Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 13 Fréttir I Snæfell siglir inn í Ólafsvík í blíðskaparveðri. Snæfellsbær: DV-mynd Ægir Rækjutogari keyptur DV, Hellissandi: Fjöldi manns var kominn niður á bryggju í Ólafsvik til að fagna komu rækjutogarans Snæfells SH 740 til heimahafnar 12. maí. Útgerðarfélag- ið Njörður, sem er í eigu Snæfell- ings hf. í Ólafsvík og Útgerðarfélags Dalvíkinga, gerir togarann út. Togarinn hét áður Otto Wathne og er 800 tonn að stærð. Svo stórt rækjuskip hefur ekki áður verið gert út frá Snæfellsbæ. Snæfell verð- ur á rækjuveiðum á Flæmska hatt- inum og verður öll iðnaðarrækjan unnin hjá Snæfellingi í Ólafsvik. Stærri rækjan verður hins vegar fryst um borð í togaranum og pakk- að fyrir Japansmarkað. Skipstjóri á Snæfelli er Reynir Georgsson en hann var áður skip- stjóri á togaranum Má SH. -ÆÞ Skátaflokkurinn Varúlfar að störfum árið 1996. DV-mynd DÓ Akranes: Skátastarf i sjötíu ár DV, Akranesi Á þessu ári minnast skátar á Akranesi þess að liðin eru 70 ár frá því að Skátafélagið Væringjar var stofnað 13. maí 1926. Þann 25. mars 1928 var svo stofnað Kvenskátafélag Akraness. Félögin voru síðan sam- einuð 2. nóvember 1952 í Skátafélag Akraness sem starfar enn í dag. Það var á vordögum 1926, nánar tiltekið á uppstigningardag 13. maí, að Skátafélagið Væringjar, drengja- félag, var stofnað. Þeir voru átta stofnendurnir. Foringi var Jón Hall- grímsson. Hann var eldheitur hug- sjónamaður, altekinn af göfugum markmiðum skátahreyfíngarinnar. Hann lagði fram krafta sína og starfsorku í þágu skátastarfsins á Akranesi og hvatti menn til dáða, fullviss um hinn góða málstað. Jón andaðist langt um aldur fram árið 1940. Aðrir stofnendur voru Niels R. Finsen, Þórður Hjálmsson og Þor- valdur Ellert Ásmundsson. Kvenskátafélag Akraness var stofnað tæpum tveimur árum síðar. Fyrsti foringi félagsins var Svava Þorleifsdóttir skólastjóri. Svava var áhugasöm um æskulýðsstarf og menningarmál og mikil baráttu- kona um jafnrétti kynjanna. Hún gerði sér snemma ljósa grein fyrir þýðingu skátastarfsins fyrir stúlkur jafnt sem pilta. Aðrir stofnendur voru Halldóra og Valgerður Briem, Ragnheiður Þórðardóttir og Sigríð- ur Einarsdóttir. -DÓ Tiu vilja verða skólamálastjórar DV, Akranesi: Nýverið var auglýst til umsóknar starf skólamálastjóra á nýrri skóla- málaskrifstofu á Akranesi sem mun hefja starfsemi sína þegar skólarnir flytjast frá ríkinu yfir til sveitarfé- lagsins. Umsóknarfrestur rann út í síð- ustu viku og greinilegt að margir hafa áhuga á starfinu því tíu sóttu um. Þau eru Birgir Einarsson, Bjarni Guðmundsson, Helga Gunn- arsdóttir, Ingi S. Gunnlaugsson, María Jónsdóttir, Ólöf H. Samúels- dóttir, Rúnar Þorvaldsson, Sturla Kristjánsson, Sveinbjörn M. Njáls- son og Valgerður Þ.E. Guðjónsdótt- ir. Ráðið verður í stöðuna innan skamms. -DÓ VÖNDUÐ ÚTSKRIFTARGJÖF iTl íTlouficG locroix Switzerland U' aj ,iÁw'tjri/w' Laugavegi 61 Sími 552 4930 Calypso” collection Verð og gæði í sérflokki, kr. 60.800. Verðfró 17.800. Dömu- og herrostærð, eðolstál, 20 micro gylling, órisponlegt gler, 100 m vatnsþétt. •• 903 • 5670 •• Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. er hreint úrvals lausn fyrir þá sem vilja vandað á mjög góðu verði. Joker fæst sem 6 sæta hornsófi, sófasett 3-1-1 eða 3-2-1, 2ja sæta eða 3ja sæta sófi, -allt eftir hvað hentar þér. 2ja sæta sófi kr. 54.640,- 3ja sæta kr. 69.300,- sófasett 3-1-1 kr. 149.260,- 3-2-1 kr. 163.920,- 6 s.hornsófi kr. 154.620,- Með því að kaupa Joker færðu úrvals sófa með háu baki og nautsterku leðri á slitflötum. Komdu til okkar strax í dag og þú gerir frábær kaup. Góð greiðslukjör HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöföi 20-112 Rvík - S:587 1199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.