Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1996 Fréttir Ungur íslendingur í klóm glæpamanna í Ekvador: Fann hnífsblaði brugöið að hálsi sér - útlendingar eru yfirleitt drepnir við svona aðstæður, segir Emil Lárusson „Mér varð það á að líta framan í einn manninn og hann trompaðist við það, sló mig í hausinn með hnífskafti og brá hnífnum að hálsin- um á mér. Þá var ég örugglega í lífs- hættu og er í raun undrandi að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu. Ég var eini útlendingurinn í rútunni og þessum mönnum er ekki vel við þá. Ég var peningalaus og eftir að þetta var allt yfirstaðið var mér sagt að yfirleitt dræpu glæpamenn af þessu tagi alla útlendinga sem ekki ættu peninga þegar gerð væri til- raun til þess að ræna þá,“ segir Emil Lárusson, 19 ára íslendingur sem varð fyrir heldur óskemmti- legri lífsreynslu í Ekvador þar sem hann dvelur nú um hríð. Stungu einn í bakið Emil sagðist í samtali við DV hafa farið í dagsferð á ströndina, 12 tíma ferðalag með rútu, og síðan ekki viljað þiggja far með vinkonu sinni til baka um miðjan dag. Hann hefði því tekið rútuna til baka að kvöldi til og verið sofandi á miðri leið þegar fimm menn í rútunni hefðu gripið til vopna og ætlað sér að ræna farþegana. „Hér er gífurleg fátækt og rán og glæpir daglegt brauð. Hér eru líka tvær tegundir af rútum, stórar og finar fyrir þá sem eiga peninga og gamlar og úr sér gengnar fyrir þá Emil Lárusson varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu í Ekvador þar sem hann dvelur um hríð. Hann var sleginn í höf- uðið og hnífi brugðið að hálsi hans. Hann má því teljast heppinn að hafa sloppið lifandi. fátæku. Þetta var rúta af finni gerð- inni og mennirnir sáu því þarna möguleika á auðfengnum gróða. Þeir voru augljóslega byrjendur, mjög æstir og óskipulagðir, og strax eftir að þeir höfðu rænt fyrsta manninn stungu þeir hann í bakið með hníf og slösuðu. Þar með varð allt vitlaust í rútunni." Þurfti róandi Emil segist svo frá með framhald- ið að hinir farþegarnir hafi þar með séð hvað biði þeirra og því ráðist að bófunum. Þeir hafi hins vegar tekið fram byssur, byrjað að skjóta út í loftið en ekki verið heppnari en svo að einn þeirra lá slasaður eftir skot- hríðina. Þar með hafi þeir ekki ann- að getað en forðað sér. Hann segist hafa verið aftarlega í rútunni og því ekki verið í neinni hættu vegna byssukúlnanna. „Ég var alveg hissa hvað ég var rólegur eftir að þetta var allt yfir- staðið en sjokkið átti eftir að koma. Þegar ég kom heim var mér sagt þetta með að glæpamenn hér þyrmdu yfirleitt aldrei útlendingum og þar sem ég er eins útlendingsleg- ur og hugsast getur, með ljóst hár og blá augu, þá brá mér rosalega. Ég fékk sjokk og varð að fá róandi lyf,“ segir Emil. Hann segist hafa farið til Ekvadors til þess að kynnast ein- hverju öðruvísi og vist er að hann hefur fengið sinn skammt af ein- hverju slíku. „Ég er alveg rólegur vegna þessa í dag og ætla ekkert að koma fyrr heim en ætlunin var. Mér líður vel hérna úti og ég gæti meira að segja vel hugsað mér að búa hérna í fram- tíðinni," segir Emil Lárusson. -sv Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndateiknari: Þjóðleikhússtjóri vildi ekki stromp ofan á leikhúsið - sýnir umhverfislistaverkin í Gallerí Horninu Snorri Freyr Hilmarsson feikmyndateiknari með líkanið af Þjóðleikhúsinu með strompinum umdeilda ofan á. DV-mynd ÞÖK Snorri Freyr Hilmarsson, leik- myndateiknari á Sjónvarpinu, efnir til sýningar á umhverfislistaverkum í Gallerí Horninu við Hafnarstræti á morgun. Sýningin er sérstök fyrir þá sök að þar verða m.a. til sýnis líkön af Háskólanum, Þjóðleikhúsinu og Lista- skólanum í Laugarnesi með strompum ofan á tvær fyrsttöldu byggingarnar og grískan hofsúluhatt ofan á hvítmálað- an stromp í Laugamesinu. Til stóð að setja þessi verk upp á meðan Listahá- tíð í Reykjavík stendur í sumar en að sögn Snorra hefði hugmyndin strandað á þjóðleikhússtjóra, Stefáni Baldurs- syni. Hann hefði ekki viljaö sjá stromp ofan á leikhúsið. Aðrir hefðu tekið já- kvætt í málið. „Þessir aðilar em frumframleiðend- ur í allri siðmenningu; vinnu, mennt- un og listum. Hugmyndin var að þess- ir strompar myndu reykja alla Listahá- HLAUPARAR! OPIÐ Hl ;! LAUGARDAG FRÁ K L 10-16 Hlauparar! - Aldeilis frábært hlaupasumar er framundan. Um það eru allir sammála. En er ekki kominn tími á nýja og vandaða hlaupaskó? Komið með gömlu skóna og kynnist úrvalinu hjá okkur. Stoðtækjafræðingur er á staðnum og veitir faglega ráðgjöf og aðstoð við val á hlaupaskóm. 15% afsláttur af skóm fyrir þá sem eru með sérsmíðuð innlegg. Láttu sérfræðingana ieiðbeina þér. Það skilar betri árangri. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson efif tíðina eins og verksmiðjur. Arkitektúr á Háskólanum og Þjóðleikhúsinu býð- ur upp á þetta. Byggingarstíllinn er sá sami og á verksmiðjum á þriðja og fjórða áratugnum. Ef horft er á miðst- all Háskólans þá vantar bara stromp- inn á sætið sem bíður eftir honum þar. Sama má segja um Þjóðleikhúsið," sagði Snorri Freyr. Að sögn Snorra var Listahátíðar- nefnd hlynnt því að setja strompana upp, MHÍ sömuleiðis og Háskólinn var tilbúinn að skoða málið með jákvæð- um huga ef allir gæfu samþykki sitt. Þá var Þjóöleikhúsráð ekki mótfallið hugmyndinni, að sögn Snorra, og emb- ætti húsameistara ríkisins ekki held- ur. „Það eina sem þjóöleikhússtjóri sagði mér var að þetta gæti valdið mis- skilningi. Ég veit ekki hvaða misskiln- ingur það ætti að vera. Kannski hefur hann haldið að einhverjum þætti þetta fyndið og það væri ekki við hæfi þegar Þjóðleikhúsið væri annars vegar,“ sagði Snorri. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri sagði við DV að þjóðleikhúsráð heföi .afgreitt málið, hann einn hefði ekki tekið ákvörðunina. „Þetta þótti of flókið og fyrirferðar- mikið mál þannig að þessu var á sín- um tima hafnað. Þetta var skemmtileg og sniðug grunnhugmynd hjá Snorra og að mörgu leyti hefði verið gaman að geta gert þetta. En stundum er ekki hægt að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd," sagði Stefán. Sýningin í Gallerí Hominu stendur fram í byrjun júní og ber yfirskriftina „Þar sem er reykur, þar er eldur und- ir.“ -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.