Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Side 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 Menning DV Island í sam- starfsáætlunum ESB í menning- armálum Á þessu ári gefst íslendingum í fyrsta sinn kostur á að taka þátt í samstarfsáætlunum Evrópu- sambandsins, ESB, á sviði lista og menningarmála. Fyrir ís- lenska listamenn og stofnanir opnast nýir möguleikar á sam- starfi og þátttöku í margvíslegri starfsemi á þessu sviði. Þrjár samstarfsáætlanir eru 1 gangi og nefnast Kaleidoscope, sem ætlað er að efla samstarf á öllum sviðum lista og menningar milli Evrópuþjóða, Ariane, sem á að auka áhuga almennings á lestri bóka, og Raphael, sem á að styrkja verkefni til varðveislu menningarverðmæta. Þátttaka aðiia frá a.m.k. þremur aðildar- ríkjum ESB og EES-samning9ins er skilyrði fyrir styrkveitingum til samstarfsverkefna. Umsóknar- timi um styrki vegna ofan- greindra áætlana verður frá 15. maí til 30. júní og nánari upplýs- ingar gefur menntamálaráðu- neytið. í fjárhagsáætlun ESB fyr- ir þetta ár eru 1,3 milljarðar króna ætlaðir til menningar- mála. 13,2 milljónir úr Menningarsjóði Nýlega var úthlutað úr Menn- ingarsjóði fyrir árið 1996. Alls bárust 132 umsóknir með beiðni um styrki að fjárhæð 115 milljón- ir króna. Stjórn Menningarsjóðs, sem skipuð er Bessí Jóhannsdótt- ur, Áslaugu Brynjólfsdóttur og Sigrlði Jóhannesdóttur, sam- þykkti að veita 51 styrk fyrir 13,2 milljónir króna. Hæstu styrkina hlutu Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins, 800 þúsund krónur, vegna íslend- ingasagna á hljóðbókum, og Ör- lygur Hálfdánarson, 700 þúsund krónur, vegna bókarinnar Alda- hvörf, myndir og efni Brunos Scwheizer frá íslandi um 1935. Margar áhugaverðar bækur eru styrktar, m.a. bók Máls og menn- ingar um stórurriðann í Þing- vallavatni eftir Össur Skarphéð- insson. Mynd eftir Kristján í rýni Vegna myndlistarrýni Ólafs Engilbertssonar í DV í gær um sýningar Kristjáns Jónssonar í Gallerí Sólon íslandus og Tuma Magnússonar í Nýlistasafninu skal það tekið fram að myndin sem fylgdi rýninni var af einu verka Kristjáns. Beðist er vel- virðingar á að myndatexta vant- aði. Miöasala hafin á Listahátíð í Reykjavík: Veltan áætluð 62 milljónir Miðasala er hafm á Listahátíð í Reykjavík 1996 sem hefst 31. maí nk. og stendur til 2. júlí. Að sögn Signýj- ar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, fer salan vel af stað en hún hefur staðið yfir frá 1. maí. Sal- an fer fram í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Bankastræti í gegnum sama kerfi og notað var vegna HM’95 í handknattleik hér á landi. Hægt er að velja úr miðum á 20 tón- leika, 2 danssýningar, 3 leiksýning- ar, fjölleikahús, ijöllistasýningu og ljóðakvöld. Miðasala á óperuna Galdra-Loft hefst í dag hjá íslensku óperunni. Auk fyrrnefndra atburða verða 25 myndlistarsýningar og nokkrir bókmenntaviðburðir. Signý sagði fjárhagsáætlun Lista- hátíðar að þessu sinni hljóða upp á rúmar 62 milljónir króna. Til að endar nái saman er gert ráð fyrir 22 milljónum króna í miðasölu, Reykjavíkurborg leggur til 14 millj- ónir, rikið 14 milljónir og afgangur- inn kemur með framlögum frá fyrir- tækum og stofnunum og sölu á sjón- varpsrétti. Listahátíð er óvenju fjölbreytt og efnismikil að þessu sinni. Alls koma hátt í 500 erlendir listamenn til landsins og ekki ólíklegt að svipað- ur fjöldi innlendra listamanna taki Starfsfólk Llstahátíðar á góðri stund, frá vinstri Hulda G. Geirsdóttlr, Einar Örn Benediktsson, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Signý Pálsdóttir og Sigurður Björnsson. DV-mynd GVA þátt. Það sem af er miðasölu sagði Signý að mesta eftirspurnin hafi verið eftir tónleikum Bjarkar í Laugardalshöll 21. júní, einleikstón- leikum píanósnillingsins Evgenys Kissins í Háskólabíói 15. júní, tón- leikum Heimskórsins, sem í eru 350 manns, og Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Laugardalshöll 8. júní og loks tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar Berlínar í Laugardalshöll 29. júní undir stjórn Vladimirs Ashkenazys. Síðastnefndu tónleikarnir verða til heiðurs Vigdisi Finnbogadóttur for- seta og verndara Listahátíðar. Þá er að sjálfsögðu mikil eftirspurn eftir tónleikum Davids Bowies i Laugar- dalshöll 20. júní en sala á þá tón- leika fer um hraðbanka íslands- banka. Listahátíð lýkur með tón- leikum rokkhljómsveitarinnar Pulp í Laugardalshöll 2. júli en sala á þá tónleika hefst bráðlega. -bjb • • Garðatorg í Garöabæ: Onnur syning a íslensku handverki Um næstu helgi er fyrirhuguð önnur sýning á íslensku handverki og listmunum á Garðatorgi í Garða- bæ en sú fyrsta fór fram helgina 12.- 14. apríl sl. Að þessu sinni hafa hátt í 40 aðilar skráð sig á sýninguna og koma þeir af öllu landinu, enda mikil gróska í handverki margs konar um þessar mundir. Aðstandendur sýninganna eru Ida Christiansen í GH-ljósum og Helga Sveinsdóttir í H-búðinni á Garðatorgi. Þær bjóða handverks- fólkinu sýningaraðstöðu því að kostnaðarlausu. Sýningin um næstu helgi hefst eftir hádegi á föstudag og stendur til kl. 19 föstudag, laugar- dag og sunnudag. Öllum er frjálst að vera til kl. 22 en þá er Garðatorgi lokað á kvöldin. Að sögn Idu er ætlunin að halda Ida Christiansen og Helga Sveinsdóttir, aðstandendur handverksýninganna á Garðatorgi í Garðabæ. þessum sýningum áfram næsta haust vegna góðrar aðsóknar. Sýn- ing er næst fyrirhuguð aðra helgina í ágúst. Skólamálaráö Reykjavíkurborgar: Barnabókaverðlaun afhent í 24. sinn - fyrir Sossu litlu og Herra Zippó Barnabókaverðlaun Skólamála- ráðs Reykjavikurborgar voru afhent á dögunum, í 24. sinn. Verðlaunin er tvíþætt, annars vegar fyrir frum- samda bók og hins vegar fyrir þýð- ingu. Að þessu sinni hlaut Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum verðlaun- in fyrir bestu frumsömdu barnabók- ina, Sossu litlu skessu. Þýðingar- verðlaunin fékk Hólmfríður K. Gunnarsdóttir fyrir Herra Zippó og þjófótta skjórinn eftir Nils- Olof Fransén. Útgefandi beggja bókanna er Mál og menning. Magnea frá Kleifum er löngu þekkt fyrir skrif sín fyrir böm en 13 bamabækur hafa komið út eftir hana. Hún hefur hlotið margar við- urkenningar, m.a. verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Sossa litla skessa er sjálfstætt fram- hald bókarinnar Sossa sólskinsbarn sem kom út árið 1991 og hlaut tvenn verðlaun. Þóra Sigurðardóttir myndskreytir nýju bókina. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir hef- ur áður látið til sín taka við þýðing- ar. Árið 1974 þýddi hún unglinga- söguna Ævintýraleg útilega en auk þess hefur hún þýtt ævisögu Gretu Garbo, sögur og efni til flutnings í útvarpi, fjölda leikrita til flutnings á sviði og í útvarpi og ýmiskonar fræðsluefni. Frá afhendingu verðlaunanna í Höfða. Frá vinstri Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum, Hildur Hermóðsdóttir og Hólmfríður K. Gunnarsdóttir. DV-mynd GS Þá fékk Mál og menning sérstök verðlaun skólamálaráðs fyrir útgáfu barnabóka. Hildur Hermóðsdóttir, ritstjóri barnabóka hjá Máli og menningu, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd forlagsins. -bjb Davíð með Orð sem sigra heiminn Út er kom- in ljóðabókin Orð sem sigra heim- inn eftir Dav- íð Stefáns- son. Davíð er þriðja skáld- ið sem bóka- útgáfan Nyk- ur kynnir til sögunnar á stuttum tíma en þetta er fyrsta bók höf- undar. „Bókin, sem samanstend- ur af 21 ljóði, galvaníseruðu járni, pappir, plasti og alúð, er 38 blaðsíður að stærö og fæst gegn endurgjaldi í bókabúðum Máls og menningar og Eymundsson," segir í kynningu höfundar en þess má geta að hann boraði í puttann á sér þegar hann var að útbúa járnkjöl einnar bókarinn- ar, sem gefin er út í 200 handunnum eintökum. Bókin inniheldur m.a. mynd- ræna tæpiljóðiö Mynd í veski sem undirstrikar í naumhyggju sinni að mynd segir meira en 1000 orð. Fjórar nýjar bækur frá kilju- klúbbnum íslenski kiljuklúbhurinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur. íslensku skáldsögurnar Tíma- þjófurinn eftir Steinunni Sigurð- ardóttur og Vængjasláttur í þak- rennum eftir Einar Má Guð- mundsson, ensku skáldsöguna Lítill heimur eftir David Lodge og dönsku spennusöguna Falin myndavél eftir Flemming Jarlskov. Tímaþjóflnn og Vængjaslátt- inn þarf vart að kynna fyrir ís- lenskum bókunnendum. Sögurn- ar komu fyrst út fyrir nokkrum árum og hafa slegið í gegn. í Litl- um heimi er sagt í léttum dúr frá háskólaborgara sem flækist á milli bókaráöstefna vítt og breitt um heiminn. Þýðandi er Sverrir Hólmarsson. Jón Daníelsson þýðir bók Jarlskovs, Falin myndavél, en þar segir af einka- spæjaranum Carl Kock og ævin- týrum hans. Bók um áhrif kvikmynda Nýlega kom út á vegum Inter- vention Press í Bandaríkjunum bókin The construction of the viewer: Media ethnography and the anthropology of audiences - Proceedings from NAFA III. Rit- stjórar eru Peter I. Crawford og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, kennari við félagsvísindadeild Háskóla íslands. 1 bókinni er að finna sextán ritgerðir um áhrif kvikmynda og sjónvarps á áhorf- andann, einkmn út frá þjóðlýs- ingum og mannfræðinni. Eggert Þorleifsson og Ari Matth- íasson í Mafíunni. Lokasýning á Mafíunni - 2 miðar fyrir 1 Allra síðasta sýning verður á íslensku mafíunni nk. fóstudags- kvöld. Sýningin síðasta föstudag átti að vera lokasýning en vegna fjölda áskorana var ákveðin ein aukasýning. Tveir miðar verða seldir á verði eins fyrir þessa aukasýningu sem hefst kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.