Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1996 13 Sjalfsmynd þj Fram undan eru kosningar til æösta embættis þjóðarinnar. Margir standa því frammi fyrir þvi nú að þurfa að gera upp hug sinn gagnvart þeim einstaklingum sem í framboði eru. Tvennt er það sem öðru fremur skiptir máli í sliku uppgjöri. Annars vegar að skerpa skilning á því hlutverki sem forsetaembættið hefur og hins vegar meta eigindir þeirra ein- staklinga sem í framboði eru til að gegna sem best því hlutverki. Hlutverk forseta Að mínu mati skipta mestu, þeg- ar öllu 'er á botninn hvolft, per- sónueigindir forsetans því forset- inn er 1 raun hlutí af sjálfsmynd þjóðarinnar. Eigindir eins og heið- arleiki, siðferðisstyrkur og auð- mýkt eru þær dyggðir sem mestu skipta. Aðrir mannkostir eins og færni í samskiptum við land og þjóð og við aðrar þjóðir eru hæfi- leikar sem ganga verður út frá að forsetaframbjóðendur hafi. For- seta- embættið er því fyrst og fremst inn á við. Forsetinn getur haft veruleg áhrif á sjálfsvirðingu þjóðar, á hin hefðbundnu gildi og á siðferðisstyrk hennar. Heilindi hans gagnvart mönnum og málefn- um og persóriueigindir geta vísað þjóðinni vel fram á veginn, blásið í hana kjarki og gefið mannlífinu tilgang og innri merkingu. Forsetaembættið er því víð- feðmara og af allt öðrum toga en stjórnmálastarfsemi sem að meira eða minna leyti byggir á hug- myndafræði og sfarfsemi fjölda- hreyfinga. Þar velur fólk sér í raun rekstrarstefnu í sameiginleg- um málefnum. Forsetinn er hins vegar sameiningartákn og leiðtogi þjóðar i blíðu og stríðu. Fyrir- mynd sem kallar fram það besta í mannlegu eðli og samskiptum. Við höfum sem betur fer átt samferðamenn sem eru okkur góð fyrirmynd og hvatning. Menn á borð við Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, þar sem heið- arleiki, siðferðisstyrkur og auð- mýkt eru sterkar persónueigindir. Eigindir sem gera menn að leið- togum án framboðs. Eigindir sem skapa virðingu og löngun til að hlusta á hvert orð og hverja mein- ingu. Eigindir sem kæfa yfirborðs- mennsku, hræsni og sjálfsblekk- ingu. Samskipti manna og þjóða eiga sér því miður ekki neina rétta for- skrift en góðar dyggðir fæða af sér rétt samskipti. Kjallarinn ið hér að ofan er mikilvægt að fjöl- miðlar skynji hlutverk sitt í þess- um kosningum. Annars vegar að upplýsa alþjóð um mismunandi skoðanir og skilning á hlutverki forsetaembættisins og hins vegar að reyna að koma til skila sem réttastri mynd af persónueigind- hengi hjálpar til að heyra viðhorf annarra. Þá er það auðvitað eðlilegur hlutur og mjög lýðræðislegur að sem réttust mynd sé gefin af þeim einstaklingum sem í framboði eru. Á þann hátt verður best tryggt að þjóðin fái þann forseta sem hún Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur „Að mínu mati skipta mestu, þegar öllu er á botninn hvolft, persónueigindir for- setans því forsetinn er í raun hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Eigindir eins og heiðarleiki, siðferðisstyrkur og auðmýkt eru þær dyggðir sem mestu skipta." Hlutverk fjölmiðla I ljósi þess sem fram hefur kom- um og mannkostum frambjóð- enda. Hver og einn metur að sjálf- sögðu fyrir sig þýðingu og hlut- verk embættisins. í þessu sam- vOl. I þessu ferli verður enginn óbarinn biskup. Jóhann Rúnar Björgvinsson Þingmenn og prestar Fágætt er að menn gefi kost á sér í stjórnmál og þeim tengt af hugsjón. Vinnubrögð gera þaö ljóst. í þessum efnum eiga prestar og stjórnmálamenn nokkra samleið. Báðir eru kosnir af fólkinu fyrir fólkið og það borgar launin. Báðir hugsa fyrr um eigin hag og laun en þeirra sem þeir eru kjörnir til að þjóna. Margsvikin loforð Nýjasta dæmi prestanna er Langholtskirkjuhneykslið, þar sem yfirgangur Guðsmannsins Flóka Kristinssonar gagnvart söfnuðinum er látinn óátalinn. Fjöldi manns undrast framferði prestsins. Hann aftur á móti telur sig hafa Almættið með sér í aðför að söfnuðinum. Prestar eru í þessu máli að vinna gegn fólkinu sem sér fyrir þeim. Úlfúðin í þeirra eigin röðum sannar að allir hitta sig að lokum. Prestar þurfa sannanlega að taka sjálfa sig til bæna. Stjórnmálamenn í valdastólum renna almennt stoðum undir fá- mennar auð- og valdaklíkur sem Kjallarinn fræðingar í málþófi og blekking- um. Svo er mönnum sagt að þeir eigi það skilið sem þeir kjósa. Einn stjórnmálaarmur er með góðu máli. Annar vill hafa það óðruvísi og eyðileggur það. Dæm- in eru um allt þjóðfélagið. Að heiðra skálkinn 40.000, skattfrjálst. Fjórþjóðasamn- ingur um síldina fór í gegn. Um svo mikilvægt mál var ósamkomu- lag. Þó var trúlega ekki um annað að ræða ef yfirgangur Norðmanna og óbilgirni átti ekki að eyðileggja stofninn. Neyð að heiðra skálkinn. Hæstiréttur Noregs, samþykkti sjóræningjareglur Norðmanna á Albert Jensen trésmiður „Þarna standa til boða menn sem hafa margsvikið loforð, eru sérfræðingar í mál- þófi og blekkingum. Svo er mönnum sagt að þeir eigi það skilið sem þeir kjósa." af óskiljanlegum ástæðum remb- ast móti jafnrétti. Varla verður slíkum pólitíkusum hælt fyrir stjórnvisku eða trúnað við fólkið sem reyndar hefur lengi haft úr litlu að velja á kosningadögum. Þarna standa til boða menn sem hafa margsvikið loforð, eru sér- Meirihluti er t.d. fyrir því í þinginu að færa nokkrum útvöld- um aðalauðlind þjóðarinnar að gjöf. Nokkrir, sem eru þessu and- vígir, yilja hins vegar afsala sjálf- stæði íslands fyrir ósannaða við- skiptahagsmuni. Á sama tíma og skert voru kjór aldraðra og öryrkja ákvað þingið að hækka laun sinna manna um Atlantshafi, Svalbarðasvæðinu, með því að dæma íslendinga fyrir veiðar þar. Vonandi verður sam- staða í þinginu að fara með málið fyrir alþjóðadómstólinn. Annað væri gunguháttur. Albert Jensen Guómundur Gunn- arsson, formaöur Rafiðnaðarsam- bandslns. Meðog á móti Kröfur rafiðnaðarmanna um sérkjarasamning vegna Hvalfjarðarganga Mann- réttindi „Réttur til þess að semja um laun og kjör er eitt af grundvallar- mannréttind- um í lýðræðis- þjóðfélagi. Réttur Iauna- fólks til þess að bindast samtökum til að knýja á um þessi réttindi eru lögbundin hér á landi og í alþjóðasam- þykktum. Hér á landi hafa ekki verið gerðir kjarasamningar um vinnu við jarðgangagerð. Vinna í göngum undir Hvalfjörð er frá- brugðin öðrum jarðgöngum sem byggð hafa verið hér á landi. Þau eru niðurvísandi og undir sjáv- armáli. Erfiðleikar verða við að koma frá borvatni auk meiri hættu opnist vatnsæðar. Rafiðnaðarmenn hafa sett fram kröfugerö sem byggð er á sjónarmiðum sem fram komu á fundi meö starfsmönnum Foss- virkis sem vinna að undirbún- ingi umræddra framkvæmda. Við viljum'ná samningum fljótt svo ekki þurfi að grípa til að- gerða eftir að framkvæmdir hefj- ast. Vinnuveitendur telja ekki þörf á að ræða sérstakan samn- ing. Þykjast furðu lostnir þrátt fyrir að vilji okkar hafi verið þeim ljós um nokkurt skeið. Fullyrðingar um að í gildi séu aðrir kjarasamningar koma mál- inu ekkert við. Nú er í undirbún- ingi vinna við að samræma krófugerðir stéttarfélaga. Að því loknu munu þau freista þess að ná fram kjarasamningi." Fráleitar hótanir „VSÍ hafa engar kröfur borist um gerð sérstaks kjara- samnings vegna Hval- fjarðarganga. Við endurnýj- un virkjana- samnings í síðasta mán- uði höfðu komið fram óskir um breytt ákvæði. Það var ekki orðið við þeim ósk- um og samningurinn er endur- nýjaður án þess. Það er ekkert sérstakt við Hvalfjarðargöng, umfram aðrar jarðgangaframkvæmdir síðustu árin og ekkert tilefni til að gera sjálfstæða kjarasamninga þar um. Áhættan er ekkert meiri en t.d. við Vestfjarðagöngin, það var meiri vatnsþrýstingur þar. Kjarasamningar allra þeirra starfsstétta sem hér geta átt hlut að máli eru gildir og bundnir til næstu áramóta. Þetta eru því fráleitar og heldur hvimleiðar hótanir formanns Rafiðnaðar- sambandsins um að þetta mikil- væga verkefni verði stöðvað með verkfalli og jafnframt að efnt verði til samúðarvinnustöðvana í öðrum greinum atvinnulífsins. Þessi málflutningur dæmir mál- flyrjandann sjálfan." -bjb Þórarinn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjóri VSf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.