Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 14
mennsku Gunnar og Ey- vindur Hrannar, sonur hans, sýndu Tilveru- mönnum stolt ís- lenskrar hesta- mennsku, Orra frá Þúfu, en I Gunnar er einn * eigenda Orra. tilveran ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI1996 Árni Geir Einarsson hestamaður: Fínt að byria með 150 þúsund króna hest „Ég var mjög ungur þegar ég byrj- aði að sniglast í kringum hrossin. Fjölskyldan var í þessu og það lá beinast við að maður færi í þetta líka. Ég á sex hesta sjálfur og hef hestamennskuna að mínu lifi- brauði. Ég vinn fyrir tamninga- menn og jú, jú, maður tórir,“ segir Árni Geir Einars- son sem Til- veran rakst á í Víði- dal á dögun- um. Aðspurður hvað hann mundi ráðleggja byrjendum að gera ef þeir ætl- uðu að fá sér hest Fakur sér um fakinn Arni Geir Einarsson segir merina hörkugóða og víst er að hún er glæsileg. DV-myndir GS segir Ami Geir að fjöldinn allur af mönnum sé á kafi í þessu, viti mik- ið um hesta og veiti allar nauðsyn- legar upplýsingar. „Þetta er orðinn stór hópur manna sem selja hross og þeir eru réttu mennirnir til þess að ráðleggja hverjum og einum. Þú verður vitan- lega að vita hvað þú vilt en ef þú vilt bara fá meðalhest þá geturðu það fyrir 150-200 þúsund krónur. Meginmálið er að marka sér sjálfur stefnu í þessu.“ Ámi Geir segir að ef vel eigi að vera þurfi menn að sinna hrossun- um tvisvar á dag. Menn þurfi að byrja í morgungjöfinni og síðan á kvöldin. Hann segir reyndar að auð- velt sé að kaupa alla þjónustu, margir geri t.d. út á að annast morg- ungjafirnar og síðan séu ýmis félög og einstaklingar sem leigi bása og selji ýmsa þjónustu. „Umhirða hrossanna er stór hluti af þessu sporti og margir vilja ekki vera án hennar þótt vissulega sé gott ef menn geta skipst eitthvað á að fara i húsin. Ég fer undantekn- ingarlaust á bak á hverjum degi og fæ mikið út úr því, útiveru, áreynslu og svo náttúrlega samneyti við þessar dásamlegu skepnur," seg- ir Árni. Sjöfn Ágústsdóttir í góðum félagsskap. Sá grái er Þorri og hinum megin er hryssan Fis. DV-mynd ÞÖK I útreiðartúr við Elliðavatn: Það besta frá stressi og amstri - segir Sjöfn Ágústsdóttir „Ég tók mér frí í morgun úr vinn- unni til þess að fara í reiðtúr. Það er svo sannarlega toppurinn á tilver- unni. Ég gerir töluvert að því að riða út og nýt þess að vera í félags- skap þessara ferfættu vina minna. Ég þarf ekki annan félagsskap en þá,“ segir Sjöfn Ágústsdóttir. Tilver- an hitti hana fyrir skömmu í útreið- artúr við Elliðavatn þar sem hún reið hryssunni Fis og hafði Þorra til reiðar. Þeir sem vilja eiga hest en nenna ekki, vilja ekki eða geta ekki hýst hann og gefið honum geta fengið Hestamannafélagið Fák og fleiri aðila til þess að hýsa hann og gefa honum yfir veturinn. Miðað við að hrossið komi I hús í byrjun desember og sé þar fram í byrjun júní kostar þjónustan hjá Fáki 65-67 þúsund krónur. Innifaliö í því er allt fóður og hirðing. Gefið er tvisvar á dag, spænir settir undir einu sinni á dag og mok- að undan, úr safnara, á fjögurra til sex vikna fresti. Hrossin hafa fengið ormalyf og lúsaduft og loks er hnakkageymsla inni- falin. Húsin eru alltaf full „Eigandinn þarf sjálfur að koma og hleypa hrossinu út, viðra það og kemba og sjá um járningar. Að öðru leyti sjáum við um það. Það eru ekki marg- ir sem bjóða upp á þessg þjón- ustu en húsin hjá okkur hafa alltaf verið full undanfarin ár. Það þýðir að við séum með yfir 400 hross og aðsóknin hefur aldrei verið eins og núna. Þetta segir okkur að fjölmargir vilja eiga hross en hafa ekki aðstæð- ur til þess að annast það,“ segir Sólveig Ásgeirsdóttir hjá Fáki. Sólveig segir ungt fólk sækja í vaxandi mæli í hestamennsk- una. - sv I hesthusinu eru allir jafnir - segir Gunnar Arnarson hrossaræktandi Sjöfn sagðist vera með skyldfólki sínu í hesthúsi og því þyrfti hún ekki að fara þangað daglega. Hún segist ekki hugsa um umhirðu hrossanna sem mikið starf. „Ég lít aUs ekki á þetta sem ein- hverja kvöð og hef ekki aðeins yndi af því að ríða út. Öll umhirðan er ánægjuleg, meira að segja að moka út.“ Aðspurð hvað fari í gegnum hug- ann á meðan hún sitji klárana segir Sjöfn það allra bestu hvíld sem hugsast geti. Hún velti mikið fyrir sér gróðrinum og fuglalífinu, hvað þetta eða hitt tréð hafi sprungið mikið út síðan hún sá það síðast og njóti bara útiverunnar út í ystu æsar. Ef eitthvað sérstakt brenni á í vinnunni komi það síðan vissulega fyrir að hún noti tímann til þess að hugsa um hana. „Þetta er samt besta sem til er til þess losna frá stressi og amstri dagsins," segir Sjöfn. -sv „Breiddin í hestamennskunni er geysimikil. Sumir eru að dunda sér með einn hest sér til ánægju og ynd- is og síðan eru aðrir sem eru með hundruð hesta og hafa þetta alfarið að atvinnu. Það besta við þetta allt saman er að í hesthúsinu eru allir jafnir. Þar er ekki spurt hvort þú komir úr bankastjórastólnum í eða bæjarvinn-1 unni,“ segir Gunn- ' ar Arnar- son hrossa ræktandi Gunnar segist hafa verið í hesta- í um 25 og sé jafn skemmtileg. Hann segist vera með um 80 hross og segir sölumálin ganga ágætlega. „Þaö hefur verið gróska í þessu undanfarin tíu ár og nú er komin mikil festa í grein- ina. Það er ljóst að hún á eftir að vaxa enn og fyrir þá sem hafa lag og dugnað er hægt að hafa ágætisaf- komu af þessu." Gunnar segir að vitaskuld sé aldrei gert nógu vel og nógu mikið fyrir at- vinnugrein eins og þá sem hér er rætt um en hins vegar sé það eflaust styrkur greinar- innar að hún hafi um all- langt Það getur tekið allt frá hálftíma og upp í tvo tíma að járna eitt hross. Hross- in eru eins misjöfn í skap- inu og þau eru mörg. Gustaf Loftsson heitir sá er járnar. skeið gengið sjálfala og þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Grein- inni hafi ekki verið att út í neina vitleysu með fljótfærnislegum ákvörðunum. -sv ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.