Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 7 Fréttir Fólskuleg árás á tvítugan mann á Suðureyri: Barinn niður með þungum lurk - með hækjur og í kraga eftir árásina DV Suðureyri: Tvítugur maður, Sigurður Snorri Egilsson, varð fyrir fólskulegri árás um síðustu helgi á Suðureyri þegar nágranni hans barði hann í hálsinn með þungum eins metra löngum lurk. Sigurður Snorri missti meðvit- und við höggið og missti mátt í báð- um fótleggjum fyrir neðan hné. Til- drögin voru þau að Sigurður Snorri var nýkominn heim af dansleik og fór að hlusta á tónlist einn í íbúð sinni. Nágranni hans á efri hæð hússins kom niður og kvartaði und- an hávaðanum og kveðst Sigurður hafa lækkað tónlistina eftir það. Síð- an fer rafmagniö af íbúðinni og Sig- urður fer inn í bílskúr til að athuga um rafmagnið. Mætir hann þar ná- granna sínum og eiga þeir í orða- skaki þar til Sigurður slær inn raf- magnið. Missti meðvitund Um leið fær hann þungt högg aft- an á hálsinn og missir meðvitund. Sigurður kveðst hafa rankað við sér þegar eiginkona nágrannans var mætt á staðinn og reyndi að stöðva manninn. Síðan yfirgáfu þau Sigurð þar sem hann lá bjargarlaus á bíl- skúrsgólfinu. Sigurður varð að skríða út úr húsinu yfír til ná- granna sinna til að fá hjálp en þar var ekki svarað. Þá skreið hann nið- ur brekku, yfir götu og upp stóran stiga á verbúð til vina sinna. Þeir hringdu í sjúkrabíl og var Sigurður fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði til aðhlynningar með aðstoð lögreglunnar. Um tíma átti að flytja hann með sjúkraflugi til Reykjavík- ur en eftir röntgenmyndatöku var þess ekki talin þörf. Læknir Sigurð- ar hafði áhyggjur af að hann hlyti varanlega lömun því höggið lenti aftan á hryggsúiunni á hálsinum sem auðveldlega getur leitt til löm- unar. Óþarfa hávaði Ég viðurkenni vitanlega að hafa verið með óþarflega mikinn hávaða þessa nótt en það réttiætir aldrei svona fólskulega árás á mann. Ég get varla hugsað til þess ef ég hefði lamast varanlega en sejn betur fer slapp ég við það,“ segir Sigurður Snorri í samtali við DV. Sigurður styðst við hækjur i dag og er í hálskraga. Hann hefur misst úr vinnu vegna arasarmnar. kærði árásina lögreglunnar og hefur ráð- ið sér lög- fræðing til. að klára þetta mál Lögreglan hefur tek- ið skýrslu af báð- um að- ilum og hefur lurkinn í sinni vörslu. Sigurður Snorri við hækjur og er í hálskraga eftir árás- ina. DV-mynd R. Schmidt Drangur SH 511 f Skipasmíða- stöð Þorgeir og Ellert. DV-mynd Daníel. Akranes: Nógað gera í skipasmíði DV, Akranesi: Mikið er að gera þessa dagana hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts h.f. á Akranesi við viö- hald á skipum og við flæðilínur. Unnið er fram á kvöld og um helgar. Fyrirtækið hefur góða verk- efnastöðu fram á haust og verið er að vinna að því að afla fyrir- tækinu enn frekari verkefna. Að sögn Þorgeirs Jósefssonar, framkvæmdastjóra skipasmíða- stöðvarinnar, er verið að vinna við breytingar á Drangi SH 511. Skipið hét áður Sölvi Bjarnason og var smíðaður á Akranesi 1980. Þá er verið að lengja Hafrúnu HU 12 og verið er að vinna við brúarsmiði fyrir ístak. Það er ný brú yfir árlokurnar hjá Búrfellsvirkjun. Einnig er mikið að gera í stáldeild fyrir- tækisins og eru miklar pantanir hjá þeirri deild. D.Ó. > HYUnoni 1LADA $ Greibslukjör til allt að 36 utáttaða átt átborgunar RENAULT GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR BMW 520 iA 2000 ‘91, ssk., 4 d., grár, ek. 110 þús. km. Verö 1.860.000 Saab 9000 CDE 2000 ‘93, ssk., 4 d., grænn, ek. 32 þús. km. Verð 1.990.000 Lada Samara 1300 ‘95, beinsk. 4 d., rauður, ek. 11 þús. km. Verð 620.000 Toyota Camry 4x4 2000 ‘88, beinsk. 4 d., blár, ek. 116 þús. km. Verð 820.000 Honda Civic ESi 1600 ‘92, ssk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km. Verð 1.090.000 MMC Lancer GLXi 1600 ‘93, ssk., 4 d., hvítur, ek. 62 þús. km. Verð 1.190.000 Chevrolet C1500 V6 ‘88, ssk., 2 d., blár, ek. 150 þús. km. Verð 680.000 Toyota Camry XL 1800 ‘87, beinsk., 5 d., hvítur, ek. 181 þús. km. Verð 540.000 BMW 525 iX 2500 '94, ssk., 4 d., svarlur, ek. 118 þús. km. Verð 3.050.000 Hyundai Accent 1500 ‘95, ssk., 3 d., rauður, ek. 11 þús. km. Verð 1.060.000 Renault Clio, vsk., 1200 ‘95, beinsk., 3 d., hvítur, ek. 44 þús. km. Verð 840.000 Mazda 323 GLX 1500 ‘88, beinsk., 4 d., rauður, ek. 109 þús. km. Verð 410.000 Hyundai Elantra 1600 ‘92, ssk. , 4 d., grár, ek. 34 þús. km. Verð 950.000 Renault 19 TXE 1700 ‘91, beinsk., 4 d., grár, ek. 73 þús. km. Verð 790.000 Lada Sport 1700 ‘95, beinsk., 3 d., hvítur, ek. 17 þús. km. Verð 820.000 Opid rirka frá kl. 9 -18, liniXarthixu 10 - 14 NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.