Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 Fréttir • Flugu kastað fyrir laxa í Álftá á Mýrum sem gefið hefur vei af fiski á hverju sumri, bæði laxi og silungi. DV-mynd GFR „Ætla að veiða vænan lax í Sandá“ „Við hjónin byijum sumarið í Norðurá með Fjaðrafokinu í Jóns- messustraumnum og það gæti orðið góður veiöitúr," segir Anna K. Sig- þórsdóttir. „Síðan verður farið í Sandá í Þistilfirði og þar stendur vel á straumi. Ég ætla að veiða vænan lax því þeir eru til stórir þar í hylj- um árinnar. Svo endum við sumar- ið í Stóru- Laxá i Hreppum. Við vor- um með Orra Vigfússon, Jón Inga Ágústsson og Kristján Guðjónsson í stærri veiðibúð hjá okkur fyrir skömmu en við vorum að stækka búðina hjá okkur í Sportkringl- unni,“ sagði Anna enn fremur. * Anna K. Sigþórsdóttir. „Reyðarlækurinn verður reyndur vel“ • Magnús Pétursson. „Eg fer eitthvað með pabba í sum- ar og Hannesi bróður mínum. Ætli það verði ekki mest reynt hérna í kringum Hvammstanga,“ sagði Magnús Pétursson. „Reyðarlækurinn verður reyndur vel í sumar en þar hef ég veitt fiska og reynt þar nokkrum sinnum. Kannski fær ég leyfi til fara með í laxveiði í Miðá i Dölum snemma í sumar. Þar gætum við veitt bæði lax og bleikju," sagði Magnús í lokin. H ið£*J iEa Lögregian SP og, Þakka öllum þeim krökkum sem sendu inn sögur í smásagnasamkeppnina Tígri í umferðinni fyrir góðar og skemmtilegar sögur. Alls bárust um 2000 sögur og verða úrslit samkeppninnar tilkynnt í byrjun júní. Allir þátttakendur fá send teinaglit á reiðhjólin sín í pósti í júní. ## Við biðjumst velvirðingar á því hvað teinaglitin berast seint en hjá því verður ekki komist. _ Munið að fara varlega íumferðmm! $ . Laxveiðisumarið 1996: Gæti orðið mik- ið þurrkasumar Fiskifræðingar voru bjartsýnir fyrir sumarið með laxveiðina en snjóleysi og mikil hlýindi ætla held- ur betur að setja strik í reikninginn. Margar veiðiár eru orðnar vatns- lausar þessa dagana enda snjór í fjöllum jafn sjaldséður og hvítir hrafnar. En veiðimenn eru með bjarsýnni mönnum þessa lands, að minnsta kosti sumir, og þeir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þeir segja að það verði rigningasumar þetta árið og ég trúi þeim alveg. -G.Bender „Það verður veitt töluvert í sumar“ - segir Rögnvaldur Guðmundsson „Það verður töluvert veitt í sum- ar í laxinum en ég byrja í Laxá í Dölum í júlí, síðan koma Víðidalsá i Húnavatnssýslu, Grímsá í Borgar- firði, Hítará á Mýrum, Laxá í Aðal- dal og vestur í Hvolsá og Staðar- hólsá í Dölum,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson. „Laxveiðin gæti orðið góð í júní og júlí en síðan dottið niður vegna vatnsleysis í ágúst. Það er að minnsta kosti ekki mikill snjór i fjöllum þessa dagana," sagði Rögn- valdur. • Rögnvaldur Guðmundsson „Ofsalega bjartsýnn" - segir Bjarni Júlíusson „Ég er alveg ofboðslega bjartsýnn á laxveiðina í sumar. Júní og júlí gætu orðið mjög góðir mánuðir fyr- ir veiðimenn. Stórlaxinn gæti látið sjá sig í miklum mæli í Borgarfirð- inum þetta árið,“ sagði Bjarni Júlí- usson. „Veiðisumarið byrjar hjá mér í Norðurá í Borgarfirði með opnun hennar. Síðan á að fara á bakka Kjarrár í Borgarfirði og þar gæti orðið veisla. Það er oft gott þar þeg- ar sumrar eins og núna. Við erum á fullu í kringum Stangaveiðifélag Reykjavíkur með ýmislegt nýtt og þá sérstaklega í silungsveiðinni. Bama- og unglingastarfið verður líka mikið hjá okkur þetta árið með ýmsum nýjungum fyrir unga og efnilega veiðimenn,“ sagði Bjarni. • Bjarni Júlíusson. „Þetta verður dúndursumar" - segir Jón Þ. Jónsson „Veiöisumarið byrjar hjá mér í Norðurá á Munaðarnessvæðinu 1. júní með Jóni Árnassyni og við eig- um von á góðri laxveiði þá. Það verður allt reynt til að veiða fyrsta lax sumarsins þar í ánni á þessum degi,“sagði Jón Þ. Jónsson. „Júní gæti orðið meiriháttar góð- ur fyrir veiðimenn enda stór- straumur 17. júní og þá gæti smá- laxinn hellst inn og stórlaxinn líka. Næst verður farið í Laxá á Ásum og þar eru góðar horfur á miklum göngum af tveggja ára laxi. Rækju- sjómaður sem ég ræddi við í fyrra- dag sagði skilyrði mjög góð fyrir Norðurlandinu núna. Allt væri þremur, fjórum vikum á undan. Ég held að þetta verði dúndursumur í veiðinni," sagði Jón í lokin. • Björn K. Rúnarsson. „Opna Rang- árnar" - segir Björn K. Rúnarsson „Þetta verður mjög gott sumar fyrir veiðimenn, nema kannski á Vesturlandi. Þar gæti veiðin reynd- ar orðið slöpp,“ sagði Bjöm K. Rún- arsson. „Það verður spennandi að sjá hvað gerist í Vatnsdalnum þar sem veiðimenn munu sleppa laxinum stóran hluta sumars. Ég mun byrja sumarið með opnun Rangánna og það gæti orðið góð opnun þetta sum- arið, eins og reyndar ég held að veiðin verði þar í sumar,“ sagði Björn enn fremur. Góð vötn í kringum Blönduós - segir Guöráður Jóhannsson „Veiðiskapurinn hefur verið tölu- verður það sem af er sumri enda hefur verið einmuna blíða hérna fyrir norðan. Við höfum veitt á nokkrum stöðum silung, við Jóhann Örn, það sem af er veiðitímanum," sagði Guðráður Jóhannsson í við- tali við blaðamann DV I gær. „Ég held að silungurinn verði vænn eftir þennan góða vetur. Við erum með mörg góð vötn hérna í kringum Blönduós og heilmikið svæði sem á eftir að kanna betur þegar líður á sumarið. Það er hægt að veiða væna bleikju hérna eins og t.d. í Syðri-Tjöminni í Vatnahverf- inu. Laxveiðiámar em líka margar og fjölbreyttar á þessum slóðum," sagði Guðráður ennfremur. G.Bender * Guðráður Jóhannsson • Jón Þ. Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.