Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 5
4 t MIÐVIKUDAGUR 15. MAI1996 Fréttir Skýringa leitað á að grínframboð vinnur stórsigur á norðanverðum Vestfjörðum: Eru að mótmæla því að öll forysta hefur tapast í atvinnumálum - segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða Myndlistarpappír 15% aísláttur til I 5. júní BYGGGARÐAR 7, 170 SELTJARNARNES S.56I 2141 >FAX56I 2140 „Það eru auðvitað merkileg tíðindi þegar grínframboð fær umtalsvert fylgi og það er ekki nóg að tala bara um pótitíska þreytu og almenna óá- nægju með aðra flokka. Það sem hér hefur gerst er að um 250 fullorðnir kjósendur láta ráðandi öfl i bæjarstjórn vita að þeir eru ósátt- ir við að ísafjörður hefur tapað allri forystu i atvinnumálum. Þetta er ekki þreytt fólk heldur fólk sem vill að- gerðir," sagði Pétur Sigurðsson, for- seti Alþýðusambands Vestfjarða, þeg- ar hann bar beðinn um skýringar á miklu fylgi Funklistans í bæjarstjórn- arkosningunum í væntanlegum ísa- fjarðarbæ. „í upphafi skuttogaraaldar hafði ísafjörður forystu. Hér voru sterkustu útgerðarfélögin og útgerðarmenn í öðrum landshlutum litu upp til ísa- fjarðar. Nú er helst hægt að segja að við höfum forystu í rækjuveiðum en það er ekki meira en svo. Mörgum ís- firðingum líkar ekki þessi öfugþróun og láta vita af þvi," segir Pétur. Þórarinn Ævarsson með verðlaunagripina frá Las Vegas. DV-mynd GVA íslenskur verslunarstjóri maður ársins hjá Domino's Pizza: Seldi 150 þúsund pitsur fyrir 114 milljónir i „Þetta er mjög mikill heiður. Ekki bara fyrir mig heldur alla starfsemina hérna heima," segir Þórarinn Ævarsson, rekstrarstjóri hjá Domino's Pizza á íslandi, sem er að vonum ánægður því hann var á dögunum kjörinn maður ársins hjá fyrirtækinu sem er með verslanir úti um allan heim. „Domino's Pizza á Grensásvegi var næstsöluhæsta verslunin í heiminum í dollurum í fyrra og er þá ekki miðað við höfðatölu eða neitt svoleiðis. Japanir voru hæstir. Verslunin hérna á Grensásveginum var einnig í öðru sæti miðað við magn seldra pitsa. Japanir komust ekki á blað í fjölda seldra pitsa. Það var hins vegar Domino's verslun í Kanada sem seldi flestar pitsur," greinir Þórarinn frá. Alls seldust um 150 þúsund pitsur hjá Domino's Pizza á Grensásveginum í fyrra fyr- ir um 1,7 milljónir dollara eða um 114 milljónir íslenskra króna. Mesta söluaukning hjá verslunum Dom- ino's um aEan heim var hjá verslun- inni á Höfðabakka. Þórarinn var kjörinn maður árs- ins í hófi í Las Vegas þar sem um 2 þúsund manns voru saman komin. „Það er valinn verslunarstjóri árs- Hrafnkell A. Jóns^on: Vinnur fyrir Olaf „Ég er að vinna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, ég hef aðstoðað ásamt góðum hópi manna við að koma í gang starfi, fá menn til að hafa með- mælendalista. Ég mun leggja það af mórkum sem ég hef tíma til og getu til að hann nái góðri kosningu," sagði Hrafhkell Á. Jónsson verka- lýðsformaður á Eskifirði. -ÞK ins á hverju ári og keppa heimsálf- urnar sín á milli. É'g fór til Hollands í febrúar og keppti við nokkur hundruð verslunarstjóra frá Evrópu og sigraði. I Las Vegas kepptu svo sigurvegararnir frá hverri heims- álfu og svo Bandaríkjunum. Við fór- um þrír frá fslandi og sópuðum að okkur öllum verðlaunum sem hægt er að vinna." Þórarinn segir velgengni í sölu á Domino's pitsum á Islandi ekki hafa komið á óvart ytra. „Þegar við opn- uðum 1993 seldum við fleiri pitsur og fyrir meiri pening en áður hafði þekkst í sögu fyrirtækisins. Við tók- um hins vegar ekki þátt í keppni fyrr en nú." Verðið á pitsunum á íslandi er ekki langt yfir því sem gerist er- lendis, að sögn Þórarins. „Meðal- verð á pitsu hér er 11 til 12 dollarar og er pá fjölda pitsa deilt í heildar- sölu. í Hollandi er meðalverðið 10 dollarar en í Japan 22 til 23. Þar eru pitsurnar sælkeramatur með alls kyns sjávarfangi." Eigendur Domino's Pizza á ís- landi eru Hagkaup, Sigurjón Sig- hvatsson, Skúli Þorvaldsson og Gunnar Guðjónsson. -ms Pétur sagði að mörgum Isfirðing- um þætti sem bæjarstjórnin brygð- ist hlutverki sínu þegar hún gerði ekkert í atvinnumálum. Á sama tíma og fyrirtækin væru'í vanda einbeitti bæjarstjórnin sér að fram- færslu- og skólamálum. Hann sagði að allar spennandi fréttir af sjávar- útvegi kæmu nú úr öðrum lands- hlutum. „Það er skoðun mln að bæjar- stjórnin eigi að grípa inn 1 þegar illa gengur og það eru fleiri hér sömu skoðunar. Hitt er svo annað^mál hvort það dugar að kjósa óreynda unglinga til forystu. Þetta eru eld- skarpir krakkar og það er í sjálfu sér ástæða til bjartsýni að við erum ekki á flæðiskeri staddir með ungt og efhilegt fólk. Kosningabaráttan hefði líka verið þrautleiðinleg án þessa framboðs," sagði Pétur. -GK Félagsmálaráðherra: Ekki breytingar á frumvarpinu „Ég tel að frumvarpið sé full- þroskað og að frekari breytingar verði ekki gerðar á því. Það hefur verið tekið tillit til athugasemda verkalýðshreyfingarinnar og breyt- ingar gerðar á frumvarpinu í með- förum félagsmálanefhdar Alþingis," sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra í samtali við DV í gær. Frum- varpið um stéttarfélög og vinnudeil- ur er nú komið úr félagsmálanefnd og til 2. umræðu á Alþingi. Hann segir að eflaust séu ein- hverjir innan verkalýðshreyfingar- innar tilbúnir í einhvern slag við ríkisvaldið vegna þessa frumvarps. Við því sé ekkert að gera. Búist er við að umræður um frumvarpið hefjist í þessari viku en þingfundir munu standa bæði föstu- dag og laugardag næstkomandi. Þing Alþýðusambands íslands hefst næstkomandi mánudag. Stjórnarandstaðan á Alþingi mun ætla að láta umræðurnar um frum- varpið standa yfir fyrstu daga þings ASÍ. Til þess þarf margar og langar ræður á þingi. -S.dói Orrustuflugmaður í jafnþrýstiklefa Bandarískur flugmaður var í gær fluttur í jafnþrýstiklefa til Reykja- víkur eftir að þrýstingur hafði fallið í orrustuþotu hans af gerðinni F-15 nærri íslandi. Var flugsveit á leið yfir hafið og lentu tvær þotur hér og var mannin- um komið á sjúkrahús hér síðdegis til öryggis. Kvartaði hann undan vanlíðan og var það rakið til þrýst- ingstapsins. Hann mun ekki alvar- lega veikur. -GK miÐfiSALön OPÍn K4. 15-19 nEmfl món. SÍmÍ 511-1475 ÍSLEriSKO ÓPERQn I. |Uni UPPSELt OC 4, juní UPPSELt riÆStu sÝnincöRj. jOní s. |um oc 14. |uni Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vesrfjarða. Guðmundur Rafn Geirdal væntanlegur lorsetaframbjóöandi „Ég hef lesið bókina Virkjum Bessastaði eftir Ástþór Magnússon og get séð fyrir mér að nýta megi forseta- embættið til að miða málum áfram hvað varðar frið á jörðinni." Hiólsöa lOIOvv BRÆÐURNIR aORMSSON 1^^ Lágmúla 8 • Sími 553 8820 ! ¦IJ.1IJJ.H..FJ.1.IIH1.III, Reykjavík: Ellingssen. Byggingavöruversl Nothyl Vosturland: Málningarþjónustan Akranesi, Blómsturvellir, Hellissandi.Guðni E. Hallgrlmsson, Grundarfirði. Vestflrðlr: Rafverk,Bolungarv(k.Straumur,(safirðt. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. KEA Siglufirði. KEA Ólafsfirði. KEA, Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Austurland: Kf. Vopnfir5inga,Vopnafiroi Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. KASK, Hðfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvolli. Árvirkinn, Selfossl. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Roykjanos: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.