Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 29
PRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 33 Menning Nálgun við sjálfs- vitund þjóðar Birgir Andrésson á sjónþingi í Gerðubergi og Sjónarhóli Frásögnin hefur frá öndverðu verið ríkur þáttur í íslenskri myndlist. Frumforsenda myndlist- ar frá fyrstu árum íslandsbyggðar og allt fram á þessa öld var að segja sögu. Birgir Andrésson, sem kynnti list sína á sjónþingi um helgina, er í mörgum verka sinna að grafast fyrir um rætur mynd- menningar okkar, sýna fram á sér- kenni hennar og frásagnarmáta. Á Feneyjatvíæringnum á síðasta ári var Birgir fulltrúi íslands og sýndi þar m.a. ullarfána í sauðalitunum og blýantsteikningar af tóftabrot- um íslenskra torfbæja. í slíku al- þjóðasamhengi er tvíbent hvort svo þjóðernisleg uppstilling hafi nei- kvæð eða jákvæð áhrif. Sé nánar grafist fyrir um ástæðurnar að baki slíkri list hlýtur þörfin á þjóð- legri sjálfsvitund að koma fljótlega upp á yfirborðið. Myndmenning landans hefur nefnilega ekki verið eins sýnileg og nágrannaþjóðanna, sem við erum jafnan að bera okkur saman við, hvað þá annarra Evr- ópuþjóða sem státa velflestar af aldagömlum höllum uppfullum af fagurlistum. Birgir Andrésson 1976. Ljósmyndaðar eyktir og þjóðlegar lágmyndir Birgir var einn þeirra nemenda Magnúsar Pálsson- ar í Myndlista- og handíðaskólanum sem mynduðu kjarnann í því sem þá kallaðist deild í mótun, síðar nýlistadeild, loks fjöl- tæknideild. Magnús varð mikill áhrifavaldur hinna ungu listamanna, ekki síður en félagi. Hann fékk Birgi til að sýna með sér meðan hann var____________ enn nemandi og meðal þess sem Birg- ir sýndi var röð ljósmynda af eyktarmörkum, séðum frá bæ gamals bónda í Hækingsdal í Kjós. Endurgerð röð þessara sjö ljósmynda er á sýningu á eldri verk- um Birgis í Gerðubergi. Önnur athyglisverð myndröð en nokkuð annarrar ættar er af Birgi að múra upp í dyrnar á Gallerí SÚM fyrir réttum tuttugu árum. Ljósmynd af listamanninum að blása upp moldarbarð er ber titilinn Náttúruspjall vísar fyrst og fremst til sjálfsmynda Sigurðar Guðmundssonar. Uppistaða eldri verka Birgis í Gerðubergi er hins vegar lág- myndir, annars vegar nokkur verk er bera titilinn Stjörnumerki (frá 1986), gerð úr offsetplötum og steypustyrktarjárni, og hins vegar verkið Fundin ný lönd frá 1994, þar sem misupphleyptir landshlutar á íslandskorti úr gifsi og hrútshornalampar skapa skemmtilega þjóðlegan blæ. Myndlist Olafur J. Engilbertsson Nálægð, ímyndir, litir Nýrri verkin á Sjónarhóli eru mörg hver lítið nýrri en þau í Gerðubergi. Raunar kom í ljós á sjónþinginu að mörg eldri verka Birgis eru glötuð og hefði gjarn- an mátt endurgera fleiri fyrir sýn- inguna. Á Sjónarhóli eru hins vegar mest áberandi „portrett" þar sem meginuppistaðan er letur á lituðum grunni. Hér er um silkiþrykk að ræða af mannlýsingum líkt og þær hafa tíðkast í gegnum Islandssöguna, allt frá íslendingasögum til jólabóka og minningar- greina samtímans. Yfirskrift sýningarinnar er Ná- lægð, ímyndir, litir og það eru einmitt þessi viðfangs- efni sem Birgir er að fást við í dag, fyrst og fremst út frá spurningunni um hvað.er séríslenskt. Bókverk Birgis í gegnum tíðina fjalla jafnframt um þessi efni. Nálægð frímerkis frá prentunarsjónarmiði vísar til kynna Birgis af prenti og graflskri hönnun. Hér eru sérstaklega áhugaverðir þrír skápar gerðir út frá út- litshönnun gamals frímerkis. Þó ekki sé yflr jafnlang- an feril að fara og á fyrri sjónþingum er mikils um vert að Gerðuberg og Sjónarhóll skuli á þennan hátt standa að kynningum á samtímalistamönnum sem alltof sjaldan fá inni á ljósvakamiðlunum fyrir við- horf sín. Sýningin á Sjónarhóli stendur til 30. maí en til 28. júní í Gerðubergi. Fréttir Kveikt í ibúðarhúsi við Stórholt: Vöknuðu viðreykí morgun „Ég hélt fyrst að sá sem býr í kjallaranum væri að grínast. Hann kom og sagði að búið væri að kveikja í húsinu," segir Ríkey Ingi- mundardóttir myndhöggvari sem vaknaði upp við það um miðja nótt í nótt að búið var að henda logandi rusli inn um kjallaraglugga. „Það var heppni að maðurinn í kjallaranum var heima. Annars hefði eldurinn kraumað þar í alla nótt og þá er útilokað að segja til um hvað hefði gerst,“ segir Rikey. Skemmdir urðu nokkrar af reyk og einnig brann teppi í kjallaranum. Ríkey hefur ekki hugmynd um hver var þarna að verki. Brennuvargur- inn skildi þó eftir orðin „die fuck“ krotuð á húsvegginn. -GK Ekiö á 10 ára dreng Ekið var á 10 ára gamlan dreng á reiðhjóli við Öskjuhlíð í gærkvöldi. Drengurinn var ekki með hjálm og var. hann fluttur á slysadeild. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður. -GK Ríkey Ingimundardóttir myndhöggvari varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynsiu í morgun að logandi rusli var hent inn í kjailarann á húsi hennar.Töluverðar skemmdir urðu af reyk. DV-mynd S Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 9. sýn. Id. 18/5, bleik kort gilda, fid. 23/5, föd. 31/5. Síöustu sýningar. HIÐ LJÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Föd. 17/5, föd. 24/5, Id. 1/6. Sýningum fer fækkandi! fslenska mafían eftir Einar Karason og Kjartan Ragnarsson Fid. 16/5. Allra síðasta sýningl! Tilboð: Tveirfyrireinn! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Alheimsleikhúsiö sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur Fid. 16/5, laus sæti, föst. 17/5, uppselt, 50 sýning Id. 18/5, laus sæti, fid. 23/5, föd. 24/5, örfá sæti laus, fid. 30/5, föd. 31/5, laud. 1/6. Síðustu sýningar. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Aukasýningar Id. 18/5, örfá sæti laus, fid, 23/5, föd. 31/5. Síðustu sýningar! Höfundasmiðja L.R. Laugardaginn 18. maí kl. 16.00 Mig dreymir ekki vitleysu - einþáttungur eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Miðaverð 500 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Tilkynningar Ferðaklúbburinn Flækjufótur efnir til helgarferðar á Snæfellsjök- ul helgina 17.-19. maí nk. Vegna for- falla eru nokkur sæti laus. Uppl. í síma 557 2468 eftir kl. 17 á daginn. Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir tveggja daga námskeiði í sálrænni skyndihjálp - stórslysa- sálarfræði (áfallahjálp) 15. og 22. maí n.k. Kennt verður frá kl. 18 til 21 báða dagana. Námskeiðið er ætl- að fyrir alla þá sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysasálarfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttak- endur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu syiði. Námskeiðshaldari verð- ur Lárus H. Blöndal sálfræðingur. Kennslustaður Fákafen 11, 2. hæð. Skráning í síma 568 8188 frá kl. 8 til 16. Námskeiðsgjald er aðeins 2000 kr. Slysavarnakonur í Reykjavík Látið vita um þátttöku í sum- arferðalaginu fyrir 18. maí. Sími 562 6601, Guðrún, og 581 4548 Svala. Kynnisferð um Snæfellsnes Ferðaþjónustuaðilar á Snæfellsnesi bjóða þér í kynnisferð um Snæfells- nes þar sem lögð verður áhersla á að kynna þá þjónustu sem er í boði, auk ferðamöguleika. Lagt verður af stað frá BSÍ fóstudaginn 17. maí kl. 18. Sjáir þú þér fært að koma og njóta þess sem náttúra Snæfellsness hefur upp á að bjóða, þá vinsamlega hringdu í síma 438 6630 í dag, 14. maí. ÞJÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Ld. 18/5, nokkur sæti laus, sud. 19/5, nokkur sætl laus, fld. 30/5. SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare 6. sýn. á morgun, 7. sýn. fid. 16/5, 8. sýn. föd. 31/5. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 18/5 kl. 14.00, sud. 19/5 kl. 14.00. Ath. fáar sýningar eftir. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir Ivan Menchell Á morgun, fid. 16/5, föd. 17/5, örfá sæti laus, fid. 23/5, næstsíðasta sýning, föd. 24/5, síðasta sýning. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Mvd. 15/5, uppselt, fid. 16/5, laus sæti; föd. 17/5, uppselt, föd. 31/5., uppselt. Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá ki. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tapað fundið Gamalt kvengullúr tapaðist 8. maí í Gnoðarvoginum. Vinsamlega hringið í síma 581 1069. Tvíhjól í óskilum í Hlíðunum síðan 20, -apr- íl. Upplýsingar í síma 561 0216. DANMÖRK Verð frá kr. hvora leið með flug- vallaskatti og greiðslukorta- afsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur 5505999 Smá- auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.