Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Síða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl 1996 Sviðsljós DV Fyrrum kærasti Söndru Bullock þoldi ekki að hún kyssti Keanu Reeves: Værum gift ef ég hefði ekki verið svona afbrýðisamur Kvikmyndaleikkonan vinsæla Sandra Bullock hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla þegar ástin og karl- menn eru annars vegar. Reyndar má segja að óheppnin og afbrýði- samir gæjar hafi elt hana á röndum. Þegar Sandra vann að gerð mynd- arinnar Leifturhraða, sem átti eftir að gera hana að einhverri eftirsótt- ustu leikkonunni í Hollywood um þessar mundir, átti hún í ástarsam- bandi við Tate nokkurn Donovan. Þau höfðu hist við gerð annarrar biómyndar og ekki var annað vitað en sambandið væri allt í hinu stakasta lagi. En Tate þessi var svo afbrýðisamur þegar Sandra neydd- ist til að kyssa mótleikara sinn í Leifturhraða, hinn snoppufríða Ke- anu Reeves, að hann lét alla dóm- greind lönd og leið og taldi sjálfum sér trú um að kærastan væri að ganga honum úr greipum. Engu breytti þótt Sandra reyndi aö sann- færa hann um hið gagnstæða. Og því fór svo að þau hættu saman. „Við værum sennilega gift núna ef ég hefði ekki verið svona heimskulega afbrýðisamur,“ segir Tate og horfír bitur um öxl. „Tate var sannfærður um að eitt- hvað væri milli mín og Keanus. Ég gat ekki sannfært hann um að svo væri ekki. Það eina sem ég gerði með Keanu var að kyssa hann, og það fyrir framan heilt kvikmynda- tökulið," segir Sandra. í fyrra átti leikkonan svo í eld- heitu sambandi við kvikmynda- tökumanninn Donny Padillo en sá var nú ekki gáfaðri en svo að hann hélt fram hjá henni með gamalli kærustu, fasteignasölukonunni Claudiu Ontiveros. Og þar með var Sandra Bullock alltaf jafn eftirsótt og sæt. það búið. En fýrsti maðurinn til aö svíkja hana Söndru í tryggðum var Greg Davis, kærastinn hennar í menntó, aðalkarlinn í ruðningsliðinu og þar af leiðandi uppáhald allra stúlkna. Á þeim árum var Sandra jafn sak- laus og hún var ung og þegar hún neitaði að sofa hjá Greg sneri hann sér bara annað. Sandra komst að því og varð alveg eyðilögð. En, rétt eins og Tate, sér Greg eftir öllu sam- an. „Ég var bara bjáni sem skildi ekki hvað hann átti. Varla líður sá dagiu- að ég iðrist ekki hversu heimskur ég var að særa Sandy og hrekja hana á brott. Hún var stór- kostlegasta manneskjan sem ég hef nokkru sinni fyrirhitt og ég klúðr- aði því. Ég var bara strákbjáni," segir Greg. Krakkar vekja hörð viðbrögð í Bretlandi Bandaríska kvikmyndin Krakkar, sem sýnd var í Reykja- vík síðastliðinn vetur, er ekki fyr- ir viðkvæma á sálinni, eins og þeir vita sem sáu. Frá Englandi berast þær fréttir að Warner kvik- myndahúsakeðjan hafi bannað sýningar á myndinni, aðallega vegna þess að framkvæmdastjóra bíóhúsanna finnst hún ógeðsleg. „Ég er fjölskyldumaður og vil bara ekki sjá hana í bíóin min,“ sagði bíóstjórinn Peter Dobson í viötali við breskt dagblað. Myndin segir frá dóp- og kyn- lífsævintýrum hóps unglinga í New York. Michael Jackson var ekkert á því að anda að sér velangandi Miðjarðar- hafsloftinu þegar hann kom til Monte Carlo um helgina. Söngvar- inn hélt greinilega að hann væri enn heima í mengunarskýjunum í Los Angeles því hann var með grímu fyrir vitunum, sennilega hræddur við einhverja sýklana. Varla var hann þó að reyna að dulbúast því hann er eini maðurinn í heiminum með svona klúta fyrir andlitinu, að bankaræningjum undanskildum. Michael verður heiðraður fyrir tón- list sína í Monte Carlo á morgun. Símamynd Reuter Umfangsmikil sýning á erótískri list og alls kyns kynæsandi munum var haidin í Berlín fyrir stuttu og vakti mikla kátínu þeirra sem börðu hana augum. Gertrud Matysik var ein þeirra fjölmörgu sem komu til borgarinnar til að selja vöru sína, eins og þetta glæsilega málverk sem var verðlagt á rúmar tvær milljónir króna. Símamynd Reuter Joan á uppboði aldarinnar Bandaríska sjónvarpskonan Joan Rivers, ein sú kjaftforasta og fyndnasta þeirra allra, var meðal áhugasamra á uppboði aldarinnar í New York um daginn þegar munir úr eigu Jackie Kennedy Onassis voru seldir. Hún sagði að þetta hefði verið eins og á frum- sýningu i Hollywood. „Allir vilja eiga pínulítinn part af sögunni," sagði Joan áður en hún lagði í ’ann eitt kvöldið. „Ég sá hala- stjörnu Halleys, ég var í sjötugsaf- mæli Malcolms Forhes og ég er á leiðinni á uppboðið hjá Jackie O. Ég hef sótt alla stóru, ómerkilegu atburðina." Slæmur dagur hjá Charlie Svona tii að bæta gráu ofan a svart hefur leikarinn nýskildi, Charlie Sheen, áhuga á að leika í kvikmyndinni Slæmur dagur götunni. Ef semst um kaup og kjör mun Charlie leika hálfbilað- an fauta sem verður uppsigað við nágrannann sinn akrítektinn. Svo gerist það á heitum sumardegi að allt sýður upp úr og Charlie geng ur berserksgang í úthverfunum. Daniel í bófa- flokkinn Breski leikarinn Daniel Day- Lewis er að lesa nýtt handrit þessa dagana fyrir leikstjórann Jonathan Demme. Titill þess er Skeiðklukkubófarnir. Daniel og Jonathan hefur lengi langað til að vinna saman. Frumsýning- unni flýtt Valdamenn í Hollywood hafa ákveöið að flýta frumsýningu á nýjustu kvikmyndinni eftir meist- ara Francis Ford Coppola. Sýn- ingar hefjast i ágúst en ekki í nóv- ember eins og upphaflega stóð til. Myndin, sem heitir Jack og er meö Robin Williams í aðalhlut- verkinu, segir frá tíu ára dreng sem er haldinn sjaldgæfum sjúk- dómi sem gerir það að verkum að hann eldist fjórum sinnum hraðar en jafnaldrarnir. Emma hætt við hestamynd Emma Thompson hefur engan áhuga á hestum, þegar öllu er á botninn hvolft. Hún ætlar að minnsta kosti ekki að vera með í myndinni Horse Whisperer á móti Robert Redford og Natalie Portman. Emma metur hvUdina meira og hún ætlar einmitt að hvUa sig. Sama var uppi á ten- ingnum þegar til stóð að hún léki á móti Michael Douglas í Amer- íska forsetanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.