Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 Fréttir Tveir illa haldnir íslendingar höfðust við undir yfirbreiðslu við sendiráð í Bangkok: Litu út eins og lík og ég hugaði þeim ekki líf segir Karl Hjaltested - færist í vöxt að íslendingar í Taílandi leiti aðstoðar „Við áttum erindi í danska sendi- ráðið í Bangkok út af vegabréfsárit- un. Þegar þangað kom lágu tveir ís- lendingar úti á túni við bygginguna undir yfirbreiðslu sem sendiráðið hafði útvegað þeim. Þeir litu hrein- lega út eins og beinagrindur, hend- urnar útétnar í moskítóbitum og gröftur vall úr augunum á þeim. Þeir voru eins og lík. Annar gat tal- að í örfáar mínútur þangað til hann gafst upp. Ég gat ekki spurt hann að nafni en hann stundi upp: „Ég vil fara heim". Hinn lá alveg bjargar- laus. Það var mjög óhugnanlegt að horfa upp á þetta. Þegar við fórum reiknaði ég ekki með að þessir menn héldu lífi þó svo að þeir kæmust fljótlega undir læknishend- ur," sagði Karl Hjaltested sem ný- lega var á ferð í Taílandi þar sem hann gekk fram á tvo íslendinga nær dauða en lífi. Karl sagði danska sendiráðið hafa verið að vinna að því að fá upplýs- ingar frá íslandi um hvað gera ætti við mennina. Bjarni Sigtryggsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við DV reyndar ekki kannast við tvo umrædda ógæfumenn en sagði að fjórar beiðn- ir um' aðstoð hefðu borist frá Taílandi vegna íslendinga á einni viku nýlega - um það leyti sem Karl hitti mennina tvo fyrir þremur vik- um. „Taíland er sá staður erlendis þar sem mest virðist vera um íslend- Karl Hjaltested gekk fram á tvo Is- lendinga í Taílandi nær dauða en li'f i. inga sem svona er ástatt fyrir. Sem dæmi má nefna að nýlega komu fjögur svokölluð aðstoðarmál upp í Taílandi á einni viku. Þar af varð að senda einn heim til íslands sem var orðinn sjúklingur af völdum fikni- efnaneyslu og síðan kom beiðni um leit að öðrum íslendingi sem ekki hefur fundist enn þrátt fyrir ítrek- un," sagði Bjarni. „Þetta endurspeglar að það er mikið um íslendinga á Taílandi og mikið af fólki sem vantar aðstoð. Það er vissulega ekki hægt að setja menn í farbann. Ýmsir hafa komið sér til Taílands til að búa ódýrt, þarna er gott loftslag og margt er ódýrt. Menn fara hins vegar ekki þangað til að vinna. Þetta er ákveð- in sneið af samfélaginu sem sest þarna að." Bjarni sagði að beiðnir kæmu gjarnan um peninga fyrir mat, vegna slysa eða afbrota. „Mönnum er veitt brýnasta hjálp og stundum er fólk aðstoðað við að komast heim. Einnig hefur þurft að hjálpa mönnum til að komast úr fangelsi og þeim veitt lögfræðiaðstoð. Menn sem eiga ekki fyrir mat eru líklegri til að lenda í afbrotum. Þetta eru menn á öllum aldri, ef marka má fjölda þeirra sem leita aðstoðar. Það hefur færst í vöxt að aðstoðar sé leitað vegna slysa, sjúkdóma eða al- mennra báginda," sagði Bjarni Sig- tryggsson. Sjónarmið landlæknis vægast sagt einkennilegt - segir Skúli Johnsen, héraðslæknir í Reykjavík ídag verða kynnt úrslit í Ijósmyndasamkeppni grunnskólanema um umferð- armál. Það voru nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskólans sem tóku þátt í keppninni. Veitt verða 10 verðlaun fyrir bestu myndirnar að mati dómnefnd- ar. Umferðarráð stendur fyrir keppninni í samstarfi við menntamálaráðu- neytið, Kodak Express, Sjóvá-Almennar og DV. I tilefni af grein í DV 14. maí þar sem landlæknir lýsir því yfir að til- lögur um að leggja Heilsuverndar- stöðina niður í núverandi mynd séu í anda skoðana hans vill Skúli John- sen, héraðslæknir í Reykjavík, koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. . „Héraðslæknum er ætlað að fylgj- ast með því að fylgt sé lögum og reglum um heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismál. Hér í Reykjavík er langt frá því að það hafi komist í framkvæmd og sé látið gilda um heilsugæslu og aðra læknisþjónustu í borginni," segir Skúli. „Af tíu heilsugæslustöðvum sem eiga að vera hér eru aðeins fjórar í fullnægjandi húsnæði, fimm í ófull- nægjandi húsnæði og einu hverfi er engin heilsugæslustöð. Heilsuvernd- arstöðin er ein af heilsugæslustöðv- unum í borginni samkvæmt lög- um," segir Skúli. Eins og málin eru nú kemur ekki til greina að leggja starfsemi hennar niður að mati hans. „Héraðslæknum er líka ætlað, samkvæmt lögum, að annast umsjá með öllu heilbrigðisstarfi og sam- ræma það. Það kemur að mínu áliti ekki til greina að flytja stærstu heilsuverndargreinarnar eins og barnavernd, mæðarvernd og berkla- varnir undir umsjón sjúkrahúsa sem annast fyrst og fremst bráða- lækningar. Það er alls staðar viður- kennnt að þá verður heilsuverndin útundan. Það er satt að segja mjög mikill munur á sjónarmiðum landlæknis núverandi og til dæmis sjónarmið- um Vilmundar Jónssonar sem átti hugmyndina að byggingu Heilsu- verndarstöðvarinnar." t ljósi þess sem er að gerast víða erlendis er það vægast sagt ein- kennilegt sjónarmið, telur Skúli, að taka þá áhættu að heilsuverndin bíði mikinn hnekki. „Þegar ég hafði fengið að sjá bréf landlæknis til ráðherra sendi ég ráðherra, sem sérstakur ráðgjafi hans í málefnum heilbrigðisþjónust- unnar í Reykjavík, mótmæli gegn erindi landlæknis. Þar lagði ég rík- asta áherslu á að breytingar á starf- semi Heilsuverndarstöðvarinnar kæmu ekki til greina," sagði Skúli. -ÞK Dagfari Funk á Isafirði ísfirðingar gera það ekki enda- sleppt. Fjögur hundruð fimmtíu og tveir kjósendur í hinu nýja sveitar- félagi á ísafirði og í nágrannasveit- unum greiddu Funklistanum at- kvæði sitt. Það reyndist mun meira heldur en Framsóknarflokk- ur, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag, Kvennalisti og óháðir fengu hver um sig. Reyndar treystu þrír síðastnefndu flokkarn- ir sér ekki til að bjóða fram sjálf- stætt og oddviti F-listans telur að úrslitin sýni að mikil hræðsla hafi gripið um sig vestur þar um að Sjálfstæðisflokkurinn næði meiri- hluta. Þess vegna hafi rúmlega fjögur hundruð og fimmtíu kjós- endur greitt Funklistanum at- kvæði sitt. Það er sem sagt niðurstaðan að vestur á fjörðum hafa gömlu flokk- arnir ýmist ekkert fylgi eða þá að kjósendur eru svo hræddir við þá að þeir kjósa eitthvað allt annað yfir sig á þeirri forsendu að allt sé betra en íhaldið! Svo eru menn hissa á því að krakkar í framhaldsskólanum fái fylgi! Menn eru hissa á því að Funklistinn skuli hafa komið út sem sigurvegari í kosningunum fyrir vestan. Liggur ekki alveg ljóst fyrir að þetta var eina úrræðið sem krakk- arnir, og fullorðna fólkið sem enn þá er með viti þar vestra, hófðu. Strákarnir sem buðu sig fram fyrir hönd Funklistans segja að framboðið hafi bæði verið í gríni og alvóru. Grínið er fólgið í því að enn er til fólk vestur á fjörðum sem heldur að best sé að kjósa gömlu flokkana. Það er enn þá svo gamal- dags. Og það er í rauninni rosalega fyndið að ntönnum skuli enn þá detta í hug að bjóða fram í nafhi gamalla flokka og halda að fólk vilji enn þá kjósa þá. Kannskí er þaö gert upp á grín og kannski þannig er nýja fram- boðið með grín í sambandi við kosningarnar að sýna fram á að grinistarnir eru enn þá lifandi og hafa gaman af því að gera gys að gömlum flokkum með því að kjósa þá. Alvaran með Funkframboðinu er hins vegar fólgin í því að krakk- arnir sem tóku sig til og buðu fram sáu að sveitarstjórnarkosningar eru alvörumál og nýtt sameinað bæjarfélag getur ekki risið nema ný öfl komi til skjalanna. Alvara málsins er sú að kjósendur fyrir vestan höfðu engin úrræði og enga útgönguleið nema þetta Funklista- framboð sæi dagsins ljós. En gríninu var ekki lokið með kosningaúrslitunum. Sigurvegarar kosninganna, funklistamenn, sáu náttúrlega ástæðu til að fylgja sigrinum eftir og óska eftir æðstu embættum. Húmórinn var hins vegar ekki meiri en svo hjá hinum flokkunum að þeir héldu að þetta væri grín og menn vissu ekki hvert þeir ætluðu að komast fyrir hneykslun á þeirri frekju Funklist- ans að óska eftir embættum. Grínið heldur sem sagt áfram í því formi að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur ætla að mynda meirihluta þrátt fyrir kosningaúr- slitin og þrátt fyrir þá staðreynd að kjósendur eru búnir að lýsa frati á þá. Þeir ætla ekki að taka mark á kjósendum og þeir ætla að halda áfram að halda að þeir skipti ein- hverju máli. Fullorðið fólk fylgist ekki lengur með tímanum. Það skilur ekki að æskan í framhaldsskólunum er að reyna að koma vitinu fyrir samfé- lagið og vill losna við gömlu flokk- ana. Fullorðna fólkið heldur að það sé grín þegar krakkarnir eru í al- vóru að benda á að nú sé þessu gríni með gömlu flokkana lokið. Nú eigi alvaran að taka við. Svona getur alvaran snúist.upp í and- hverfu sína og grínið'orðið að gríni gagnvart þeim sem ekki hafa húmor og skilja ekki að verið er að gera grín að þeim með því að verða að athlægi sjálfir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.