Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 27 íþróttir Handbolti kvenna: Króatísku stúlkurnar meistarar Úrslit í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik kvenna réðust um helgina Lið Podravka frá Króatíu og Hypo Vienna frá Austurríki léku til úrslita og unnu króatísku stúlkurnar öruggan sigur. Lokatölur urðu 25-20. Þetta er fyrsti stóri titillinn sem króatíska liðið vinnur í handknattleik kvenna og Evróputitlinum var vel fagnað eins og sjá má á myndinni til hliðar. -SK Stefka Besta frjálsíþróttafólk heims í keppni um helgina: Lofar góðu - frábær tími Fredericks í 100 metrunum Namibíumaðurinn Frankie Fredericks náði mjög góðum tíma í 100 metra hlaupi karla á fyrsta Grand Prix-móti ársins í frjálsum íþróttum í Japan um helgina. Fredericks fékk tímann 10,09 sekúndur en hann setti á dögunum heims- met í 200 metra hlaupi innanhúss. Sigurinn hjá Fredricks gerir hann líklegan til af- reka á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar en sjálfur segir hann að enn sé langt í leikana og því fer fjarri að Fredericks hafi bókað sigur þar: „Þetta keppnis- tímabil verður sérlega erfitt. Allir snjöllu banda- rísku spretthlaupararnir verða á heimavelli og þeir munu gera allt sem þeir geta til að vinna gullið fyrir framan landa sína,“ sagði Fredericks eftir sig- urinn en hann vann silf- urverðlaun í 100 og 200 metrunum í Barcelona á síðustu leikum. Freder- icks hefur undanfarið æft í Bndaríkjunum með vini sínum, Bretanum Linford Christie. „Þegar maður æfir með svo snjöllum hlaupara getur maður ekki annað en tekið fram- fórum,“ sagði Fredericks enn fremur. Þrír heimsmeistarar unnu gullverðlaun Þrír heimsmeistarar voru á meðal keppenda í Japan og þeir unnu allir sigra í sínum greinum. Búlgarska stúlkan Stefka Kostadinova vann öruggan sigur í hástökki kvenna og stökk 1,96 metra. Heimsmet hennar er 2,09 metrar. „Ég held að 2,04 eða 2,05 metrar muni duga til sigurs í Atl- anta,“ sagði Kostadinova eftir sigurinn. Tékkinn Jan Zelezny vann öruggan sigur í spjótkasti karla og kastaði 90,60 metra. „Ég var ekki ánægður með tæknina hjá mér, sérstak- lega ekki fótavinnuna," sagði Zelezny. Þriðji heimsmeistarinn, Noure- ddina Morceli frá Alsír, vann sigur í miluhlaupi og hljóp á 3:51,30 mín. -SK Stefka Kostadinova frá Búlgaríu vann sigur í hástökki kvenna á Grand Prix mótinu í Japan um helgina og hér stekkur hún glæsilega yfir rána. Símamynd Reuter Pílukast: Anna Kristín og Óli meistarar Óli Sigurðsson úr Keflavík og Anna Kristín Bjarnasdóttir urðu íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í pílukasti um helgina. Óli sigraði Þorgeir Guðmundsson í úrslitaleik og Anna Kristín lagði Kristínu Sigurðardóttur í úrslitum í kvennaflokki. Woods til Rapids Chris Woods, fyrrum markvörður enska landsliðsins í knattspymu, hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska liðið Colorado Rapids í hinni nýstofnuðu atvinnumanndeild í Bandaríkjunum. Woods lék meðal annars með Glasgow Rangers, Norwich og Sheffleld Wednesday. Hann var í landsliðshópi enska landsliðsins á heimsmeistaramótunum 1986 og 1990. Portúgalar bestir Úrslitakeppni Evrópumóts landsliöa, skipuðu liðum 16 ára og yngri, lauk í Vínarborg um helgina. Portúgalar fóru með sigur af hólmi eftir að hafa lagt Frakka í úrslitaleik, 1-0, á sjálfsmarki undir lok fyrri hálfleiks. ísraelar tóku bronsið á mótinu eftir sigur á Grikkjum, 2-3. Bikarinn í Rússlandi Lokomotiv Moskva sigraöi nágranna sina í Spartak, 3-2, í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu í Moskvu í gær. Juventus fer hvergi Juventus verður áfram með höfuðstöðvar sínar í Torino. Liðið hafði í hótunum við borgaryfirvöld að flytja sig til Bologna. Forráðamönnum Juventus fannst leigan á Delle Alpi leikvanginum of há en bygging hans hefur verið að sliga borgina Samkomulag náðist um helgina en Torino, sem féll í 2. deild, leikur einnig á vellinum. -JKS Frjálsar íþróttir: Christie vann en er enn sem lokuð bók Ólympíumeistarinn í 100 metra hiaupi karla, Bretinn Linford Christie, vann öruggan sigur i 100 metra hlaupi á móti í Þýskalandi um helgina. Christie hljóp á 10,20 sekúndum. Eftir mótið var Christie spurður að því hvort hann ætíaði að keppa á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar en alger óvissa hefur ríkt lengi varðandi það mál. „Engar spurningar varðandi ólympíuleikana. Guð einn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef ég keppi á ólympíuleikunum munuð þið taka eftir mér og sjá mig þar. Það er hins vegar alveg öruggt að þið munuð ekki sjá mig í keppni á næsta ári,“ sagöi Christie en hann leggur skóna á hilluna eftir tímabilið sem hófst um helgina. -SK Lewis fékk harða keppni Lennox Lewis, hnefaleika- kappi í þungavigt sem stefnir að einvígi gegn Mike Tyson um heimsmeistaratitllinn, vann nauman sigur um helgina gegn Ray Mercer. Lewis vann á stig- um. -SK England: Góð staða hjá Stoke Lárus Orri Sigurðsson og felagar hans í Stoke eru í góð- um málum eftir markalaust jafntefli við Leicester á úti- veUi í úrslitakeppni 1. deUdar um laust sæti í úrvalsdeUd á næsta tímabUi. í hinum leiknum stendur Crystal Palace vel að vígi eftir 1-2 sigur gegn Charlton. Síð- ari leikir liðanna verða á mið- vikudagskvöldið. Samanlögð markatala gUdir og hreinn úr- slitaleikur um lausa sætið í úrvalsdeUd verður á Wembley um næstu helgi. Fyrri leikir i úrslitakeppni 2. deUdar voru í gær og þar gilda sömu reglur. Brad- ford-Blackpool, 0-2, Crewe- Notts County, 2-2. í 3. deUd urðu úrslit þessi: Colchest- er-Plymouth, 1-0, Hereford -Darlington, 1-2. -JKS Kvennaleikur: íslenskur sig- ur á Svíum í Sandgerði A-landslið kvenna í knatt- spymu sigraði sænska ung- lingalandsliðið, skipað leikönnum 20 og yngri, í vin- áttulandsleik í Sandgerði í gær. Sænsku stúlkumar náðu forystunni og höfðu yfir í leik- hléi, 0-1. Ragna Lóa Stefáns- dóttir jafnaði metin og það var síðan Guðrún Sæmundsdóttir sem tryggði íslenska liðinu sigurinn skömmu fyrir leiks- lok. -JKS Skoskir íþrótta- fréttamenn kusu Cascoigne Skoskir íþróttafréttamenn kusu í gær Paul Gascoigne knattspyrnumann ársins í Skotíandi. Áður höfðu starfs- félagar hans í úrvalsdeild gert hið sama. Rangers á möguleika að vinna tvöfalt en á laugardag- inn kemur mætir liðið Hearts í úrslitaleik bikarsins á Hampden Park í Glasgow. -JKS Dundee Utd stefnir hraðbyri á ný í úrvalsdeildina Partick frá Glasgow varð að gera sér aö góðu jafntefli, 1-1, gegn Dundee United á heima- velli í fyrri leiknum um laust sæti í skosku úrvalsdeildinni. Dundee Utd á síöari leikinn heima á miðvikudag. Liðið féll úr úrvalsdeild í fyrra en stefh- ir hraðbyri í efstu deild að nýju. -JKS Skotfimi: Akureyringur í fyrsta sæti Bjöm Stefánsson frá Akureyri sigraði á fyrsta landsmóti STÍ í haglabyssuskotfimi sem haldið var í Keflavík um helgina. Ævar L. Sveinsson úr skotfélagi Reykjavíkur varð í öðru sæti og í þriðja sæti lenti Ellert Aðalsteinsson úr skotfélagi Reykjavíkur. Samhliða fór fram liðakeppni og þar lentu Reykvíkingar í fyrsta sæti. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.