Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Forystukreppa ASI Þing Alþýðusambands íslands hófst í morgun. Þingið stendur fram á föstudag og það sækja fulltrúar tugþús- unda launamanna. Þótt skipulagðar séu umræður um at- vinnu-, mennta- og skipulagsmál, auk umræðna um verkalýshreyfingu og launamál, munu þau mál falla í skuggann af kosningu forseta sambandsins. Forseti og varaforsetar Alþýðusambandsins verða kosnir á miðvikudag. Þótt nú séu aðeins tveir dagar til stefnu er fullkomin óvissa um það hver stýrir hinum Qöl- mennu samtökum næstu fjögur árin. Alþýðusamband ís- lands á við forystukreppu að stríða. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, hefur ekki svarað því enn hvort hann gefur kost á sér til áframhaldandi starfa. Eins og staðan er nú hefur Hervar Gunnarsson, 2. vara- forseti Alþýðusambandsins, einn lýst yfir framboði. Fyr- ir fram hefur það þó verið talið ólíklegt að samstaða ná- ist um kosningu Hervars. Hann kemur úr röðum verka- mannasambandsmanna en talið er að stuðningur við hann sé ekki eindreginn þar. í helgarblaði DV komu fram áhyggjur formanns Dags- brúnar vegna forystumála sambandsins. Hann talar fyr- ir munn margra í forystusveitinni. Þeir óttast átök milli stærstu sambandanna innan ASÍ á þinginu. Þessir hópar eru verkamenn, sem eru fjölmennastir, verslunarmenn og iðnaðarmenn. Verkamenn telja að forysta ASÍ hafi brugðist og því séu breytingar nauðsynlegar. Benedikt Davíðsson tók óvænt við forsetastarfinu á síðasta ASÍ-þingi, fyrir Qórum árum. Þá, líkt og nú, voru forystumál sambandsins í óvissu. Vera kann að það sé taktík núverandi formanns að halda þeirri óvissu allt fram að kosningu. Þegar að þeim komi telji menn hann skásta kostinn þótt óánægja með forystuna sé umtals- verð. ____ Forystukreppan í ASÍ er umhugsunarverð. Sambandið hefur verið ráðandi aðili í samningagerð fyrir hönd laun- þega. Það ætti því að vera eftirsóknarvert að stýra sam- bandinu og hafa þar áhrif. Svo virðist þó ekki vera. Ann- að þingið i röð eru forystumál sambandsins í óvissu. Verkamenn eru ósáttir við sinn hlut og benda á lág laun sín því til staðfestu. Núverandi forseti kemur úr hópi iðnaðarmanna og var studdur af verslunarmönnum. Átök milli þessara fylkinga gætu orðið á þinginu þar sem allir vilja tryggja stöðu sína. Mikið reynir á forseta ASÍ. Hann er fulltrúi launþega gagnvart vinnuveitendum. Forystuleitin stendur innan sambandsins lfkt og gerðist fyrir fjórum árum. Komi menn hins vegar ekki auga á forsetaefni innan raða ASÍ verður að leita út fyrir sambandið. Þá þarf að finna at- vinnumann sem hefur þá undirstöðu sem til þarf. Samningar Alþýðusambandsins eða sambanda innan vébanda þess við vinnuveitendur skipta einstaklinga og þjóðarbú miklu máli. Þar er verið að takast á um það sem til skiptanna er. Launastefha ASÍ næstu fimm árin mun byggjast á því að ná kaupmætti grannþjóða. Þetta er verðugt verkefni og verður helsta verk þeirrar forystu sem við tekur hjá ASÍ á miðvikudaginn. Því skiptir það miklu máli að vel takist til. Þar þarf að velja forystu sem gætir hagsmuna launafólks en hefur um leið hagsmuni þjóðarbúsins að leiðarljósi. Forseti ASÍ hefur réttilega verið gagnrýndur fyrir að taka ekki af skarið um endurkjör. Sú afstaða hefur kom- ið í veg fyrir vitræna umræðu um forystuvandræði sam- takanna og aðgerðir í framhaldi af því. Jónas Haraldsson — l’ * ■ ' íiHilb * áíi<í „Það er því gagnslítið að hrópa á „kjark“ stjórnmálamanna um virka byggðastefnu," segir Ingvar m.a. í grein sinni. Tíðarandi og byggðastefna Nýlega mátti heyra norðlenskan sveitarstjórnarmann lýsa þeirri skoðun sinni í útvarpi aö byggða- stefna (lausn byggðavanda) yrði því aðeins virk að alþingismenn hefðu „kjark“ til þess að fram- fylgja henni í krafti stöðu sinnar. Fljótt á litiö sýnist ástæðulaust að andmæla þessari skoöun. Al- þingismenn landsbyggðarinnar verða aldrei undanþegnir því að á eftir þeim sé rekiö að duga hver sínu kjördæmi, einstökum byggð- arlögum og málefnum landsbyggð- ar í heild. En þegar betur er að gætt er slíkt ákall á kark alþingis- manna innantóm orð miðað við þá áhrifaaðstöðu sem þeim er nú búin um málefni af þessu tagi. Ótrúlegt er að alþingismenn skorti kjark til þess að veröa kjördæm- um sínum og kjósendum að liði hafi þeir slíkt á valdi sínu. Varla eru alþingismenn upp til hópa kjarkminni en aðrir forystumenn í landsbyggðarmálum, t. a. m. sveitarstjórar eða aðrir atkvæða- menn um margs konar málefni héraða og byggðarlaga. „Sértækir hagsmunir" Hvað byggðastefnu viðkemur hlýtur hún ávallt að vera sam- starfsverkefni sveitarstjórnar- manna og alþingismanna. Þar að auki verða sveitarstjórnarmenn og þingmenn kjördæmanna að hafa samstöðu um mótun og fram- kvæmd byggðastefnu í samstarfi við fjárveitingavald og ríkisstjórn. Byggðastefna veröur aldrei neitt nema víðtækt pólitískt afl standi henni að baki. Vissulega reynir á dug alþingismanna í því sam- bandi. En byggðastefna af þessu tagi á erfitt uppdráttar um þessar mund- Kjallarinn Ingvar Gíslason, fyrrv. alþm. og ráðherra ir. Almenn skilyrði byggðastefnu eru ekki fyrir hendi. Sjálfur tíöar- andinn hafnar byggðastefnu enda er hún haldin þeim annmarka, sem verstm- er að mati ríkjandi auðvaldshyggju, að henni verður ekki framfylgt nema með opin- berri íhlutun í þágu „sértækra" hagsmuna. En það hugtak er efst á bann- orðalista þeirra sem hafna félags- hyggju og blönduðu hagkerfi en ætla svonefndum markaðsöflum þeim mun meiri áhrif. Þar með er ekki sagt að þeir hafni opinberum afskiptum í einu og öllu. Öðru nær. Kraftaverk Hvar sem við verður komið beita boðberar kapítalískrar frjáls- hyggju ríkisafskiptum í sína eigin þágu. Þeir löggilda efnahagskenn- ingar sínar, hagstjórn og við- skiptastefnu með viðameiri laga- bálkum, reglugerðum og staðlafargani en dæmi eru um í allri mannkynssögunni - að und- anskildu sovéttimabilinu í Rússa- veldi. Miðstjómarbákn nýkapítalism- ans, eins og það horfir við okkur í mynd Evrópusambandsins, hefur ýmis einkenni sovétskipulagsins, þ. á m. fámennisstjóm og tak- markað lýðræði. Slikur er póli- tískur veruleiki og tíðarandi í okk- ar heimshluta og sækir í sig veðr- ið á íslandi sem annars staðar. Það er því gagnslítið að hrópa á „kjark“ stjórnmálamanna um virka byggðastefnu. Það væri kraftaverk ef byggðasteíha þrifist í slíku umhverfi. Kjarkur eins og eins alþingismanns kemur þessu máli ekkert við. Tíðarandinn ræð- ur. Ingvar Glslason „Almenn skilyrði byggðastefnu eru ekki fyrir hendi. Sjálfur tíðarandinn hafnar byggðastefnu enda er hún haldin þeim annmarka, sem verstur er að mati ríkj- andi auðvaldshyggju ... “ Skoðanir annarra Kjarasamningar „Það er sjálfsögð og eðlileg þróun að völd al- mennra félagsmanna verði aukin, sem ástæðulaust er fyrir verkalýðsforystuna að óttast. . . . Það getur, svo dæmi sé nefnt, ekki talist eðlilegt í nútíma þjóð- félagi að kjarasamningar séu bornir upp á fámenn- um fundum og samþykktir eða felldir af broti félags- manna í viðkomandi stéttarfélagi. Auðvitað ætti það að vera verkalýðsleiðtogum keppikefli að sem flestir félagsmanna þeirra taki þátt í mikilvægum ákvörö- unum á borð við verkfallsboðun eða samþykkt kjara- samninga." Úr forystugrein Mbl. 16. maí. Sjálfstæði Ríkisútvarpsins „Sjálfstæði RÚV er síður en svo ógnað með því að leggja niður auglýsingadeildina þar. Þvert á móti má segja að sjálfstæði stofnunarinnar aukist. Það er vafasamt i hæsta lagi að fjölmiöill - sem skilgreind- ur er sem menningarmiðill og hefur þaö hlutverk fyrst og fremst að sinna innlendri menningu vel - sé að hluta háður auglýsingatekjum - hvað þá heldur kostun - eins og reyndin er með RÚV.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 15. mai. Fjármögnun Hvalfjarðarganga „Aðstandendur þessarar framkvæmdar gerðu sér ljóst að þeir þyrftu að leita til fleiri lánveitenda en banka sem væru reiðubúnir að taka langtímaá- hættu.... Framkvæmdalánið er í fimm myntum; ís- lenskum krónum, bandaríkjadölum, þýskum mörk- um, frönskum frönkum og sterlingspundum. . . . Þannig má vera ljóst að fjármögnunarhlið Hvalfjarð- arganganna hcfur á ýmsan hátt brotið blað í fjár- málalífi íslendinga. Þá er þessi samningur skýrt dæmi um vaxandi tiltrú erlendra aðila á efnahagslíf- inu og ætti aö ryðja brautina til frekari verkefna af þessu tagi í framtíðinni." KB í Viðskiptum/atvinnulífl Mbl. 16. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.