Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 Fréttir Vilhelmína Ragnarsdóttir sem svaf ásamt barni og hundi í bíl sínum síðastliðið sumar: Allslaus en fekk dæmda íbúð, sumarbústað og bíla Vilhelmínu Ragnarsdóttur, kon- unni sem lenti á hrakhólum á síð- asta ári og svaf m.a. í bO sínum í Heiðmörk um nokkurra vikna skeið, hefur verið dæmd íbúð, sumarbústaður og tveir bilar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur vegna skiptingar eigna í skiln- aðarmáli hennar. Vilhelmína, sem hafði gengist undir aðgerðir vegna krabba- meins, og níu ára syni hennar hafði ekki tekist að fá íbúð á leigu síðastliðið sumar, þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir, en áður hafði hún misst íbúð sem hún leigöi eft- ir að fyrrum sambýlismaður hennar kastaði henni út nánast allslausri, eins og hún sagði í við- tölum. Mæðginin neyddust til að sofa í bílnum, í svefnpokum með kodda undir höfði á hörðu bílgólfinu. Á morgnana óku þau til systur Vil- helmínu til að þvo sér og borða. Vilhelmina og sonurinn eru nú Vilhelmína Ragnarsdóttir. DV-mynd stödd í Svíþjóð. í viðtali við DV í júní síðastlið- num sagði Vilhelmína m.a.: „Við getum ekki gert neitt annað en að sofa hér í bílnum en þetta er ekk- ert heimilislíf." í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur voru tekin fyrir opinber skipti til íjárslita vegna-fólks í sambúð. Dómari ákvarðaði þannig hvernig eignum fólksins skyldi skipt. Á fundi hjá skipta- stjóra í september síðastliðnum varð samkomulag um að Vilhelm- ína fengi i sinn hlut sumarbústaö í Höfðalandi og tvær bifreiðir. Samkvæmt úrskurðinum fær Vilhelmína nú einnig risíbúð við Miklubraut auk framangreinds sumarbústaðar og bílanna tveggja. Maðurinn heldur hins vegar annarri íbúð, öðrum sumar- bústað og öðrum minni eignum. Helgi I. Jónsson, héraðsdómari í Reykjavík, kvað upp úrskurðinn. -Ótt Rúnar Júlíusson á leið 1 hjartauppskurð: Stuttar fréttir Ekki uppörvandi að heilsan sé að klikka DV, Suðurnesjum: „Það eru ekki uppörvandi upplýs- ingar að fá að vita að heilsan sé að klikka. Mér dauöbrá en maður tek- ur þessu með jafnaðargeði, eða alla- vega reynir það. Það kom í ljós að ein hjartalokan í mér er gölluð og hefur verið það frá fæðingu. Gár- ungarnir hér á spítalanum spurðu mig hvort nafnabreytingin hefði lagst svona þungt á mig,“ sagði Kefl- víkingurinn Rúnar Júlíusson, hinn 51 árs landsþekkti tónlistarmaður, í samtali við DV í gærdag. Rúnar er á hjartadeild Borgar- spítalans í Reykjvík vegna fæðing- argalla sem kom ekki í ljós fyrr en í síðustu viku og var hann strax lagð- ur inri. Eftir ítarlegar rannsóknir kom í ljós að ein hjartalokan var gölluð. Rúnar fór í hjartaþræðingu í fyrradag en hann þarf að fara í hjartauppskurð. Rúnar segir að hann hafi byrjað að finna fyrir þessu eftir áramót og svo fyrir fimm vikum hafl honum fundist hann vera óeðlilega mæð- inn. Það kom honum mjög á óvart vegna þess að hann hefur haldið sér í þokkalegu góðu formi alla tíð. Hann segist hafa farið á Helsu- gæslustöðina i Keflavík og viljað fá eitthvað við þessu en ekkert dugað til eftir að hafa farið margar ferðir þangað á einum mánuði. Rúnar seg- ist þá hafa farið í röntgenmynda- töku og þá komiö í ljós að vatn var inni á lunganu. „Ég var svo sendur á Borgarspít- alann á þriðjudaginri í síðustu viku og ætlaði bara að koma þar við og fá eitthvað við þessu. Ég var á leiðinni að spila á Blúsbarnum og var með græjurnar í bUnum. Ég var strax tekinn í rannsókn og hef verið hér síðan í stanslausum rannsóknum. Ég hef aldrei áður fundið neitt fyrir þessu. Það er gott að þetta kom í ljós tímanlega. Nú þegar þetta er komið á hreint hvað er að þá bíð ég eftir því að röðin komi að mér tU að fara í hjartaaðgerð. Fram að því lifí ég bara eðlilegu lífi og fer að spila þangað til röðin er kominn að mér. Eftir þá aðgerð verð ég að taka mér tveggja mánaða frí og þá á ég að vera eins og nýr maður með nýtt út- hald í önnur 50 ár. Ég er mjög já- kvæður eftir að hafa lent hérna hjá svona góðum læknum og starfsfólki og er mjög þakklátur ustan hér er frábær. Það þarf ekki nema að hringja bjöUunni einu sinni þá koma tvær hjúkrunarkon- ur. Ég ætla að taka það rólega yfir helgina en æUunin er að gefa út tvær plötur með ungum hljóm- sveitum úr Keflavík, Þusli og Texax Jesú. Aðra helgi æfla ég síðan að byrja aö spUa að nýju. Ég vonaðist til að útskrif- ast á fostudaginn í síð- nctii vilni pn loalni- þannig að hann vildi ekki sleppa mér. Það er betra að missa eina helgi heldur en allar þær sem eftir eru,“ sagði Rúnar Júlíus- son, eldhress að vanda. -ÆMK Rúnar Júlíusson hefur nóg að gera á spítalanum. Hann hefur verið að semja texta. Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nei jsj ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 ' mg Eiga íslendingar að hefja hvalveiðar í sumar? Sjávarútvegsráðuneytið og síldarkvótmn: Venjulegur samráösfundur - segir Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri „Við boðuðum til venjulegs sam- ráðsfundar með þessum aðUum og kynntum þeim þessar reglur. Þar, voru síöan rædd sjónarmið varð- andi skipulag veiðanna," sagði Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, vegna fréttar DV í gær um skiptingu síldarkvót- ans þar sem sagt var að hagsmuna- aðUar heföu ekki viljað hafa samráð um skiptingu sUdarkvótans þrátt fyrir að hafa mætt til fundar við ráðuneytið. Árni segir fundinn hafa verið á sama hátt og þegar um er að ræða aðrar ákvarðanir sem teknar eru í ráðuneytinu. „Það er ráðuneytið sem tekur ákvörðun og ábyrgðin er okkar. Þessum aðilum voru kynntar fyrir- ætlanir með venjulegum hætti,“ segir Árni. - -rt Ólafur Ragnar með 71% Ólafur Ragnar Grimsson fær 71,2% atkvæða í skoðanakönnun Gallups, Guðrún Pétursdóttur 10%, Pétur Kr. Hafstein 9,4% og Guörún Agnarsdóttir 4,4%. RÚV greindi frá. Lögskráning brotin Sjómenn hafa óskað eftir að togarinn Heinaste verði færður tU hafnar. Samgönguráðuneytið hefur staðfest að lögskráning hafí verið brotin á togaranum. RÚV sagði frá. E-taflan hættuleg E-piUan er mun hættulegra fikniefni en áður var talið og get- ur ein tafla getur orðið manni að bana. Úrræðaleysi ríkir um með- ferð ungra fíkla, að sögn Stöðvar 2. Dæmdir fyrir gabb Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða fang- elsi fyrir sprengjugabb. Tjón Flugleiða nemur tæpri mUljón. Útvarpið greindi frá. Veröbréfamiöstöö Forsenda fyrir áhuga erlendra fjárfesta á verðbréfamarkaði hér er að komið verði á fót verð- bréfamiðstöð með pappírslaus- urn viðskiptum. Sjónvarpið sagði frá. Umhverfið gerbreytist Rekstrarumhverfi og -form Landsvirkjunar gerbreytist ef samkeppni kemst á í raforkuvið- skiptum á íslandi. Útvai-pið sagði frá. Lækkar raforkuverö? Raforkuverð gæti lækkað verulega vegna tUskipunar ESB um afnám einokunar í fram- leiðslu og dreifingu raforku, skv. Stöð 2. Tungan og menningin Vigdís Finnbogadóttir segir að næsti forseti eigi að leggja rækt við tungu og menningu þjóðar- innar. Stöð 2 greindi frá. Lækkun á símaþjónustu Verðlækkun á símaþjónustu er meiri hér en í nokkru öðru Evrópulandi siðustu tíu árin. Út- varpið sagði frá. Svigrúm til lausna Utanríkisráðherra telur að svigrúm sé til að leysa ágrein- ingsefni Norðmanna og íslend- inga á Svalbarða og í Smugunni, skv. RÚV. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.