Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Qupperneq 29
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 33 Menning Leikarar í Hamingjuráninu í léttri sveiflu. DV-mynd ÞÖK „Þar sem enginn þekkir mann...“ Eftir vel heppnað leikár hjá Þjóðleikhúsinu telst frumsýning Hamingjuránsins á Smíðaverkstæðinu varla til stórra tíðinda. Þetta er nettlega saminn söngleikur eftir Bengt Ahl- fors, gamansamur og svolítið bernskur í andanum en frekar innihaldsrýr. I íslenskri þýðingu Þórarins Eld- járn er verkið mikið staðfært og fært nær okkur. Þetta fellur ágætlega í kramið hjá áhorfendum og gengur svona oftast upp. Þó ekki alltaf. Fjörug tónlist undir stjórn Jóhanns G. Jóhannsson- ar og útsjónarsöm leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdótt- ur nægðu þó ekki til þess að lyfta sýningunni eða gera hana sérstaklega áhugaverða en það má hafa gaman af frammistöðu leikaranna í einstökum atriðum. Verkið fjallar um hamingjuleit og gildismat. Niðurstaðan er sú að hollast sé að líta sér nær en leita ekki langt yfir skammt að einhverj- um ímynduðum lífsgæðum. Ungt par hittist fyrir tilviljun á listasafni í Paris. Bankastarfsamaðurinn Gunnar Freyr frá Reykjavík og þvottakonan Elísa Martinelli frá Pisa þykjast bæði vera annað en þau eru og það á eftir að vinda upp á sig svo um munar. „Barónessan" Elísa ákveður sem sagt þegar heim er komið að eyða aleigunni í flugmiða til íslands þar sem hún ætlar að heimsækja „múltímilljónerann" Gunnar. Hann hefur sagt henni frá höllinni sinni og málverkum heimsfrægra snillinga sem þar hangi uppi um alla veggi og hún hlakkar ákaflega til að sjá alla dýrðina. Gunnar býr reyndar í ömurlegri herbergiskytru og er þar á ofan búinn að missa vinnuna þegar hér er komið sögu og hann lendir auðvitað í mestu hremm- ingum þegar hann réynir að snúa sig út úr vitleys- unni. En sú saga skal ekki rakin nánar hér. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika ungu elskendurna og passa vel í hlut- verkin, lauflétt í leik og söng. Hilmir Snær fær þó mun bitastæðari rullu og tækifæri til að sýna ýmsar hliðar á persónunni því að höfundur tæpir á alvarleg- um málum í sambandi við Gunnar, svo sem atvinnu- missi og allsherjar uppgjöf í kjölfarið. En heildarandi sýningarinnar er samt sem áður léttur og gamansamur og þegar verst gegnir er öllu saman slegið upp í grín. Flosi Ólafsson leikur ólíkindalegan róna sem reyn- ist vera fyrrum ritstjóri og faðir Gunnars þó að sam- bandslaust hafi verið á milli feðganna um langa hríð. Flosi gerir sér góðan mat úr hlutverkinu og sýnir skemmtilega takta en heldur er nú persónan ótrúleg. Sífullur róninn er einhvers konar lífskúnstner sem árum saman hefur verið á götunni. Hann rótar í öskutunnum sér til lífsviðurværis og sefur undir bát uti í Örfirisey. Það tekur samt ekki nema augna- blik að dubba hann upp í hlutverk einkabílstjóra sem ekur um í límósínu, strokinn og fínn, og fer létt með það að vera án brennivíns svo dögum skiptir. Bankastjórar mæðast í mörgu og Örn Árnason leik- ur einn slíkan. Ekki þarf að því að spyrja að Örn fer létt með að fá áhorfendur til að hlæja enda leikur hann á als oddi. Bergur Þór Ingólfsson bregður sér í ýmis hlutverk og sýndi skemmtilega fjölbreytni í leik og músíseringum. Ólafla Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir beita revíutöktum og eru óborganlegir páfagaukar á priki. Það er mikið sungið og stemmningin í það heila er létt á Smíðaverkstæðinu. Þó nokkuð er lagt í búninga sem gera mikið fyrir sýninguna. Leikmyndin er ekki margbrotin og útfærslan getur áreiðanlega gefið þeim sem leita einfaldra lausna ágætar hugmyndir. Þjóðleikhúsiö sýnir á Smíðaverkstæðinu: Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leikmynd: Axel H. Jóhannesson Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Leiklist Auður Eydal Safnaðarstarf Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjón- usta í dag kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests á viðtalstím- um hans. Fella- og Hólakirkja: Starf 9-10 ára barna í dag kl. 17. Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10. Grafarvogskirkja: „Opið hús“ fyr- ir eldri borgara í dag kl. 13.30. Helgi- stund, föndur o.fl. Foreldramorgunn fimmtudaginn kl. 10-12. Hjallakirkja: Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10-12. Kópayogskirkja: Mömmumorgun í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Seljakirkja: Mömmumorgunn, opið hús í dag kl. 10-12. Biblíulestur í dag kl. 17.30. Fríkirkjan í Háfnarfirði: Opið hús fyrir 8-10 ára börn í dag kl. 17-18.30. Tapað fundið 18 gíra Capri corn 24. apríl sl. tapaðist 18 gíra Capri corn fjallahjól frá Kjarrhólma 36 í Kópavogi. Tveir bláir litir eru á hjólinu. Þeir sem gætu veitt uppl. vinsamlegast hringi í síma 564-1614. Tilkynningar Handritasýning í Árnagarði Vegna mikillar aðsóknar verður há- tíðarsýning handrita í sýningarsal Árnastofnunar í Árnagarði fram- lengd fram á laugardaginn 11. maí. Sumarsýning með öðrum handrit- um verður opnuð 1. júní. Félag stjórnmálafræðinga mun efna til fundaraðar um hlut- verk og völd forseta fslands í tilefni af komandi forsetakosningum. Fyrsti fundurinn af þremur verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 17.15 í Odda, stofu 101, Háskóla ís- lands. Fundurinn ber fyriskriftina Forseti íslarids: Farandsendiherra eða héraðshöfðingi? Fyrsta Norðurlandamót matreiðslumeistara - Er matur menning? Fyrsta Norðurlandameistaramót einstaklinga í matreiðslu fór fram í Álasundi í Noregi dagana 2. til 4. maí 1996. Keppandinn af íslands hálfu var íslandsmeistarinn í mat- reiðslu, Sturla Birgisson, mat- reiðslumeistari í Perlunni. Sturla lenti í 3. sæti í keppninni. Fulltrúi Norðmanna, Trond Moi, lenti í öðru sæti en fulltrúi Svía, Rikard Nilson, er Norðurlandameistari í mat- reiðslu 1996. Leikhús Bridge Isiandsmót í parasveitakeppni Skráning í íslandsmótið I paratví- menningi er komin vel á veg og lýk- ur í dag, þriðjudaginn 7. maí, en mótið verður spilað helgina 11.-12. maí. Byrjað verður að spila klukkan 11 báða dagana. Skráð er í mótið á skrifstofu Bridgesambandsins í sima 587 9360. Bikarkeppni 1996 Dregið verður í fyrstu umferð bikar- keppni Bridgesambands íslands í lok paratvímenningsins 12. maí. Skráning í keppnina verður opin fram á laugardaginn 11. maí. Tíma- takmörk til að ljúka fyrstu umferð er 23. júni, aðra umferð 21. júlí og þriðju umferð 18. ágúst. Sláturhús, kjötvinnslur VIGTARMENN Námskeið til löggildingar vigtarmanna í kjötiðnaði verða haldin: á Egilstöðum dagana 13. og 14. rnaí 1996 á Akureyri dagana 29. og 30. maí 1996 og í Reykjavík dagana 3. og 4. júní 1996 Námskeiðinu lýkur með prófi Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar. í síma 568-1122 Löggildingarstofan “///////////////V5Í t . ... TÆ0 ■staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur Smá- auglýsingar DV 5505009 DANM0RK KAUPMANNAHÖFN Takmarkaður sætafjöldi 91900 HVORA LEIÐ MEÐ FLUGVALLASKATTI Sala: Wihlborg Rejser, Danmörk sími: 00-45-3888-4214 Fax: 00-45-3888-4215 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 8. sýn. fid. 9/5, brún kort gilda. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ld. 11/5, föd. 17/5, föd. 24/5. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Föd. 10/5, aukasýning. Allra síðasta sýningi! Tveir miðar á verði eins! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Föd. 10/5, laus sæti, Id. 11/5, laus sæti, sud.12/5, föst. 17/5, Id. 18/5. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 10/5, kl. 23.00, uppselt, aukasýningar sud. 12/5, Id. 18/5, síðustu sýningar! Höfundasmiðja L.R. Laugardaginn 11. maí kl. 16.00. Allsnægtaborðið _ Leikrit eftit Elísabetu Jökulsdóttur. Miðaverð 500 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. NÓDLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare 5. sýn. Id. 11/5, nokkur sæti laus, 6. sýn. mid. 15/5, 7. sýn. fid. 16/5. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 9/5, föd. 10/5, nokkur sæti laus, Id. 18/5, sud. 19/5. TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. sud. 12/5, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 11/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sd. 12/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, Id. 18/5 kl. 14.00. Ath. fáar sýningar eftir. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJliGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Ld. 11/5, sd. 12/5, mid. 15/5, fid. 16/5, föd. 17/5. Ath. fáar sýningar eftir. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Ld. 11/5, sud. 12/5, mvd. 15/5., fid. 16/5, föd. 17/5. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.