Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Fréttir i>v Stór hluti af veiði Silfurlax í Hraunsfirði villtur lax: Stangaveiðimenn æfir og vilja stöðvun - en áform eru um að setja veiðarnar aftur í gang Umdeildar veiöar fiskeldisstöðvarinnar Silfurlax í Hraunsfiröi hafa farið þannig fram að lögð hefur verið mikil nót þvert yfir fjörðinn sem er mjög þröngur. í þessari nót lendir síðan allur fiskur sem á annað borð er á ferðinni, hvort sem hann hefur átt uppruna sinn í hafbeitarstöð Silfurlax eða í ám, svo sem Laxá í Dölum, Staðarhólsá eða Hvolsá svo fáar séu nefndar. Nú er fyrirhugað að hefja nótaveiðar á ný eftir nokkurt hlé en stangaveiðimenn eru æfir og vilja stöðvun. Við drögum í efa niðurstöður þessarar skýrslu og teljum að það sé miklu meira sem eftir verður af náttúrulegum laxi í Hraunsfirði og nær ekki að ganga upp í Laxá og fleiri veiðiár," segir Sæmundur Kristjánsson, formaður veiðifélags Laxár í Dölum, um skýrslu sem Veiðimálastofnun hefur gert um starfsemi Silfurlax í Hraunsfirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Starfsemi hafbeitarstöðvarinnar Silfurlax í Hraunsfirði hefur alla tíð verið mörgum stangaveiðimönnum og hagsmunaaðilum við Breiðafjörð þyrnir í augum. Þeir hafa talið að lax sem kemur utan af hafi og þræð- ir strendur og firði í leit að sinni „fæðingará“ lendi í veiðitækjum Silfurlax í Hraunsfirði sem hafi hreinlega hirt hann, ásamt sínum eigin laxi, áður en, hann náði að ganga lengra og finna eigin heim- kynni. Silfurlax er nú gjaldþrota en stærstu kröfuhafar, þeirra á meðal Landsbanki íslands, eru nú að und- irbúa að hefja veiðar í stöðinni á ný til að freista þess að endurheimta þann hafbeitarfisk sem enn er í haf- inu. Þessum fyrirætlunum mót- mæla hagsmunaaðilar harðlega. Nót þvert yfir fjörðinn Veiðar Silfurlax í Hraunsfirði hafa í stuttu máli farið þannig fram að lögð hefur verið mikil nót þvert yfir fjörðinn sem er mjög þröngur. í þessari nót lendir síðan allur fiskur sem á annað borð er á ferðinni, hvort sem hann hefur átt uppruna sinn í hafbeitarstöð Silfurlax eða í ám, svo sem Laxá í Dölum, Staðar- hólsá eða Hvolsá svo fáar séu nefnd- ar. Stjórnendur Silfurlax hafa alla tíð haldið því fram að hlutfall nátt- úrulegs lax í afla stöðvarinnar hafi verið sáralítið og í hæsta lagi 1-2%. Þeir hagsmunaaðilar sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði hafa haldið því fram að nótin mikla í Hraunsfirði taki miklu meira til sín af náttúrulegum laxi og sé nær lagi að hlutfall hans í aflanum hafi verið helmingur eða meira, „Við höfum alla tíð litið svo á að Silfur- lax hafi stundað laxveiðar í sjó, sem eru bannaðar að lögum, en það virð- ist vera að einhver önnur lög hafi gilt fyrir þetta fyrirtæki," segir Sæ- mundur sem segir jafnframt að fyr- irtækið hafi starfað án starfsleyfis alla sína tíð, eða frá 1988. Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að minnkandi veiði í laxveið- iám, eins og t.d. Laxá í Dölum, sé af- leiðing af starfsemi Silfurlax og ef rannsóknir staðfesti það verði skaðabótamál íhugað mjög gaum- gæfilega. Sæmundur kveðst þess fullviss að starfsemin hafi valdið Dalaánum og ánum við innanverða Skógaströnd ómældu tjóni. Því væri mjög spennandi að sjá í sumar hvað gerðist ef nótaveiðarnar í Hrauns- firði lægju niðri. Árni ísaksson veiðimálastjóri segir í samtali við DV að engin tví- mæli séu um þá veiðiaðferð sem Silfurlax hefur notað. „Þetta er langt fyrir ofan ósamörk og þarna er blanda af ferskvatni og sjó,“ seg- ir hann. Skýrslan ekki óyggjandi Sigurður Már Einarsson, deildar- stjóri Veiðimálastofnunar í Borgar- nesi, segir við DV að hann hafi unn- ið að rannsóknarverkefni í því skyni að kanna hlutfall náttúru- legra laxa í afla hafbeitarstöðvar- innar í Hraunsfirði. Sú skýrsla sem hann hefur nú sent frá sér sé fram- vinduskýrsla og sýni fyrstu niður- stöður sem alls ekki séu óyggjandi. Ótvírætt sé þó að lax sem upprunn- inn er í ám við Breiðafjörð komi fram í afla stöðvarinnar í Hrauns- firði, svo sem úr Laxá á Skógar- strönd, Laxá í Dölum, Krossá, Flekkudalsá, Krossá og Staðar- hólsá/Hvolsá. í niðurstöðu skýrslu Sigurðar segir að marktækustu nið- urstöður rannsóknarinnar varði Laxá í Dölum og bendi til að um 10% af laxastofni árinnar komi fram í Hraunsfirði en hafa beri í huga að mjög fáir merktir laxar standi að baki tölunum. Verkefnið haldi hins vegar áfram og á næstu tveimur árum ættu að fást áreiðan- legri niðurstöður. -SÁ . jJj'íJiJlJUfJi'íjj BREIÐAFJORÐUR Dagfari Forsetalaus alþýða Meðan enginn hörgull er á fram- bjóðendum til forsetaembættisins í lýðveldinu stendur verkalýðshreyf- ingin frammi fyrir þeim vanda að ýmnist fæst enginn til framboðs eða þá að enginn hefur stuðning til kjörs. Við setningu Alþýðusam- bandsþings liggur ekkert enn þá fyrir um kosningu forseta ASÍ og fullkomin upplausn blasir við. Almennt er sú skoðun uppi inn- an verkalýðshreyfingarinnar að hugsanlegir forsetaframbjóðendur séu ýmist ekki hæfir til starfsins eða komi úr vitlausum hópi innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem sýnir auðvitað að það eru gerðar miklar kröfur til þess einstaklings sem á að taka við Alþýðusamband- inu. Það er ekki hægt að kjósa hvern sem er. Forystuhæfileika er krafist, sterkra persónulegra eigin- leika, skeleggrar baráttu og víð- sýni í málefnum vinnumarkaðar- ins. Skýringarnar liggja í augum uppi. Helmingur launþega er innan við fátæktarmörk i tekjum. Flótti vinnuafls tO annarra landa vex með hverjum mánuðinum, at- vinnuleysi er enn útbreitt og þetta gerist þrátt fyrir uppsveiflu í efna- hagslífi. Allt öðru máli gegnir um forseta lýðveldisins. Þar eru engar kröfur gerðar aðrar en þær að frambjóð- andinn eigi frambærilegan maka, haldi sér edrú í gegnum kokkteil- boðin og kunni hrafl í útlensku. Enda hefur komið í ljós að hund- ruð íslendinga hafa ýmist verið orðuð við forsetaframboð ellegar talið sig líkleg til að gefa kost á sér. Og þeir sem ekki eru í framboðs- hugleiðingum hafa verið á fleygi- ferö til að þrýsta á hina til að bjóða sig fram og þannig hefur ekkert lát verið á forsetaframboðum út og suður og í flestum fjölskyldum og stundum margir í hverri fjöl- skyldu. Þjóðin þarf ekki á því að halda að næsti forseti verði annað en sameiningartákn, eins og það heit- ir á framboðsmáli, og að vísu eru sumir að halda því fram að fram- bjóðandi þurfi að vera vammlaus en vammleysi er í rauninni heldur ekki ófrávíkjanleg krafa, eins og sést af þvi að sá frambjóðandinn sem hefur það sér til ágætis að vera vammlaus með öllu hefur lít- inn sem engan byr í kosningabar- áttunni. Nei, forseti lýðveldisins getur orðið hver sem er og margir kallað- ir. En í Alþýðusambandinu er neyð- arástand vegna þess að þar er eng- inn nógu góður til að geta orðið forseti! Einn er búinn að bjóða sig fram en er sagður fylgislítill fyrir þá sök að hann stendur ekki undir kröfum fulltrúanna. Nú er jafnvel talað um að Bene- dikt Davíðsson muni sitja áfram af því að það finnst enginn maður í hans stað. Svo er líka spurning hvort Al- þýðusambandið þurfi yfirleitt á forseta að halda. Er þetta ekki búið spil með verkalýðshreyfinguna? Hún ræður engu hvort sem er og verkalýðurinn er og verður á von- arvöl? Dagfari heyrir ekki betur en að sumir innan ASÍ vilji ekki Bene- dikt og ekki þennan og ekki hinn af því að kjörin eru ekki nógu góð! Alþýðusambandsfulltrúar eru sem sagt að hefna sín á eigin fólki vegna þess að vinnuveitendur og ríkisvald hafa neitað þeim um betri kjör! En það er ekki viðsemj- endum verkalýðsins að kenna held- ur forystusveitinni og forseta ASÍ og þess vegna er ekki hægt að kjósa nýjan forseta í Alþýðusam- bandinu. Nei, þá er betra að bjóða sig fram til Bessastaða og þar sem for- setinn þarf ekki að hafa áhyggjur af kjörum þjóðarinnar, meðan hann kann að heilsa á útlensku í þýðingarmiklum kokkteilboðum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.