Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 Afmæli Sigurmar Kristján Albertsson Sigurmar Kristján Albertsson lögfræðingur, Fjólugötu 7, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurmar fæddist á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1966, embættisprófí í lögfræði frá HÍ 1972, stundaði framhaldsnám 1 alþjóðlegum einkamálarétti við Stokkhólmsháskóla 1972-73, öðlað- ist hdl.-réttindi 1977 og hrl.-rétt- indi 1987. Sigurmar var fulltrúi hjá toll- stjóranum í Reykjavík og jafn- framt yfirborgarfógetanum f Reykjavík 1973-79 og hefur starf- rækt eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá 1979. Sigurmar sat í fyrstu stjórn Verðandi, félags vinstrisinnaðra stúdenta, var varaformaður í stjórn Stúdentaráðs HÍ 1970-72, sat í stjórn SÍNE 1973-74 og er varaformaður Lögmannafélagsins frá 1995. Fjölskylda Sigurmar kvæntist 28.2. 1970 Margréti Elíasdóttur, f. 13.12. 1946, listhönnuði. Þau skildu. Sambýliskona Sigurmars er Álf- heiður Ingadóttir, f. 1.5.1951, líf- fræðingur og blaðamaður. Hún er dóttir Inga Ragnars Helgasonar, f. 1924, hrl. og forstjóra Brunabóta- félags íslands, og f. k. h., Ásu Guðmundsdóttur, f. 1927, d. 1962, hannyrðakonu. Sonur Sigurmars og Álfheiðar er Ingi Kristján, f. 12.2. 1991. Systkini Sigurmars eru Andrea Guðrún Albertsdóttir, f. 12.11. 1947, d. 18.8. 1951; Guðmundur Jón Albertsson, f. 13.10.1951, deildar- stjóri hjá VÍS, búsettur í Reykja- vik; Óskar Helgi Albertsson, f. 8.7. 1954, deildarstjóri hjá Skattstof- unni á Akureyri. Foreldrar Sigurmars eru Óskar Albert Sigurðsson, f. 20.5. 1918, sjómaður, vélstjóri og síðar verka- maður á Siglufirði, og Guðborg Franklinsdóttir, f. 5.5. 1924, hús- móðir á Siglufirði. Ætt Albert er sonur Sigurðar Jóns, formanns á Litlahóli og á Mói á Upsaströnd, bróður Gunnlaugs, langafa Arnar og Bjarka Gunn- laugssona knattspyrnumanna. Sig- urður Jón var sonur Guðjóns, b. í Sauðanesi og í Mói, Jóhannsson- ar, b. á Þverá í Skíðadal, Jónsson- ar. Móðir Guðjóns var Sólveig, húsfreyja í Ytra-Garðshorni, Jóns- dóttir, b. í Syðra-Garðshorni, Jónssonar. Móðir Sigurðar Jóns var Sigurlína Sæunn Sigurðar- dóttir, b. í Miðkoti, Jónssonar. Móðir Sigurlínu var Helga Símon- ardóttir. Móðir Alberts var Anna Sigurð- ardóttir, b. á Klaufabrekkum, Þor- kelssonar, og Margrétar Pálsdótt- ur. Guðborg br dóttir Franklíns, b. í Litla-Fjarðarhorni í Fellshreppi á Ströndum, Þórðarsonar, hrepp- stjóra i Stóra-Fjarðarhorni, Sig- urðssonar, b. í Felli, Sigurðsson- ar. Móðir Þórðar var Guðbjörg Magnúsdóttir. Móðir Franklíns var Sigríður, ljósmóðir í Stóra- Fjarðarhorni, Jónsdóttir, b. i Stóra-Fjarðarhorni, Tómassonar, b. í Tungugröf í Kirkjubólshreppi, Tómassonar. Móðir Jóns var Hall- bera Jónsdóttir frá Stóra-Fjarðar- horni. Móðir Sigríðar ljósmóður var Guðný Gísladóttir, b. á Broddadalsá og í Miðhúsum, Arn- finnssonar, og Guðnýjar Árnadótt- ur frá Hömrum í Haukadal í Döl- um. Móðir Guðborgar var Andrea Jónsdóttir, b. á Hamri og í Mið- húsum, Andréssonar, b. í Hvítu- hlíð, Jónssonar, b. í Skálholtsvík, Sigurmar Kristján Albertsson. Hjálmarssonar, prests í Trölla- tungu og ættfóður Tröllatunguætt- arinnar, Þorsteinssonar. Móðir Jóns var Sólveig Guðmundsdóttir, b. í Asparvík, Jónssonar. Móðir Andreu var Guðrún Jónsdóttir, vinnumanns í Guðlaugsvík, Guð- brandssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Sigurmar er staddur í Moskvu á afmælisdaginn. Eiríkur Guönason Eiríkur Guðnason, fyrrv. vél- stjóri, útgerðarmaður og verka- maður, sem dvelur á ellideild Sjúkrahússins við Mýrargötu í Neskaupstað, verður níræður á morgun. Starfsferill Eiríkur fæddist í Strandarhúsi í Neskaupstað. Hann var ungur að árum er hann missti fóður sinn og ólst upp í Nesþaupstað hjá fóð- urforeldrum sínum. Eiríkur gerðist ungur sjómað- ur. Hann var á ýmsum bátum frá Norðfirði, fór á mótornámskeið og fór ungur maður á vetrarvertíðir til Hornafjarðar. Eiríkur eignaðist bátinn Björg- vin NK 26 á móti Stefáni Hösk- uldssyni en bátinn gerðu þeir fé- lagar út frá Neskaupstað á sumr- in. Eiríkur stundaði síðar ýmis störf í landi. Hann og kona hans bjuggu lengst af í eigin húsi í Neskaupstað, Framtíðinni, er stóð niðri við ströndina. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 4.8. 1928 Sig- ríði Einarsdóttur, f. 14.10. 1901, d. 26.5. 1989, húsmóður. Sigríður var dóttir Einars Högnasonar og Þur- íðar Sigurðardóttur sem bjuggu í Bæ í Lóni í Austur-Skaftafells- sýslu. Börn Eiríks og Sigríðar eru Margrét, f. 25.3. 1929, húsmóðir, gift Magnúsi Hermannssyni, raf- veitustjóra í Neskaupstað, og eiga þau þrjú börn; Svanbjörg, f. 7.7. 1931, húsmóðir, ekkja eftir Svein Þorgrímsson, leigubílstjóra í Sandgerði, sem lést 1986 og eign- uðust þau þrjú börn; Ásmundur Guðni, f. 18.10. 1941, d. 1944; drengur, f. 15.5. 1946, d. sama dag. Fóstursonur Eiríks er Þórður Flosason, f. 23.6. 1946, kvæntur Borghildi Stefánsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Systkini Eiríks: Ásmundur, f. 18.4. 1905, nú látinn, sjómaður; Guðný, f. 27.12. 1908, búsett í Nes- kaupstað; Halldóra Sigurbjörg, f. 15.12. 1909, nú látin, búsett í Nes- kaupstað, og í Reykjavík; Guðný, f. 28.2. 1911, búsett í Neskaupstað. Foreldrar Eiríks voru Guðni Ei- ríksson, f. 19.12. 1880, d. 29.3. 1911, sjómaður í Neskaupstað, og Þuríð- ur Ásmundsdóttir, f. 7.10.1881, d. 7.1. 1956, húsmóðir. Eiríkur er að heiman um þess- ar mundir. Eiríkur Guðnason. Til hamingju með afmælið 7. maí 90 ára Ólafur Daðason, húsgagnabólstr- ari, Rauðalæk 4, Reykjavík. Ólafur tekur á móti vinum sín- um og vanda- mönnum í sal Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði, í kvöld, þriðjudaginn 7.5., eftir kl. 18.00. 85 ára Ingunn Sveinsdóttir, Háeyrarvegi 1, Eyrarbakka. 80 ára Óskar Ósvaldsson, Nýlendugötu 24A, Reykjavik. 60 ára Margrét Sturlaugsdóttir, Stjömusteinum 10, Stokkseyri. Halla Þorsteinsdóttir, Esjubraut 16, Akranesi. Matthildur Kristjánsdóttir, Sandholti 40, Snæfellsbæ. 50 ára Þorlákur Þorláksson, Öldugötu 10, Reykjavík. Jakob Jónasson, Reynilundi 9, Akureyri. Eyþór Magnús Kjartansson, Miðtúni 2, Reykjavík. Arnrún Karlsdóttir, Meiðastaðavegi 7, Garði. Ólöf Jóna Guðmundsdóttir, Kötlufelli 9, Reykjavík. Ragnheiður Jóhannsdóttir, Bakka, ölfushreppi. 40 ára 75 ára Hrefna Magnúsdóttir, Hjarðarholti 16, Akranesi. Ingibjörg Bjarnadóttir, Miðvangi 6, Hafnarfirði. 70ára Hreinn Óskarsson, Ásvegi 26, Akureyri. Sigurður Jakobsson, Reykjadal 2, Mosfellsbæ. Kristinn Ásgrímur Pétursson, Laugarvegi 37, Siglufirði. Bima Guðmundsdóttir, Kögurseli 27, Reykjavík. Anna Sigrún Karlsdóttir, Skagabraut 22, Garði. Þómnn Björg Einarsdóttir, Stekkjarholti 9, Snæfellsbæ. Þuríður Magnúsdóttir, Einibergi 1, Hafnarfirði. Maren Jónsdóttir Maren Jónsdóttir frá Eskifirði, nú til heimilis að Elliheimilinu Grund, Reykjavík, verður níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Maren fæddist að Ytri- Vogum í Vopnafirði og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hún var í vist hjá hjá föðursystur sinni í Hafnarfirði í þrjú ár og flutti síðan með for- eldrum sínum til Seyðisfjarðar 1915. Þar vann hún í kaupavinnu, við fiskverkun og ýmis önnur al- menn störf þar til hún réðst í kaupavinnu að Arnórsstöðum á Jökuldal 1919. Á Jökuldal kynntist Maren manni sínum og hófu þau búskap að Skriðustekk í Breiðdal 1922. Þremur árum síðar settust þau að á Eskifirði þar sem Maren bjó í rúma hálfa öld. Hún missti mann sinn á miðjum aldri frá níu ung- um börnum en hélt saman heimil- inu í harðri lífsbaráttu fyrir til- Maren Jónsdóttir. verunni. Á Eskifirði vann hún einkum við fiskverkun auk hús- móðurstarfa. Maren gekk í Verkakvennafé- lagið Framtíðina á Eskifirði árið 1941 og gegndi þar ýmsum trúnað- arstörfum fyrir félagið um þriggja áratuga skeið, var m.a. varafor- maður félagsins 1947-54. Eftir að hún flutti frá Eskifirði dvaldi hún hjá dóttur sinni og tengdasyni í Reykjavík þar til hún settist að á Grund fyrir rúmum fimm árum. Fjölskylda Maren giftist 1922 Jóni Guðna- syni, f. 6.6. 1890, söðlasmið. Börn Marenar og Jóns eru Hilmar Eyjólfur, f. 1920; Jón, f. 1922; Gunnar, f. 1924, d. 1978; Sjöfn, f. 1925; Inga Þórunn, f. 1928; Geir Marinó, f. 1930, d. 1990; Vögg- ur, f. 1932; Gestur, f. 1933, d. 1977; Óli Kristinn, f. 1935. Samtals á Maren áttatíu afkomendur. Maren átti fimm systkini sem öll eru látin en þau voru Óli Kristinn; Margrét Jónína; Stein- unn; Jón HOmar; Jenný Andrea. Foreldrar Marenar voru hjónin Jón Jónsson, sjómaður frá Unnar- holti í Flóa, og Helga Óladóttir frá Breiðuvík á Reyðarfirði. Smáauglýsingar DV skila árangri auglýsingar DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.