Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 Spurningin Lesendur Skipuleggur þú tíma þinn? Óskar Kristjánsson verktaki: Ég geri það yfirleitt, já. Baldvin Bemdsen verktaki: Já, til hins ýtrasta. Stefán Hallgrímsson, rekur lík- amsræktarstöð: Já, já. Salbjörg Bjarnadóttir sölumaður: Ég reyni það. Björn Ingimundarsaon nemi. Nei, ég geri það ekki. Hvers virði er ég, húsmóðirin? Sigrún Björk Ólafsdóttir skrifar: Svona mun ævisaga margra kvenna líta út árið 2032. - Þegar ég var 18 ára gömul kynntist ég fyrrverandi manni mín- um. Við giftum okkur. Ári seinna eignuðumst við okkar fyrsta barn. Þá kom fyrsta áfallið. Ég var hús- móðir og hafði ekki rétt.á fæðingar- orlofi, ég fékk hins vegar fæðingar- dagpeninga að fjárhæð 2.700 kr. í 6 mánuði. Maðurinn vann fyrir okk- ur og nýtti skattkort mitt. Þar kom annað áfall, hann mátti bara nýta 80% af skattkortinu. Með árunum eignuðumst við 3 börn til viðbótar og var ég ávallt heima til þess að hugsa um þau, svo og heimilið og eiginmanninn. Um tíma velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að setja börnin mín á leikskóla en komst svo að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að taka leikskóla- pláss frá öðrum sem þurftu frekar á því að halda og varð því ekkert úr því. Þegar börnin mín voru öll orð- in frekar stálpuð langaði mig til þess að fara út að vinna en eigin- maður minn taldi mig af því. Hon- um fannst óþarfi að ég tæki atvinnu frá öðrum. Með þessu taldi ég mig einnig vera að spara ríkinu fé og var ég nokkuð ánægð með það. Þegar ég var svo orðin 52 ára kom eiginmaðurinn minn heim og til- kynnti mér að hann vildi skilnað. Hann hafði kynnst annarri konu sem hann var orðinn ástfanginn af. Það var því ekki um annað að ræða fyrir mig en reyna að fá vinnu ein- hvers staðar. Ég fór og ætlaði að skrá mig atvinnulausa. Þá var mér tilkynnt að ég fengi engar atvinnu- leysisbætur þar sem ég væri „bara Já, hvers virði eru hinar margnota húsmæður? húsmóðir". Það var ekki auðvelt fyrir mig að fá vinnu þar sem ég hafði hvorki menntun né reynslu í neinu nema húsmóðurstarfinu en á endanum tókst mér þó að verða mér úti um hálfsdagsvinnu í mötuneyti. Þar fæ ég 310 krónur á tímann og vinn frá 9-13 fimm daga vikunnar. Á þessum tekjum gat ég ekki lifað svo að ég varð að sækja um félags- lega aðstoð. Af þessum launum mín- um greiði ég u.þ.b. 31.000 kr. á ári í lífeyrissjóð og veitir það mér ca hálfan punkt árlega. Þar sem ég greiddi ekki í lífeyrissjóð áður verð- ur þvi ellilífeyrir minn u.þ.b 5.300 kr. á mánuði. Ég verð því að segja eins og er: Ég kvíði ellinni. Ég sé ekki fram á ann- að en að ég verði að ómaga. Af þessu má glöggt sjá að ævistarf mitt við uppeldi á börnum mínum og að halda heimili sé einskis metið í okk- ar blessaða þjóðfélagi. Þvi spyr ég: Hvers virði er ég? Vill þá Jón Árnason skrifar: Hún hefur ekki tekið svo lítið rúm í fjölmiðlum hér, friðarumræð- an. Allir friðarsinnarnir, friðar- ömmurnar og ég veit ekki friðar- hvað og hvað. Ráðamenn hafa látið líklega og vilja t.d. virkja Höfðahús- ið þar sem leiðtogafundurinn var haldinn sællar minningar. En auð- vitað hefur ekki orðið neitt úr Óður til nýrrar aldar bókanna á þann hátt að lesandinn opnar hana - eins og af tilviljun - og les það erindi sem virðist eiga við hann hverju sinni, frekar en að um samhangandi efni væri að ræða. Maður er aldrei „búinn að lesa“ slíkar bækur. Þar sannast að það sem höfðaði til þín í gær getur opn- að nýja sýn í dag. Bækur Gunnþórs ættu að geta satt hvert hjarta sem hungrar eftir leiðarljósi Guðs. „Óður til nýrrar aldar“ felur í sér djúpa þrá og fram- tíðarsýn höfundar um betri og bætt- an heim, að á jörðinni muni loks skapast friður milli manna og ríkja, að kærleikurinn sem Kristur boðaði verði skilinn og meðtekinn, að mönnum muni þá takast að skapa hið langþráða friðarríki hér á jörðu, „svo sem á himni“. Ég óska höfundi og landsmönn- um til hamingju með þetta leiðar- ljós sem kemur nú út í formi bókar- korns með hækkandi sól. Ég gef höfundi að lokum orðið: „Sá dagur verður dýrlegur, þegar menn með ólikar trúarskoðanir hætta að tortryggja og níða skóinn hver af öðrum og leita í einu alls- herjar bræðralagi hins eina sanna Guðs eða lífsmáttarins æðsta og besta.“ Birna Smith skrifar: Við getum alltaf gengið að því vísu að á eftir vetri kemur vor og á eftir stormi logn. Það er lögmál lífs- ins að það birtir upp eftir hverja skúr. Nú, þegar trúarleiðtogar íslensku þjóðarinnar virðast fremur brýna sverð sín hver gegn öðrum en að leiða þjóðina í átt til ljóss og trúar kemur áttræður bóndi norðan úr Húnavatnssýslu með leiðarljós okk- ur til handa í formi lítillar bókar sem svo sannarlega ætti að geta leitt hvert mannsbarn á vit trúar, vonar og kærleikans. ILI§[liE)/a þjónusta allan sólarhringit — 5000 ^rfíilli kl. 14 og 16 Gunnþór Guðmundsson, bóndi og Ijóðskáid. „Óður til nýrrar aldar“ er önnur bókin sem Gunnþór Guðmundsson gefur út í þessu formi en sú fyrri hét „Óður til lífsins". Eins og Úlfur Ragnarsson getur um í formála bókarinnar er form enginn friðinn? neinu - bara tal, yfirlýsingar, mála- lengingar og marklaust bull eins og fyrri daginn. Gott og vel. Nú koma fram ekki færri en tveir menn sem báðir setja fram mikinn friðarboðskap í ræðu og riti og báðir orðaðir við framboð til forseta íslands. Maður skyldi nú ætla að allir friðarsinnar á íslandi tækju ærlega við sér, fognuðu þess- um talsmönnum friðar og flykktust til að styðja þá í ræðu og riti. - En ónei. Enginn vill lengur friðinn! Það er sennilega vegna þess að það er ekki sama hvaðan hann kemur. Hann verður víst bara að vera pólit- ískur eða koma úr munni einhvers kjaftaskúmsins í stjórnmálaflokk- unum. Nýsköpun skil- greind á ný Sigurbjöm skrifar: Þeir segja margt áhugavert hafa komið fram á ráðstefnu Evr- ópusambandsins hér á landi ný- lega um svonefnda „grænbók“ ESB. Aðallega var þama fengist við, að sögn, að skilgreina „ný- sköpun" upp á nýtt! Það var þó eftir þeim í Evrópu að basla við að koma nýrri skilgreiningu á það hugtak sem sérhverju bami er ofur ljós. Á ráðstefnu þessari var bent á nauðsyn þess fyrir ís- lendinga að laga sinar reglur og lög að því sem gerðist í Evrópu. Ráðstefnan snerist þó mest um að Evrópuríkin drægjust sífellt aftur úr Bandaríkjunum, t.d. varðandi nýtingu uppfinninga o.fl. Hvað er þá til Evrópu að sækja? Vonandi sleppum við undan klóm hennar. Viö sækjum þangað hvorki end- urbætur á lögum, reglum né ný- sköpun í neinni mynd. Dragdrottningar fínn þáttur Herborg og Harpa skrifa: Við viljum svara Sigfúsi sem skrifar I DV 6. þ.m. um sjón- varpsþáttinn Dragdrottningar á íslandi sem sýndur var í Sjón- varpinu. Sigfús spurði hvar í veröldinni væri boðið upp á slíkt „prógram“. Hvað meinar hann? Drag er þekkt hstform og ekki einsdæmi hér á landi. Honum fannst að ekki ætti að sýna „svona lagað" á besta sýningar- tima. En athugið eitt: Á laugar- dagskvöldum sýnir Enn ein stöð- in oftar en ekki „drag“, þ.e. þeir klæða sig í kvenmannsfót og herma eftir þekktum persónum. Þú minntist ekki á það, Sigfús. Okkur fannst þessi þáttur hin besta skemmtun og einn besti þáttur sem sýndur hefur verið í íslensku sjónvarpi. íslendingur, íslendingur... Margeii- skrifar: Það er orðið hálfhvimleitt aö lesa orðið íslendingur, íslenskur, ísland o.s.frv. í annarri hverri setningu í hinu ritaða máli okk- ar. Ekki er ég minni íslendingur en hver annar en þetta er orðið ansi hjákátlegt. Og eins og það er nú erfitt að skrifa þessi orö. Er ekki bara hægt að segja t.d. „við“ i stað íslendingar og „hér- lendis" í staðinn fyrir „á ís- landi“? Hvenær sér maður t.d. í bresku blaði klifað á „We, the British..."? í sömu greininni? Reynum að beina ættjarðarást- inni í sannfærandi farveg. Þögn á biskups- vettvangi Aðalsteinn liringdi: Enn heyrist ekkert frá emb- ætti ríkissaksóknara varðandi biskupsmálið. Þeir ætla líklega að þegja þetta mál í hel. Það skyldi þó aldrei vera fótur fyrir því sem ég las í lesendadálki DV fyrír nokkru að hér væri allt stjórnsýslukerfið í hættu. Ef hreyft væri við biskupi íslands riðaði pllt stjórnsýslukerfið til falls. Þá tækju að berast kærur á fleiri opinbera embættis- og ráðamenn fyrir meint misferli á hinum ýmsu sviðum. - Þetta er orðið afar pínlegt. Greiðslu- kortaklandur P.L.K. skrifar: Mér finnst greiðslukortafyrir- tækin vera farin að gera sig alltof heimakomin. Þótt maöur sé nú með kort á þeirra vegum má nú aldeilis fyrr vera. Nú er boðið upp á „electron debetkort" með: staðgreiðslukorti, hraðbanka- korti, ábyrgðarkorti og banka- korti. Ég vil ekkert af þessum viðbótarkortum, bara halda mínu greiðslukorti sem dugar mér vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.