Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 25 Menning Barnaefni Sjónvarpsins eftirsótt erlendis: Jóladagatalið selt til þriggja landa - mikill heiöur, segir Sigríður Ragna, yfirmaður barnaefnis Myndasyrpa úr jóladagatali Sjónvarpslns 1994, Jól á leið til jarðar, sem selt hefur verið sjónvarpsstöðvum í þremur löndum Evrópu. Barnaefni sem Sjónvarpið hefur framleitt er i auknum mæli farið að vekja athygli erlendra sjónvarps- stöðva. Á það einkum við jóladaga- talið Jól á leið til jarðar, sem sýnt var fyrst fyrir jólin 1994, og barna- myndina Ása. Jóladagatalið hefur verið selt til tveggja landa og samn- ingar eru á lokastigi við þýska sjón- varpið ZDF. Samið hefur verið um sýningar á Ása í ástralska sjónvarp- inu en myndin var sem kunnugt er verðlaunuð á hátíð í Chicago i fyrra. Sigríður Ragna Sigurð- ardóttir er yfir- maður barna- efnis hjá Sjón- varpinu. Hún sagði í samtali við DV að jóla- dagatalið hefði verið selt til sænska sjón- varpsins, finnska sjónvarpsins YLE og nú síðast hófust samningar við ZDF, sem að öllum likindum munu ganga upp. Sjónvarpið hefur tekið þátt í sam- starfi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og verður á sjónvarpsmynda- hátíðinni Prix Jeunesse, stærstu kvikmyndahátíð sinnar tegundar í heiminum, sem í ár fer fram í Mún- chen í Þýskalandi í byrjun næsta mánaðar. Jóladagatalið Jól á leið til jarðar tekur þátt í lokakeppninni, en ein verðlaunin verða afhent af James Bond-leikaranum Roger Moore. Alls verða um 300 sjónvarps- stöðvar með efni á hátíðinni. Brúðurnar í dagatalinu voru unn- ar í Eistlandi, eftir handriti Frið- riks Erlingssonar. Hluti Friðriks í jóladagatalinu hefur hjálpað til við sölu þess en hann hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur, fékk m.a. verðlaun í Genf í fyrra fyrir handrit að myndinni Hreinn sveinn. Leikstjóri dagatalsins er Sigurður Örn Brynjólfsson og tón- list gerir Sigurður Rúnar Jónsson. Eftirvinnsla var í höndum Jóns Tryggvasonar. „Áhugi þýsku stöðvarinnar ZDF er mikill heiður fyrir okkur því hún er ein sú virtasta í Evrópu. Ég er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist. Þetta byggist auðvitað á því að fara út og kynna sínar afurðir. Leiðtogafundur 10 ára: Myndlistar- sýning í Washington Myndlistarsýning var opnuð i Was- hington DC i Bandarikjunum í byijun mai sl. í tilefni af 10 ára afmæli leið- togafundar Reagans og Gorbatsjovs i Höfða 1986. Sýningin fer fram i Martin Luther King bókasafnínu og stendur til 28. maí. Þetta er aðalbókasafh borgar- innar og fær um tvær milljónir gesta á ári. Á sýningunni, sem nefnist Brúar- smíð: Reykjavíkurfundurinn - Tíu árum síðar, eru verk þriggja lista- manna; Sigrúnar Jónsdóttur frá Is- iandi, Nancy Hamilton frá Bandarikj- unum og Bjotr Shapiro frá Rússlandi. Einnig eru sýndar ljósmyndir frá leið- togafundinum og tréútskuröur eftir Gunnar R. Gunnarsson. Verk hans, Vinátta, sýnir á táknrænan hátt sam- band íslands og Bandaríkjanna. Sýn- ingin er haldin á vegum sendiráða ís- lands og Rússlands i Washington. Hátt á annað hundrað manns voru viðstadd- ir opnunina. -bjb Öðruvísi hefst þetta ekki. Við þurf- um að gera þær kröfur til fram- leiðslunnar hjá okkur að við getum kynnt hana erlendis til sýninga. Við erum alltaf að kaupa sjónvarpsefni en höfum til þessa selt lítið í stað- inn. Vonandi höfum við náð að koma okkur á kortið,“ sagði Sigríð- ur Ragna. Kostnaður við framleiðslu jóla- dagatalsins var i kringum 11 millj- Árbók Myndlista- og handíðaskól- ans 1996 er komin út í tengslum við útskrift 42 nemenda frá skólanum. Bókin er unnin af þriðja árs nemum í veglegu broti. Kynning á lokaverk- efnum þeirra fer fram á vorsýningu í Laugarnesi. Sýningin hófst sl. laugardag og stendur til sunnudags- ins 19. maí. Nemendur sem útskrifast úr mál- un eru Ágúst Eiðsson, Berglind Sva- varsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Brynja Dís Björnsdóttir, Elín Guð- munda Jóhannsdóttir, Gunnar Þ. Jónsson, Gunnhildur Kr. Björns- ónir króna, enda eitt umfangsmesta verkefni sem Sjónvarpið hefur ráð- ist í á sviði barnaefnis. Að sögn Sig- ríðar liggur ekki fyrir hvað daga- talið hefur fært sjónvarpinu í tekjur en vonast eftir að náist upp í kostn- að. Langmest af framleiðslu innlends efnis í sumar fer í barnaefni. Að sögn Sigríðar verða þrjú verkefni í gangi. í fyrsta lagi nýtt jóladagatal dóttir, Kristín Sigurðarsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir og Ólöf Kjaran Knudsen. í skúlptúr útskrifast Lilja Sigrún Jónsdóttir, Linda Heide Reynisdótt- ir, Liné Ringtved Þórðarson, Ólöf Jónína Jónsdóttir, Ólöf Þóranna Hannesdóttir og Sigríður Erna Ást- þórsdóttir. í grafík útskrifast Einar Gíslason, Eirún Sigurðardóttir, Páll Heimir Pálsson og Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Grafiska hönnun klára Bárður Bergsson, Guðbjörg Björns- dóttir, Halldóra Guðrún ísleifsdótt- ir, Hjalti Þorvaldsson, Hrafn Áki fyrir næstu jól sem unnið er eftir handriti Þorvalds Þorsteinssonar og í leikstjórn Ragnheiðar Thorsteins- son. Samnorræn sjónvarpsmynd verður tekin upp í leikstjórn Egils Eðvarðssonar eftir handriti Jennu Jensdóttur um Mýslu litlu. Þá verð- ur framleidd barnamynd í samstarfi við EBU sem nefnist Tréð. Handrit- ið er eftir Jón Egil Bergþórsson sem jafnframt leikstýrir. -bjb Hrafnsson og Leó Þór Lúðvíksson. í leirlist útskrifast Árný Birna Hilmarsdóttir, Erna Jónsdóttir, Fanney Erla Antonsdóttir, Jóna Guðlaug Sigurðardóttir og Sigrún Nikulásdóttir. Úr textíldeild útskrif- ast Arnbjörg Gunnarsdóttir, Áslaug Davfðsdóttir, Erna Steina Guð- mundsdóttir, Linda Þorvaldsdóttir og Steinunn Björg Helgadóttir. Loks útskrifast úr fjöltæknideild þau Að- alsteinn Stefánsson, Ómar Smári Kristinsson, Ragnheiður Ólafsdóttir og Þóroddur Bjarnason. -bjb Árbók Myndlista- og handíðaskólans 1996 komin út: Vorsýning á verk- um 42 útskriftar- nema frá skólanum Spegill undir fjögur augu Út er komin á bók ljóðabálkurinn Spegill undir fjögur augu eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur. Bókin er gefin út í minningu Jóhönnu sem lést af slysförum í Frakklandi 8. mai á síö- asta ári. Dóttir Jóhönnu, Álíheiður Hanna Friðriksdóttir, sá um útgáf- una í samráði við Mál og menn- ingu. Kápu og útlit hannaði Ólöf Bima Garðarsdóttir. Ljóðabálkurinn var á loka- vinnslustigi er Jóhanna lést. í kynningu á bókarkápu segir Soffla Auður Birgisdóttir m.a.: „Spegill undir íjögur augu er margslunginn ljóðabálkur sem hef- ur tungumálið sjálft að aðalvið- fangsefrii, mál skáldskaparins sem fest er á blað með hinu „svarta sæði Satúrnusar" blekinu. Textinn býr yfir ísmeygilegum húmor og íroníu en burðarás bálksins er sterkur ljóðrænn strengur." Jóhanna sendi frá sér ýmis rit- verk. Má þar nefna matreiðslubók- ina Matur er mannsins megin (1982), Á besta aldri, bók um breyt- ingaskeið kvenna í samráði við Þuríði Pálsdóttur (1987), ljóðabók- ina Guð og mamma hans (1994) og Til vonar og vara, þríleik fyrir Kaffileikhús Hlaðvarpans. Auk þess hafa birst frumsamin og þýdd ljóð í ýmsum blöðum, tímaritum og sýn- isbókum. Aðalfundur Alli- ance Fran^aise Alliance Franpaise í Reykjavík heldur sinn árlega aðalfund í kvöld í franska bókasafninu, Austurstræti 3. Alliance Frangaise er íslenskt menningarfélag, stofnað í Reykja- vík 1911. Forstöðumaður, sem nú er Colette Fayard, er ávallt franskur og ber samkvæmt samningum við íslensk stjórnvöld að gegna stööu sendikennara við Háskóla íslands. Félagið er einnig skóli og menning- armiöstöð með myndarlegu bóka-' safni og býður upp á frönskunám- skeið fyrir byrjendur og lengra komna. Félagið hefur staðið fyrir fyrirlestrum, sælkerakvöldum, vín- smökkunarnámskeiðum og ljóða- kvöldum. Hjörvar sigraði í smásagna- keppni MENOR og Dags Úrslit í smásagnasamkeppni Menningarsamtaka Norðlendinga, MENOR, og dagblaðsins Dags voru kunngerð á Akureyri rnn helgina. Tuttugu og fimm sögur bárust i keppnina, sem haldin var í fjórða sinn. Fyrstu verðlaun hlaut Hjörvar Pétursson fyrir söguna Grettir. Önnur verðlaun komu í hlut Snæ- fríðar Ingadóttur fyrir söguna Daga- talið og þriðju verðlaun hlaut Hilm- ar Trausti Haraldsson fyrir söguna Endurfundir. Hjörvar Pétursson er 24 ára gam- all, búsettur á Hólum í Hjaltadal. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1992 og lýkur í vor BS-námi í líf- fræði við Háskóla íslands. Hjörvar hefur fengist töluvert við að skrifa smásögur og ljóð, en þetta er í fyrsta sinn sem hann fær viður- kenningu fyrir skrif sin. í dóm- nefndinni voru Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir menntaskólakenn- ari, Kristján Kristjánsson dósent og Vigfús Björnsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.