Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 Kaffistell eftir Guðbjörgu Kára- dóttur. Nytjalistmunir Nú stendur yflr kynning á listmunum Guðbjargar Kára- dóttur í Gallerí Smíðar & skart á Skólavörðustíg 16A. Guðbjörg leggur áherslu á nytjalistmuni og hefur hún meðal annars sér- hæft sig í vinnslu matar- og kaffistella. Guðbjörg lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1994. Einnig hefur hún farið til námsdvalar til Ung- veijalands og Chicago í Banda- ríkjimum. Sýningin er opin á verslunartíma. Sýningar Skúlptúr og olíumálverk í Listasafninu á Akureyri standa nú yflr tvær sýningar, skúlptúrar eftir Sólveigu Bald- ursdóttur og olíumálverk eftir Gunnar J. Straumland. Sólveig vinnur höggmyndir sínar að mestu leyti í marmara, sem er óalgengt meðal íslenskra myndlistarmanna, og hafa vinnuaðferðir hennar og mynd- sýn vakið verðskuldaða athygli. Um málverk sín segir Gunnar að hann hafi til hliðsjónar ritn- ingargreinar úr 1. Mósebók: „Myndimar eru málaðar sem frainlag mitt tO þeirrar sköpun- arsögu sem enn er i gangi og aldrei iýkur. Orð Biblíunnar eiga alls staðar við í því ferli.“ Sýningarnar standa til 26. maí. Gospel, tónheilun og hugleiðsla Úlfur Ragnarsson læknir, Sönghópur móður jarðar og Esther Helga Guðmundsdóttir, skólastjóri og stjómandi, verða með gospel, tónheilun og hug- leiðslu í kvöld kl. 20.30 í félags- heimOinu Hlégarði, MosfeOsbæ. Straumfræðileg hermun veiðarfæra, flotvarpa er yfirskrift fyrirlesturs sem Haraldur Óskar Haraldsson heldur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði í stofu 157 í VR II, Hjarðarhaga 2-6, kl. 16.00 í dag. Samkomur Sumarbridge 1996 í kvöld hefst í húsnæði Bridgesambandsins að Þöngla- bakka 1, 3. hæð, Sumarbridge 1996. Samfok Aðalfimdur verður haldinn í kvöld kl. 19.30 í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur. Framsóknarfélag Seltjarnarness efhir til almenns fundar um stöðu íslands gagnvart Evr- ópsambandinu í kvöld kl. 20.30 í félagsheimili Seltjamarness. Frummælandi: Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Að nóttu í kvöld verða sviðsettir dúettar eftir Robert Schumann í Listaklúbbi LeikhúskjaOarans. Það er Jóhanna Þórhallsdóttir, alt, og Sigurð- ur Skagfjörð Steingrímsson, bassabariton, sem syngja við píanóundirleik Jóhannesar Andreasen. LeOcaramir Margrét VOhjálms- dóttir og Hilmir Snær Guðnason flytja ljóðin sem sungin eru í nýjum þýðingum Karls Guð- mundssonar. Umsjón og leikstjóm er i hönd- um Hlínar Agnarsdóttur. Undirbúningur að dagskrá þessari stóö lengi yfir en talið er að dúettarnir hafi ekki verið fiuttir áður á íslandi. John Speight tón- Skemmtanir skáld átti nótnahefti frá aldamótum þar sem raddimar voru skrifaðar fyrir sópran og baritón. Úlrik Ólafsson umskrifaði lögin fyrir altrödd og baritón. Aðeins eitt ljóðanna reyndist vera tO í íslenskri þýðingu og var það þýðing Matthíasar Jochumssonar á Ich denke dein eftir Goethe. Karl Guðmundsson hefur nú þýtt Ijóðin og hafa þessar þýðingar vakið mikla athygli. Dagskráin hefst kl. 20.30. Flytjendurinir, talið frá vinstri: Sigurður Skagfjörð Steingríms- son, Jóhanna Þórhallsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. ítfjaröahérai Noröurtandshérað eystra ; ) Noröurlandsbéraö vestra Austurlandshéraö Vesturlandshéraö Reykjavikurhérað Ishéraö Reykjaneshéraö q Fjórða barn Þóru og Kristjáns Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- spítalans 3. maí kl. 22.26. Hann var við fæðingu 3360 grömm að þyngd Barn dagsins og 52 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Þóra Astrid Sorensen og Kristján S. Þorsteinsson. Hann á fjögur systkini, Jóhönnu, sem er 9 ára, Brynjar, sem er 7 ára, og Þor- stein, sem er tveggja ára. dagsqgtt Sandra Bullock og Dennis Leary leika ástfangið par. Stolin hjörtu Bíóhöllin hefur hafið sýningar á nýjustu mynd Söndru BuBock sem er líklega vinsælasta leik- konan í Hollywood þessa stund- ina. Þetta er rómantísk gaman- mynd um tvær persónur sem verða að eyða einni helgi saman á eyju. Frank O’Brian er stundum málari og stundum þjófur. Hann hefur verið fenginn af frænda sínum til að stela verðmætu mál- verki og fara með það til eyju nokkurrar þar sem snobbliðið hefur hreiðrað um sig og af- henda það nýjum eiganda. Kærasta hans, Roz, tekur þátt í þessu ráni með honum en tekur af honum loforð um að þetta Kvikmyndir verði síðasta ránið. Tveir dagar eru þar til afhenda á málverkið og þá daga nota Frank og Roz til að sóla sig á eyjunni án þess að vita að lögreglumaður frá FBI er á eyjunni í leit að frægum mál- verkaþjófi. Sandra Bullock leikur Roz en mótleikari hennar er Denis Le- ary og er hann einnig annar handritshöfunda. Leikstjóri er Bill Bennett. Nýjar myndir Háskólabíó:12 apar Laugarásbíó: Bráður bani Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Executive Decision Regnboginn: Apaspil Stjörnubíó: Mary Reiliy Gengið Almennt gengi Ll nr. 97 17. maí 1996 kl. 9,15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 67,070 67,410 66,630 Pund 101,570 102,090 101,060 Kan. dollar 48,950 49,260 48,890 Dönsk kr. 11,3590 11,4190 11,6250 Norsk kr. 10,2110 10,2680 10,3260 Sænsk kr. 9,9430 9,9970 9,9790 Fi. mark 14,2310 14,3150 14,3190 Fra. franki 12,9360 13,0100 13,1530 Belg. franki 2,1321 2,1449 2,1854 Sviss. franki 53,4900 53,7900 55,5700 Holl. gyllini 39,2200 39,4500 40,1300 Þýskt mark 43,8600 44,0800 44,8700 ít. lira 0,04316 0,04342 0,04226 Aust. sch. 6,2300 6,2680 6,3850 Port. escudo 0,4263 0,4289 0,4346 Spá. peseti 0,5245 0,5277 0,5340 Jap. yen 0,62920 0,63300 0,62540 írskt pund 104,740 105,390 104,310 SDR/t 96,81000 97,39000 97,15000 ECU/t 82,3900 82,8900 83,3800 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan Lárétt: 1 tré, 7 gjafmildan, 9 kona, 11 hross, 12 gladdist, 15 nokkuð, 16 íþróttafélag, 17 einkennisstafir, 18 skáld, 19 skvamp, 20 rispa. Lóörétt: truflun, 2 hress, 3 hlýju, 4 eyktamark, 5 afturendi, 6 svar, 8 kátir, 10 þorpari, 13 æviskeið, 14 geymi, 16 rösk. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 valta, 6 bú, 8 efja, 9 lúr, 10 stálið, 11 tak, 13 snið, 14 innir, 16 næ, 18 ás, 19 ánægð, 20 meis, 21 lúi. Lóðrétt: 1 vesti, 2 aftans, 3 ljá, 4 talsins, 5 alin, 6 búðing, 7 úriö, 12 knái, 15 ræl, 17 æði, 18 ám.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.