Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 Viðskipti________________________________________________________________ i>v Stööug eftirspurn í Japan eftir hrossakjöti: Hrossabændum boðið 10 prósenta yfirverð - 165 milljóna verðmæti í fyrra Fundað um við- skiptabann á erlend fiskiskip Samtök iðnaðarins, Útílutnings- ráð og Vinnuveitendasamband ís- lands efndu til opins fundar í morgun í Húsi iðnaðarins um hvort viðskiptabann á erlend fiski- skip væri nauðsyn eða tima- skekkja. Frummælendur voru Ágúst Einarsson í Stálsmiðjunni, Geir Gunnlaugsson í Marel, Krist- inn Björnsson Skeljungsforstjóri, Þórður H. Hilmarsson rekstrarhag- fræðingur og Steingrímur J. Sig- fússon þingmaður. í lögum frá 1992 um viðskipti við erlend fiskiskip er lagt bann við viðskiptum ef skipin stunda veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum sem ekki hafa náðst samningar um. Rökin fyrir þessu eru þau að viðskiptabann torveldi veiðarnar og geti flýtt fyrir samningum. Á fundinum var því haldið fram að þessi markmið náist ekki, skipin fái þjónustu annars staðar og stimdi veiðarnar af engu minna kappi. Það eina sem gerist sé að ís- lensk fyrirtæki missi af viðskipt- um. Ný gerlafjölda- mæling í kjöt- skrokkum Fyrirtækið FTC á íslandi hefur sett á markað tæki sem beita nýrri aðferð við mælingu gerlaijölda í kjötskrokkum. Tækin eru frá Per- storp Analytical LUMAC og mæla gerla með fljótari hætti en áður hefur þekkst. Heildartími við mæl- inguna er 5 mínútur. Gerlaprófið hefur fengið góða reynslu í Ástral- íu og Nýja- Sjálandi. Enn má sækja um útflutnings- styrki Enn geta íslensk fyrirtæki og einstaklingar sótt um útflutnings- styrki tD Útflutningsráðs en frest- ur rennur út 10. maí næstkomandi. Sem kunnugt er ákvað rikisstjóm- in fýrr á þessu ári að veita 25 milij- ónum króna í styrki til útflytjenda. Gert er ráð fyrir að styrkimir geti að jafnaði numið um þriðjungi til helmings af kostnaði viðkomandi verkefhis. Styrkumsækjendur þurfa að gera grein fyrir hvemig þeir hyggjast fjármagna mismun- inn. Útflutningsráð gefur allar nán- ari upplýsingar. -bjb Fundir og ráðstefinur Höfum sali sem henta fyrir fundi og HÓTKL j^IM) 5687111 Eftirspurn eftir hrossakjöti I Jap- an er stöðug og hefur aukist frekar en hitt. Nú býðst hrossabændum hér á landi 10% yfirverð fyrir afurð- ina þannig að ekki skortir japanska kaupendur um þessar mundir. Á síðasta ári voru flutt út til Japans ríflega 220 tonn af hrossakjöti, eða afurðir af um 3.500 hrossum. Út- flutningsverðmætið nam 165 millj- ónum króna. Þetta var tvöfalt meiri útflutningur en árið 1994. Að sögn Bergs Pálssonar, formanns Félags hrossabænda, eru horfur á tölu- Hlutabréfaviðskipti í síðustu námu rúmum 52 milljónum króna í síðustu viku. Þetta verða að teljast þokkalega mikil viðskipti miðað við að einn dagur, 1. maí, datt út. Lang- mest var keypt af bréfum Tollvöru- geymslunnar, eða fyrir 15,7 milljónir króna. Næst komu bréf Eimskips með 7,7 milljóna viðskipti og við- skipti í Flugleiðabréfum námu 6 milljónum. Hreyfing komst á ný með bréf olíufélaganna þegar hlutabréf Skeljungs seldust fyrir 2,6 milljónir. Bref Olíufélagsins hafa hins vegar verðri aukningu á þessu ári en fé- lagið hefur skipulagt útflutninginn i samráði við Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. „Helst þurfum við að geta sinnt markaðnum með því að afhenda hross allt árið. Vandamálið hér heima hefur verið að fá hross á vor- in. Það er tilhneiging til að slátra mestu á haustin og til áramóta. Þess vegna er verið að bjóða bændum yfirverð núna í maí. Japanir vilja bara sitt kjöt og spyrja ekkert um árstíma. Við eigum nóg af hrossum ekki hreyfst á Verðbréfaþingi frá 8. mars og bréf Olís frá 15. apríl. Þingvísitala hlutabréfa náði sögu- legu hámarki sl. fostudag, 1773 stig- um, en lækkaði eilítið núna á mánu- daginn. Mestu munaði hækkun á gengi Flugleiðabréfanna. Álverð á heimsmarkaði hækkaði jafnt og þétt í síðustu viku og endaði á fóstudag á 1628 dollurum tonnið, miðað við staðgreiðslu. Frídagur var á mánudag en þegar viðskipti hófust á ný í London I gærmorgun hafði verðið lækkað niður í 1619 dollara. í þennan útflutning. Vandamálið er að halda þeim fitusprengdum yfir vetrarmánuðina," sagði Bergur. Það sem einkum selst af hrossinu eru valdir vöövar og pistólukjöt. Hrossabóndinn er að fá um 25 þús- und krónur að meðaltali fyrir afurð- ir af hverju útfluttu hrossi. Fyrir kUóið eru að fást allt að 135 krónur sem Bergur segir að sé hæsta fáan- lega verð fyrir íslenskt útflutt kjöt. Nú sé svo komið að hærra skUaverð fáist á heimsmarkaði fyrir kjöt af fuUorðnum hrossum en folaldi. -bjb Reiknað er með stöðugleika á mark- aðnum á næstunni ef ekkert örlaga- rikt gerist í umhverfinu. Einn togari seldi í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku. Dala-Rafn VE seldi 156 tonn fyrir 16,7 mUljónir króna. í gámasölu í Englandi seldust 238 tonn fyrir 27,5 milljónir króna. Gengi helstu gjaldmiðla hefur ekki tekið miklum breytingum síðustu tvær vikurnar nema hvað japanska jenið hefur hækkað nokkuð. Sölu- gengið var 0,6396 krónur í gærmorg- un. -bjb Aukning hjá Is- landsmarkaöi Á árinu 1995 seldu fiskmarkaðir tengdir íslandsmarkaði hf. 61 þús- und tonn fyrir 4,8 mUljarða króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu 1994. HlutdeUd íslandsmarkaðar í fisksölu er um 57% en á öUum fisk- mörkuðum landsins seldust 108 þúsund tonn í fyrra. AðUdarmark- aðir íslandsmarkaðar eru Faxa- markaöurinn í Reykjavik, Fisk- markaður Vestmannaeyja, Fisk- markaður Vestfjarða á Patreks- firði, Skagamarkaðurinn á Akra- nesi, Fiskmarkaður Breiðafjarðar, Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði, Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn og Fiskmarkaöur ísafjarðar. Þessir markaðir eiga það sammerkt að vera tengdir uppboöskerfinu Boða. Nýr forstjóri Nýherja Frosti Sigur- jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Nýherja í stað Gunnars M. Hanssonar. Frosti, sem er rekstrarhag- fræðingur að mennt, tekur við starfinu 15. maí næstkomandi. Frosti hefur ver- ið fjármálastjóri Mareis síðustu tvö ár en þar áður var hann markaðs- stjóri Tölvusamskipta í eitt ár. Eft- ir að hann lauk mastersnámi árið 1991 frá London Business School starfaði hann hjá Kaupþingi í tvö ár. Stórkaupmenn kvarta undan frumvarpi Félag íslenskra stórkaupmanna, FÍS, hefur sent frá sér umsögn um frumvarp tU laga um vörugjöld sem lagt hefur verið fram á Alþingi vegna athugasemda frá Eftirlits- stofhun EFTA í Brussel. í stuttu máli sagt telur FÍS frumvarpið á engan hátt koma tU móts við at- hugasemdir EFTA. Þvert á móti tel- ur félagið það að mörgu leyti ganga lengra en áður i því að mismuna at- vinnugreinum og vernda innlenda framleiðendur fyrir eðlUegri sam- keppni. FÍS telur tUgang frum- varpsins vera þann að verja versl- unarhagsmuni rikisins sem reki „eina umfangsmestu verslun á ís- landi“ í flugstöð Leifs EirUcssonar. 183 milljóna gróði Samskipa Samskip högnuðust um 183 mUlj- ónir króna á síðasta ári sem er rúmum 100 mUljónum króna betri afkoma en árið áður. Hagnaður sem hlutfaU af rekstrartekjum er 4% árið 1995 en var 2,1% árið 1994. Eigið fé var 999 miUjónir í árslok 1995, jókst um 209 miUjónir mUli ára. Eiginfjárhlutfall var 31,4%. Þetta er meðal þess sem kom frarn á aðalfundi félagsins á dögunum. í kjöUar aðalfundarins urðu tals- verðar breytingar í hluthafahópn- um. Bræðurnir Gunnar og Garðar Jóhannssynir og systurfélag Hag- kaups, Skip hf„ seldu hluti sína, 15,55%, til eignarhaldsfélagsins Sunds, Heklu og fleiri fjárfesta. Söluverð var ekki gefið upp en nafnverð bréfa bræðranna var 100 mUljónir og 40 mUljónir hjá Skipi hf. Sund sækir á Eftir aö eignarhaldsfélagið Sund, sem er að mestu í eigu erfingja Óla Kr. Sigurðssonar, seldi sinn lUut í Olís hefur félagið fjárfest í mörgum hlutafélagum. Stærsta fiárfestingin er í Samskipum en að auki hefur fé- lagið keypt hluti í Bakka í Bolung- arvík, Flugleiðum, Hampiðjunni, Haraldi Böðvarssyni, íslenskum sjávarafurðum, Handsali, Marel, SÍF, Auðlind, íslandsbanka, Tauga- greiningu og Oz Interactive. -bjb Eitt stærsta rafmagnsverkfræðifyrirtæki í heimi, ABB, með höfuðstöðvar í Svíþjóð, hélt ráðstefnu í Háskólabíói í gær um uppbyggingu raforkukerfa. ABB varð til 1988 með samruna sænska fyrirtækisins ASEA og svissneska fyrirtæk- isins Brown Boveri. Fyrirtækið er með 2.300 milljarða króna veltu og með 210 þúsund starfsmenn í vinnu. Helstu viðskiptavinir ABB eru aðilar í raforkuframleiðslu, raforkuflutningi og dreifingu, hitaveitum, iðnaði og almennings- samgöngum. Landsvirkjun og ísal hafa m.a. átt viðskipti við ABB. Umboðsaðili á íslandi er Johan Rönning hf. Hér sést hluti ráðstefnugesta í Háskólabíói í gær. DV-mynd GVA 52 milljóna viðskipti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.