Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 7 Fréttir Sum veitingahús borga engin gjöld og skipta reglulega um kennitölu: Taka a in af meistararettind- þessum húsum - segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands „Við þekkjum þau dæmi þar sem fyrirtæki borga engin gjöld og lít- inn skatt. Dæmi eru til um að gefn- ar séu upp tekjur á fulliærða meist- ara, virta menn í sínu fagi, sem eru undir skattleysismörkum og það segir okkur að menn eru að þiggja laun fram hjá skattinum. í ein- hverjum tilvikum skipta menn ár- lega um kennitölu og það er að mínu mati ófært hversu langt menn geta gengið i því sambandi," segir Brjánn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambands tslands. Brjánn segir að víða sé svínað á nemum í sambandi við auka- greiðslur vegna mikillar auka- vinnu og hann vill að tekið verði hart á þeim fyrirtækjum sem brjóta af sér. Skekkir samkeppnisstöðu „Það skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja í bransanum að sumum líðist að haga sér eins og þeim sýn- ist, bæði varðandi laun og gjöld, og þetta á ekki að fá að viðgangast. Vissulega er stærsti hlutinn í heið- arlegum atvinnurekstri en að minu mati þarf að taka harðar á hinum, t.d. með því að svipta þessa menn meistararéttindum,“ segir Brjánn. Ríkistryggð laun Brjánn nefnir dæmi um veitinga- hús við Vesturgötuna í Reykjavík þar sem nemi hafi farið aö krefja eigandann um laun eftir tveggja mánaða vinnu en fengið þá þau svör að hann sæi enga ástæður til þess að eyða peningum í að borga laun þar sem þau væru ríkistryggð. Brjánn segir, vegna fréttar DV í gær um framreiðslunema á A. Hansen, að það sé ekki rétt að þjónanefndin hafl ekki komið sam- an til þess að afgreiða mál nemans. A. Hansen hafi einfaldlega ekki uppfyllt þau skilyrði sem nauðsyn- leg hafi verið. „Við höfum samúð með þeim nemum sem lent hafa í því að vinna hjá mönnum sem ekki hafa nemaleyfi en við erum því alger- lega mótfallnir að þeir fái að fara í sveinspróf. Þar með væri verið að gefa vont fordæmi og það gengur einfaldlega ekki upp að okkkar mati.“ -sv Forsetaframbjóðendurnir eru komnir á fullt í baráttunni sinni um Bessastaði. Pétur Kr. Hafstein hefur gert víðreist að undanförnu. Farið um Norðurland vestra, Borgarfjörð, Suðurland og heimsótt Skagamenn. Þá hélt hann vinnu- staðafund á dögunum ásamt Ingu, eiginkonu sinni, með starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavík, áður Borgarspítala. Mynd- in var tekin við það tækifæri þegar hjónin heilsuðu upp á nokkra af starfsmönnum sjúkrahússins. DV-mynd S Naktar kanadískar flugfreyjur í sjónum DV, Suöurnesjum: „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég horfði út um gluggann og sá stelpurnar vera að svamla í sjónum. Þær voru naktar og höfðu greinilega gaman af að vera í sjónum. Veðrið líka mjög gott - sól og hiti. Þær hljóta að vera vanar þessu í Kanada en hér er engin nekt- arströnd," sagði barþjónn við Hafn- argötuna, sem er við sjávarsíðuna í Keflavik, i samtali við DV. Stúlkurnar sem þar voru að synda eru flugfreyjur hjá flugfélaginu Canada 3000 sem millilendir á Kefla- víkurflugvelli á leið sinni til Evrópu. Áhöfnin dvelur á Hótel Keflavík og á ein eða tvær áhafnir eiga hér frí um helgar. Þá nota stúlkurnar tækifærið og skoða sig um í bænum. Þær hafa líka stundaö likamsrækt í Perlunni í Reykjanesbæ. „Þetta eru glæsilegar stúlkur svo þetta var fögur sjón. Gott að aðrir vissu ekki af þessu því þá hefði orð- ið troðfullt af fólki. Ég hefði ekkert haft á móti því að henda mér i sjóinn til þeirra,“ sagði heppni barþjónn- inn. -ÆMK Keflavíkurflugvöllur: Viðbygging og breyting ar fýrir 500 milljónir vegna Schengen DV, Suðurnesjum: Á fundi Framsóknarflokksins um framtíð Keflavíkurflugvallar í Fjöl- brautaskóla Suðumesja 13. maí kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra að áætlaður kostn- aður vegna viðbyggingar við flug- stöðina vegna Schengen-samkomu- lagsins væri um 400 miiljónir. Viðbyggingin verður byggð við enda landgangsins. Halldór kynnti vel og greinilega breytingar á flug- stöðinni en einnig verða gerðar ýms- ar breytingar inni í flugstöðinni sem kosta um 100 milljónir. Þá kom einn- ig fram hjá Halldóri að verkið yrði líklega boðið út innan árs. Fundurinn var einn af 9 í fundaröð Framsóknarflokksins um málefni ferðaþjónustunnar. Sá þriðji í röð- inni. Auk Halldórs var Friðjón Ein- arsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar, frummælandi. Margir áihuga- menn og starfsmenn í ferðaþjónustu mættu og var skipst á skoðunum um framtíð Keflavíkurflugvallar. Hörð gagnrýni beindist að Flug- leiðum vegna einkaleyfa félagsins á mörgum sviðum. Steindór Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Sérleyfisbif- reiða Keflavíkur, var ekki ánægður með aðstöðuna við flugstöðina. Sagði hcma hvorki gerða fyrir þá sem vinna í flugstöðinni né þá sem vinna í kringum hana. Steindór sagði að það tæki 3 daga að taka grjótið um- hverfis stöðina í burtu svo að hægt væri að fá almennilega aðstöðu fyrir langferðabíla og aðra. Annar bætti við og sagði að oft myndaðist 150-200 metra röð frá flugstöðinni í roki til að koma fólki í rúturnar sem væru langt frá dyrum flugstöðvarinnar. -ÆMK Halldór Ásgrímsson að lýsa þeim breytingum sem yrðu gerðar á flugstöð- inni vegna Schengen-samkomulagsins. DV-mynd ÆMK Brauðostur kg/stk. 20% LÆKKUN VERÐ NU: 593 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR: 149 kr. á hvert kíló. OSIA-OG SMIÖRSAIANSF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.