Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 Fréttir Norsk-íslenska síldin komin í landhelgina: Síldarstuð eins og í gamla daga - segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur „Ég skal segja þér þaö að þegar maður fær gott veður, finnur mikla síld og er í góðu skapi, þá er maður í síldarstuði," sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur í samtali við DV í gær þar sem hann var staddur á síldarmiðunum fyrir aust- an land í blíðskaparveðri. Norsk-íslenska síldin var þá kom- in góðar 15 mílur inn fyrir landhelg- ismörkin fyrir austan land og lóðaði Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, á góðar og veiðanlegar torfur á 66° N og 5,38° V. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur er leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni og sagði hann að þeir hefðu lónað eftir 65. gráðunni út af Reyðarfirði án þess að finna mikið fyrr en um 30 mílum norðar en þar voru álitlegar torfur á um 20 mUna breiðu svæði. „Við vorum síðast í torfum á 66° N og 5,15° V á um 50 mUna kaOa norður eftir. Það var ansi mikið að sjá þarna og sUdin var frá þetta 10-15 mUur austan viö landhelgislínuna og þaðan til vest- urs um 15 mUur inn fyrir hana.“ Aðspurður hvernig sUdin væri sagði Hjálmar að hún væri mögur og í henni mikil áta. Eins og hún er nú hefði hún vart talist mannamat- ur á sUdarárunum, það vantaði um mánuð upp á að hún næði að verða vel söltunarhæf. Síldin eykur fitu- Norsk-íslenski síldarstofninn Síldarárin 1959-'68 - meöalársafli 1.216.7001. - Nýi slldarsamningurinn - heildarafli 1.107.000 - ísland Noregur USSR Færeyjar og aörir DV 11 -15 mílur innan íslensku lögsögunnar - Síldarsmugan . fV&W'Ss'a ■ É s 'i ( i Island "S/ <§> <v Færeyska lögsagan hlutfaUið um 1% á viku þannig að eftir mánuð mætti reikna með þokkalegu fituhlutfalli. Á sUdarár- unum var miðað við að góð söltun- arsUd hefði um 20% fitumagn í sér en því stigi náði hún yfirleitt í end- aðan júnl og byrjun júlí. Á hinn bóginn er sUdin innan við landhelgislínuna fremur stór en austar í hafinu er hins vegar meira af yngri árgöngum sem eru um helmingi smærri, þetta 100-150 gramma sUd. Hjálmar sagði að sUd- in við landhelgislínuna hefði staðið djúpt í fyrrinótt en svo komið upp á 25-30 faðma og hefði vafalaust veiðst vel hefði einhvei verið þarna tU að veiða hana. Jakob Jakobsson, forstjóri Ha- frannsóknastofnunar, segir í sam- tali við DV að honum finnist mjög líklegt að það eigi eftir að gerast að sUdin fari að haga sér á ný eins og hún gerði áður en stofninn hrundi árið 1968 en aö hún geri það ræðst af mörgum þáttum, svo sem ástandi sjávar, stærð stofnsins o.fl. Þá, eins og nú, flakkaði sUdin í leit að æti frá hrygningarstöðvunum við vest- urströnd Noregs og kom upp að Norðurlandi í júnímánuði og var þar og við Austurland yfir sumarið. í september safnaðist hún svo sam- an á vetursetustöðvar 60-90 mUur austur af Austfjörðum á Rauða torg- inu sem svo er nefnt. Þar var hún þar til í janúar að hún byrjaði að færa sig í átt til hrygningarstöðv- anna. Tæplega 40 íslensk sUdveiðiskip eru nú ýmist komin á sUdarmiðin fyrir austan landið eða á leiðinni þangað og má búast við talsverðri stemningu í dag og næstu daga á 66. gráðunni við landhelgismörkin. Aukavinnan breyttist í ágætt fyrirtæki DV, Suðurnesjum: „Hugbúnaðarsvið fyrirtækisins hófst 1992 þegar leitað var tU okkar um aö skrifa hugbúnað fyrir toll- gæsluna á KeOavíkurflugvelli vegna fíkniefnamála. Við tókum því fegins hendi því það var meiningin að fyr- irtækið yrði hugbúnaðarfyrirtæki,“ sagði Elvar Gottskálksson, einn þriggja eigenda Tölvuvæðingar ehf. í Reykjanesbæ. Velta fyrirtækisins hefur vaxið ótrúlega hratt frá því það var stofnað 1991 og var á síðasta ári 77 miUjónir króna. Tölvuvæðing flutti í nýtt húsnæði að Hafnargötu 31 í Keflavík nýlega. Auk þess að sinna hugbúnaði selur það tölvubúnað og annað tengt tölv- um og veitir þjónustu viö tölvu- kerfi. Að sögn Elvars hefur fyrirtækið öðlast reynslu í gerð hugbúnaðar í viðhaldi og sér um þjónustu fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir á Suð- urnesjum. Hefur það hannað hug- búnað, fyrirbyggjandi viðhaldskerfi, fyrir Hitaveitu Suðurnesja og gerði í fyrra samning við Flugfélagið Atl- anta um gerð viðhaldskerfls fyrir flugflota þess. Þá eru viöræður nú við ÍSAL. Sex manns vinna hjá Tölvuvæðingu sem rekur einnig Tölvuskóla Suðurnesja ásamt fleiri aðilum. „Við Elvar stofnuðum fyrirtækið fyrir fimm árum og átti það að standa að þróun hugbúnaðar fyrir- tækja. Að sjálfsögöu var þetta auka- vinna hjá okkur báðum í byrjun en fyrirtækið hefur vaxið mjög,“ sagði Guðmundur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Tölvuvæðingar. ÆMK Eigendurnir þrír. Frá vinstri: Elvar Gottskálksson, yfirmaður hugbúnaðar- sviðs, Bjöm Ingi Pálsson, sölu- og markaðsstjóri, og Guðmundur Þórðar- son. DV-mynd ÆMK Dagfari Meira stuð við Skutulsfjörð Við getum lyft sveitarfélaginu upp á hærra og skemmtilegra plan með því að setja gömlu stuðgildin ofar öllu. Boðið er upp á einstak- lega fjörefnaríka stefnuskrá sem er full af glaumi og gleði. Hún býður upp á bjarta framtíð. Þessi vorlegu kosningaloforð voru í leiðara Elgs- ins á Isafirði. Elgurinn er blaö Funklistans en listi þessi býður fram í sveitarstjórnarkosningun- um í nýju sveitarfélagi norðanvert á Vestfjörðum um helgina. Raunar er undirtitifl Elgsins „pólitískur snepill Funklistans". Fleira ber fyrir augu í pólitíska sneplinum. Þeir segja stefnu sina vera sem nýjan geisladisk, með ferskri og fjörugri funktónlist, í samanburði við gargið á gömlu rispuðu plötunni sem alltaf er spil- uð fyrir kosningar. Funkið lýsi vel kjörinni samfélagsgerð. Þar geti hver einstaklingur myndað sín eig- in einstöku stef en látið þau falla taktfast að heildarhljómfallinu í samfélaginu. Funklistinn er listi framhalds- skólanema á ísafirði. Alvöru- þrungnir stjómmálamenn hafa tek- ið listanum sem hverju öðru vor- sprelli skólakrakka. Þeir vöknuðu hins vegar upp við vondan draum í fyrradag. Þá birti ísfirska blaðið Bæjarins besta skoðanakönnun um fylgi listanna sem bjóða fram í kosningunum á laugardag. Sam- kvæmt könnuninni er Funklistinn inni með tvo menn í nýrri bæjar- stjórn sameinaðs sveitarfélags á norðanverðum Vestfjörðum. Fjórflokknum er því ekki eins skemmt og funklistamönnum. Gamli fjórflokkurinn hefur stjórn- að sveitarfélögum og ríki svo lengi sem elstu menn muna. Hann getur því ekki hugsað sér að sita uppi með óstýriláta fjörkálfa í bæjar- stjórninni næsta kjörtímabil. Það vantar meira fjör og meira funk, segja framhaldsskólanemarnir og gefa gömlu flokkunum langt nef. „Þeir halda að þeir geti gengið að atkvæðunum jafn vísum og áskrift að Andrési Önd,“ segir í Elgnum. Stjómmálin eru að mati nemanna litlaus, leiðinleg, gjörspillt og grámygluð. Það vantar því ekki slagorðin. Funklistamenn segja framboð sitt jafn mikið grín og framboð annarra. Sú skoðun veldur hinum nokkurri ógleði. Dagfari er ekki nægilega vel upplýstur um stefnu- skrá Funklistans til þess að geta gert endanlega úttekt á henni. Það sem liggur fýrir er að aðstandend- ur hans vilja meira fjör og krydd- aðri tilveru. Þetta er það sem hinir óttast. Þegar ræða á gatnagerð, skolpræsi og heimtaugagjöld aflt næsta kjörtímabil er líklegt að full- trúar ungmennalistans vilji meira funk og meira stuð. Gamlingjarnir sjá þetta ekki alveg fyrir sér í vatnsskattinum og skolpræsagjald- inu. Allt fór þetta vestfirska funk þó friðsamlega fram þar til fyrir stuttu. Þá skrifaði funkaður fram- bjóðandi grein í Elginn og sagði einn stjómmálaflokkinn gefa ung- mennum bjór og brennivín í nær- veru sýslumanns. Sýslumanni var ekki skemmt og hann sendi þegar frá sér athugasemd. Þar sagði að ef rétt væri að áfengi væri markvisst haldið að 18-19 ára ungmennum, og þaö í viðurvist sýslumanns, lög- reglustjórans, væru slæm tíðindi á ferð. Svo væri þó ekki. Frásögn blaðsins væri röng að þessu leyti. Sýslumaður bætti því við að þótt svo kynni að vera að lesendur tækju skrif Elgsins misjafnlega al- varlega væri brýnt að eyða þessum misskilningi. Með yfirlýsingu sýslumanns töldu menn brennivínsmálið úr sögunni. Svo var þó ekki. Funkar- arnir komu tvíefldir fram á sjónar- sviðið eftir að Bæjarins besta sýndi þá inni með tvo menn. Þeir segjast ekki hafa dregið til baka orð sín um áfengisveitingar stjórnmála- flokksins til ungmennanna og framkvæmdastjóri hins funkaða lista vifl ekki biðjast afsökunar á orðum sínum um nærveru sýslu- manns. Hiti er því hlaupinn í menn við Skutulsfjörð samfará au- knu funki og stuðgildi. Því var haldið fram fyrr á árum að það yrði rokk um alla blokk. Á ísafirði er komið fram afbrigði af þessu. Þar er funkið ekki í neinni hönk. Sveitarfélagið unga á Vest- íjörðum stefnir því á aflt annað plan en áður hefur þekkst í ís- lenskri pólitík. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.