Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 33
ÞRIDJUDAGUR 7. MAI1996 37 Sýningin er samsafn Ijósmynda af vaxtarræktarkonum. 1 Stálkonan Kringlunni í gær var sýningin Stálkonur opnuð í Kringlunni en sýning þessi hefur undanfarið staðið yfir í Listasafni Akureyrar. Á sýningunni eru myndir af vaxt- arræktarkonum eftir ljós- myndarann Bill Dobbins. Óhætt er að fullyrða að Dobbins hafi Sýningar Ijósmyndað hverja einustu at- vinnu- stálkonu undanfarin fimmtán ár en hann er talinn i hópi færustu myndasmiða á sínu sviði og var nýlega til- nefndur íþróttaljósmyhdari árs- ins í Bandaríkjunum. Um myndir sínar segir Dobb- ins: „Vaxtarræktarfólk er lista- fólk, eins konar mennskir skúlptúrar. En það að ljós- mynda það er einnig list. Til að fanga þrívíðan hlut eins og mannslíkamann þarf að beita öllum tiltækum ráðum, túlkun og yfirvegun, svo ekki sé minnst á margbrotna tækni." Bylting? - Endurskoðun útvarpslaga er yfirskrift fundar sem SUS og Menningarnefnd Sjálfstæðis- flokksins halda í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku í dag kl. 17.00. Ræðumenn: Björn Bjarnason, Heimir Steinsson og Laufey Guðjónsdóttir. Fjallkonuraar Fundur verður í Safnaðar- heimili Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20.00. Skemmtifundur og happdrætti. ITC Björkin Fundur verður í kvöld kl. 20.30 að Sigtúni 9. Allir vel- komnir. . Kvenfélag Seljasóknar Fundur í kirkjumiðstöðinni í kvöld kl. 20.30. Snyrtifræðingur kynnir snyrtivörur og býður upp á húðgreiningu. Rætt um fyrirhugað haustferðalag. Samkomur CCU-samtökin Fræðslufundur verður í kvóld kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli á 2. hæð í KR-hús- inu. Fjallað verður um lækning- ar með lyfjum og/eða skurðað- gerðum og helstu nýjungar fyrir Crohn's og Colitis Ulcerosa sjúklinga. Kynning á óvenjulegum ferðamata í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 20.00 verður kynning á ferðum á sjókajökum um Vest- firði. , Tvímenningur k, Spilaður verður tvímenning- ur 1 kvöld kl. 19.00 að Gjábakka, Fannborg 8. Dans í Risinu á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík verður dansað í Ris- inu í kvöld kl. 20.00. Sigvaldi stjórnar. T( Fríkirkjan í Reykjavík er að fara af stað í kvöld með tón-leikaröð sem gengur undir nafn-inu Tónlistarvor í Fríkirkjunni. Tónleikarnir sem verða þrennir talsins eru helgaðir hljóðfæra-leik. Fríkirkjan í Reykjavík: ánlistarvor Skemmtanir Á tónleikunum í kvöld eru flytjendurnir fjórir, Auður Haf-steinsdóttir sem leikur á fiðlu, flka Petrova Benkova sem leik-ur á þverflautu og á orgel leika yioleta Smid og dr. Pavel Smid. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, A. Corelli, F. Schu-bert, F. Devienne, S. Rachman-inoff, P. Hadjiev og G. Bricci-aldi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og fá eldri borgarar og tón-listarnemar 50% afslátt af miða-verði sem er 1000 kr. Auður Hafsteinsdóttir er ein fjögurra tónlistarmanna sem koma fram á tón-leikunum f Frfkirkjunni í kvöld. Góð færð á helstu þjóð- vegum Þjóðvegir á landinu eru yfirleitt vel færir en hálka er sums staðar þar sem vegir liggja hátt og snjóað Færð á vegum hefur á heiðar á Austurlandi. Mjög víða eru hámarkstakmarkanir á öx- ulþyngd þar sem vegir eru blautir og viðkvæmir. Á Vestfjörðum eru einstaka vegir mjög viðkvæmir og er öxulþunginn þar takmarkaður við 2 tonn á sumum vegum. Vegna aurbleytu hefur verið auglýst lokun á flestum vegum á hálendinu og verða þeir fyrst um sinn lokaðir allri umferð. Ástand vega El Hálka og snjór E Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir QD LokToÍrStÖÖU tDÞungfært (g) Fært fjallabflum Sonur Honnu og Péturs Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- spítalans 5. maí kl. 1.06. Þegar hann Barn dagsins var vigtaður reyndist hann vera 4090 grömm að þyngd og mældist 53 sentímetrar. Foreldrar hans eru Hanna B. Hreiðarsdóttir og Pétur Óli Jónsson. Er hann fyrsta barn þeirra. onn Robert Downey jr. leikur aðal- hlutverkið, læknanema, sem kallaður er til þjónustu við kóng- ^Endurreisn Regnboginn frumsýndi fyrir helgina Endurreisn (Restoration), kvikmynd sem gerist á sautjándu öld. Fjallar hún um Robert Merivel, ungan og hæfileikaríkan læknanema sem óvænt er kallaður til þjón- ustu við konunginn. Merivel gistir í höll konungs og nýtur allra þeirra lystisemda sem þar er að finna þar til konungurinn ákveður að hjákona sín, Celia, og Merivel skuli giftast og setur þau skilyrði að Merivel megi ekki undir neinum kringum- stæðum verða ástfanginn af henni. Að launum fær Meriyel titil og fallega eign útr í~ sveit. Þegar konungur kemst að því að Kvikmyndir Merivel hefur brotið skilyrðin sem hann setti er hann gerður brottrækur og eignalaus. Merivel fer á flakk og leitar uppi vin sinn úr læknaskólanum sem nú starfar á heimili fyrir gerð- sjúka. Robert Downey jr. leikur Merivel en meðal annarra leik- ara eru Meg Ryan/ Sam Neill, Hugh Grant, David Thewlis og Polly Walker. Leikstjóri er Mich- ael Hoffman. Nýjar myndir Háskólabíó: Sölumennirnir Laugarásbíó: Bráðabani Saga-bíó: Powder Bíóhöllin: Last Dance Bióborgin: Dead Presidents Regnboginn: Endurreisn Stjörnubíó: Kviðdómandinn Gengið Almennt genc 7. maí 199é li Ll nr. 90 kl. 9.15 Eining Kaup Sala jToljflenqj Dollar 66,900 67,240 66,630 Pund 101,100 101,620 101,060 Kan. dollar 48,980 49,290 48,890 Dönsk kr. 11,3870 11,4470 11,6250 Norsk kr. 10,2160 10,2730 10,3260 Sænsk kr. 9,7960 9,8500 9,9790 Fi. mark 13,9090 13,9910 14,3190 Fra. franki 12,9850 13,0600 13,1530 Belg. franki 2,1350 2,1478 2,1854 Sviss. franki 53,8300 54,1300 55,5700 Holl. (jyllini 39,3100 39,5400 40,1300 Þýskt mark 43,9200 44,1500 44,8700 It. Ilra 0,04297 0,04323 0,04226 Aust. sch. 6,2390 6,2770 6,3850 Port. escudo 0,4269 0,4295 0,4346 Spá. peseti 0,5269 0,5301 0,5340 Jap. yen 0,63580 0,63960 0,62540 [rskt pund 104,620 105,270 104,310 SDR/t 96,95000 97,53000 97,15000 ECU/t 82,4900 82,9800 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 Lárétt: 1 skynsemi, 8 stilla, 9 væta, 10 áköf, 11 hvinur, 13 pinna, 15 eira, 16 frá, 18 vagga, 20 grófa, 22 flökt, 23 sefi, 24 ótti. Lóðrétt: 1 birta, 2 slókkvari, 3 brún, 4 spurðu, 5 fersk, 6 deyfð, 7 hey, 12 gat- ið, 14 trausti, 17 skordýr, 19 skel, 20 íþróttafélag, 21 rugga. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 dúkka, 6 ró, 8 álar, 9 fól, 10 öflugt, 12 lái, 14 keti, 15 virk, 17 rán, 19 nærist, 21 nið, 22 ótta. Lóðrétt: 1 dá, 2 úlf, 3 kali, 4 krukk, 5 afgeri, 6 rótt, 7 ól, 10 ölvun, 11 lint, 13 áin, 16 ræð, 18 ást, 20 ró.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.