Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 Bandaríski leikstjórinn Robert Altman er hér í félagsskap bresku leikkonunnar Miröndu Richardson, t.v., og hinnar bandarísku Jennifer Jason Leigh. Mynd Altmans, Kansas City, þar sem þær stöllur leika, tekur þátt í keppninni um gullpálmann en hann verður nú veittur í 49. sinn. Símamyndir Reuter Kvikmyndaveisla Urmull af kvikmyndastjörnum, leik- stjórum, sölumönnum, brjóstaberum stúlkum, fyrirsætum og áhugamönnum um kvikmyndir einkennir sem fyrr kvikmyndahátíðina í Cannes á Miðjarð- arhafsströnd Frakklands. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og lýkur ekki fyrr en á mánudag. Sharon Stone stal senunni í fyrra og varð drottning hátíðarinnar. En henni mun ekki takast að stela senunni annað árið í röð en mynd hennar Diabolique, þar sem hún leikur andstpænis Isabellu Adjani, fékk hræðilega dóma hjá banda- riskum gagnrýnendum og því var hætt við að fara með hana tU hátíðarinnar. Óstaðfestar fréttir herma að ósætti mUli Stone og hinar skapheitu Adjani hafi verið orsök þess að myndin var ekki sýnd á hátíðinni auk þess sem Stone hafi ekki verið aUt of hrifin af þeirri hugmynd að þurfa að deUa kastljósinu með Adjani. Því hafi hún komið með fangelsismynd sína Last Dance, eða Síð- asti dansinn, í staðinn. Kvikmyndafólkið notar Internetið tU að koma sér á framfæri en hátíðin sjálf er einnig með heimasíðu þar sem lesa má um hverjir koma og fara og hverjir eru hvar. En besta og skemmtilegasta heimasíðan kemur frá Spike Lee. Mynd hans Girl 6 tekur ekki þátt í keppni 22 mynda um gullpálmann en var engu síð- ur sýnd á miðnætursýningu að við- stöddu fjölmenni. Reuter Sviðsljós Föngulegar stúlkur setja alltaf svip sinn á Cannes-hátiðina. Hér er fyrirsætan Eva Herzigova borin á öxlum ókunnugs manns til frumsýningar-'á mynd franska leikstjórans Arnauds Desplechins. i l Aukablað um KNATTSPYRNU Mibvikudaginn 22. maí mun efnismikið aukablað um knattspyrnu fylgja DV. I blaðinu verða 1. deildar liðin í knatt- spyrnu kynnt. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í DV þann dag vinsamlega hafi samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 hið fyrsta. Vinsandega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fóstudagurinn 17. maí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. Breska fyrirsætan Naomi Campbell smellir hér rembingskossi á varir fylgd- armanns síns en þau voru á leið til miðnætursýningar á Girl 6, kvikmynd Spikes Lees. Símamynd Reuter Stúlka númer sex Spike Lee er mættur á Cannes-há- tíðina með mynd sína Girl 6 eða Stúlka númer sex. Myndin, sem fjallar um símaþjónustu vændis- kvenna, tekur ekki þátt í keppninni um guUpálmann en var sýnd á sér- stakri miðnætursýningu á laugar- dagskvöld. Lee kynnir myndina á sérstakri heimasíðu á Intemetinu. Þar má sjá brot úr myndinni, hlusta á tónlist eftir Prince og áköf hrósyrði frá Quentin Tarantino. Slóð Stúlku sex á Intemetinu er http://www.gir!6.com. ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.