Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 Fréttir Hrottaleg líkamsárás á tollvörð kærð til RLR eftir frétt DV: Við hofum verið sofandi fyrir fíkniefnavandanum - segja tollverðir og gerðu stjórnvöldum grein fyrir vandanum í gær Við höfum verið sofandi fyrir fíkniefnavandanum. Nú vöknum við upp í þessum harða heirni," segir Brynjólfur Karlsson, yfirmað- ur rannsóknardeildar Tollgæslunn- ar, í samtali við DV. Hann er að tala um hrottalega líkamsárás á einn starfsfélaganna í síðustu viku. Þá réðst undirheima- lýður á tollvörð í Reykjavík. Það mál var í gær kært til Rannsóknar- lögreglunnar eftir frétt DV í gær. Meðal tollvarða er málið litið mjög alvarlegum augum enda fátítt að tollverðir verði fyrir barðinu á sölumönnum dauðans eins og dópsalarnir hafa verið nefndir. Það er þó ekki dæmalaust og tví- vegis í vetur hefur DV flutt fréttir af því að eigur tollvarða hafi verið skemmdar, rúður brotnar í bílum og þess háttar. Þetta er sá harði heimur sem fengið hefur að þróast í undirheimum Reykjavíkur - kannski vegna þess að yfirvöld hafa ekki haldið vöku sinni. Ráðherra veit um stöðuna í gær var fjármálaráðuneytinu gerð grein fyrir vandanum sem skapast af aukinni hörku í fíkni- efnaheiminum. Tollgæslan heyrir undir ráðuneytið en ekki er vitað hver viðbrögð þess verða enda náð- Síflustu mánuði hefur gætt vaxandi hörku í fíkniefnaheiminum. Fréttir DV hafa borið með sér að þeir sem standa fremst í baráttunni við fíkniefni eru ekki lengur óhultir. ist ekki í Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra í gær. Tollverðir munu vart láta sitja við orðin tóm eftir síðustu atburði. Þeir sem DV hefur rætt við leggja þó áherslu á að málin séu komin í réttan farveg með kæru til Rann- sóknarlögreglunnar. Tollverðir hafa áður varað við að eitthvað í líkingu við líkams- árásir geti verið næsta örþrifaráð dópsalanna til að fá frið við sína iðju. í febrúar birtust tvær fréttir í DV sem sögðu frá skemmdarverk- um á bíl í eigu tollvarðar og á bíl í eigu foreldra tollvarðar. í báðum þessum tilvikum var engu stolið úr bílunum. Þeir voru skemmdir að því er virtist með það eitt í huga aö skemma sem mest. Olíu var hellt í sæti og allar rúður brotnar. Þeir tollverðir sem þá áttu í hlut vfldu ekki ræða vandann opinberlega enda best að gæta nafhleyndar í tflvikum sem þess- um. Ástandið aldrei svo slæmt áður Núna er ástandið orðið þannig að ekki eru bara eigur manna í hættu heldur og líf þeirra og lim- ir. ToUvörðurinn sem varð fyrir árásinni í fyrri viku þurfti að leita læknis og hann var frá vinnu. „Við höfum oft varað við að eitt- hvað þessu líkt geti gerst. Nú hef- ur það gerst. Tollverðir hljóta að krefjast þess að þetta mál verði upplýst og þeir menn sem þarna eiga í hlut fái sína refsingu," segir toflvörður sem ekki viU láta nafns síns getið við DV. Tollverðir eru líka ósáttir við að Fréttaljós Gísli Kristjánsson þeir eru ótryggðir utan vinnu- tíma. Þeir búa að því leyti við lak- ari kjör en lögreglumenn. Enginn veit því nákvæmlega hvernig á aö fara með mál þar sem tollverðir verða fyrir tjóni vegna starfs síns ef það gerist utan vinnutíma. ToUverðir sem DV hefur rætt við eru líka sammála um að ástandiö hafi aldrei verið svo slæmt áður. Eftir að síðari hluti vetrar hefur liðið án stærri tíð- inda af fíkniefnamálum eru menn að vakna upp við að fíkniefna- heimurinn í Reykjavík er harðari en nokkru sinni fýrr. -GK Nýstárlegur útflutningur: íslenskt hrossakjöt í Ijónafóður Frá því í haust hafa hátt í 30 tonn af íslensku hrossakjöti verið flutt út til Danmerkur. Kannski ekki svo merkUegt miðað við t.d. 200 tonna útflutning til Japans í fyrra en þessi útflutningur er nýstárlegur fyrir þá sök að kaupandinn dreifir kjötinu til dýragarða á Norðurlöndum. Kjöt- ið er einkum notað sem ljónafóður en fleiri dýr fá að smakka á því. Kjötumboðið hf. hefur annast þennan útflutning. Jóhann Steins- son hjá Kjötumboðinu sagði við DV að þetta væri hliðargrein við enn meiri hrossakjötsútflutning til Jap- ans. „Japanir taka af okkur ákveðna vöðva, mest úr hrygg og læri. Þá er framparturinn eftir. Japansverðið er það gott að það borgar sig að selja frampartana á því verði sem um hef- ur samist við dýragarðana. Þetta er lágt verð en við höfum ekki getað komið öUu á markað hér heima sem söltuðu hrossakjöti þótt töluvert hafi selst af því. Síðan fundum við þarna aðila sem vildi kaupa kjötið í þess- um tilgangi," sagði Jóhánn. -bjb Eimskipi óviðkomandi Til að fyrirbyggja misskiln- ing skal tekið fram að Eimskip hf. tengist ekki forsíðufrétt DV í gær um árás á tollvörð. Mynd- in sem er frá Sundahöfn sýnir tollverði að störfum og er það tilviljun ein að skip og gámar Eimskips eru hluti myndefnis- in$. Dagfari Hinn íslendingar eru þrekmenn upp til hópa. Það hefur sagan sýnt. Ýmsum erfiðum þolraunum hafa kynslóðimar mátt taka, en aldrei höfum við látið bugast og alltaf höf- um staðið upprétt á eftir, hversu mörg áföll og ágjafir sem yfir hafa dunið. Margur einstaklingurinn hefur staðið frammi fyrir freisting- um og forboðnum ávöxtum án þess áð láta glepjast. Þrek íslendinga á örlagastundum er annálað og aðdá- unarvert. Þetta séríslenska fyrir- bæri hefur komið fram síðustu vik- urnar í sambandi við forsetakjör. Valinkunnir menn hafa staðið frammi fyrir þeirri freistingu að fara í forsetaframboð en staðist hana. Þeir hafa fengið áskoranir og hvatningar um að fara í framboð en neitað samt. Þeir hafa staðist þrýstinginn sem á stundum hefur verið óbærilegur. Það er með hreinum ólíkindum hvernig fólk hefur þrýst á annað fólk og stund- um er þetta þrýstingsfólk úr öllum flokkum og utanflokksfólk og ann- að fólk og þrýstingurinn hefur ver- ið gífurlegur og samt hafa þessir eftirsóttu frambjóðendur haft þrek í sér til að komast að þeirri niður- ogurlegi þrystingur stöðu að fara ekki í framboð. Nú er það að vísu rannsóknar- efni hversu margt fólk gengur um á milli manna til að skora á þá til að fara í forsetaframboð. Svo virð- ist sem meirihluti þjóðarinnar hafi verið á fleygiferð um landið til að skora á aðkiljanlegt fólk að gefa kost á sér og satt að segja veit Dag- fari um fjölmarga valinkunna ein- staklinga sem hafa átt fótum sínum Qör að launa til að komast undan áskorunum. Það er enginn hörgull á hæfu fólki á Bessastaði ef marka má alla þá sem hafa lýst yfir að þeir séu ekki í framboði þrátt fyrir áskoranir og þrýsting. Er þá ekki minnst á alla hina sem ekki hafa orðiö fyrir þrýstingi en ættu hann skilinn. Eða þá sem hafa oröið fyr- ir þrýstingi og látið undan honum. Þrýstingur er einkum og aðal- lega mestur frá óviðkomandi fólki og hugsanlegir frambjóðendur verði fyrir mestum þrýstingi frá fólki sem þekkir þá minnst. Eða þekkir þá alls ekki neitt. Það þarf þrek til að standast slikan þrýst- ing. Það var til dæmis mikið gleði- efni að sjá að reykvískur prestur, ' 9 sem hefur verið undir áköfum þrýstingi, hefur ekki aðeins staðist þrýstinginn heldur hefur hann bundist vináttusambandi við allt það fólk sem á hann hefur skorað. Hann segir orðrétt að „velvilji og hvatning fólks víðs vegar um land er okkur hjónum dýrmætur og við erum þakklát. í þessum tengslum og umræðum hafa skapast tengsl vináttu og kunningsskapar, sem munu haldast". Þarna sjá menn það svart á hvítu að það borgar sig stundum að standast þrýsting um að verða forseti. Þeir frambjóðendur sem hafa þrek til að standast álagið eignast marga nýja vini við aö standast álagið. Það er huggun harmi gegn, því hitt er auðvitað miklu líklegri afleiðing að þeir sem ekki láta undan þrýstingi verði litnir hornauga á eftir og fæli frá sér vinina. Það er þess vegna sem sumir hafa bognað og látið undan þrýst- ingnum. Fimm einstaklingar eru komnir í framboð vegna þess að þeir stóðust ekki þrýstinginn. Og nú er sá sjötti að bætast í hópinn vegna þess að fólk úr öllum flokk- um og utan flokka og ýmislegt ann- að fólk hefur skorað á þau hjónin í forsetaframboð. Spurningin er þessi. Eru það betri forsetaefni sem láta undan þrýstingi eða þau forsetaefni sem ekki láta undan þrýstingi? Það þarf nefnflega þrekmenni tfl að fara í framboð og enn þá meira þrek- menni til að fara ekki í framboð. Það gerir þrýstingurinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.