Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 28
ií Vinningstölur miðvikudaginn 8.5/96 U 2-i 23 24Y:S 2tí Wnnínfor l.tífi 2.ScfifS'2 3. Safi Ba 4.4of« 12Y18X40 Fjaldi vinninga 9 ,395 5.3ofi<f$'.085 "2S3Ö3E5Ö0 201.420 t 35.160 I 1.270 190 Vinningstölur 8.5/96 Hiildaninmngiupphtð Á fslandi 107.437.080 1.427.080 :i9)(27)(29) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 9. MAI 1996 -^ Barningur við að sækja Spánverja Snemma í morgun var komiö með fótbrotinn sjómann af spænsk- um togara á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir að barningur hafði staðið í alla nótt við að koma honum til lands með þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og TF-Sif. Þyrlan var upphaflega kölluð út um klukkan ellefu í gærkvöldi en togarinn var þá staddur um 150 sjómílur suðvestur frá Reykjavík. Var drep komið í fót mannsins og lá á að koma honum undir læknis- hendur. Veður var hins vegar of slæmt til að hægt væri að athafna sig og hvarf þyrlan frá. Síðar í nótt var TF-Sif send á vett- vang og var þá veður orðið skap- "legra og tókst að ná manninum upp í þyrluna. Var hann svo kominn á sjúkrahúsið laust fyrir klukkan sex í morgun. -GK Brenndist og skarst í andliti Ungur Eskfirðingur brenndist og skarst í andliti þegar lítill sendibíll, em hann ók, valt á Fagradal í gær. Hann lenti undir bílnum og fékk yfir sig heitt vatn úr vatnskassan- um. Bíllinn er ónýtur og þykir undr- um sæta hve vel maðurinn slapp en hann fékk að fara heim í gær eftir aðhlynningu. -GK Frelsi í orkusölu: Ríkið getur stjórnað - segir Finnur Ingólfsson -"* „Það er ljóst að þrátt fyrir þessa væntanlegu tilskipun frá ESB um orkumál þá getur ríkið haft ákveðna stjórn á þessu, þ.e. valið milli leyfisveitinga. Verði byggt nýtt orkuver hér á landi þá verða ís- lensku fyrirtækin jafn vel sett og hin evrópsku," sagði Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra við DV í morg- un. -sv NYTT FAXNUMER RITSTJÓRNAR 550 5020 FAXNÚMER ANNARRA DEILDA HALDAST ÓBREYTT /VERÐAÞEIREKKI AÉ> l FA AÐSTOÐ NORP- I MANNA OG RUSSA TIL \AÐ SÆKJA DALLINN? S L O K I Samgönguráðuneytið úrskurðar togarann Heinaste ólöglegan: Verður snúið til lands með illu eða góðu - segir formaður Sjómannasambandsins - dómsmálaráðuneytið hefur ekki fengið úrskurðinn „Það eru tekin af öll tvímæli í svari-samgönguráðuneytisins um að þetta sé lögbrot og dómsmála- ráðuneytið á að sjá um að lögum sé framfylgt. Við munum fylgja málinu mjög fast eftir, bæði form- lega og óformlega, það er éngin hætta á öðru," sagði Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasam- bandsins, við DV nú í morgun. Sævar sagði að þess yrði krafist að Heinaste yrði snúið til lands en það ætti ekki að vera mikið mál fyrir Landhelgisgæsluna því varð- skip væri á Reykjaneshryggnum og þegar skip, sem ekki uppfyllti íslensk lög, væri á sjó gæti Gæslan sagt því að fara heim. „Hún hefur vald til þess og annað eins hefur nú gerst," segir Sæ.var við DV. Það er Sjólastöðin í Hafnarfirði sem gerir út togarann Heinaste. Togarinn er nú að veiðum á Reykjaneshrygg en skráningarmál hans verða væntanlega í athugun í dag hjá dómsmálaráðuneytinu, að sögn Þorsteins Geirssonar ráðu- neytisstjóra nú í morgun. Það var hins vegar ekki komið inn á borð- ið til ráðuneytisstjóra klukkan 8 í morgun. Að sögn Helga Hallvarðs- sonar höfðu Gæslunni engin fyrir- mæli í málinu borist frá ráðuneyt- inu. „Við vitum ekki annað en að við séum að fara algjörlega að íslensk- um lögum og með vitund og í um- sjá yfirvalda, segir Jón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sjóla og útgerðarmaður togarans. Hann segir að útgerðin muni skoða málið í dag en mikill mis- skilningur hafi komið fram í yfir- lýsingum varðandi skoðun á skip- inu og fleira. Skipið hafi fullgilt ís- lenskt haffærisskírteini enda sé það íslenskt skip. Jón sagði að það sem frá sam- gönguráðuneytinu hefði komið í málinu væri alls enginn úrskurð- ur, aðeins svar við bréfi Sjó- mannasambandsins, og málið hlyti að skýrast á næstu dögum. Guðmundur Sophusson, sýslu- maður í Hafnarfirði, sagðist í morgun ekkert vilja um málið segja, það yrði rannsakað ofan í kjölinn. -SÁ „Mér dauðbrá en maður tekur þessu með jafnaðargeði - reynir það að minnsta kosti. Það kom í Ijós að ein hjarta- lokan í mér er gölluð og hefur verið það frá fæðingu. Gárungarnir hér á spítalanum spurðu mig hvort nafnbreyting- in hefði lagst svona þungt á mig," sagði Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson ísamtaii við DV þar sem hann lá á hjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hér er Hermann Gunnarsson í heimsókn hjá Rúnari. DV-mynd Ægir Már ^ Síldarkvótinn: Oskapiega lítið - segir Jóhann A. Jónsson „Þetta er óskaplega lítið og við fáum helmingi minna á Júpíter en við veiddum í fyrra. Það er rétt svo að það taki því að byrja," segir Jó- hann A. Jónsson hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar. - Júpíter ÞH er þegar farinn á síld- armiðin fyrir austan land eins og tuttugu ónnur skip. Kvóti skipsins er 4.300 tonn en aflinn í fyrra var nær 9.000 tonn. í reglugerð sjávarútvegsráðuneyt- isins frá í gær er togurum m.a. ætl- uð 8.000 tonn og sagði Jóhann að kvótanum væri skipt svo mikið upp að vart borgaði sig að senda skipin og augljóst að ekki færu allir til veiðanna. -GK Öxnadalsheiði: Skriða lokaði veginum Vegurinn um Öxnadalsheiði lok- aðist um klukkan sex í morgun vegna aurskriðu sem féll í svoköll- uðum Giljareitum. Var vegurinn lokaður í um þrjá tima og fóru fyrstu bílarnir yfir heiðina á ný á níunda tímanum. -GK Veðrið á morgun: Súld eða skúrir Á morgun verður fremur hæg suðvestlæg átt á landinu. Skýjað að mestu og dálítil súld eða skúr- ir vestan- og norðvestanlands en um landið norðaustan- og aust- anvert verður léttskýjað. Hiti verður yfirleitt á bilinu 9 til 15 stig, en nokkru svalara allra vestast. Veðrið í dag er á bls. 36 Móttaka á rafgeymum móttökugjald 12 kr./kg >JiHRINGRÁSHF. ENÐURVINNSLA bfother. ^# es: Nýbýlavegi 28, sími 554 4443-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.