Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birla aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Eytt en ekki sparað íslendingar eru samir við sig. Um leið og heldur fer að birta til í efnahag og þjóðarbúskap fara þeir að eyða um efni fram. Þá göslast menn af stað á bjartsýninni einni saman og vonast til þess að ná endum saman. Þetta „reddast“ sögðu menn á árum áður og skelltu sér í slag- inn að óathuguðu máli. Þessi hugsunarháttur virtist vera á undanhaldi enda hefur verið þröngt í íslensku þjóðarbúi undanfarin ár. Þótt kreppan sé ekki eftirsóknarverð kennir hún einstak- lingum og fyrirtækjum að fara vel með fé. Þá lexíu hafa margir lært að undanförnu. Því kemur það nokkuð á óvart hve menn eru fljótir að gleyma um leið og bata- merki í efnahagslífi láta á sér kræla. Það kom fram hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins á þriðjudag að hagvöxtur og umsvif í þjóðarbúskapnum væru að nálg- ast þau mörk sem samrýmast stöðugleika og jafnvægi. Því væri nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart þenslu. Forsætisráðherra nefndi sem dæmi að almennur inn- flutningur hefði aukist um 10-15 prósent fyrstu fjóra mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þjóðhags- stofnun hafði hins vegar spáð 5 prósenta aukningu inn- flutnings á árinu. Talið er að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 8-8,5 prósent á árunum 1995 og 1996. Aukningin virðist ætla að skila sér strax í neyslu heimilanna en ekki í sparnaði. Þarna er óðagoti landsmanna rétt lýst. Það er rokið til og fjárfest í stað þess að nýta bætta stöðu til hag- ræðingar. Skuldir heimilanna hafa aukist mjög undangengin samdráttarár. Margir hafa jafnvel talið skuldastöðu þeirra komna að hættumörkum. Greiðsla skulda er því skynsamlegri en aukning þeirra. Þannig búa menn í hag- inn. Verði viðvarandi bati, svo sem vonir standa til, kem- ur tími aukinna fjárfestinga síðar. Horfur í þjóðarbúskap okkar eru bjartari nú en verið hefur um árabil. Afkoma fyrirtækja er almennt góð. Sá stöðugleiki sem verið hefur styrkir undirstöður þeirra. Horfur eru á auknum þorskafla á næsta ári og úthaf- sveiði íslenskra skipa hefur gefið vel af sér. Um leið og þetta hefur styrkt fyrirtækin hefur kaup- máttur batnað. Tími var kominn til eftir langt kyrrstöðu- tímabil. Kjarasamningar eru lausir um áramót. Þá ríður á að aðilar vinnumarkaðar nái skynsamlegum samning- um. Almenningur á að njóta bættrar stöðu fyrirtækja en varast ber kollsteypu. Stöðugleikann verður að varð- veita. Forsætisráðherra hefur falið Þjóðhagsstofnun að vinna að samanburði á launum og lífskjörum hér á landi og í Danmörku. Þar eru laun góð enda hafa íslendingar sótt þangað í auknum mæli. Mikilvægt er að fá þessa nið- urstöðu. Eðlilegt er að keppa að því marki að kjör íslend- inga séu eins og best gerist hjá nágrannaþjóðunum. Það gerist hins vegar ekki í einu vetfangi þótt margir bíði óþolinmóðir. Hættan á þenslu er fýrir hendi og því ber að fara að með gát. Vítin eigum við að þekkja og var- ast. Verðbólgan fer af stað með viðeigandi hliðarverk- unum. Skuldum vafið fólk ætti að hafa kynnst kostum lítillar verðbólgu. í þessu ljósi ber að skoða þau vamaðarorð forsætisráð- herra að umsvif í þjóðarbúskapnum séu að nálgast þau mörk sem samrýmast stöðugleika og jafnvægi. Jónas Haraldsson ^T. : . Uv' j ...’.UL- - .iL 1 t(lT 1 1 1 b • J. .r „Alls eru 20.800 íslendingar búsettir erlendis og fjölgaði þeim um 10% milli áranna 1994 og 1995,“ segir Gísli m.a. í grein sinni. Á að lögbinda lág- markslaun á íslandi? Já, vegna þess að fátækt hreiðr- ar um sig. Lág laun hafa leitt til fá- tæktar á íslandi sem hefur orsak- að fólksflótta frá landinu. íslend- ingum fjölgaði 50% meira í Dan- mörku en á íslandi árið 1995. Alls fluttu 1060 manns til Danmerkur 1994. íslendingum fjölgaði um 30% í Noregi og um 60% á Grænlandi. Alls eru 20.800 íslendingar búsett- ir erlendis og fjölgaði þeim um 10% milli áranna 1994 og 1995. Fátækt fjölmargra á Islandi hef- ur leitt til matargjafa til þúsunda einstaklinga hér á landi, sam- kvæmt upplýsingum hjálparstofn- ana og ým'issa líknaraðila. Sífellt hefur aukist hjálparstaf innan- lands vegna bágs ástands. Félags- leg aðstoð sveitarfélaga hefur auk- ist svo mjög síðustu mánuði að fjármunir til félagslegrar aðstoðar samkvæmt fjárhagsáætlun þeirra Kjallarinn „Hér með skora ég á aðila vinnumarkað- arins og ríkisstjórn íslands að ganga nú til samninga út frá þessum forsendum. Þá þarf ekki að grípa til þeirra neyðarráðstaf- ana sem hér er rætt um.“ Gísli S. Einarsson þingmaður Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi fyrir 1996 eru uppurnir nú þegar hjá mörgum þeirra. Félagsmála- stofnanir hafa ekki um árabil átt jafn annríkt við fátækrahjálp. Á síðasta ári voru veittir 1,2 milljarðar króna á íslandi til beinnar félagslegrar hjálpar. Þar sem ekki hefur tekist með samn- ingum að knýja fram hækkun lægstu launa ber Alþingi íslend- inga skyldá til að grípa inn í þessi mál með lagasetningu. Hækkun lægstu launa í 80.000 kr. á mánuði leiðir einungis til velferðar í ís- lensku þjóðfélagi og bættrar af- komu einstaklinga þess. Það er ekkert nema viðurkenning á stað- reyndum því þeir sem hafa lægri laun verða að fá aðstoð á einhvern hátt frá ríki, sveitarfélögum eða sínum nánustu. Láglaunastefna leiðir einnig til skattsvika en það verður skýrt betur með annarri grein. ísland eftirbátur viðmiðunarlanda Á undanförnum árum og síðast- liðnum mánuðum hefur komið berlega í ijós að lágmarkslaun á ís- landi eru orðin áberandi lægri en i helstu viðmiðunarlöndum okkar. Ástæður eru líklega margar og flókið mál að rekja þær. Taka þarf tillit til margra þátta til sönnunar slíkum fullyrðingum. En ég leyfi mér að vísa til skýrslna Eddu Rós- ar Karlsdóttur hagfræðings sem hún vann fyrir Verkamannasam- band íslands og Verslunarmanna- félag Reykjavíkur til sönnunar mínu máli. Þess vegna er lagt fram frumvarp Á Alþingi islendinga hafa verið lagðar fram fyrirspurnir og tillög- ur sem allar ganga í þá átt að fá upplýsingar um stöðu fjölskyldna á íslandi í samanburði við ná- grannalöndin og spurt hefur verið hvBrsu miklum upphæðum sé var- ið hjá einstökum sveitarfélögum til aðstoðar vegna afkomuvanda ijölskyldna. Svör hafa öll gengið i þá veru að ljóst má vera, þeim er vilja vita, að fátækt er að hreiðra um sig á íslandi. Slíkt er þjóðar- skömm. Því flyt ég undiritaður frumvarp til laga um lágmarks- laun. Ég er þess fullviss að enginn þingmaður telur 80.000 kr. lág- markslaun vera of há laun - því ætti að veitast auðvelt að fá það samþykkt. Hlutverk aðila vinnu- markaðarins verður síðan að sjá tU þess að þeir sem hafa 180.000 kr. eða meira fái enga hækkun á sín laun. Þeir sem voru með laun að þeirri upphæð fái hlutfaUslega hærri upphæð í krónutölu greidda, þeim mun lægri sem laun voru nær umræddri upphæð. Hér með skora ég á aðUa vinnu- markaðarins og ríkisstjórn íslands að ganga nú til samninga út frá þessum forsendum. Þá þarf ekki að grípa til þeirra neyðarráðstaf- ana sem hér er rætt um. Gísli S. Einarsson Skoðanir annarra Obrenglað uppeldi „Ekkert getur komið í stað atlætis, umhyggju, aga, kennslu og uppeldis foreldranna.... Það getur kost- að átak að hafa kjark tU þess að fara á móti straumn- um, ekki síst þegar börnin eru komin á unglingsár- in. En staðfesta og agi heimilanna mun tvímælalaust skUa þjóðfélaginu einstaklingum sem eru hæfari til þess að takast á við lífsbaráttuna en þeir sem vaxið hafa úr grasi án góðs uppeldis.“ Úr forystugrein Mbl. 15. maí. Til varnar gegn ofbeldinu „Ofheldið síast inn hjá fólki, enda þótt það sé óvar- legt að kenna einhverri einni mynd um eitthvert til- tekið atvik. Eflaust eru þetta meira langtímaáhrif, ofbeldið litur út fyrir að vera í lagi á hvíta tjaldinu, en síðan eru svona hlutir að gerast í kringum okk- ur. Ofbeldinu hefur verið komið inn á afar lúmskan hátt í stórmyndirnar sem eru framleiddar af pen- ingavélinni í HoUywood. Þar þurfa allir að ganga fet- inu lengra en hinir og hlutirnir verða yfirgengilegir. . . . í Bandarikjunum þar sem versta ofbeldið er framleitt eru menn með ýmsu móti að búast tU varn- ar gegn ofbeldismyndunum.“ Auður Eydal í Tímanum 15. mai. Ungir alþýðuflokksmenn „Unga kynslóðin í flokknum er náttúrlega alin upp við mikið agaleysi.... fyrirmyndirnar hafa ein- faldlega ekki verið fyrirmyndir. En enn er von. Sam- band ungra jafnaðarmanna hefur byggst hægt og ró- lega upp síðustu árin, á meðan gengi flokksins hefur verið upp og ofan - reyndar aðaUega ofan. Við skul- um vona að næstu kynslóð takist betur að tileinka sér mannasiði og náungakærleik.“ Þóra Arnórsdóttir í Alþýðublaðinu 15. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.