Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Síða 22
34 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 Afmæli Helgi Heiðar Björnsson Helgi Heiðar Björnsson vél- stjóri, Svarfaðarbraut 3, Dalvík, er sextugur i dag. Starfsferill Helgi fæddist á Ölduhrygg í Svarfaðardal og ólst þar upp í for- eldrahúsum við öll almenn sveita- störf. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann i Reykholti einn vetur og lauk þaðan landsprófi. Þá sótti hann mótornámskeið á vegum Fiskifélagsins og lauk þaðan prófi sem vélstjóri. Helgi fór sextán ára á sjóinn. Hann var síðan vélstjóri til sjós til 1988, lengst af á bátum frá Dal- vík. Hann var vélstjóri hjá Aðal- steini Loftssyni á Lofti Baldvins- syni H 1968-78. Er Helgi kom í land 1988 hóf hann störf við fiskvinnslu sem hann hefur stundað síðan, lengst af á eigin vegum. Helgi hefur sungið með Karla- kór Dalvíkur. Fjölskylda Helgi kvæntist 31.12. 1961 Sig- rúnu Friðriksdóttur, f. 7.3. 1938, fiskvinnslukonu. Hún er dóttir Friðriks Sigurðssonar, bónda á Hánefsstöðum, og Kristbjargar Eiðsdóttur húsfreyju. Börn Helga og Sigrúnar eru Friðrik, f. 5.10. 159, sjómaður á Dalvík, kvæntur Sigríði Jósefs- dóttur húsmóður og eiga þau tvö börn auk þess sem Friðrik á son; Helga Björg, f. 1.8. 1964, þroska- þjálfi á Hornafirði, gift Björgvini Ingvarssyni og eiga þau einn son; Auður, f. 19.5. 1970, hárskera- meistari á Dalvík en maður henn- Tll hamingju með afmælið 9. maí Helgi Heiðar Björnsson. ar er Ásgeir Páll Matthíasson r£if- virkjameistari. Systkini Helga eru Ásdís Björnsdóttir, f. 3.9. 1930, húsfreyja á Ögmundarstöðum í Skagafirði; Auður, f. 13.4.1932, húsfreyja í Fagraskógi; Ingibjörg Jónína, f. 24.3. 1939, húsmóðir á Dalvík; Vil- hjálmur, f. 1.3. 1942, verkamaður á Dalvík; Svavar Kristinn, f. 16.9. 1949, félagsráðgjafi, búsettur í Vandö í Noregi. Foreldrar Helga voru Björn Jónsson, f. 11.12. 1903, nú látinn, bóndi og búfræðingur á Hóli í Svarfaðardal, og k.h., Þorbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 18.1. 1908, d. 27.1. 1968, húsfreyja. Ætt Bjöm var sonur Jóns, b. á Hóli í Svarfaðardal, Björnssonar, b. á Hóli, Bjömssonar, b. á Jarðbrú, Pálssonar. Móðir Björns á Hóli var Margrét Björnsdóttir. Móðir Jóns á Hóli var Kristín Jónsdótt- ir, hreppstjóra í Göngugerðarkoti, Þorkelssonar og Margrétar Jóns- dóttur. Móðir Björns var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Bakka, Jónssonar, og Óskar Jóhannesdóttur. Þorbjörg var dóttir Vilhjálms, b. á Bakka í Svarfaðardal, Einars- sonar, vinnumanns í Þingeyjar- sýslu, siðast í Ameríku, Guð- mundssonar, b. á Hallanda, Guð- mundssonar. Móðir Vilhjálms var Sigríður Þorláksdóttir, b. í Svína- dal í Kelduhverfi, Jónssonar. Móðir Þorbjargar var Kristín Jónsdóttir, b. á Jarðbrú, Jónsson- ar, og Sólveigar Sveinsdóttur. Helgi Heiðar er að heiman á af- mælisdaginn. Sveinfríður Jónasdóttir 90 ára___________________ Guðrún Ólafsdóttir, Skúlagötu 16, Stykkishómi. 85 ára Sesselja Sveinsdóttir, Ljósheimum 22, Reykjavík. Sumarrós Elíasdóttir, Borgarbraut 65, Borgarnesi. 80 ára Sigrún Guðmundsdóttir, Skólabraut 6, Grindavík. 75 ára Jónlna Jónsdóttir, Vesturbergi 78, Reykjavík. 70 ára Björgvin Lúthersson, Djúpavogi 14, Höfnum. Kristín Jónasdóttir, Vogum II, Skútustaðahreppi. Elín Hannesdóttir, Skarðshlíð 13K, Akureyri. Guðrún Ragnarsdóttir, Höfðavegi 5, Húsavík. Rannveig Þorgeirsdóttir, Háaleiti 3C, Keflavík. 60 ára Hörður Jóhannsson, Heiðarbraut 11, Sandgerði, varð sextugur í gær. Eiginkona Harð- ar, Ragnheiður Ragnarsdóttir, verður fimmtug, þann 5.9. nk. í tilefni þessara fimamóta munu þau taka á móti vinum og vanda- mönnum i KK-salnum, Vestur- braut 17, Keflavík, föstudaginn 10.5. frá kl. 20.00. Jón Ben Guðjónsson, Austur-Stafnesi, Sandgerði. Sólveig Antonsdóttir, Goðabraut 18, Dalvík. 50 ára Soffía Kristin Hjartardóttir, Flókagötu 41, Reykjavík. Súsanna Joensen, Túngötu 14, Grindavík. Hrafnkell Guðjónsson, Skipholti 37, Reykjavík. Borghildur Bjarnadóttir, Engjaseli 33, Reykjavík. 40 ára______________________ Unnur Ásta Friðriksdóttir, Bólstaðarhlíð 12, Reykjavík. Jón Guðnason, Eyjabakka 26, Reykjavík. Hjördís Björk Bjarkadóttir, Tjarnarlundi 14G, Akureyri. Helgi Þórhallsson, Álfatúni 13, Kópavogi. Ragnhildur J. Ásgeirsdóttir, Norðurbyggð 7, Þorlákshöfn. Unnur Svava Ágústsdóttir, Reyrengi 8, Reykjavik. Valdimar Þórhallsson, Jakaseli 27, Reykjavik. . Helga Hauksdóttir, Kóngsbakka 4, Reykjavík. Sveinfríður Jónasdóttir, hús- freyja að Búrfelli í Svarfaðardal, er sextug í dag. Starfsferill Sveinfríður fæddist í Koti í Svarfaðardal og ólst þar upp. í for- eldrahúsum stundaði hún almenn sveitastörf og var síðan í kaupa- vinnu víðar í Svarfaðardalnum. Sveinfríður og maður hennar hófu sinn búskap í Koti og bjuggu þar í áratug. Þau fluttu að Búrfelli 1966 og hafa stundað þar búskap síðan. Fjölskylda Sveinfríður giftist 28.5. 1955 Sig- urði Marinó Sigurðssyni, f. 2.7. 1922, sjómanni og síðar bónda að Búrfelli. Hann er sonur Sigurðar Guðjónssonar, sjómanns á Dalvík, og Önnu Sigurðardóttur húsmóð- ur. Börn Sveinfríðar og Marinós eru Svavar Marinósson, f. 31.8. 1955, sjómaður á Dalvík, og á hann þrjú börn; Jónas Marinós- son, f. 2.10. 1960, bæjarstarfsmaður á Akureyri, kvæntur Unni Björk Snorradóttur sjúkraliða og eiga þau tvo syni; Magnús, f. 1972, sjó- maður á Akureyri, en unnusta Nú er lokið 19 umferðum af 25 í La-Primavera tvímenningnum og á toppnum tróna nú Magnús Odds- son og Guðlaugur Karlsson. Keppninni um fyrsta sætið er þó hvergi nærri lokið en síðasta spilakvöldið í þessari keppni verð- ur í kvöld. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu á síðasta spila- kvöldi: 1. Páll Þór Bergsson-Sveinn Sig- urgeirsson 76 2. Guðrún Jóhannesdóttir-Jón Hersir Elíasson 70 3. Magnús Oddsson-Guðlaugur Karlsson 64 4. Albert Þorsteinsson-Kristófer Magnússon 47 5. Hjördís Sigurjónsdóttir-Páll Valdimarsson 44 Staða efstu para er nú þannig: 1. Magnús Oddsson-Guðlaugur Karlsson 146 2. Sveinn R. Eiríksson-Ólöf Þor- steinsdóttir 103 3. Sveinn R. Þorvaldsson-Stein- berg Ríkharðsson 102 4. Guðrún Jóhannesdóttir-Jón Hersir Elíasson 98 5. Páll Þór Bergsson-Sveinn Sig- urgeirsson 74 6. Albert Þorsteinsson-Kristófer Magnússon 69 hans er íris Dröfn Jónsdóttir nemi; Guðrún, f. 1973, í foreldra- húsum. Systkini Sveinfríðar: Erlingur Jónasson, f. 11.12. 1937, bifvéla- virki og húsasmiður á Akureyri; Jónína Þórdís Jónasdóttir, f. 8.8. 1939, húsmóðir og starfsmaður mötuneytis, búsett í Reykjavík; Ingólfur Jónasson, f. 14.1. 1943, 1943, starfsmaður á Dalvík; Hall- dór Jónasson, f. 8.4. 1946, bóndi á Ytri-Hofdölum í Skagafirði; Frið- rika Elín Jónadóttir, f. 27.3. 1949, húsmóðir á Kópaskeri; Magnús Jónasson, f. 1951, bóndi í Koti. Foreldrar Syeinfríðar eru bæði látin. Þau voru Jónas Þorleifsson, f. 2.9. 1911, bóndi í Koti, og Guð- rún Magnúsdóttir, f. 30.11. 1908, húsfreyja. Ætt Jónas var sonur Þorleifs, b. á Syðri-Másstöðum, Rögnvaldsson- ar, b. á Klængshóli, Rögnvaldsson ar. Móðir Þorleifs var Anna Jóns- dóttir. Móðir Jónasar var Jónína Guð- rún Jónasdóttir, vinnumanns á Hellu, Jónassonar, b. á Draflastöð- um í Sölvadal, Tómassonar sem komin er í beinan karllegg af Halli harða, lögsagnara í Möðru- Bridgedeild Barðstrendinga Mánudaginn 6. maí var spilað þriðja kvöldið í meistaratvímenn- ingi félagsins. Þátttaka var mjög góð, 32 pör mættu til leiks og spil- uðu Mitchell-tvimenning með 2 spilum milli para. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu í NS (meðal- skor 420). 1. Guðmundur Guðmundsson- Gísli Sveinsson 468 2. Friðjón Margeirsson-Valdi- mar Sveinsson 458 3. Halldór Svanbergsson-Krist- inn Kristinsson 457 4. Þórður Sigfússon-Eggert Bergsson 453 4. Ragnar Björnsson-Ólafur Ing- varsson 453 Sveinfríður Jónasdóttir. felli, Bjarnasonar. Móðir Jónínu Guðrúnar var Stefanía Jónsdóttir. Guðrún; móðir Sveinfríðar, var dóttir Magnúsar Gísla, b. í Koti í Svarfaðardal, Guðmundssonar, b. á Óslandi í Skagafirði, Gíslasonar. Móðir Magnúsar Gísla var Ingi- björg Magnúsdóttir, vinnumanns á Skeiði í Fljótum, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg Jónsdóttir, „læknis“ i Klaufa- brekknakoti, Halldórssonar og Helgu Guðmundsdóttur. - og hæsta skorið í AV: 1. Kristín Andrewsdóttir-Krist- ján Jóhannsson 544 2. Leifur Kr. Jóhannesson-Aðal- björn Benediktsson 469 3. Eðvarð Hallgrímsson-Jó- hannes Guðmannsson 456 4. Þórarinn Árnason-Gísli Vig- lundsson 452 Veitt verða sérstök verðlaun því pari sem hæsta skorinu náði á þremur síðustu kvöldum og náðu Halldór Svanbergsson og Kristinn Kristinsson því með því að fá sam- tals 1438 stig. Síðasta spilakvöld fé- lagsins á þessu spilaári verður mánudaginn 13. maí. Spilaður verður Mitchell-tvímenningur og um kvöldið verður verðlaunaaf- hending fyrir allar keppnir félags- ins. -ÍS Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar næsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag auglýsingar S5S5M Bridge Bridgefélag Breiðfirðinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.