Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Útlönd Bretar áhyggjufullir vegna stóraukins ofbeldis á þjóðvegum þar: Myrti ökumann eftir deilu um aksturslag Ungur rafvirki var myrtur á þjóövegi i Bretlandi um helgina þegar annar ökumaður, sem hann hafði rifist við vegna ökulags, tók upp hníf og stakk hann í hjartað. Atvikið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi en um leið hefur verið vakin athygli á því að faraldur vegaofbeldis hefur gengið yfir land- ið sem aftur er talin afleiðing of þungrar umferðar og streituþjáðra bilstjóra. Lögreglan hefur farið í gegnum myndbandsupptökur til að finna morðingjann en ekkert orðið ágengt. Lögreglan hefur beðið öku- Varar viö of mik- illi bjartsýni Einn helsti ráðgjafi Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta varar við of mikilli sjálfsánægju og bjartsýni yfir auknu forskoti for- setans í skoðanakönnunum. Ráð- gjafinn sagði að fara bæri afar varlega með niðurstöður kannana sem sýndu forustu Jeltsíns eftir margra mánaða forustu kommún- istans Gennadys Zjúganovs. Ráð- gjafinn sagði kosningamaskínu kommúnista vel skipulagða um allt Rússland og þeir gætu vel náð sér á strik aftur. Spánn: Einn fórst í sprengjutilræði Emn hermaður fórst og þrír særðust í sprengjutilræði í borg- inni Cordoba á Spáni í gærmorg- un. Talið er að ETA, aðskilnaðar- hreyfing Baska, standi á bak við tilræðið og tvær srpengjur til við- bótar sem lögregla fann nærri til- ræðisstaðnum í gær. Níu manns, aðallega áhorfendur sem hunsuðu viðvaranir lögreglu, særðust þeg- ar lögreglan sprengdi bíl sem i voru 40 kg af sprengiefni. Hentist bíllinn 40 metra í loft upp við sprenginguna. Þá var þriðja sprengjan gerð óvirk i morgun en þar var um að ræða 100 kg af sprengiefni í bíl nærri tilræðis- staðnum. Lögreglan telur að fyrsta sprengjan hafi átt að lokka fjölda lögreglumanna á vettvang og hinum veriö komið fyrir þeim til höfuðs. Reuter menn um að halda ró sinni og um fram allt að forðast ágreining á veg- um úti vegna hættu á að sjóði upp úr. Um leið upplýsti svo dómari að alda ofbeldis gengi nú yfir þjóðvegi landsins og kannanir samtaka bif- reiðaeigenda sýna að um 90 prósent ökumanna hafa upplifað ofbeldi á þjóðvegum í einni eða annarri mynd. Félag breskra bifreiðaeigenda hefur gefið út 10 þrepa leiðbeining- ar sem hjálpa eiga aðþrengdum ökumönnum að halda ró sinni. Er ökumönnum sérstaklega ráðið frá því að aka í keppnisskapi eða hefndarhug. Opinberir aðilar kenna yfirfull- um vegum um hvernig komið er og visa á tilraunir með dýr þar sem of miklum þrengslum er mætt með árásargirni. Þannig hefur mikill fjöldi ökumanna orðið fyrir því að ökumenn, sem koma aftan frá, aki „í endanum á þeim“, háu ljósunum er blikkað, dónaleg merki gefin og skömmunum látið rigna. Síðan sé algengt að ökumenn hindri aðra viljandi í tilraunum til framúrakst- urs. Nýleg skýrsla sýnir að 1,8 milljónum breskra ökumanna hafi verið þröngvað til að aka út af árið 1995 og að í 500 þúsund tilvikum hefði verið um viljandi ákeyrslur að ræða. Sérfræðingar segja að ástandið sé ekki eins alvarlegt og í Bandaríkj- unum en versni stöðugt. Kenna þeir miklu álagi fólks í daglegu lífi um þróunina þar sem streita sé ráð- andi afl. Þannig sé akstur á 140 km hraða greinilegt merki um of mik- ila streitu. Konunglegt félag öku- manna vill að ofbeldisseggir á þjóð- vegum missi ökuréttindi sín þar til þeir hafi leitað sálfræðiráðgjafar. Reuter Öll meðul eru notuð í baráttunni gegn reykingum í Kína en í Peking voru reykingar á almannafæri bannaðar frá og með 15. maí. Til að ítreka boðskap sinn um afleiðingar reykinga vanfærra kvenna var dauðu fóstri í glasi komið fyr- ir úti á götu í Peking. Vakti það mikla athygli vegfarenda sem hér stara með hryllingi. Símamynd Reuter Giovanni Brusca, eftirlýstasti mafíuforingi Italíu, handtekinn: Þrýsti á hnappinn þegar Falcone dómari var sprengdur í tætlur ítalska lögreglan komst heldur betur í feitt í gær þegar hún hand- tók Giovanni Brusca, einhvern eft- irlýstasta mafiuforingja landsins, sem er sakaður.um að hafa myrt helsta andstæðing mafiunnar í dóm- arastétt og um að hafa kyrkt ellefu ára pilt til að hefna sin á föður hans. Brusca er einnig eftirlýstur fyrir sprengjutilræði I Róm, Mílanó og Flórens árið 1993. Stjórnmálamenn, með Oscar Luigi Scalfaro forseta í broddi fylk- ingar, óskuðu lögreglunni á Sikiley til hamingju með þennan mikla áfangasigur í baráttunni við mafí- una. „Þetta er stórkostlegur sigur fyrir lögregluna," sagði Giorgio Napolit- ano, innanríkisráðherra nýrrar rík- isstjórnar mið- og vinstriflokkanna, sem tók við völdum á Ítalíu um síð- ustu helgi. Uppljóstrarar úr röðum mafíunn- ar segja að hinn 36 ára gamli Brusca hafi lagt á ráðin um morðið á Gio- vanni Falcone rannsóknardómara sem var sprengdur í tætlur ásamt eiginkonu sinni og þremur lífvörð- um hinn 23. maí 1992. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ræsinu á hraðbrautinni utan við borgina Pal- ermo. Sagt er að Brusca hafi ýtt á hnappinn á fjarstýringunni. Talið er að Brusca hafi tekið við af Salvatore „Toto“ Riina sem hinn æðsti allra mafíuforingja. Giovanni Brusca var handtekinn ásamt bróður sínum Vincenzo þar sem þeir voru í felum í strandhúsi í Cannitello, nærri borginni Agrig- ento á suðvesturhluta Sikileyjar. Eiginkonur þeirra og börn voru einnig í felum með þeim. Lögreglan hafði haft gætur á húsinu í margar vikur. Giovanni Brusca situr nú á bak við lás og slá. Símamynd Reuter Það var kaldhæðni örlaganna að bræðurnir voru að horfa á sjón- varpsmynd um morðið á Falcone dómara þegar lögreglan lét til skar- ar skriða gegn þeim. Enginn meidd- ist í áhlaupinu. „Þetta er mesta virðing sem við getum auðsýnt minningu Falcones," sagði Napolitano innanríkisráð- herra um handtöku Bruscas. _ Rino Monaco, yfirmaður þeirrar deildar ítölsku lögreglunnar sem berst gegn mafíunni, lýsti Brusca sem blóðþyrstasta manninum í sveitinni sem myrti Falcone. Uppljóstrari hefur staðhæft að Brusca hafi verið svo grimmur að árið 1995 hafí hann sjálfur kyrkt ell- efu ára gamlan son fyrrum mafiu- foringja í hefndarskyni fyrir sam- vinnu föður hans við lögregluna. Lík drengsins var síðar leyst upp í sýru. Brusca-bræður koma úr hefð- bundinni glæpafjölskyldu sem faðir þeirra fór eitt sinn fyrir í fjöllunum utan við Palermo. Reuter Stuttar fréttir i>v ESB segir nei Evrópusambandið hefur hafn- að tillögu um að slaka á banni við sölu á bresku nautakjöti. í stofufangelsi Forseti Bangladess hefur sett æðsta yfirmann hersins, sem hann rak úr embætti, í stofufang- elsi. Mikil spenna er í landinu vegna hugsanlegrar uppreisnar manna úr hernum. Ein atkvæðagreiösla enn Bob Dole, forsetaefni Repúblikana- flókksins, sagði í gær að hann ætlaði að efna til enn einnar atkvæða- greiðslu I öld- ungadeild Bandaríkjaþings um stjórnar- skrárviðauka um hallalaus fjár- lög áður en hann lætur af þing- mennsku í næsta mánuði. Átök i Bangui Franskar hersveitir lentu í átökum við uppreisnarmenn í her Mið-Afríkulýðveldisins í höf- uðborginni Bangui en fréttum ber ekki saman um mannfall. Kínverjar fagna Kínversk stjórnvöld hafa fagn- að þeirri ákvörðun Clintons Bandaríkjaforseta að viðhalda bestu viðskiptakjörum þeirra. Sprengja hjá FBI Óþekktur maður hefur gengist við spx-engju sem olli skemmdum á skrifstofu bandarísku alríkis- lögreglunnar FBI í Laredo í Texas. Biidt í Belgrad Carl BUdt, sáttasemjari ESB, kom til Belgrad í gær tU að þrýsta á stjórnvöld í Serbíu að reka Karadzic, leið- toga Bosníu- Serba, úr emb- ætti en hann er sakaður um að eitra fyrir friðarferlinu í Bosníu. írakar ánægðir íraskir fjölmiðlar fagna sam- komxUagi við Sameinuðu þjóðim- ar um takmarkaða sölu á olíu tU að hægt sé að kaupa lyf og aðrar nauðsynjar handa þjóðinni. Gegn hvalveiðifjendum í umdeildri skýrslu eru stjóm- völd í Suður-Afríku hvött tU að endurskoða andstöðu sína gegn hvalveiðum. Hægrimenn gagnrýna Hægriöfgamenn í Frakklandi hafa sakað stjórnvöld um að sitja á opinberum skýrslum sem sýna tengsl milli innflytjenda og glæpa. Clinton var skotmark Meintxir höf- uðpaur sprengjutUræð- isins í World Trade Centre í New York árið 1993 lagði einnig á ráðin um að myrða Bill Clinton Bandaríkjaforseta, að sögn fyrr- um yfirmanns i andhryðjuverka- deild leyniþjónustunnar CIA. í geimgöngu Tveir rússneskir geimfarar fóru í rúmlega fimm klukku- stunda geimgöngu fyrir utan geimstöðina Mir í morgun og settu upp sólarorkuskildi. Sanngjörn meðferð Fujimori Perúforseti segir að bandarísk kona sem var dæmd í ævUangt fangelsi fyrir skæru- liðastarfsemi hafi fengið sarm- gjarna meðferð í dómskex-finu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.