Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 Útlönd Stuttar fréttir i>v Bandaríkin og ísrael óhress með skýrslu um árás á búðir SÞ: Lýstu yfir fyrirlitningu sinni á niðurstöðunum Stjóravöld í Bandarlkjunum og ísrael lýstu yflr fyrirlitningu sinni á nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um sprengjuárás ísraelskra her- sveita á bækistöð friðargæsluliða SÞ í sunnanverðu Líbanon. Sendi- menn arabaríkjanna hjá SÞ íhuga hins vegar að hvetja til fundar Ör- yggisráðsins um málið. Höfundur skýrslunnar, hollenski herforinginn Frank van Kappen, varði þá niðurstöðu sína að það væri ólíklegt að ísraelsmenn hefðu varpað sprengjum sínum á búðirnar af slysni. Rúmlega eitt hundrað óbreyttir líbanskir borgarar, sem höfðu leitaö þar skjóls, týndu lífi í árásinni. „Sameinuðu þjóðirnar hafa haft búðir þarna í átján ár,“ sagði van Kappen við fréttamenn og bætti við að ísraelsmenn hefðu verið varaðir við því að flóttamenn væru í búðun- um. „Það skiptir hins vegar ekki máli hvort þeir voru þar eður ei. Maður skýtur ekki á búðir SÞ.“ í skýrslu hans, þar sem ísraelski herinn er allt að því sakaður um að hafa vísvitandi varpað sprengjum á bækistöðina i Qana í síðasta mán- uði, segir að ekki sé hægt að útiloka algjörlega frásögn ísraelsmanna af atburðinum. En í skýrslunni er van Kappen hvað eftir annað á öðru máli en ísraelsmenn sem segja að árásin hafi verið gerð vegna vit- lausrar merkingar á landakorti og annarra mistaka. Árásin á búðirnar, þar sem gæsluliðar frá Fiji höfðu aðsetur, var gerð þegar þar voru átta hundr- uð flóttamenn. ísraelsstjórn sagði að hersveitir sinar hefðu ekki vitað af fólkinu á þeim tima. Bandarískir embættismenn, bæði í Washinton og í höfuðstöðvum SÞ, beindu spjótum sínum að Boutras Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, sem bað um skýrsluna. Þeir sögðu hana geta stofnað vopnahlés- samkomulaginu milli ísraels og Hiz- bollah-skæruliða í hættu. Stjómarerindrekar sögðu að bæði Bandaríkjamenn og Frakkar hefðu verið andvígir því að gera opinbera formlega skýrslu, sem gæti leitt til umræðu innan Öryggisráðsins. Arabaþjóðirnar íhuga nú hvort þær eigi að fara fram á slíkan fund en ráðið mun að öllum líkindum að- eins ræða skýrsluna á lokuðum fundi í dag. Þeir sögðu að Boutros-Ghali hefði verið í klemmu, hann hefði verið sakaður um yfirhylmingu ef hann hefði stungið skýrslunni undan. David Peleg, aðstoðarsendiherra ísraels hjá SÞ, vísaði skýrslunni á bug og sagði að þar hefðu upplýsing- ar, sem ísraelsk stjóravöld létu af hendi, ekki verið teknar til greina. „Við teljum það fáránlegt að láta að því liggja að spreugjum kunni að hafa verið varpað á búðir SÞ af ásettu ráði,“ sagði Peleg. Reuter Meintir njósnarar enn í Rússlandi Orðaskak rússneskra og breskra stjórnvalda vegna njósnamálsins, þar sem níu Bret- ar eiga yfir höfði sér að verða vís- að frá Rússlandi vegna ásakana um njósnir, hélt áfram í gær. Rússar höfðu þá enn ekki vísað Bretunum úr landi. Jevgení Primakov utanríkisráðherra hitti Andrew Wood, sendiherra Breta í Moskvu, að máli í gær en ekkert var gefið upp eftir viðræö- urnar. Malcolm Rifkind, utanrík- isráðherra Breta, sagði þó eftir fund sendiherrans í Moskvu aö Rússum hefði ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar um njósnir. Áður hafði Rifkind sagt að ef Bretunum yrði vlsað úr landi mundu bresk stjómvöld grípa til svipaðra aðgerða. Clinton með örugga forustu á Dole Bill Clinton Bandaríkjaforseti er með örugga forustu á Bob Dole, væntanlegan forsetafram- bjóðanda repúblikana. Sam- kvæmt skoðanakönnun Harris- stofnunarinnar, sem birt var í gær, fengi Clinton 53 prósent at- kvæðanna en Dole einungis 28 prósent. Sé aðeins tekið miö af þeim sem þykja líklegir til að kjósa breikkar bilið í 31 pró- sentustig þar sem 64 prósent at- kvæða féllu Clinton í skaut. Bjóði aukýfingurinn Ross Perot sig fram fengi hann 16 prósenta fylgi en forskot Clintons næmi engu að síöur 25 prósentustigum. For- skot Clintons er það mesta sem mælst hefur hjá bandarískum forsetaframbjóðanda hálfu ári fyrir kosningar. Hewitt var yfir sig ástfanginn James Hewitt, liðsforinginn sem átti í fimm ára ástarsam- bandi með Díönu prinsessu, segir að hann hafi verið yfir sig ást- fanginn og látið sig dreyma um sambúð meö henni. Þetta kemur fram í sjónvarpsviðtali viö Hewitt sem sent verður út í næstu viku. í viðtalinu segir Hewitt að hann hafi aldrei ætlað sér að verða ástfanginn af Diönu. Hann hafi fallist á að kenna henni að ríða hesti og ástin hafi blossaö upp yfir rómantískum kvöldverði ári eftir að ljóst var að hjónaband hennar og Karls var á leið í vaskinn. Reuter Skæruliðar úr liði Charles Taylors við höfuð af óvini sem stillt var upp á aðalgötu Monróvíu í gær. Maðurinn særðist í átökum, var tekinn til fanga, skotinn og afhausaður. Símamynd Reuter Carter gagnrýnir Bandaríkin fyrir aðgerðaleysi í Líberíu: Lítil von um að samið verði um vopnahlé Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, gagnrýndi Bandaríkja- stjóm harðlega í gær fyrir afstöðu hennar til átakanna í Vestur- Afr- íkuríkinu Líberíu. Sagði hann af- stöðu bandarískra stjórnvalda sorg- lega. Carter sagði vanda Líberíu það alvarlegan að Warren Christopher utanríkisráðherra ætti að heim- sækja landið. En hann benti um leið á að slæm reynsla Bandaríkja- manna af afskiptum í Sómalíu, þar sem bandarískum hermanni var rænt og hann drepinn, hefti vilja þeirra til afskipta. Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja komu saman í Ghana í morgun í til- raun til að koma vopnahlénu milli stríðandi fylkinga í Líberíu aftur í gildi og enda blóðug átökin. Banda- ríkjamenn styðja friðarumleitanirn- ar en fæstir hafa trú á árangri nema viðræðurnar beinist að kjama máls- ins, afvopnun um 60 þúsund skæru- liða. Þó bandarísk herskip séu und- an ströndum Líberíu virðist ekkert benda til að Bandaríkin aðstoði frið- argæslusveitir Vestur-Afríkuríkja en einar hafa þær ekki bolmagn til að afvopna skæruliðahreyfingar landsins. Sameinuðu þjóðimar hafa aðvarað yfirmenn stríðandi fylk- inga um að fjölþjóðlegar hjálpar- sveitir yfirgefi landið takist ekki að endurvekja vopnahléð frá því í fyrra en í því voru ákvæði um kosn- ingar að ári liðnu. Áður en vopnahlésviðræður hófust í Ghana féllust skæruliðar stríðandi fylkinga í faðma á götum Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, í vopnahléi sem ekki er talið að verði langlíft. Skömmu áður höfðu skæru- liðar úr sveitum Charles Taylor af- haúsað hermann úr sveitum Krahn- ættbálksins og stillt höfðinu upp til sýnis á aðalgötu borgarinnar. Reuter Eldur í blokk Slökkvilið og lögregla í Lon- don lokuðu af stóru svæði í mið- borginni eftir að eldur braust út í mannlausri íbúðablokk og olli fjölda gassprenginga. Jeltsín fullvissar Borís Jeltsín Rúss- landsforseti fullvissaði Bill Clinton Bandaríkjafor- seta um það í gær að forseta- kosningamar í Rússlandi í næsta mánuði yrðu frjálsar og að þeim yrði ekki frestað, þótt ýmsir hefðu hvatt til þess, þar á meðal náinn sam- verkamaður forsetans. Ræðir mannréttindi Sendimaður Bandaríkjastjóm-. ar ætlar að hefja máls á mann- réttindum þegar hann hittir embættismenn stjórnarinnar í Búrúndí og leiðtoga hersins sem sakaður er um fjöldamorð. Vilja hvalafriðun Umhverfisvemdarsinnar hvöttu til þess í gær að allar hvalveiðar í ábataskyni yrðu bannaðar í fimmtíu ár til viðbót- ar á meðan nýjar rannsóknir færu fram. Eldur breiðist út Slökkviliðsmenn reyndu að hemja skógarelda í Nýju-Mexíkó sem hafa eyðilagt 27 hús og neytt þúsundir manna til að flýja heimili sín. Stríösglæpamanni lýst Grant Niemann, sak- sóknari í stríðsglæpa- réttarhöldun- um sem hófust yfir Bosníu- Serbanum Dusan Tadic í Haag í Hollandi í gær, lýsti sakbomingnum sem serbneskum þjóðemissinna sem hefði drepið, nauðgað og pyntað múslíma og Króata í þjóöernis- hreinsunum í Bosníu árið 1992. Ný sljórnarskrá Stjórnmálaflokkar í Suður- Afríku komust í nótt að sam- komulagi um nýja stjómarskrá landsins, aðeins nokkrum klukkustundum áður en frestur til þess rann út. í lífstíðarfangelsi Morðingi tveggja ungra pilta á Bretlandi var dæmdur til lífstíð- arfangelsis í gær. Nánari samvinna Bandaríkin og Mexíkó ýttu ágreiningi sínum um ólöglega innflytjendur og eiturlyfjasmygl til hliðar og stofnuðu til nánari samvinnu með samningum af ýmsu tagi. Æft í Eystrasalti Bandaríkjamenn ætla að halda heræfingar með Eystra- saltsríkjunum fljótlega eftir for- setakosningarnar í Rússlandi í næsta mánuði. Samsæri Newt Gingrich, leið- togi repúblik- ana í fulltrúa- deild Banda- ríkjaþings, sakaði fjöl- miðla í gær um stofna til samsæris með Clinton forseta gegn repúblikönum og stefnu- málum þeirra. Steinum kastað Þýskir kjarnorkuandstæðing- ar kveiktu elda og köstuðu grjóti í lögreglu í morgun til að reyna að koma í veg fyrir að lest með kjarnorkuúrgangi kæmist á leið- arenda. Reuter fjölmiðla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.