Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. MAI 1996 Fréttir Ráöstefna um grænbók Evrópusambandsins: Verjum lægra hlutfalli tekna til nýsköpunar en aðrar þjóðir - jákvætt að íslendingar mennti sig erlendis „Margt áhugavert kom fram á ráðstefnunni. Evrópumenn hafa haft af því áhyggjur aö þeir væru að dragast aftur úr miðað við Japani og Bandaríkjamenn sérstaklega. Að- allega hafa þeir áhyggjur af að þeim takist ekki að nýta þær nýjungar sem koma fram og gera úr þeim við- skiptalegar hugmyndir," sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs, um ráðstefnu sem haldin var hér á landi nýlega á veg- um framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins um nýútkomna um- ræðuskýrslu, svokallaða grænbók, Evrópusambandsins um stöðu ný- sköpunar I Evrópu undir yfirskrift- inni Framtíð Evrópu - nýsköpun sem vopn I samkeppni. Rannsóknar- ráð íslands og Útflutningsráð ís- lands önnuðust skipulag ráðstefn- unnar hér I samráði við iðnaðar- ráðuneytið. Fundir eins og þessi eru haldnir I hverju landi á Evrópska efnahags- svæðinu. Þar kemur sjónarmið hvers lands fram. í lok mal verður haldinn sameiginlegur fundur I Róm þar sem kynntar verða niður- stöður allra fundanna. Víðtækari skilgreining á nýsköpun „Evrópusambandið ýtir þessu átaki um stöðu nýsköpunar I Evr- ópu úr vör, íhugar hverju sé ábót- vant og hvað megi bæta. Evrópu- sambandsmenn gefa sér víðtækari skilgreiningu á hugtakinu nýsköp- un en verið hefur, það miðast ekki bara við tækni heldur óhlutbundin atriði eins og stjórnun, markaðs- færslu' eða félagslega þætti svo framarlega sem þetta eru breyting- ar. Breytingarnar eða nýsköpunin verður að vera viðurkennd af mark- aðnum," sagði Jón. Hann sagði að á ráðstefnunni hefði verið tekið saman á einn stað allt það sem lýtur að nýsköpun á skipulagðari máta en oft áður. Bent hefði verið á að íslendingar þyrftu að laga slnar reglur og lög að því sem gerðist I Evrópu. „Við erum með tiltölulega fá einkaleyfi skráð hér, 2-3 á ári en þau ættu að vera 20 til 30 miðað við það sem gerist annars staðar. Bent var á margt sem þótti sérstakt við ísland, svo sem að svokölluð tækni- vöktun, eða það hvernig við nálg- umst erlendar nýjungar, sem marg- ar þjóðir hafa miklar áhyggjur af, er þannig hér að Við sendum námsfólk okkar I mám til útlanda meira en flestar aðrar þjóðir. Þessu er talið rétt að viðhalda. Menn töldu einnig að það væri jákvætt að námsfólk hér hefði gott samband við atvinnu- lífið með sumarvinnu og þótti sjálf- Stutt í ruglun á Stöð 3 DV; Akranesi: „Við byrjum að rugla dagskrána um miðjan maí þó ekki séu allir af- ruglararnir sem við pöntuðum komnir til landsins. Það er ekki byrjað að dreifa þeim. Margir hafa beðið með að ganga frá áskrift þar til ruglað verður. Áskriftartímabilið verður miðað við fimmta dag hvers mánaðar," sagði Guðmundur Harin- esson, tæknistjóri Stöðvar' 3, við fréttamann DV I gær. „Stöðin næst nú þegar á Akranesi og I Reykjanesbæ auk Reykjavíkur- svæðisins og svo getur farið að strax í ár eða á næsta ári náist Stöð 3 um allt land. Það fer nokkuð eftir samningum við P&S. Þetta er bara framkvæmdaratriði," sagði Guð- mundur. -DÓ sagt að halda því. En við verjum lægra hlutfalli tekna okkar til ný- sköpunar en aðrar þjóðir,' hann. Frá ráðstefnunni á Scandic Hótel Loftleiðum. Frá vinstri Hallgrímur Jónas- son, forstjóri Iðntæknistofnunar, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Út- sagði flutningsráðs íslands, og Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rann- -ÞK sóknarráðs íslands. ±

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.