Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Side 24
44 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1996 Anna Mjöll á eftir að fara langt með Sjúbídú í Eurovision að mati margra. Sjarmi stúlkunn- ar fleytir okkur áfram „Lagið er ágætt, það smýgur vel, þótt það sé ekki neinn eyrna- ormur. Sjarmi þessarar stúlku á eftir að fleyta okkur langt.“ Egill Ólafsson, íTímanum. Ekki versta lagið „Það er alveg á hreinu að þetta er ekki versta lagið sem við höfum sent í þessa keppni." Gunnar Þórðarson, í Tímanum. Ummæli Fínt að hafa ljósku „Flytjandinn er góður, það er flnt að hafa ljósku." Geirmundur Valtýsson, íTímanum. Strompur með grískum hofsúluhatti „Hugmyndin var sú að setja strompa á Háskólann og Þjóð- leikhúsið og mála svo strompinn í Laugarnesi hvítan og setja á hann grískan hofsúluhatt." Snorri Freyr Hilmarsson, í Alþýðublað- inu, um hugmynd hans að umhverfis- listaverki. Ekki málið að menn bjóði sig fram „Við Hervar Gunnarsson telj- um báðir að það sé ekki málið að menn bjóði sig fram til þessa embættis." Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, í Al- þýðublaðinu. Led Zeppelin (The New Yardbirds) á sviði Laugardals- hallar. Fyrri nöfn frægra hljómsveita Það er algengt að hljómsveitir gangi í gegnum alls konar breyt- ingar á mannskap og tónlistar- stefnu áður en frægðinni er náð og oft hefur einnig verið skipt um nafn. Hér eru nokkur dæmi um frægar hljómsveitir og hvað þær hétu í byrjun. Frægasta hljómsveit sem uppi hefur verið, The Beatles, hét í upphafi Johnny and the Moondogs. Önnur litlu minna fræg, Beach Boys, hét fyrst, Carl and the Passions, Led Zeppelin hét fyrst The New Yardbirds og var þá vísað í fræga hljómsveit sem Jimmy Page var meðlimur í áður, bandaríska stórsveitin Blessuð veröldin Chicago kallaðist fyrst The Big Thing, Simon and Garfunkel voru ekki að flakka sinu réttu nöfnum í byrjun og ölluðu sig Tom and Jerry, Mamas and the Papas komu fyrst fram ndir nafninu, The New Journeyman, Sonny og Cher kölluðu sig Caesar and Cleo, Creedence Clearwater Revival hétu í upphafi The Golliwogs, Supremes hétu fyrst Primettes og Talking Head kölluðu sig fyrst því listræna nafni Artistics. Súld á vestanverðu landinu í dag verður sunnan- og suðaust- angola. Skýjað og dálítil súld öðru hverju fram eftir degi um vestan- vert landið en fer að létta heldur til aftur með austan- og norðaustan- golu eða kalda í kvöld og nótt. Um Veðrið í dag landið austanvert verður lengst af léttskýjað í dag en austangola og skýjað í nótt. Hiti á bilinu 3 til 14 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnarigola og dálítil súld eða rign- ing öðru hverju fram eftir degi en síðan þurrt. Léttir heldur til með austan- og suðaustangolu í nótt. Hiti 4 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.45 Sólarupprás á morgun: 4.02 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.33 Árdegisflóð á morgun: 6.53 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg París Róm Mallorca New York Nice Nuuk Vín Washington Winnipeg skýjaö alskýjað úrkoma í grennd skúr á síð.klst. heiðskírt rigning og súld skýjaö heiöskírt rigning rigning skýjaö alskýjað skýjaö skýjað skúr á síö.klst. alskýjað skýjað alskýjaö rign. á síö.klst. léttskýjað rigning rign. á síó.klst. hálfskýjaö skýjað þoka á sið.klst. þoka á síð.klst. þokumóða alskýjað skýjaö léttskýjaö léttskýjaó þokumóóa 7 3 6 6 4 6 4 2 6 5 4 7 4 4 3 7 16 11 11 1 8 5 18 12 11 14 16 0 14 3 16 16 12 Ragnheiður Nielsen, íslandsmeistari í parakeppni: Blómadagar hafa reynst happadrjúgir „Þetta var spennandi og það var gaman að standa uppi sem sigur- vegari ásamt Sigtryggi Sigurðs- syni. Þetta er annar íslandsmeist- aratitillinn sem ég vinn á þessu ári og það vill svo til að báðir titl- arnir unnust á blómadegi, sá fyrri á konudaginn og sá seinni á mæðradaginn, og svo átti ég barn síðasta bóndadag, þannig að blómadagarnir hafa reynst mér vel og mættu þeir alveg vera fleiri mín vegna,“ segir Ragnheiður Nielsen, nýkrýndur íslandsmeist- ari í paratvímenningi. Áður hafði hún unnið íslandsmeistartitil í sveitakeppni í kvennaflokki, en þar voru með henni í sveit, Hjör- Maður dagsins dís Sigurjónsdóttir, sem er keppn- isfélagi hennar í kvennaflokki, Gunnlaug Einarsdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Jacqui McGreal. Ragnheiður segir að keppnin um síðustu helgi hafi verið mjög hörð: „Við stefndum að sjálfsögðu á eitt af efstu sætunum en ég bjóst ekkert sérstaklega við því að vinna mótið. Það voru mörg sterk Ragnheiður Nielsen. pör sem voru meðal þátttakenda." Aðspurð sagði Ragnheiður að hún væri búin að spila bridge í ein sex ár: „Ég byrjaði að spila með eiginmanni mínum en hann er nú eiginlega hættur allri spila- mennsku. Síðan leiddi hvað af öðru, ég fór að spfla hjá Breiðfirð- ingafélaginu og að lokum var mað- ur var kominn á kaf í keppnis- bridge og hef verið mikið að keppa síðastliðin þrjú ár. - Konur hafa æ meira látið að sér kveða í bridge, er mikill áhugi hjá konum? „Áhuginn er mikill og konur hafa á undanfórnum árum komið sterkar inn í keppni en það vantar ungar stúlkur. Það er eins og við konurnar byrjum ekki að spila fyrr en við erum orðnar þrítugar." Ragnheiður sagði að fram und- an væri Norðurlandamót í sveita- keppni. „Ég var valin í landsliðið og við munum spila í Kaupmanna- höfn. Ég veit ekki svona fyrir fram hvernig við munum standa okkur. Ég er að spila í landsliði í fyrsta sinn svo það verður ábyggilega gaman og spennandi fyrir mig að vera með. Eginmaður Ragnheiðar er Sig- urður Ólafsson og eiga þau þrjú börn. Aðaláhugamál hennar er bridge og fjölskyldan en auk þess sagði hún að hún væri almennt með mikinn áhuga á íþróttum og sá íþróttaáhugi hefði gert það að verkum að hún fór að keppa í bridge. -HK Myndgátan Netfiskur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki DV Það er mikið sungið í Ham- ingjuráninu. Hér eru nokkrir leik- arar í einu söngatriðinu. Hamingju- ránið í kvöld er sýning á söngleikn- um Hamingjuráninu á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins. Höf- undur verksins er einn vinsæl- asti gamanleikja- og revíuhöf- Leikhús undur Norðurlanda, Bengt Ahl- fors. Um er að ræða lauflétt leik- verk um hvunndagshetjur sem taka til sinna ráða til þess að gæða lífið rómantík og spennu. Þetta er saga um óvenjulegan bankaræningja og ítalska draumadís sem eiga það sameig- inlegt að láta sig dreyma um betra líf. Leikendur eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdis Gunn- arsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Flosi Ólafsson. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, búninga gerði Þórunn E. Sveinsdóttir, Þórarinn Eldjárn þýddi, Jóhann G. Jóhannsson sér um tónlistar- stjórn. Bridge í mörgum tilfellum þarf mjög frjóa hugsun við spilaborðið til þess að ná árangri og er þá oft nauðsyn- legt að brjóta grundvallarreglur. Varnarspilari leikur sér til dæmis yfirleitt ekki að því að fleygja frá sér háspilum sem eru mögulegir slagir síðar meir. Ein frægasta bridgekona allra tima, Olive Peter- sön (1894-1965) var ein af þeim sem gædd var þessari frjóu hugsun og var óhrædd við að taka áhættur. Frægasta varnarspil hennar er án efa þetta en hún sat í vestursætinu. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og enginn á hættu: * ÁKD962 V 3 * 73 * 10975 Austur Suður Vestur Norður 14 4* p/h Austur ákvað að opna á einum spaða á aðeins 9 punkta og suður var ekkert að tvínóna við hlutina og stökk beint í fjögur hjörtu. Enginn hafði neitt við þann lokasamning að athuga og Olive spilaði út hinu sjálf- sagða útspili, spaðaníunni. Austur drap fyrsta slaginn á drottningu og tók síðan tvo spaðaslagi til viðbótar. Hönd vesturs er ekki merkileg að sjá, það fáa sem gleður augað eru punktarnir í laufi. En Olive hafði ekki mikla trú á þeim punktum því hún henti báðum laufunum í annan og þriðja spaðann! Austur var með á nótunum og spilaði laufi í fjórða slag, sem tryggði íjórða slag varnar- innar. Þessi vörn var sú eina sem dugði til að hnekkja spilinu, en spurningin er hvort margir hefðu fundið hana, horfandi á hendi vest- urs og norðurs eftir þessar sagnir. ísak Örn Sigurðsson ♦ 8 G105 ♦ 10986542 * ÁD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.