr öll- um áttum. Þeir voru bæði góðir og heppnir og það gekk allt upp hjá þeim," segir Eftevaag. Ágúst Gylfason kom inn á sem varamaður hjá Brann en honum var skipt inná fyrir Eftevaag í leikhléi. Ágúst fékk einna skástu einkunnir af útispilurum Brann í blöðunum. Haraldur konungur Þess má geta að Harald Bratt- bakk, sem skoraði 5 mörk fyrir Ros- enborg í leiknum, er kallaður „Har- aldur konungur" í Dagbladet. Ver- dens Gang gefur honum 10 í ein- kunn en slíka sparieinkunn hefur blaðið aðeins einu sinni gefiö áður síðustu 20 árin og 9 sinnum alls á 35 árum. - -VS Breiðablik og Valur í úrslit Það verða Breiðablik og Valur sem leika til úrslita í fyrstu deildabikarkeppni kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvóld- ið eftir sigra í undanúrslitaleikjunum á Ás- völlum í Hafharfirði í gærkvöldi. Valur sigraði KR, 5-3, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 að leik loknum. Kristbjörg Ingadóttir gerði bæði mörk Vals en Olga Færseth og Ólöf Helgadóttir svöruðu fyrir KR. Breiðablik vann ÍA, 6-1. Stojanka Niko- lic 2, Katrín Jónsdóttir 2, Erla Hendriks- dóttir og Sigríður Hjálmarsdóttir skoruðu fyrir Breiðablik en Áslaug Ákadóttir fyrir ÍA. -VS Hendry heimsmeistari Stephen Hendry varð heimsmeistari í snóker í sjötta skipti í gærkvöldi þegar hann sigraði Peter Ebdon, 18-12, i úrslita- leik í Sheffield á Englandi. Stórsigur Hammarby Pétur Marteinsson og félagar í Hammar- by unnu 'stórsigur á Einari Brekkan og fé- lögum í Sirius, 0-4, í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pétur lagði upp eitt marka Hammarby. Liðið er efst í norð- urriðli 1. deildar með 9 stig eftir 3 leiki. Sirius er með 3 stig eftir tvo leiki. -VS IHF hefur staðfest undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í Japan 1997: „ Ekkert nema sæti á HM kemur til greina" - segir Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari og hann er bjartsýnn Það kemur í ljós í byrjun desember í haust hvort ís- land fær keppnisrétt í. næstu heimsmeistara- keppni í handknattleik sem fram fer í Kumamoto í Jap- an eftir slétta 12 mánuði. í haust hefst keppni 20 Evrópuþjóða um fimm laus Evrópusæti á HM í Japan þar sem keppt verður í fimm fjögurra liða riðlum þar sem leikið verður heima og heiman. Liðin sem sigra i riðlunum öðlast keppnisrétt á HM í Japan. Lokakeppni Evrópu- keppninnar er fram undan á Spáni og það er ekki fyrr en henni lýkur að ljóst verð- ur hvaða lið skipa riðlana í haust og hverjir mótherjar islendinga verða. Undirbúningur hefst þann 10. júní íslenska landsliðið hefur undirbúninginn fyrir átök- in í haust með æfingum þann 10. júní. Æft verður út júní en um mánaðamótin júní/júlí verður farið til Sviss og þar leika þjóðirnar tvo æfingaleiki. Eftir þessa tvo leiki verð- ur frí hjá landsliðsmönnun- um og raunar lítið um verk- efni fyrr en fjórum til fimm dögum fyrir undankeppni Evrópuþjóðanna . fyrir heimsmeistarakeppnina í Japan. Fyrstu leikirnir í haust fara fram um mánaðamótin september/október, þá um mánaðamótin október/nóv- ember og loks um mánaða- mótin nóvember/desember. Leikið verður á miðviku- dögum og síðan fara síðari leikirnir fram strax helgina á eftir. „Við eigum mjög góða möguleika" „Það er ljóst að við fáum eitt af fimm Evrópuliðum sem ekki komast áfram í úr- slitum Evrópukeppninnar á Spáni sem er fram undan. Að öllu eðlilegu ætti það að vera sterkasta liðið í riðlin- um en við síðan næststerk- astir. Við eigum því góða möguleika á að ná efsta sæt- inu og að því verður stefht. í raun kemur ekkert annað til greina og það eru allir á því að ná þessu takmarki og tryggja okkur keppnisrétt í heimsmeistarakeppninni í Japan að ári. Staöfesting frá IHF - Oft hefur reglum verið breytt hjá IHF varðandi keppnisrétt og fyrirkomu- lag. Ert þú sannfærður um að þetta verði svona? „Viö höfum nýlega fengið bréf frá IHF, þar sem þetta er staðfest. Þetta ef því al- veg öruggt og svona verður framvindan næstu mánuði. Möguleikar okkaráaðvera á meðal þátttakenda á næsta heimsmeistaramóti eru góðir og ég er bjartsýnn á að okkur takist að vinna okkur rétt til að leika á HM í Japan," sagði Þorbjörn Jensson. Og hann bætti við: „Og það er alveg öruggt mál að ef Julian Duranona fær íslenskan rikisborgararétt munu möguleikar okkar aukast enda er þar frábær leikmaður á ferð." -SK Olafur sigraði og setti persónulegt met Olafur Guðmundsson sigraði í Fairfax, setti persónulegt met og bætti sig í tveimur greinum í tugþrautinni. Ólafur Guðmundsson sigraði af öryggi á tugþrautarmóti í Fairfax i Bandaríkjunum um helgina og náði jafnframt sínum besta árangri í greininni. Ólafur fékk 7.201 stig og bætti sig um 28 stig en þetta er fimmti besti árangur íslendings í tugþraut. Ólafur bætti sig jafnframt í tveim- ur greinum en hann hljóp 100 metra á 10,83 sekúndum og stökk 4,20 metra i stangarstökki. Jón Arnar Magnússon tók þátt í tveimur greinum á móti í Athens um helgina. Þar náði hann sínum langbesta árangri í 1.500 metra hlaupi sem hingað til hefur verið hans Akkilesarhæll í tugþrautinni. Jón Arnar hljóp vegalengdina á 4:40,46 mínútum og bætti sig um rúmar 11 sekúndur. Þá náði Jón Arnar góðum árangri í spjótkasti og þeytti spjótinu 61,98 metra. Þeir Ólafur og Jón Arnar dvelja ásamt Theodóri Karlssyni við æf- ingar í Athens.'Þeir koma heim síð- ar í mánuðinum og taka þátt í ís- landsmótinu í tugþraut en þar ræðst hverjir keppa fyrir íslands hönd í 1. deild Evrópukeppninnar í tugþraut sem háð verður í Tallinn í Eistlandi um miðjan júní. -VS Deildabikarinn: Tveir leikir í kvöld Úrslitakeppnin í deildabikar karla í knattspyrnu heldur áfram í kvöld. ÍBV og Fram leika á Helgafellsvelli í Vestmannaeyj- um klukkan 19 og Breiðablik mætir Fylki á Smára- hvammsvelli í Kópavogi klukk- an 19.30. Varla þarf að taka fram að um grasvelli er að ræða á báð- um stöðum. Fram og í A á Valbjarnarvelli Nú hefur verið ákveðið að leikur Fram og ÍA í deildabik- arnum á föstudagskvöldið fari fram á Valbjarnarvelli í Laugar- dal. Það verður fyrsti grasleikur- inn í Reykjavík í ár og hann hefst klukkan 19. Petrún best á Austurlandi DV, Seyðisfirði: Petrún Björg Jónsdóttir, fyrir- liði Islandsmeistara Þróttar úr Neskaupstað i blaki, var á laug- ardaginn útnefhd íþróttamaður UÍA 1995. Það var gert á aðal- fundi UÍA á Seyðisfirði. Á fund- inum var Einar Már Sigurðsson endurkjörinn formaður UÍA ásamt allri aðalstjórn sambands- ins. ^JJ Bestu lið Norður- landa mætast í Stokkhólmi Öflugt handknattleiksmót með þátttöku 1. deildar liða karla og kvenna af öllun Norðurlöndun- um verður haldið í Stokkhólmi dagana 23.-25. ágúst í sumar. Peningaverðlaun verða veitt fyr- ir þrjú efstu sætin og fær sigur- liðið í karlaflokki um 450 þúsund krónur í sinn hlut en sigurliðið í kvennaflokki um 300 þúsund krónur. Öllum íslenskum 1. deildar liðum, karla og kvenna, býðst að taka þátt í mótjnu. Úr- val-Útsýn er umboðsaðili móts- ins hér á landi og veitir um það nánari upplýsingar. Einar keppir á Varmárvelli Fyrsta frjálsíþróttamót utan- hússtímabilsins verður háð á Varmárvelli í Mosfellsbæ í kvöld. Það er raðmót Breiðabliks og keppt verður sex greinum karla og kvenna, og þá verður spjótkast karla aukagrein en þar verður Einar Vilhjálmsson á meðal keppenda. Mótið hefst klukkan 18.30. Þórður lék vel og Bochum vann stórsigur Þórður Guðjónsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er Bochum vann stóran sigur á Wattenscheid I 1. deild þýsku knattspymunnar í gærkvöldi. Þórður lék mjög vel.með liði sínu sem sigraði 3-1 á útivelli og er öruggt í efsta sæti með 61 stig en næsta lið er með 47 stig. -SK Víðir meistari Víðismenn urðu í gærkvöldi Suðurnesjameistarar í knatt- spyrnu þegar þeir gerðu 0-0 jafh- tefli við 1. deildar lið Grindvík- inga. Víðismenn hafa lokið sin- um leikjum og er.u með 10 stig en Grindavik er með 5 stig og á einn leik eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.