Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1996 Fréttir_________________________________________________________________________________________dv Systirin hyggst gefa honum nýra eftir að hans hættu að starfa: Þetta er ömurlegt og venst afar illa - segir Reynir Lýðsson sem eyðir 15 tímum í nýrnavél í viku hverri „Þetta uppgötvaðist fyrst í nóv- geta stafað frá nýmabilun. Það ger- ember. Ég hafði farið í rannsókn áð- ist svo mánuði síðar að bæði nýrun ur vegna útbrota sem voru talin hætta að starfa og síðan hef ég þurft Systkinin Svanhildur og Reynir við nýrnavélina á Landspítalanum fyrir helg- ina. Verið er að skoða hvort Svanhildur getur gefið Reyni nýra og ef svo reynist munu þau bíða þess að kallað verði í þau til Svíþjóðar þar sem að- gerðin mun fara fram. DV-mynd GS að mæta þrisvar sinnum í viku í nýrnavélina á Landspítalanum og dvelja þar fimm klukkustundir í senn. Þetta er ömurlegt og venst afar illa,“ segir Reynir Lýðsson, en þessa dagana er verið rannsaka hvort Svanhildur systir hans getur gefið honum nýra. „Maður veltir þvi lítiö fyrir sér hvort maður eigi að gera svona hluti eða ekki, þetta er svo sjáifsagt. Mér er sagt að þrátt fyrir að ég láti annaö nýraö sé ég ekkert í meiri áhættuhópi en hver annar. Fjöl- skyldan var öll rannsökuð og ég þótti vera líkust honum og nú er verið að skoða hvort allt er í lagi hjá mér. Reynist svo vera förum við saman til Svíþjóðar á næstu vikum eða mánuðum," segir Svanhiidur. Komi eitthvað upp á og Svanhiidur getur ekki gefið nýra mun faðir þeirra vera næstbesti kosturinn fyr- ir Reyni og þá mun hann verða rannsakaður. Reynir er 22 ára og var á sjó á tog- ara þegar hann fékk sjaldgæfan vír- us sem hefur valdið þessu í nýrun- um. Síðan þá hefur hann ekkert get- að unnið og segist þrá það heitast að Dómsniðurstaða með fordæmisgildi: Hjón dæmd fyrir að reykja í Flugleiðavél Héraðsdómari í Reykjavík hefur dæmt hjón úr Mosfellsbæ, sem voru farþegar með Flugleiðavélinni Heið- dísi til London í febrúar, til að greiða samtals 50 þúsund krónur í sekt fyrir aö hafa reykt á leiðinni. „Ég tel þessa niðurstöðu dómsins munu hafa fordæmisgildi fyrir mál af þessu tagi,“ sagði Björn Helgason saksóknari í samtali við DV. Þegar hjónin höfðu orðið uppvís að reykingum um borð í vélinni voru þau bæði kærð af hálfu Flug- leiða. Ríkissaksóknari gaf síðan út ákæru á hendur þeim fyrir brot á lögum um loftferðir, samanber reglugerð um mannflutninga í loft- förum. Manninum var gefið að sök að hafa tvívegis kveikt í sígarettu í sæti sínu rétt fyrir framan miðju í vélinni. Konan var hins vegar ákærð fyrir að hafa reykt inni á sal- erni aftast í flugvélinni. Þegar málið kom til dóms þóttu sakargiftir ljósar og viðurkenningar lágu fyrir af hálfu sakborninga. Var því farið eftir ákvæði um viðurlaga- ákvörðun sem er hliðstæð hinum gömlu dómsáttum. Hæfileg refsing þótti að hvort hjónanna um sig greiddi 25 þúsund krónur í sekt. Bjöm Helgason sagði að þó svo að hér væri ekki um að ræða fyrsta reykingamálið í flugi fyrir dómi væri framangreind niðurstaða skýr- ust af þeim málum sem tekin hafa verið fyrir. -Ótt Stuttar fréttir Sparaö með útboðum Einkavæðingarnefnd vinnur nú fyrir ríkisstjórnina nýja verkefnaáætlun um framkvæmd útboða hjá hinu opinbera. Sam- kvæmt' Mbl. er markmiðið að spara 300-500 milljónir á ári með auknum útboðum. Álfelgum stolið Áfelgun var í fyrradag stolið undan nýjum fólksbU á bílasölu í Feliabæ á Héraði. Hefur rann- sókn málsins engan árangur bor- ið og vill lögreglan á Egilsstöð- um gjarnan fá upplýsingar um mannaferðir við bílasöluna í fyrrinótt. -GK/-bjb Tugmilljóna tjón varð þegar Glugga- og hurðasmiðja Sigurðar Bjarnasonar í Hafnarfirði brann til kaldra kola á miðvikudagskvöldið. Húsið varð alelda á skömmum tíma og brann þar allt, hús, vélar og verðmætur timburlager. Upp- tök brunans eru í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins en í morgun var engin niðurstaða fengin. DV-mynd JAK Bjargað úr „hafvillum" á Lagarfljóti Tveimur 13 ára piltum var í gær bjargað af fleka á Lagarfljóti. Höfðu þeir rekið fleyið saman úr fjórum vörubrettum og lagt upp í ferðina án ára og björgunarvesta. Lentu þeir þegar í „hafvillum" á fljótinu enda er straumur þar sterk- ur og farkosturinn lét engan veginn að stjórn. Piltunum var bjargað til lands á báti frá björgunarsveitinni á Egils- stöðum og varð þeim ekki meint af. -GK fara að sjá fyrir endann á þessu. „Maður er algerlega háður þess- um vélum eins og staðan er núna og það er lítið skemmtUegt. Samband okkar systkinanna hefur eflaust verið eins og hjá systkinum al- mennt, hvorki betra né verra. Við höfum svo sem ekkert spáð í það hvort sambandið muni eitthvað breytast, nema þá að hugsanlegá fer hún að stjórna meira í mér ef hún eignast í mér hlut,“ segir Reynir og brosir við. -sv Stuttar fréttir Deilur hjaðna Rofað hefur til í deilu heimil- islækna og heUbrigðisráðuneyt- is. Samkvæmt RÚV hafa lækn- amir samþykkt tillögur ráðu- neytisins um að fuUtrúi þeirra starfi næstu 10 daga að lausn. Nýr frystitogari Nýr 2.200 tonna frystitogari, Hafnfirðingur HF, bættist í flota landsmanna í gær. Samkvæmt Stöð 2 verður hann gerður út á úthafs- veiðar, fyrst í Reykjaneshrygg. Miklar framkvæmdir Framkvæmdir fyrir hundruð- ir mUljónir króna eiga sér nú stað við skólphreinsistöð á Torfunefi á Akureyri. Ríkissjón- varpið greindi frá þessu. Dagur án bíla BUlaus dagur verður í Reykja- vík í lok ágúst í sumar. Sam- kvæmt Ríkissjónvarpinu hefur Reykjavíkurborg fengið styrk al- þjóðasamtaka borga upp á 1,5 mUljónir króna til verkefnisins. Varp í Drangey Varp er hafið í Drangey á Skagafirði. Samkvæmt Ríkis- sjónvarpinu er það 10 dögum fyrr en venja hefur verið. Jón Ei- jíksson Drangeyjarjarl náði á dögunum 300 langvíueggjum. Kröfur kynntar Stéttarfélög hátt í 100 starfs- manna við Hvalfjarðargöng hafa kynnt Fossvirki samræmdar kröfur um kaup og kjör. Sam- kvæmt Mbl. eru kröfumar tU skoðunar hjá VSÍ. Deilt um golfvöll Kylfingar í Hveragerði og ábú- endur á Reykjakoti II deUa hart um jörðina Gufudal. Samkvæmt Stöð 2 þurfti lögregla að skakka leikinn í gærmorgun áöur en kom til handalögmála. Cardin í heimsókn Hinn heimsþekkti tískuhönn- uður, Pierre Cardin, sem jafn- framt er friðarsendiherra UNESCO, er í heimsókn hér á landi tU að afhenda stjórnvöld- um sex fána sem hann hannaði í tilefni af ári umburðarlyndis á síðasta ári. Lækkun á grillkjöti Bændur og sláturleyfishafar hafa ákveðið verðlækkun á 400 tonnum af dUkakjöti um allt að 12%. Lækkunin, sem hefur tekið gildi, er einkum hugsuö sem söluhvati fyrir grillkjöt. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.