Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdástjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF, Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að bida aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sjálfskaparvíti? Til spamaðar í heilbrigðiskerfinu hefur verið nefiidur sá kostur, að reykingafólk greiði fyrir heilbrigðisþjón- ustu vegna reykingasjúkdóma á borð við lungnakrabba- mein. Slíkir sjúkdómar séu sjálfskaparvíti reykinga- manna. Fólk eigi að taka ábyrgð á heilsu snmi. Þótt reykingar séu að nokkru leyti sjálfskaparvíti og þótt fólk eigi að taka aukna ábyrgð á heilsu sinni, hefur mál þetta miklu fleiri hliðar. í fyrsta lagi er það margvís- leg önnur hegðun en reykingar, sem veldur sjúkdómum og getur á sama hátt flokkazt sem sjálfskaparvíti. Afleiðingar sykurneyzlu og ofáts af völdum hennar eru sennilega dýrari þáttur heilbrigðiskerfisins en afleiðing- ar tóbaksneyzlu. Ef reykingafólk á að borga fyrir sína sjúkdóma, er ekki síður ástæða til að láta sykurætur borga fyrir þá menningarsjúkdóma, sem þær fá. Einnig má nefna áfengisneyzlu, sem að hluta til kann að vera sjálfskaparvíti á borð við sykurát og tóbaks- neyzlu. Raunar kom Guðmundur Árni Stefánsson, þáver- andi heilbrigðisráðherra, fyrstur fram með þá hugmynd, að áfengissjúklingar borguðu fyrir sig. Engan sérstakan greinarmun er hægt að gera á sjálf- skaparvíti í notkun tóbaks, sykurs eða áfengis. Sjálfskap- arvítið er aðeins þáttur málsins. Fólk er mismunandi næmt fyrir sjúkdómum, sem þessi þrjú flkniefni valda. Sumir standast neyzlu þeirra, en aðrir ekki. Að töluverðu leyti gera líkamlegar ástæður fólk mis- jafnlega næmt fyrir þessum sjúkdómum. Líkamlegu ástæðurnar eru að umtalsverðu leyti arfgengar, svo sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eineggja tví- burum, sem alast upp í mismunandi umhverfi. Spurningin í framhaldi af þessu er þá, hvort refsa beri fólki fyrir að bera í sér arfgengar og líkamlegar forsend- ur þess, að það reykir, borðar eða drekkur sér til skaða. Það er siðferðileg spuming, sem tæpast er hægt að svara öðruvísi en algerlega neitandi. Ekki má gleyma, að öll þessi efni, sykur, áfengi og tó- bak, eru hættuleg fíkniefni eins og raunar ýmis fleiri efhi, sem eru í daglegri og löglegri notkun. Fólk, sem ánetjast þeim, losnar ekki við þau, þótt það sé að öðru leyti viljasterkt fólk, eins og ótal dæmi sanna. í öðru lagi yrði greiðslukerfið ákaflega flókið og dýrt. Hvemig á að meta, hve mikils sykurs sjúklingurinn hef- ur neytt um ævina eða hversu mikils áfengis eða hversu mikið hann hefur reykt og hve lengi? Á fiktarinn að sitja við sama borð og stórreykingamaðurinn? Auðvelt er að sjá fyrir sér skriffinnskuna, sem færi í að meta í hverju tilviki, hvort sjúklingur teldist að nægi- lega miklu leyti hafa bakað sér sjúkdóm sinn af eigin hvötum eða hvort arfgeng áhrif, önnur líkamleg áhrif eða illviðráðanleg umhverfisáhrif væru þyngri. Þetta er hvorki siðleg né vitræn aðferð við að efla ábyrgð fólks á eigin heilsu og draga úr kostnaði heil- brigðismála. Nærtækara er að halda áfram á sömu braut og hingað til hefur verið gert, láta fólk borga meira fyrir vöruna, en láta tekjumar renna til heilbrigðismála. Sykur og sykurlíki, áfengi, tóbak og tóbakslíki á að skattleggja dýrum dómum og nota tekjurnar annars veg- ar til áróðurs og forvama og hins vegar til lækninga. Tó- bak og áfengi er raunar þegar skattlagt, en sykur, sykur- líki og sykraðar vörur hafa hingað til sloppið. Eymamerktir skattar á fikniefni eru eina leiðin til að afla fjár til að draga úr fjölda fíklanna og til að greiða kostnað hins opinbera af sjúkdómum flklanna. Jónas Kristjánsson Loksins - viöræð- ur um fiskistefnu Lengi hafa íslendingar mátt bíða þess, að vottaði fyrir skyn- samlegri fiskistefnu hjá stjórn- völdum. Nú hafa tekizt samningar um nýtingu norsk-íslenzka síldar- stofnsins milli Rússlands, Noregs, íslands og Færeyja, og mega ís- lendingar vel una við sín 17,4% eða 190.000 tonn á þessu stigi máls- ins. íslendingar mega fanga þess- um árangri. Meginmálið er að áfram takist að byggja upp þennan stórsíldar- stofn, þannig að demantssíldin geti áfram gengið á grunnmið við ísland, svo sem áður var. íslands- síldin var fræg fyrir stærð og mik- ið fltuinnihald, en hún var iðulega ekki talin söltunarhæf fyrr en i júlímánuði við Norðurlandið, þeg- ar hún hafði náð 22-24% fituinni- haldi. Það má vænta þess að slík stórsíld gangi ekki á hefðbundin íslenzk mið fyrr en núverandi stofn hefir stækkað enn í um 3-4 ár. Stjórnun veiða í Norðurhaf- inu. Sérstaklega er athyglisvert að nú hafa í fyrsta sinn tekizt samn- ingar milli allra fjögurra þjóð- anna, sem liggja að Norðurhafinu. Samkvæmt nýja hafréttarsáttmál- anum eiga þessar fjórar þjóðir, en fiskilögsaga þeirra umlykur allt Norðurhafið, að stjórna öllum veiðum á þessu hafsvæði. Þetta gildir ekki aðeins um sUdina, heldur einnig um allar aðrar veið- ar á þessu hafsvæði. Guð láti gott á vita. íslenzk stjórnvöld hafa vUjað halda sig við Svalbarðasamning- inn frá árinu 1928, en samkvæmt honum var Noregi falin yfirstjóm lands á Svalbarða, Jan Mayen og Bjarnarey, en öðrum þjóðum heimiluð afnot landsgæða og veiði- réttinda með því að gerast aðUar. Með þetta í huga gerðist ísland að- Ui að Svalbarðasamningnum. Þetta hefir reynzt ófullnægj- andi, svo sem nýgenginn hæsta- réttardómur í Noregi ber gleggst vitni, en hann staðfesti dóma yfir þremur íslenzkum skipum, sem tekin voru af norsku landhelgis- gæzlunni við veiðar á sjálfteknu „fiskverndarsvæði" Norðmanna við Svalbarða. Jafnframt er því ranglega lýst yfir af hálfu Noregs, að ísland eigi engan veiðirétt inn- an 200 mUna fiskUögsögu Jan Mayen, Svalbarða og Bjarnareyj- ar, þar sem ísland hafi þar enga „veiðireynzlu.“ Noregi er ekki að treysta Frændrækni íslendinga við Norðmenn er dýrt sport fyrir ís- lenzka stjómmálamenn. Yfirgang- ur Norðmanna er aUs staðar aug- ljós og ber vitni um algjöra fyrir- litningu á rétti eða málstað ís- lands til veiða í öUu Norðurhaf- inu. íslenzkir stjómmálamenn eru Kjallarinn fyrrv. forstjóri Olís hins vegar eins og barðir rakkar og skUja ekki þegar sparkað er i þá. Samkvæmt Svalbarðasamningn- um var Noregi falin yfirstjórn eyðUandanna Jan Mayen, Sval- barða og Bjarnareyjar, og stjórnun á nytjum auðlinda í þessum lönd- um eða skerjum, þar með talið fiskveiðum innan 3ja mílna fisk- veiðilögsögu þeirra, svo sem þá tíðkaðist. Þessi stjórnun var þó bundin þeirri takmörkun, að aðr- ar þjóðir hefðu fuUan afnotarétt af þessum auðlindum með því að ger- ast aðUar að samningnum, svo sem ísland hefir gert. Nú hefir Noregur brotið þetta ákvæði Sval- barðasamningsins með ofannefnd- um hæstaréttardómi í Ósló og með þeirri yfirlýsingu, að ísland eigi engan rétt tU fiskveiða í Norður- hafinu. Þar með ætti Svalbarða- samningurinn að vera niður faU- inn, enda eru nú komnar nýjar og betri alþjóðlegar reglur um fiski- stjórnun með nýja Hafréttarsátt- málanum. Þetta má orða svo, að Noregur hafi fyrirgert rétti sínum tU stjórnunar á þessum löndum eða skerjum í Norðurhafinu, og því hljóti hinar nýju reglur Hafréttar- sáttmálans að taka við, þ.e. að aðliggjandi lönd að Norðurhafinu eigi sameiginlega að sjá um stjórn- un svæðisins. íslenzkir stjórn- málamenn verða því að gleyma of- urást sinni á Norðmönnum og taka upp sjálfstæða stefnu og eigiö frumkvæði. Önundur Ásgeirsson ( V ' ' y > V T';- 18 í Grænland ■hr Syalbaröi Norðurhaf Jan Mayen ; ísland Færeyjar Barentshaf Rússiand "■. V. Noregur „Nú hafa í fyrsta sinn tekizt samningar milli allra fjögurra þjóðanna, sem liggja að Norðurhafinu." „Nú hefur Noregur brotið þetta ákvæði Svalbarðasamningsins með ofannefndum hæstaréttardómi í Ósló og með þeirri yfir- lýsingu, að ísland eigi engan rétt til fisk- veiða í Norðurhafinu.“ Skoðanir annarra Tiltrúin minnkar „Að sögn forsvarsmanna Funklistans var stefnu- skrá hans að hálfu grín og að hálfu alvara. Hún bar hins vegar keim ádeilu á gömlu flokkana, enda er ástæða þessa óvenjulega kosningasigurs líkast til óá- nægja kjósenda með flokkana, sem átt hafa fulltrúa í sveitarstjórnum á svæðinu. . . . Svo mikið er víst að forsvarsmenn flokkanna verða að taka sér tak og ekki sízt að endurskoða samband sitt við yngri kjós- endur.“ Úr forystugrein Mbl. 14. maí. Lýðræðisleg uppreisn „Ýmsar skýringar eru á úrslitunum vestra. Funk- listamenn komu keppinautum sínum i opna skjöldu með hressilegri kosningabaráttu undir slagorðinu „Fallegt fólk í fyrirrúmi"! Framboð þeirra var vel heppnað sambland af gamni og alvöru, meðan þreytumerkin voru auðsæ á hinum listunum. . . . Með nokkrum sanni má segja að framboð og sigur Funklistans hafi verið lýðræðisleg uppreisn gegn stöðnuðum og hugmyndasriauðum flokkum sem eiga ekkert svar við kalli tímans. Unga fólkið vestra hef- ur sýnt hversu það er megnugt." Úr forystugrein Alþbl. 14. maí. Lifa sjálfa sig „Ég hefi lengi verið þeirrar skoðunar að þessir fjórflokkar séu búnir að lifa sjálfa sig. Þeir þurfa aldrei að tala við hinn óbreytta borgara og flokks- mann, þeir taka mjög mikilsverðar ákvarðanir sem ganga þvert á hagsmuni borgaranna, þeir sýna margir mjög mikið yfirlæti, svara ekki spumingum manna og láta ekki ná í sig vikum eða mánuðum saman og jafnvel aldrei. Ég lít svo á að það sem nú gerðist á ísafirði sé svar borgaranna, ekki gagnvart þeim mönnum sem voru að bjóða sig fram til bæjar- stjómar heldur til stjórnmálaflokkanna almennt: að svona sé ekki hægt að haga sér.“ Matthías Bjamason í Tímanum 14. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.