Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 4
I 24 MANUDAGUR 13. MAI1996 MANUDAGUR 13. MAI1996 íþróttir íþróttir 11NALS A-RIÐILL England Sviss Holland Skotland B-RIÐILL Spánn Búlgaría Rúmenía Frakkland C-RIÐILL Þýskaland Tékkland italía Rússland D-RIÐILL Danmörk Portúgal Tyrkland Króatía Sviss Laugardagur, 8. jún. England Sunnudagur, 9. jún. Spánn Þýskaland Danmðrk Búlgaria Tékkland Portúgal Mánudagur, 10.jún. Holland Rúmenía Skotland Frakkland ítalía Tyrkland Rússland Króatía Þriðjudagur, 11. jún. Fimmtud., 13. jún. Svíss Búlgaría Holland Rúmenía Föstudagur, 14. jún. Tékkland Portúgal ítalía Tyrkland Laugardagur, 15. jún. Skotland Frakkland England Spánn Sunnudagur, 16. jún. Rússland Króatía Þýskaland Danmörk Þriðjudagur, 18. jún. Skotland Frakkland Holland Rúmenfa Sviss Búlgaría England Spánn Rússland Króatía ítalía Tyrkland Tékkland Portúgal Þýskaland Danmörk Miðvikudagur, 19. jún. REUTERS QUARTER FINALS Saturday, June 22 Sunday, June23 Sigurv. í B-riðli | Sigurv. í A-riðll Sigurv. í C-riðli | Sigurv. í D-riðli gsgn gegn gegn gegn 2. sæti í A-riðli | 2.sætiíB-riðli 2. sæti í D-riðli 2. sæti í C-riðli SEMI FINALS NALS Wednesday, June 26 ~T FINAL Sunday, June 30 WEMBLEY Þormódur Egilsson, fyrirliði KR-inga, með Reykjavíkurbikarinn eftir að KR hafði sigrað Fylki, 4-2, á Laugardalsvelli í gær. Þormóður er ekki óvanur að taka við titlinum því KR-ingar unnu Reykjavíkurmótið í þriðja sinn í röð. DV-mynd Brynjar Gauti Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Þrenna Guðmundar og sá þriðji í r •t II - fjörugur úrslitaleikur KR og Fylkis sem KR vann, 4-2 KR-ingar urðu í gær Reykjavíkur- meistarar í knattspyrnu, þriöja árið í röð. KR sigraði Fylki, 4-2, í skemmti- legum leik sem fram fór á iðjagrænum Laugardalsvelli sem ágúst væri. Ólafur Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR og skömmu síð- ar kom Guðmundur Benediktsson KR í 2-0. Fylkismenn náðu að minnka mun- inn í 2-1 með marki frá Gunnari Þór. Fylkismenn náðu varla að fagna mark- inu. KR-ingar tóku miðju og Guðmund- ur Benediktsson skaut samstundis frá miðju og knötturinn sigldi yfir allan vallarhelming Árbæjarliðsins, yfir markvörðinn Kjartan Sturluson og í markið. Stórkostlegt mark og það þarf mikið hugmyndaflug til að reyna slíka ¦hluti sem markskot frá miðjum vellin- um. Þetta skondna mark Guðmundar virtist algerlega setja Fylkismenn út af laginu og KR-ingar voru skarpari í öll- um sínum aðgerðum. Guðmundur Benediktsson bætti síðan fjórða marki KR við og síðasta mark leiksins skor- aði Kristinn Tómasson fyrir Fylki úr vítaspyrnu. Leikurinn var skemmtilegur og lofar svo sannarlega góðu fyrir sumarið. Að- stæður voru ótrúlega góðar, bæði veð- ur og völlur. Svo virðist sem hagstætt tíðarfar undanfarið komi knattspyrnumönnum til góða og knattspyman ætti að geta orðið betri í sumar en undanfarin sum- ur. Víkingur áfratn í A-deild Víkingur sigraði Leikni, 2-1, um helgina á Reykjavíkurmótinu og Víkingar leika því í A-deild Reykjavíkurmótsins að ári. -SK Knattspyrnan um helgina í Noregi og Svíþjóð: Sigur hjá Brann en tap hjá Örgryte Birkir Kristinsson og fé- lagar hans í norska liðinu Brann unnu góðan sigur um helgina gegn Start á útivelli, 0-2. Birkir lék ekki með Brann vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik með Brann. Ágúst Gylfason var hins vegar í liðinu. Lið Gests Gylfasonar og Marko Tanasic, Strömgod- set, gerði jafntefli á heima- velli sínum gegn Stabæk, 2-2. Toppliðin í norsku 1. deildinni, Lilleström og Rosenborg, áttust við um helgina og vann Lilleström stórsigur, 3-0. Lilleström er efst með 16 stig en Ros- enborg er með 13 og leik minna. Brann er í 7. sæti með 9 stig. í sænska boltanum tap- aði Örgryte á heimavelli gegn Helsingborg, 0-2. Rúnar Kristinsson lék mjög vel fyrir Örgryte þrátt fyrir tap liðsins. -SK Ótrúlegar sveiflur Ungverska liðið Zalau varð um helgina sigurvegari í Borga- keppni Bvrópu í handknattleik kvenna. Zalau vann fyrri leikinn gegn norska liðinu Gjerpen, 23-15, en síðari leiknum í Noregi lauk með sigri norska liðsins, 27-19. Ungverska íiðið varð Evrópu- meistari á fleiri mörkum skor- uðum á útivelli. -SK Golf: Öruggt hjá Harrington Litt þekktur kylfingur, írinn Padraig Harrington, varð sigur- vegari um helgina á opna spænska meistaramótinu í golfi. Harrington lék holurnar 72 á 272 höggum en Gordon Brand jr. varð í öðru sæti á 276 höggum. Rolf Muntz, Hollandi, kom næst- ur á 278 höggum. MikO rigning setti mark sitt á mótið og á lokadeginum í gær urðu keppendur að leika 36 hol- ur til að ljúka mótinu í tíma. -SK Tennis: Tifaldaði tekjurnar „Ég veit ekki hvað er að ger- ast hjá mér. Ég var mjög tauga- óstyrkur í byrjun enda hef ég aldrei komið nálægt svona úr- slitaleik áður," sagði Spánverj- inn Roberto Carretero í gær eft- ir að hann hafði gert sér lítið fyrir og sigrað á móti atvinnu- manna í tennis í Hamborg. Carretero var í 143. sæti á heimslistanum fyrir mótið og því ekki til mikils ætlast af hon- um fyrir mótið. Fyrir sigurinn fékk hann rúmar 20 milljónir króna sem er tífalt meira en hann hefur þénað á öllum sínum ferli fram að þessu. „Þetta er draumasigur fyrir mig. Þegar kom að verðlaunaaf- hendingunni hafði ég ekki hug- mynd um hvað ég ætti af mér að gera," sagði Spánverjinn og var greinilega ekki búinn að átta sig á hlutskipti sínu í Hamborg. -SK Skíði: Sú sænska úr leik í hálft ár Sænska skíðadrottningin, Kristina Andersson, verður frá æfingum og keppni næstu sex mánuði en hún er á meðal sterkustu skíðakvenna í heiminum. Hún meiddist 1. maí sl. á hné og á næstu dögum verð- ur húh að gangast undir upp- skurð. Andersson vann fyrsta sigur sinn í heimsbikarkeppn- inni á síðasta keppnistímabili. -SK EM í Englandi: Lediakhov er úr leik Rússneska landsliðið í knatt- spyrnu varð fyrir miklu áfalli í gær er miðvallarleikmaðurinn Igor Lediakhov meiddist alvar: lega í leik með liði sínu Sporting Gijon gegn Compostela á Spáni. Lediakhov var borinn af leik- velli þegar skammt var til leiksloka eftir að hafa skorað tví- vegis fyrir lið sitt. Lediakhov verður ekki með Rússum í Evr- ópukeppninni. -SK Tveir handboltalandsleikir gegn Færeyingum: Öruggt í Þórshöfn íslenska A-landsliðið í handknattleik lék tvo landsleiki gegn frændum okkar í Færeyjum um helgina. Báðir leikirnir unnust nokkuð örugg- lega, sá fyrri 29-19 og þann síðari með 29 mörkum gegn 20. í fyrri leiknum á laug- ardag tók það íslenska liðið nokkurn tíma að hrista af sér færeyska liðið. Smám saman kom styrkleikamunur á lið- unum í ljós og íslending- ar sigu jafnt og þétt fram úr. Mörk íslands: Ólafur Stefánsson 7, Gústaf Bjarnason 5, Bjarki Sig- urðsson 4, Dagur Sig- urðsson 3, Rúnar Sig- tryggsson 3, Júlíus Gunnarsson 2, Arnar Pétursson 2, Davíð Ólafs- son 1, Róbert Sighvats- son 1, Gunnar Viktors- son 1. í síðari leiknum í Þórshöfn í gærkvöldi þróaðist leikurinn með svipuðum hætti og fyrri leikurinn. Færeyingar voru þó mun grimmari og fyrri hálfleikur var lengst af í jafnvægi. í hálfleik var staðan 13-10 fyrir ísland. í síðari hálfleik náði íslenska liðið yfirhönd- inni og níu marka sigur varð staðreynd. Aftur var það Ólafur Stefánsson sem var at- kvæðamestur, skoraði 8 mörk, og þeir Dagur Sig- urðsson og Bjarki Sig- urðsson skoruðu fimm mörk hvor. Það mátti greina á leik íslenska liðsins að menn hafa aðeins dottið úr leikæfingu en samt sem áður brá fyrir ágæt- um leikköflum. Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Bjarki Sigurðsson voru einna frískastir í leikjunum í Færeyjum. Allir fengu að spreyta sig og ungir og óreyndari leikmenn komust vel frá sínu. Landsliöiö saman í júní fyrir Svissferð Þorbjörn Jensson þjálfari hefur kallað lið- ið saman til æfmga í júni og mun það æfa af kappi fram að keppnis- ferð til Sviss í lok júní. Þar verða leikinir tveir leikir. Það verða að öll- um líkindum síðustu leikir liðsins fyrir for- keppni Evrópuþjóða að HM sem hefst í byrjun október. -JKS Ólafur Stefánsson skor- aði 15 mörk í tveimur leikjum gegn Færeying- um í Þórshöfn um helg- ina. Mihajlo Bibercic sést hér í baráttu um knöttinn í leiknum gegn Fram en Bibercic skoraði þrjú mörk í leiknum. Til varnar er Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fram. DV-mynd Brynjar Gauti ^ Deildabikarkeppni KSÍ í knattspyrnu: IA og Breiöabiik í úrslit Þaö verða Akurnesingar og Breiða- blik sem leika til úrslita í fyrstu deildabikarkeppni KSÍ í knatt- spyrnu. Leikur liðanna verður háð- ur á miðvikudagskvöldið kemur á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Þetta var ljóst eftir stórsigra lið- anna beggja á andstæðingum sínum á föstudagskvöldið var. Akurnesing- ar unnu Framara, 0-5, á fyrsta gras- leik vorsins í Reykjavík á Valbjarn- arvelli. Akurnesingar voru öllu frískari í leiknum og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk. Mihajlo Bibercic gaf tóninn fyrir sumarið með þremur mörkum en þeir Bjarni Guðjónsson og Bjarki Pétursson skoruðu sitt markið hvor. Akurnesingar verða sem áður sterkir i sumar. Þeir léku oft vel við bestu aðstæður. Framarar hins veg- ar ollu vonbrigðum, vörnin slök og sóknarmenn liðsins stundum miklir klaufar upp við markið. Bibercic frískur Bibercic kemur greinilega mun frískari til leiks en áður og veit það á gott fyrir átök sumarsins. Zoran' Mijolovic var sem klettur i vörn- inni. Framarar náðu sér ekki á strik og hafa oft áður leikið betur í vor. í þetta skiptið mættu þeir ofjörlum sínum. Blikar mun betri Breiðablik vann sanngjarnan sig- ur á Grindvíkingum, 3-0. Pálmi Haraldsson og Kjartan Einarsson skoruðu fyrir Blika í fyrri hálfleik og undir lok leiksins bætti Arnar Grétarsson við þriðja markinu. Rétt á eftir var honum svo vikið af velli fyrir að stöðva boltann með hendinni. Hann verður því fjarri góðu gamni í úrslitaleiknum. Breiðabliksliðið hafði tögl og hagldir í leiknum og virkar það í góðri æfingu. Mótspyrnan verður eflaust meiri í úrslitaleiknum en engu að síður lék liðið ágætlega á köflum í þessum leik. Grindvíkingar léku lengstum ekki vel að þessu sinni. -JKS +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.