Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Page 28
/ > FRETTASKOTIÐ QC r—, LU SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ o '05 S l_TD *=£ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. h— LTD 550 5555 * Frjálst óhað dagblað MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 Þjóðverjar sóttir: Festust á lokuðum Kaldadalsvegi „Þetta skrifast algjörlega á þá aö- ila sem eiga aö sjá til þess að vegir séu lokaðir. Það er líka spurning um að bílaleigur kynni fyrir ferða- mönnum hvaða vegir eru lokaðir og hverjir opnir,“ sagði Kristján Krist- jánsson hjá björgunarsveit SVFÍ, Oki, við DV í morgun um ung þýsk hjón með lítinn dreng sem fóru inn á Kaldadalsveg, sem var lokaður, og festust þar í gærkvöldi. Björgunarsveitin var ræst út í gærkvöldi til að ná í fólkið sem hafði náð að senda út hjálparbeiðni um talstöð í skála Slysavarnafélags- ins í Kaldadal. Kristján sagði að vel hefði farið um fólkið sem hafði nesti og var búið að kyntia upp skálann. -Fjölskyldunni var síðan hjálpað að losa bílinn og henni fylgt til Þing- valla þar sem leiðir skildi í nótt. Hjónin höfðu ætlað í dagsferð á bíla- leigubíl, jeppa. Kristján sagði að skilti sem segir einungis á íslensku að vegurinn sé lokaður hafi ekki verið úti á veginum, samkvæmt frá- sögn Þjóðverjanna. -Ótt Valdimar þjálfar Stjörnuna Valdimar Grímsson verður ráð- inn þjálfari 1. deildarliðs Stjörn- unnar i handknattleik í dag og er skrifað undir samninginn i hádeg- inu. Valdimar þjálfaði Selfyssinga í vetur en hætti þar fyrir nokkrum dögum. Hann mun jafnframt leika með Garðbæingum næsta vetur. -VS Fótbrotnaði í ákeyrslu Maður fótbrotnaði á Sauðárkróki í gær þegar ekið var á hann. Var maðurinn á göngu á Skagfirðingabraut þegar hann varð fyrri bilnum. Hann var fluttur á 'sjúkrahús. Þá varð barn á reiðhjóli einnig fyrir híl á Sauðárkróki um hádegið í gær en slapp án teljandi meiðsla. -GK DV kemur næst út fóstudaginn 17. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í kvöld til kl. 22, en lokuð á morgun, uppstigningardag. Opið verður á föstudag frá kl. 9-22. Ath. Smáauglýsingar í helgarblað þarf þó að berast fyrir kl. 17 á fostudag. Síminn er 550 5000. L O K I Hjón með tvö börn hætt komin í bruna á Nönnugötu í nótt: Faöirinn braust út um glugga meö börnin - alvarleg hætta, segir Erlingur Lúðvíksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu „Þarna var mjög alvarleg hætta á stórslysi. Húsið er úr timbri og það er stoppað með spónum og marhálmi. Það eru verstu aðstæð- ur sem hægt ert að hugsa sér,“ seg- ir Erlingur Lúðvíksson, aðalvarð- stjóri hjá Slökkviliði Reykjvíkur, í samtali við DV. í nótt björguðust hjón með tvö börn úr brennandi húsið viö Nönnugötu. Eldurinn kom upp á fjóröa tímanum og fékk slökkvilið- ið tilkynningu um brunann rétt fyrir fjögur. Þá þegar var Ijóst að mikil alvara var á ferðum. Þegar slökkviliðsmenn voru á leið á staðinn var þeim sagt að hjónin væru komin út en börnin enn inni. Faðirinn fór þá aftur inn að sækja bömin. Þau eru fimm ára og ársgamalt. Komst hann inn en ekki út sömu leið og varð hann því að brjóta sér leið út um glugga og skarst nokkuð viö það. „Það var milill eldur þegar við komum að. Logamir stóðu út um tvo glugga og út um aðaldyrnar," segir Erlingur. Allir sem í húsinu voru fengu reykeitrun auk þess sem faðirinn skarst. Þau vom flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur til aðhlynningar. Ekkert þeirra hlaut brunasár. Slökkvistarf gekk greiðlega. Erl- ingur sagði að í fyrstu hefði verið lögö áhersla á að dempa eldinn áður en reykkafarar fóru inn að ganga endanlega úr skugga um að enginn væri inni. Eftir það tók skamman tíma að slökkva endan- lega. Húsið er mikið skemmt. Elds- upptök voru ekki ljós nú í morgun en verða rannsökuð í dag. „Þetta er með því versta sem við höfum komist í lengi. Það er langt síöan fólk hefur verið í bráðri lífs- hættu í eldi,“ segir Erlingur. -GK Jón Baldvin: Bíöur eftir Bryndísi frá Cannes Miklar skemmdir urðu á húsinu Nönnugötu 5 í eldi í nótt. Naumlega tókst að bjarga tveimur ungum börnum út úr húsinu en þar bjó fjögurra manna fjölskylda. DV-mynd S Isafjaröarbær eftir kosningarnar: Meirihluti myndaður Alþýðu- og Sjálfstæðisflokkur munu stjórna Alþýðuflokkurinn í ísafjarðarbæ, hinu nýja sveitarfélagi á norðan- verðum Vestfjöröum, samþykkti í gær að ganga til meirihlutasam- starfs með Sjálfstæðisflokki og var málefnasamningur undirritaður í gærkvöldi. Ágreiningur hefur verið í Alþýðu- flokknum eftir kosningarnar í nýja sveitarfélaginu um hvort ganga skyldi strax til meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokk eða reyna fyrst fyrir sér með samstarf við aðra flokka og varð síðari kosturinn ofan á. Að sögn Björns Hafberg strandaði hugsanlegt meirihlutasamstarf vinstri flokkanna á því að E-listinn, Fönklistinn, virtist ekki tilbúinn til slíks. -SÁ „Það verður ekki fyrr en eftir helgi þar sem Bryndís kona mína er erlendis að sinna skyldustörfum sínum á kvikmyndahátíðinni í Cannes," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson í samtali við DV í gær, að- spurður hvenær hann ætlaði að til- kynna af eða á með framboð. Jón sagðist hafa vitað um áform stuðningsmanna sinna að setja í gang meðmælendasöfnun, en með þeim fyrirvara að ákvörðun hefði ekki verið tekin. Aðspurður hvort söfnunin væri honum að skapi sagði Jón aðeins að sér væri kunn- ugt um hana, tíminn væri naumur. Eins og kom fram í DV í gær lét Jón framkvæma fyrir sig skoðana- könnun um síðustu helgi. Um þetta sagði Jón Baldvin að hann hefði lát- ið gera fleiri en eina skoðanakönn- un. Hann hefði hins vegar ekki fengið neina niðurstöðu úr þeim ennþá. -bjb Brenndist illa Starfsmaður í verksmiðjunni á Krossanesi við Akureyri brenndist illa þegar hann fékk sjóðandi glussa yfir sig við vinnu sína um miðnætt- ið í nótt. Maðurinn var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og síðan meö sjúkraflugi til Reykjavíkur. -GK Veörið á morgun: Léttskýjað áfram Gert er ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri eða breytilegri átt og léttskýjuðu víðast hvar á land- inu á morgun, uppstigningardag. Sem flestir ættu því að drífa sig út í góða veðrið. Hitinn verður á bil- inu 6-13 stig og hlýjast sunnan- lands. Veörið í dag er á bls. 37 brother. Litla merkivélin loksins með Þ og Ð li/il Nýbýlavegi 28, sími 554 4443 Móttaka á brotajárni ailan sólarhringinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.